Pressan - 30.09.1993, Page 6

Pressan - 30.09.1993, Page 6
M E N N 6 PRESSAN Fimmtudagurinn 30. september 1993 Indriði G. Þorsteinsson Rithöfundur Menn Kauði í paradís í hálft ár sat Heimir Steins- son í helli sínum í Efstaleiti og horfði á skoðanakönnun frá Gallúpp. Þar stóð að þjóðin, sem ól hann, lýsti þóknun sinni á því að hann skyldi reka Hrafn Gunnlaugsson frá Sjónvarpinu. Þar stóð líka að sú sama þjóð hefði skömm á því að Hrafti var endurráðinn með fantaskap pólitíkusa, gegn vilja prestsins í hellinum. Og það var gott. Á sínum tveggja ára ferli hafði Heimir ekki gert neitt sem nokkur maður tók eftir, hvað þá að einhver hefði haft skoðun á því. Það var helst að sumir myndu eftir ólundarlegu mali í gegnum flugeldaskothríðina á gamlárskvöld, en enginn vissi hvaðan það kom eða hvað það merkti. En í hálft ár sat Heimir sem þjóðhetja, hyfltur af lýðnum, vinafár, en þeim mun vinsælli hjá þeim sem ekkert þekktu hann. Þá ruddist Indriði G. Þor- steinsson inn í þessa paradís prestsins. Hann hafði komist að þeirri niðurstöðu að Hrafn Gunnlaugsson hefði ekkert vitlaust gert, nema kannski nokkrar bíómyndir, en fýrir það væri ekki rétt að hengja nokkurn mann. SjáJfúr hefúr Indriði skrifað nokkrar vit- lausar bækur og á því hags- muna að gæta, því hann þekk- ir hvaða refsing getur legið við vondri lisL En honum fannst sem sagt að þótt Hrafn væri kannski vitlaus væri þjóðin enn vitlausari fýrir að fínnast gott hjá prestinum að reka hann. Þetta sagði hann okkur ogprestinum í Mogganum. Ég varð ekkert hissa. Skoð- anir Indriða hafa alltaf byggst á sjónarhóli leigubílstjórans, sem skilur lífið einfaldari skilningi en allir hinir og veit þess vegna betur. Kannski eru það fimmtán ára gömlu am- erísku kaggarnir sem hafa þessi áhrif. Kannski er þetta bara snilld manns sem hugsar pólitískt einhvers staðar hægra megin \ið Genghis Khan, en tókst samt alltaf að skilgreina sig innan Framsóknarflokks- ins. Indriði skrifaði nefnilega bækurnar sínar á þeim for- sendum að allir aðrir væru vitlausari en hann, borgarlýð- urinn, vesturbæjaríhaldið og snobbmenningarkomuiSwyr. Svoleiðis skrifaði hann líká Tímann og tókst enda að koma honum á hausinn oftar en nokkur kærir sig um að muna. En Heimir Steinsson varð hissa, enda hefur honum ábyggilega þótt Tíminn gott blað hjá Indriða. Heimir leit upp úr skoðanakönnuninni, opnaði rifú á hellisdymar og sendi ffá sér merki um að sér þætti óþarfi af Indriða að trufla lífið t paradís með þess- um ónotum. Ég er ósammála prestinum. Víst er rétt að Indriði G. hefúr plagað okkur allt of lengi með skrifúm sem enginn myndi sakna. En hann hefúr í dlinni tekið að sér metnaðarfyllra verkefni en nokkru sinni fym að sannfæra okkur um að Hrafh Gunnlaugsson sé góður gæi. Og ef Indriði hefúr ekkert annað um að skrifa er hann bara að fylgja hefðum ís- lenskra blaðamanna sem hafá skrifáð um Hrafh af því ekkert annað fánnsL Sú hefð var gerð ódauðleg með vísunrti: Hestar áttu í ati. Allt var það í plati. Góðar eru gúrkur. Hrafn Gunnlaugsson er skúrkur. Ég ætla að minnsta kosti að fylgjast með þessari síðustu orrustu Indriða við sína vit- lausu þjóð. Hann skrifar þá ekki í Ttmann á meðan. Og Heimir verður bara að loka hellisdyrunum.