Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 32

Pressan - 24.06.1993, Blaðsíða 32
32 PRESSAN SJONVARP OG BIO Fimmtudagurinn 24. júní 1993 SJONVARP Sjáið: • Pretty Woman ★★★★ á Stöð 2 í kvöld, fimmtudagskvöld. Richard Gere og Julia Roberts. Peningar og kynlíf. Semsagt; Þyrnirósarævintýri með eitthvað íyrir alla en dálítið þreytt ef þú “ért búinn að sjá hana oftar en einu sinni. • Olsenliðið á kúpunni ★★★ í Sjónvarpinu á laugardaginn. Það mega Danir eiga að þeir hafa húmor. Olsenliðið er kannski ekki fyrir alla, en blessuð verið ekki svona forpokuð og leiðinleg og leyfið ykkur að brosa að hinum stórhuga glæpamanni Olsen &Co. • Magni mús ★★★★ í Sjónvarpinu á föstudaginn. Loksins, loksins kominn aftur! Hver man ekki eftir þættinum þar sem Mighty Mouse réðst gegn þvottavélahernum. Algjör sýra, en að- eins fýidr lengra komna. • Hringurinn ★★★ Once around á Stöð 2 á laugardaginn. Lætur lítið yfir sér en sannar enn einu sinni að Bandaríkjamenn kunna að búa til bíómyndir. • Forskrift að ríkidæmi í Tísku ★★★ á Stöð 2 á miðvikudag- inn. Það finnst öllum gaman að horfa á fina, ríka fallega fólkið. "Varist: • Á tónleikum með Dance with a Stranger ★ í Sjónvarpinu á föstudaginn. Norsk hljómsveit á tónleikum í Finnlandi. Þegar saman koma óþolandi hressir bakbokaberar og þunglyndir Finnar er ekki von á góðu. • Glímugengið ★ á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Fjallar um hóp ægifagurra kvenna sem hafa lifibrauð sitt af fjölbragðaglímu. Ekki bönnuð börnum og því garanteruð leiðindi á ferð. • Auðlegð og ástríður ★ í Sjónvarpinu á fimmtudögum og sunnudögum. Áströlsk leiðindi. Engar útitökur til að hækka ekki kostnaðinn við gerð þáttanna og maður sér næstum hljóð- og kvikmyndatökumanninn. Munið að áhorf lýsir innra manni. • Draiunaprinsinn ★ She’ll take Romance á Stöð 2 á sunnu- dagskvöldið. Linda Evans úr Dynasty leikur hamingjusama, vel gifta veðurfréttakonu. Viljiði vita meira? • • Fiðringur, Tickle me, á Stöð 2 á föstudagskvöldið. Þessar gömlu myndir með Elvis Presley eldast hræðilega illa. Þær voru heldur aldrei neitt góðar í upphafi. KVIKMYNDIR Algjört möst • Spillti lögregluforinginn ★★★★ Bad Lieutinant Harvey Keitel var góður í Reservoir Dogs en gerir enn betur í þessari. Myndin fær umsvifa- laust bestu meðmæli. BíóborginnL • Feilspor ★★★ Annar blær yfir of- beldinu. Miklu raunsærri-en við eig- um að venjast frá Hollywood og jafn- framt mun mannlegri. Laugarásbíói. • Sommersby ★★★ Vel gerð, vel leikin og oft unaðslega falleg mynd um kunnuglega sögu. Bíóborginni. • Dagurinn langi ★★★ Groundhog Day Brilljant handrit og Bill Murray hárréttur maður í réttri mynd. Sætur boðskapur sleppur undan að verða væminn. Stjörnubíói. • Mýs og menn ★★★ O/Mice and Men Sæt útgáfa af Stein- beck-sögunni, mestmegnis laus við væmni. John Malkovich góður að vanda. Háskólabíói. • Siðleysi ★★★ Datnage Jer- emy Irons leikur af feiknakrafti þingmann sem ríður sig út af þingi. Helst til langar kynlífssen- ur nema fyrir þá sem hafa byggt upp þol. Regnboganum. • Stuttur Frakld ★★★ Þriggja stjörnu fyrir hlé, rennur svo að mestu út í sandinn. Frakkinn stutti bjargar því sem bjargað verður. Sögubíói. 1 leiðindum • Ósiðlegt tilboð ★★ Indecent proposal Svo hæg að það er varla að hún festist í minni. Demi Moore bjargar því sem bjargað verður. Bíóhöllinni og Háskólabíói. • Löggan, stúlkan og bófinn ★★ Mad dog and Glory Ágæt saga í slappri mynd. Bill Murray og Robert De Niro eins og þeir eiga að sér. Segir fátt af afrekum Umu Thurman. Háskólabíói. • Lifandi ★★ Alive Átakanleg saga, en persónusköpun er engin og mannátið eins huggulegt og kostur er. Háskólabíói. • Tveir ýktir ★★ National Lampoon’s Loaded Weapon 1 Alveg á mörkunum að fá stjömu. Sundboladrottningunni Kathy Ire- land er svo fyrir að þakka að myndin er ekki algjör bömmer. Regnboganum. Bömmer • Elskan ég stækkaði bamið ★ Honey I blew up the kid Leið- inleg öfúgmæli við leiðinlega mynd. Lærðu af reynslu þeirra sem sáu fyrri myndina og haltu þig heima. Bíóhöllinni og Sögubíói. • Captain Ron ® Það er ekki tilviljun að þú hefúr aldrei heyrt þessa mynd nefhda. Sögubím. • Stál í stál ® Fortress Ekki láta blekkjast þótt Christopher Lambert leiki aðalhlutverkið. Listamannaheiðurinn vék fyrir gróðavoninni. Háskólabíói. í fótspor Tinu Turner Það hlaut að koma að því að einhverjum hugkvæmdist að gera kvikmynd um kyn- þokkafyllstu rokksöngkonu allra tíma, Tinu Turner, Myndin, sem hlotið hefur nafnið What’s Love Got to Do With It? og er í leikstjórn Brians Gibson, fjallar um viðburðaríka ævi Turner; árin sextán með fyrrum eiginmanninum Ike, sem leikinn er af Laurence Fishburne, sorgina, gleðina, frægðina og framann. Myndin um Turner vakti strax mikla athygli vestanhafs, ekki síst meðal svartra leikkvenna í Hollywood, sem allar vildu leika rokksöngkonuna. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig að finna þá réttu í hlutverkið, enda ekki á allra færi að fara í fötin hennar Tinu. Sú sem hreppti aðalhlutverkið heitir Angela Bassett og hef- ur meðal annars leikið í myndunum Malc- olm X og Boys ’N the Hood. Til að undir- búa Bassett sem best fyrir hlutverkið var Turner fengin til að æfa með henni sviðs- framkomu og þokkafullar hreyfingar, eins og henni einni er lagið. Turner syngur sjálf öll lögin í myndinni, en Bassett sér um hitt og veldur hlutverkinu að sögn ágætlega. Hún ku taka sig sérstaklega vel út með hár- kollurnar 35, en átti aftur á móti í stökustu vandræðum með háu hælana, sem hún neyddist til að ganga á út alla myndina. Bassett tók hlutverk sitt mjög alvarlega og æfði líkamsrækt frá morgni til kvölds, eða þangað til leikstjórinn, Gibsons, bað hana vinsamlega að hætta, áður en hún yrði eins og kraftlyftingamaður í laginu. 08.00 Bamaefni. Bugs Bunnie. 09.00 Tommi og Jenni. 10.00 Fræösluefni lyrir böm. Dýralífsmyndir og/eöa þættir um stæröfræöi ogefnáftæöE 12.00 Fréttir og fréttaskýring- ar. 13.00 MTV í bland viö íslensk tónlistarmyndbönd. 14.00 Framhaldsþættir. Dre-. am of Jeanie, meö Larry Hagman o.fl. 15.00 Gilligan’s Is- land. Gamanmynda- flokkur um hóp af strandaglópum á eyöi- eyju. 17.00 Þáttur um Jón Þorláks- son í umsjá Hannesar Hólmsteins Gissurar- sonar. 17.30 60 Minutes. 18.30 Islensktónlistarmynd- bönd. 19.00 Þáttaröö um sögu stjómmálaskörunga 20. aldar. Fyrsti þáttur. Winston Churchill. 20.00 Fréttir a la CNN og SKY. 21.00 Ræöupúltiö. Maðurinn af götunni fær aö tjá sig um fréttir, fréttamat og dagskrá sjónvarps- ins í 1-2 mínútur. 22.00 Kvikmyndir. Those Magnificent Men in Their Rying Machines, meö Terry Thomas o.fl. 24.00 Orrustan um Bretland. Kvikmynd meö Michael Caine og Cristopher Plummer. 02.00 Debbie does Dallas. XXX 04.00 Rokk í Reykjavík. Kvik- mynd eftir Friörik Þór Friöriksson. 06.00 Sódóma Reykjavík. KVIKMYNDIR Tímamótaverk frá Hollywood FALLING DOWN SÖGUBlÓI ★★★★ ••••••••••••••••••••••••••• Fyrir nokkrum árum var gerð kvikmyndin Joe, sem lýsti viðhorfum og lífi verka- manns í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum. Þetta var hrollköld mynd og þörf áminning róttækum mennta- mönnum sem ástunduðu verkalýðs- og minnihluta- hópadekur. En kvikmyndin Joe var ekld fýrirboði mildlla átaka í Bandaríkjunum, því verkafólk hefur fyrst og ffernst áhuga á að vinna og er seinþreytt til vandræða, séu lífskjör á annað borð þokka- leg, eins og þá var. Forystu- menn verkafólksins voru raunsæir og hófsamir og höfðu unnið sig upp, menn á borð við Hoffa, sem gerðu samninga við mafíuna, því það var einfaldlega hagkvæmt fýrir verkafólk, sbr. ágæta lcvikmynd nýlega. Vandræðin byrja fyrst þegar kreppan og upplausnin nær til mennt- aðra miðstétta, þegar hún nær til þeirra sem eru færir um að veita