Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 9

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 9
 Fimmtudagurínn 30. september 1993 SKILABOÐ PRESSAN 9 Ymsir hafa setið við skriítir síðustu mánuði og | huga að bókaútgáfu. Þeirra á meðal er Vilborg Dav- íðsdóttir, sem hingað til hefur verið kunnari fyrir fréttaflutning á Bylgjunni og Stöð 2 en skáldsagna- gerð. Það er svo sem engin nýlunda að rithöfundar komi úr röðum ffétta- og blaðamanna, en oftar en ekki er þá um að ræða við- talsbækur eða ævisögur. Bók Vilborgar, Við Urðar- brutin, er hins vegar hrein- | ræktuð skáldsaga. Sagan byggist á sögulegum heim- ildum og gerist um alda- þ mótin 900. Hún fjallar um sautján ára ffilludóttur og baráttu hennar fýrir betra lífi, en grimmd víkinga- tímans og hrottaskapur er baksvið sögunnar. Kven- ? hetjur eru í öllum helstu hlutverkum og það örlar víst á kvenffelsishugmynd- um tuttugustu aldarinnar í efnistökum höfundar. Bókin var tvö ár í vinnslu og kemur út í októberlok hjá bókaforlaginu Máli og menningu... Eiins og alkunna er eru menn í óðaönn að klæða ^ vetrardagskrá Sjónvarpsins í ferskari búning, en einn er þó sá þáttur sem huga » þarf að umffam aðra vegna þ e s s hversu vinsæll hann er, nefnilega áramóta- skaupið. U n d i r - búningur við það er að fara í gang af fullum dampi næstu daga, en Skaupinu leikstýrir í ár kvikmynda- leikstjórinn Guðný Hall- dórsdóttir. Ekki hefur ver- ið gengið ffá ráðningu leik- ara í hlutverk, en það kem- ur væntanlega í ljós á næst- unni hverjir skemmta landsmönnum í árslok. f Kvikmyndagerðarmaður- inn Háicon Már Oddsson ^ sér um framkvæmd þáttar- “ ins... I ------------------------ i, H alldór E. Laxness leik- stjóri er einn hinna útvöldu sem nú þiggja listamanna- laun frá ríkinu. Halldóri var veittur eins árs styrkur; annars vegar til að setja upp leikverk Bills Cain, Standandi pínu, sem Frjálsi leikhópurinn frumsýndi á dögunum og hlotið h e f u r m j ö g g ó ð a r viðtökur, og hins vegar til ) að vinna að ýmsum öðrum verkefnum. Meðal þess sem Halldór fæst nú við að | semja er leikgerð, nánar til- tekið söngleikur, eftir Barni náttúrunnar, en sagan er l sem kunnugt er eftir afa hans, nóbelskáldið Halldór Kiljan Laxness... Fullbúnir með alvöru vél. •1,5 eða 1,6 1. vél, 16 ventla með fjölinnspýtingu. • Einstakt endursöluverð - hugleiddu það. • Sífelld eftirspurn eftir notuðum bílum. • Tökum vel með farna notaða bíla uppí nýja. Opið laugardag frá 12 -16 Vatnagörðum - Sími 689900 -góð fjárfesting

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.