__________ AS „Heimir leit upp úr skoðanakönnuninni, opnaði rifu á hellisdyrnar ogsendifrá sér merki um að sér þœtti óþarfi aflndriða að trufla lífið í paradís með þessum ónot- um. Steingrímur semur við Mótvægi hf. LEIGBISJÁLFUM SÉR NAFNIB Á 3 MILLJÓNIR Steingrímur Hermannsson samdi við Framsóknarflokkinn skömmu áður en stjórn hlutafélagsins tók við, gegn mót- mælum fréttastjóra og stjórnarmanns. Nyr ritstjóri hyggst kanna málið oggrípa til aðgerða í framhaldinu. Stjórnarmenn Mótvægis hf., útgáfufélags hins nýja Tíma, hafa sem kunnugt er gefið út yfirlýsingar þess efnis að blaðið verði með öllu óháð Framsóknarflokknum. Samn- ingur sem Framsóknarflokk- urinn og undirbúningsstjórn Mótvægis hf. gerðu með sér sama dag og hluthafafundur var haldinn sýnir þó svo ekki verður um villst að flokkurinn hefur fráleitt hugsað sér að sleppa hendinni af Tímanum. Samkvæmt samningnum, sem undirritaður er af for- manni Framsóknarflokksins, Steingrími Hermannssyni, fyrir hönd þáverandi stjómar Mótvægis hf. annars vegar og Agli Heiðari Gíslasyni, fram- kvæmdastjóra Framsóknar- flokksins, fyrir hönd flokksins hins vegar, er nafn Tímans í eigu flokksins og því áskilur hann sér rétt til að auglýsa án endurgjalds fundi sína og fé- lagsstarf í hinu nýja dagblaði, sem nemi allt að 250 þúsund krónum á mánuði, eða þrem- ur miUjónum á ári. Afnotasamningur sá er um ræðir var samþykktur 18. ág- úst, skömmu fyrir hluthafa- fúnd Mótvægis hf., sem hald- inn var sama dag, og er hann svohljóðandi: „Undirritaðir aðilar, Fram- sóknarflokkurinn, kt...., Hafnarstræti 20, Reykjavík annars vegar og Mótvægi hf., kt...., Lynghálsi 9, Reykjavík hins vegar gera með sér svo- felldan afhotasamning: 1. Framsóknarflokkurinn hefúr um áratugaskeið í eigin nafni og með ótakmarkaðri ábyrgð staðið að útgáfú dag- blaðsins Tímans. Óumdeilt er að nafnið Tíminn er og hefúr verið í eigu Framsóknar- flokksins sem útgefanda blaðsins. Vörumerki með þessu naftii hefúr verið skráð eign Framsóknarflokksins. 2. Framsóknarflokkurinn heimilar hér með Mótv'ægi hf. að nota nafnið Tíminn sem heiti á blaði sem félagið gefúr ÚL Heimild þessi fellur því að- eins niður að Mótvægi hf. hætti útgáfu dagblaðs vegna gjaldþrots eða af öðrum ástæðum. 3. Mótvasgi hf. veitir Fram- sóknarflokknum rétt til þess Stbngrímur Hermannsson, for- MABUR UNDIRBÚNINGSSTJÓRNAR MÓTVÆGIS HF. „Vill s»o til að ég var formaður beggja samningsaðila.“ að auglýsa án endurgjalds fúndi og félagsstarf flokksins í Tímanum og skal umfang þessara auglýsinga miðast við þá hefð sem ríkt hefúr. Þó skal magn þessara auglýsinga í mánuði hverjum ekki fara ftam úr krónum 250 þúsund að meðaltali að verðmæti miðað við gildandi auglýs- abriel %MA GSvarahlutir Hamarshöffta 1 Höggdeyfar Hamarshöfða 1 Simar 36510 og 83744

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.