forystu. Um þetta fjallar saga Dostójevskís „Hinir djöfulóðu", sagan um Stafrogin fursta og samsæris- menn hans. Með afnámi þrælahaldsins í Rússlandi um 1860 missti stór hluti aðalsins og hinnar menntuðu mið- stéttar fýrirvinnuna og hlut- verk sitt, fannst sér ofaukið. Það voru þessir óþörfú menn GUÐMUNDUR ÓLAFSSON sem sköpuðu hinn sovéska kommúnisma en ekki bænd- ur og verkafólk. Lee Iacocca, forstjóri Chrysler, hefur sagt eitthvað á þá leið að miðstétt- in og starfsmennirnir í verk- smiðjunum séu límið sem haldi bandarísku samfélagi saman. Það er þetta lím Iacocca sem kvikmyndin Falling Down fjallar um, upplausnin í hinni bandarísku miðstétt, sem finnst sér ofaukið um leið og hún lítur á sig sem burðarás samfélagsins. Þessir óþörfú menn í Bandaríkjun- um munu ekki sitja aðgerðar- lausir til lengdar. Þeir eru ekki aðeins fljótir til vandræð- anna, þeir munu skipuleggja þau og magna. Þess vegna er kvikmyndin Falling Down fyrirboði skelfilegra tíðinda eftir því sem hin menningar- lega og efnahagslega kreppa dýpkar á Vesturlöndum. Söguþráður myndarinnar er ekki flókinn. Bandarískur miðstéttarmaður, karlmaður í hvítri skyrtu með bindi, lendir í umferðarhnút og ákveður að yfirgefa bílinn og halda af stað gangandi áleiðis í afrnæli dóttur sinnar. Hann vann áður í eldflaugaverk- smiðju en er búinn að missa vinnuna vegna hruns komm- únismanns. Konan er skilin við hann og hefur fengið dóm upp á að hann haldi sig fjarri þeim mæðgum vegna hugsanlegs ofbeldis. Ekki svo að skilja að hann hafi gerst sekur um ofbeldi, dómarinn taldi best að dæma hann til afar takmarkaðra samskipta við dótturina, honum og öðr- um til viðvörunar. Myndin greinir nú frá för þessa , manns þennan viðburðaríka dag. Hann lendir í útistöðum við minnihlutahópa, síma- sjálfsala, hamborgarasölustað og nýnasista, eða eins og segir í undirtitli myndarinnar: hann er venjulegur maður í stríði við daglegt líf. Hann á sér ekki enn neina málsvara, hann er ekki efnahagslega hagkvæmur (not economic- ally viable) eins og segir á ein- um stað í myndinni. Hans er ekki þörf og hann verður furðu lostinn í lok myndar- innar þegar hann spyr lög- reglumann: Am I the bad guy? Allir helstu kvikmynda- ffamleiðendur í Hollywood höfðu hafnað handritinu að þessari mynd. Það var Micha- el Douglas sjálfur sem átti frumkvæðið að gerð hennar, því hann langaði til þess að takast á við eitthvað merki- legra en að vera „supporting superstar“ fyrir þær Glenn Close (Fatal Attraction) og Sharon Stone (Basic Instinct). Hann fékk vin sinn til margra ára, Joel Schumacher, til að Er ég vondi kallinn? stjórna myndinni, en að öðru leyti eru frábærir leikarar í hverju hlutverki og myndin afburðavel gerð í alla staði. Ýmsir rétttrúnaðarhópar í Bandaríkjunum hafa risið upp á afturlappirnar í tilefni af þessari mynd, svo sem I.andssamband Kóreumanna og jafnréttiskonur, en Schu- macher hefur látið hafa eftir sér að þeir félagar nenni eldd að framleiða Disney-sætsúp- ur lengur og Michael Douglas segir í blaðaviðtölum: „Það er ekki hægt að biðja mig um pólitískan rétttrúnað, ég er aðeins að skilgreina hvernig fólkinu í landinu líður.“ Þessi kvikmynd er um margt tímamótaverk. Hér er á ferðinni Hollywood-mynd sem hefur ekki að markmiði að framleiða drauma handa almenningi heldur að afhjúpa raunverulega martröð. í henni eru engar hetjur eða skúrkar, ekkert verpmilegt ástardrama. í henni éru ekki dregnar upp falskar glans- myndir, þvert á móti eru þær riínar niður. En það sem mest er um vert er umíjöllun- in um hinn hættulega mið- stéttarmann sem finnst sér ofaukið í öllu ónytjungadekr- inu og mættu íslenskir rithöf- undar mikið af því læra. Það er trú mín að þessi mynd eigi eftir að varpa ljósi langt inn í framtíðina, ekki ósvipað og „Hinir djöfulóðu" á sínum tíma.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.