Pressan - 30.09.1993, Page 26

Pressan - 30.09.1993, Page 26
26 PRESSAN AMERISKT SUKKULAÐ Flmmtudagurinn 30. september 1993 MYNDLIST • Aiexandra Kostrubala, myndlistarkonan banda- ríska, sýnir í Galleríi 1 1. • Guðbjörg Guðjóns- dóttir sýnir olíu- og akrýl- myndir í kaffistofu Hlað- varpans. • Skagen; úrval listaverka frá Skagensafninu á Jót- landi til sýnis í Norræna húsinu. Um er að ræða málverk, vatnslitamyndir og teikningar. Opið dag- lega kl. 14-19. • Erna Guðmarsdóttir hefur opnað sýningu í Sneglu á myndum máluð- um á kínverskt silki. Opið mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og Iaugardaga kl. 10-14. • Margrét Soffía Björns- dóttir, Sossa, sýnir olíu- myndir í Galleríi Fold. Lýk- ur á laugardag. • Inga Elín Kristinsdótt- ir, Lharne Tobias Shaw & Svafa Björg Einarsdóttir standa saman að glerlista- sýningu í Hafnarborg. Síð- asta sýningarhelgi. • Þorvaldur Þorsteins- son hefur hengt upp sýn- ishorn úr nýjum flokki Ijós- myndaverka á Mokka. • Gunnlaugur Blöndal. Sýning á málverkum lista- mannsins á Kjarvalsstöð- um í tilefni þess að hundr- að ár eru liðin frá fæðingu hans. Opið daglega kl. 10-18. • Hannes Pétursson. Sýning á Ijóðum hans á Kjarvalsstöðum. Opið dag- lega kl. 10-18. • Fimm norrænir meist- arar nefnist sýning á Kjar- valsstöðum á verkum fimm norrænna arkitekta. Opið daglega kl. 10-18. • Brynhildur Þorgeirs- dóttir sýnir skúlptúra á neðri hæð Nýlistasafnsins. Síðasta sýningarhelgi. Op- ið daglega kl. 14-18. • Tina Aufiero sýnir inn- setningar á efri hæðum Nýlistasafnsins. Síðasta sýningarhelgi. Opið dag- lega kl. 14-18. • Jónína Björg Gísla- dóttir sýnir vatnslitamyndir í Portinu. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 14-18. • Bragi Ásgeirsson sýnir grafíkverk á efri hæð Lista- safns íslands. • Ásgrímur Jónsson. Sýning stendur yfir í Ás- grímssafni á vatnslita- myndum eftir listamann- inn. Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. • Kjartan Guðjónsson hefur hengt upp verk sín í Götu-grillinu, Borgarkringl- unni. • Jónas Bragi Jónasson sýnir skúlptúrverk úr krist- algleri í Listhúsinu í Laug- ardal. Síðasta sýningar- helgi. Opin daglega kl. 10-18 nema sunnudaga kl. 14-18. • Arngunnur Ýr sýnir ol- íumálverk á Hulduhólum, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-18. • Janet Passehl sýnir ver,k sín í Ganginum. • Ásmundur Sveinsson. Yfirlitssýning í Ásmundar- safni við Sigtún í tilefni ald- arminningar hans. Verkin spanna allan feril Ásmund- ar, þau elstu frá 1913 og það yngsta frá 1975. Opið alla daga frá 10-16. Sýningar • Börkur Arnarson Ijós- myndari og Svanur Krist- bergsson, Ijóðskáld og tónlistarmaður, ekki með sýningu heldur andrúms- loft í Galleríi Sólon ísland- us. Síðasta sýningarhelgi. • Páll Reynisson sýnir Ijósmyndir í Listasafni ASÍ. Síðasta sýningarhelgi. Op- ið alla daga nema miðviku- daga kl. 14-22. Fréttasettið á Stöð 2 Samkeppnin í sjónvarpinu er í hámarki um þessar mundir nú þegar stöðvamar eru að stilla upp vetrardagskránni. 19:19 á Stöð 2 hefur sett upp nýtt andlit og PRESSAN heyrði í þremur aðilum sem hafa skoðun á málinu. Er fréttamennska á íslandi að taka skreffram á við — eða er verið að fela innihaldið bak við amerískættaða sykurhúð? Verri ... Gunnar Steinn Pálsson, framkvæmdastjóri Hvíta hússins, vinnur við að hafa svipinn á hlutunum í lagi. Gunnar er yfirlýstur fréttafík- ill, hvað finnst honum?: „Fréttasettið hjá 19:19 er ferskt og skemmtilegt, skref fram á við í tækni og útliti. Og heimilisleg stemmning í kjaftakróknum og allt það. En persónulega finnst mér þetta of „glossí“. Sambland úr amerískum morgun- og kvöldfréttum, einskonar heimilislegt „high tech“. Það sem angrar mig er að öll svona gervimennska, bæk- urnar og það allt, v e r ð u r leiðigjarnt. Þess vegna bíð ég spenntur eftir því hversu end- urnýjunin verður ör. Ég veit að þeir ætla að skipta út myndinni af Perlunni og þau geta augljóslega ekki verið lengi í þessu palesanderlúkki. íburðurinn er einfaldlega of mikill. Tæknilega er þetta klárlega skref fram á við, myndblöndunin og hvað flæði varðar. Og þrátt fyrir þennan ameríska gerviheim sem þarna er búinn til standa þeir sig býsna vel í tæknilegu hliðinni og koma reglulega með ferska vinda inn í ís- lenska fréttamiðlun. Og eins og aðrir fréttafíklar er ég ekki síður spenntur að sjá hvernig RÚV kemur út úr sinni end- urnýjun. En svona heilt yfir þá er þetta ekki amaleg þjón- usta sem íslenskir áhorfendur njóta og samkeppnin virðist holl.“ Já, tæknileg úrvinnsla með ágætum en fýrirmyndin aug- ljóslega fengin vestanhafs. Nú er Ingvi Hrafn víst að fara til Flórída. Kannski kemur hann með „ferskar“ hugmyndir til baka. Vondur ... Hvað finnst Boga Ágústs- syni, fréttastjóra Sjónvarps, um nýtt sett hjá samkeppnis- aðilanum?: „Ágætt, ég hef reyndar heyrt suma segja að það sé eins og móttaka á lúxushóteli, en sjálfum finnst mér það ágætt. En það má aldrei gleyma þvi að fféttir snúast um innihald- ið. Þó að auðvitað sé nauð- synlegt að hafa góða um- gjörð, þá er það á endanum Verstur... Og áffam er haldið. Er botn- inum náð? Það hlýtur að fara að birta til. Það var ekki að sjá annað en vel færi um Davíð Oddsson í fyrsta þætti hins nýja 19:19. Helgi Pétursson, hefur hreiðrað um sig í ýms- um sjónvarpssettum, m.a. í 19:19. „Jaaaá, mér sýnist heildaryfir- bragðið vera of dimmt. Þá finnst mér íburðurinn allt of mikill fyrir litla sjónvarpsstöð sem berst í bökkum. Þetta er ekki í neinu samræmi við þá fjármuni sem stöðin hefur úr að spila og ættu að notast í innlenda dagskrárgerð ffem- ur en í umgjörð um frétta- innihaldið og frétta- mennskan og ekkert annað sem skiptir máli. Á g æ t u r tökumaður sagði skemmtilega dæmisögu sem gæti tengst þessu atriði. Ef þú ert í því að selja sam- lokur, þá gengur það sjálfsagt betur ef þú ert með fallegan plastpoka utan um þær, en þú ert að selja samlokur. Það f 1 u t n i n g, sem oft á tíðum er að yfirbragði eins og ger- ist í 250 milljóna m a n n a samfélagi í Ameríku. Við erum óvart stödd á lítilli eyju þar sem í raun gerist ekki mikið. Tæknilega sýnist mér myndatökumenn eiga í mikl- um vandræðum með þetta sett, að finna skotvinkla. Þetta er allt of flott og afnota- gjöld áskrifendanna eiga ekki að fara í svona bruðl sem hef- ur lítið upp á sig. Menn ættu að einbeita sér að því að vera kemur alltaf að því og þú borðar ekki samlokur vegna þess að plastpokinn er falleg- ur. En við sendum þeim heillaóskaskeyti og þó að þetta sé kannski ekki beint minn stíll, þá finnst mér sett- ið í sjálfu sér prýðilegt.“ Bogi hefur þá stefnu að tala aldrei illa um samkeppnisað- ila og það er ekki hægt að segja annað en hann hafi sloppið þokkalega frá því hér. Drengilega að orði komist ef svo má segja. með fleiri við íféttaskýringar og annað, ffemur en að leggja áherslu á að flott borð séu smíðuð um fféttaþulina. Þau eru ekki aðalmálið. Mér sýn- ist menn falla þarna í þá gryfju að það skipti meira máli það sem sést en það sem sagt er. Svolítið verið að fela sig bak við lúkkið.“ Það segir sig sjálft að hér er ekki um vísindalega skoðana- könnun að ræða. En samt. Niðurstaðan er sú að það sé verið að fela innihaldið bak við „fansí“ útlit. Ekki mjög góðar fréttir fyrir Ingva Hrafh. Hann ætti kannski að taka annan kúrs. Breyta um stefhu og fara í ffí til Evrópu og sleppa Flórída? MYNDUST Helsinki-punktar ÓLAFUR GÍSLASON, NORRÆNU LISTAMIÐSTÖÐINNI, SVEABORG. Norræna listamiðstöðin í Helsinki er mörgum íslensk- um listamönnum að góðu kunn, en almenningi líklega síður. öðru hverju hafa þó komið hingað sýningar frá listamiðstöðinni, nú síðast Borealis 6 á Listasafni Islands. Listamiðstöðin er staðsett á eyjunni Sveaborg, sem er skammt fyrir utan höfnina í Helsinki og er gamalt her- virki þar sem tæplega þúsund manns búa að staðaldri. Margir íslenskir myndlistar- menn hafa dvalið þar í vinnustofum á sumrin og sumir þeirra sýnt í sýningar- sölunum. í ágúst var þar opnuð sýn- ing á verkum Ólafs Gíslason- ar og hefur sú sýning vakið athygli og umtal í Helsinki. Ólafur er ungur myndlistar- maður, búsettur í Hamborg, og sýndi hér á sýningum í Galleríi einn einn og á Kjar- valsstöðum í fýrra. Óbrigðult einkenni á verkum Ólafs eru hvítir kassar í ýmsum stærð- um sem hann setur í ólíkt samhengi og notar til ólíkra hluta. Á sýninguna í listamið- stöðinni sendi hann fjöldann allan af hvítum kassalaga stöplum sem voru um einn GUNNAR ÁRNASON metri á hæð og var þeim dreift um tvo stóra sali. Á opnuninni sjálfri fengu sýn- ingargestir vínglös, sem Ólaf- ur útvegaði, og dreyptu á víni, eins og siður er við slík tækifæri. En það sem opnun- argestir vissu ekki var að ÓI- afur hafði ráðgert að gera glösin að hluta af sýningunni og skyldu þau skilin eftir það sem eftir væri sýningartímans á nákvæmlega þeim stað þar sem gestirnir skildu við þau. verða til 1. október. Það má því segja að opnunargestir hafi óafvitandi full- gert verkið. Hug- mynd Ólafs er sú að opnunin sé eitt af mikilvægustu ritúöl- um listsamfélagsins og ekkert listaverk sé í raun fúllgilt fyrr en það hafi verið inn- vígt í listheiminn af útvöldum fulltrúum listheimsins (opn- unargestum) með opnunarathöfhinni. Hugmyndin kom á óvart, en það sem kom kannski enn meira á óvart var hversu vel hinn sjónræni þáttur sýningarinnar tókst og Fyrirhugað samtímalistasafn í Helsinki, teiknað af bandaríska arkitektin- um Steven Holl. „Opnunargestir komustfljótlega aðþví að stöplarnir voru tilvalinn staður til að geyma glösin á ogþegaryfir lauk hafði öllum glösunum verið dreift hér ogþar um stöplana. Þar eru glösin enn og verða til 1. október.“ Opnunargestir komust fljót- lega að þvi að stöplarnir voru tilvalinn staður til að geyma glösin á og þegar yfir lauk hafði öllum glösunum verið dreift hér og þar um stöpl- ana. Þar eru glösin enn og gerði hana að meiru en út- færslu á ögrandi hugmynd. Reyndar vakti sýningin svo mikinn áhuga að hún var framlengd um tvær vikur vegna íjölda áskorana. Þetta er ekki í fyrsta sinn að list ungra íslenskra mynd- listarmanna er vel tekið og fær athygli í Finnlandi en þetta er athygli sem er því miður ekki endurgoldin, þótt ærin ástæða sé fyrir okkur að vera áhugasamari um listir frændþjóðanna. Samtímalist í nýju húsi Það hefur varla farið ffam- hjá nokkrum sem hefur fylgst með fréttum frá Norður- löndunum að Finnar hafa átt í mesta basli í efnahagslífinu undanfarið, en þeir hafa ekki látið deigan síga í menning- arlífinu. Nýlega var tekið í notkun glæsilegt óperuhús, sem verður vígt í nóvember, og þeir láta ekki staðar num- ið því einnig stendur til að reisa safn fyrir samtímalist. Nútímalistasafnið er í gömlu húsi í miðbænum, At- heneum, og fýr- ir nokkrum ár- um var stofnuð sérstök deild fýrir samtímalist sem hefur til umráða nokkra sali á efstu hæð hússins. Nú- tímalistasafhið verður áfram í sama húsi eftir að samtíma- listin flytur, en tímamörkin milli safnanna tveggja eru dregin um árið 1960. Það vekur undrun að Finnar skuli leggja út í svo viðamikið verk þegar fjárhagurinn er jafn- bágborinn, en það vildi þannig til að Helsinkiborg keypti landskika af ríkinu og borgar fýrir með því að reisa safnið fýrir finnska ríkið. Samkeppni var haldin um hönnun hússins og var út- völdum hópi erlendra arki- tekta boðið að taka þátt. Það Frá sýningu Ólafs Gtslasonar í listamiðstöðinni í Sveaborg. vakti litla kátínu meðal finnskra arkitekta þegar í ljós kom að upprennandi banda- rískur arkitekt, Steven Holl, vann samkeppnina. Gagn- rýnisraddir hafa smám sam- an hjaðnað og eru menn al- mennt sammála um að húsið lofi góðu. Það verður staðsett gegnt þinghúsinu og ráðgert að það verði opnað 1995. Það er umhugsunarefhi að Finnar láta ekki tímabundna, en sársaukafulla, erfiðleika á efnahagssviðinu aftra sér frá því að vera metnaðarfullir í menningarlífinu.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.