Pressan


Pressan - 30.09.1993, Qupperneq 27

Pressan - 30.09.1993, Qupperneq 27
FYRIR FULLORÐNA Fimmtudagurinn 30. september 1993 PRBSSAN 27 Timbur- menn og kynlif Tveir puttar í kok og gallið lekur niður í klósett- skálina vegna synda nætur- innar. Höfuðið er marg- klofið, líkaminn lamaður og maginn á sér ekki við- reisnar von. Andlegt ástand nánast í núllpunkti — timburmenn. Þægilegur seyðingur í höfði minnir á unaðsstundir gærkvölds- ins, líkamlegt og andlegt ástand kallar á ensku knatt- spyrnuna, kynlíf, kók og bjór — þynnka. Þynnkan er yndisleg, timburmenn- irnir martröð. Þessar hörmungar morgundagsins skapast annars vegar vegna vatnsskorts og saltleysis í líkamanum og hins vegar af því að niðurbrot alkóhóls tekur langan tíma. Til eru mörg ráð til að forðast timburmenn og enn fleiri til að eyða þeim. Öruggasta en jafnframt leiðinlegasta aðferðin til að forðast þá er að drekka lítið eða ekkert. önnur leið er að halda sig við eina tegund, reykja ekki og blanda ekki með gosi. Þá er gott að borða mikið salt fyrir og eftir drykkju og taka göngutúr fyrir svefn- inn. Til að eyða timbur- mönnum er aðeins ein ör- ugg leið — afféttari. Þar er bjórinn bestur eða ein létt pípa og hamingjan hellist yfir á ný. Aðrar leiðir eru einnig færar, með eða án afréttara. Þannig er öll hreyfing, einkum sund, mjög þynnkudrepandi, kódímagníl og alkaselzer virka vel, kókið kemur maganum í lag, lýsi, mjólk og tómatsafi með ta- baskósósu virka einnig vel á marga. Ekkert er þó eins og skemmtilegt og vel útfært, villt og langvinnt kynlíf. Það er þó aðeins fram- kvæmanlegt í þynnku, ekki timburmönnum. Ein pípa, tveir bjórar og þrjú kynlíf. Lífið er yndislegt, ég geri það sem ég vil. Skyldi mað- ur verða leiður á því til lengdar að vera til? X — ný ötvarpsstöð Ehherf píHupopp Opna á nýja útvarpsrás um miðjan október. Stöðin á að heita X, eina alvöru tónlistarstöðin segir útvarpsstjórinn, Björn Baldvinsson. Björn er sonur Baldvins Jónssonar, eiganda Aðalstöðvarinnar, en nýja útvarpsstöðin er rekin í samvinnu við hana. Tíðnisviðið verður væntanlega FM 97,7. „Ég hef engar efasemdir um að X-ið komi til með að reka sig,“ sagði Björn þegar hann var spurður hvort það væri ekki bjartsýni að opna nýja stöð þar sem útvarps- rekstur er vissulega í járnum á íslandi í dag. „Meiri músík, minna mal!" sagði einn ágætur hlustandi og ég ætla að gera þá setningu að kjörorðum útvarpsstöðvar- innar." Bjöm segir að hlustendur séu orðnir hundleiðir á inn- antómu blaðri misviturra útvarpsmanna og ætlunin sé að hvíla míkrófóninn að mestu. X-ið og Aðalstöðin verða samtengdar að nóttu til og einnig þegar Radíusflugumar eru sendar út. Það er eina talmálið sem heyrist nema ef vera kynni örstutt skilaboð þess efnis að næsti klukku- tíminn verði tileinkaður þessum og hinum tónlistarmann- inum. Tónlistarstefnan hlýtur að vera mikilvæg? „X-ið verður keyrt á „Golden hits“-lögum, þ.e. rjóminn af öllu því besta sem var á hippa-, bítla-, nýbylgju- og diskóárun- um — klassískt rokk. Nöfn eins og Stones, Bítlar, Led Zeppelin, Cream, Clash, Stranglers og þarfram eftirgöt- unum verða í hávegum höfð. Að auki tónlist sem heyrist ekki oft í útvarpi en er góð að mínu mati. Síðan verður allt það nýjasta spilað. En það skal tekið fram að um leið og eitthvert lag verður fýrir því að vera ofspilað í út- varpi fer það sjálfkrafa á bannlista. Viö komum sem sagt ekki til með að spila hvaða tónlist sem er, þaö verður til dæmis ekkert meö Stjóminni eða Sálinni, það er að segja píkupoppið fær ekki inni. Markmiðið er að þetta verði klassatónlistarstöð og ekkert fremur höfðaö til unglinga en annarra." Þeir sem koma til með að starfa með Birni á X-inu eru Sigmar Guðmundsson, Sólveig Ema Jónsdóttir og Hörð- ur Ýmir Einarsson. Einnig verða fengnir vanir plötusnúð- ar, s.s. Kiddi kanína í Hljómalind, og fleiri sem hafa þekkingu á ýmsum tónlistarstefnum til að snúa diskum. X verður með sérhæfða tónlist en mun ekki leitast við að gera öllum til hæfis. „Þó svo að ekkert hafi heyrst op- inberlega af X-inu, þá hefur þegar leitað til mín vænn hópur fólks sem hefur verið að falast eftir starfi við stöð- ina. Af því má ráða að X-ið hefur nú þegar mikinn meö- byr og lofar það góöu um framhaldið." ■ ' ' ■ LEIKLIST Bók sem skelfir þá Ijúflyndu IAN McEWAN: VINARÞEL ÓKUNNUGRA ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1993 .........tXt......... Það leikur enginn vafi á hæfileikum Ians McEwan en jafnvíst er að bækur hans eru ekki ætlaðar viðkvæmum sál- um. En þeir sem taka fagn- andi skáldverkum sem búa yfir ögrun, áleitni og íjand- skap hafa fundið sinn mann. Breskir gagnrýnendur kol- féllu fyrir fyrstu bók McEwans, smásagnasafninu First Love’s Last Rites. Verkið er af mörgum talið tíma- mótaverk í breskum bók- menntum og mjög sennilega það besta sem McEwan hefur skrifað. Ástráður Eysteinsson þýddi nokkrar þessara smá- sagna og þær birtust í Bjarti og frú Emelíu íyrir ekki ýkja löngu. Árið 1987 kom út hjá Almenna bókafélaginu hin magnaða skáldsaga McEwans Steinsteypugarðurinn í þýð- ingu Einars Más Guðmunds- sonar, en hann þýðir nú Vin- arþel ókunnugra af sömu prýði og Steinsteypugarðinn áður. í bókinni segir ffá elskend- unum Colin og Mary sem eyða sumarleyfi sínu í Feneyj- um. Italinn Robert sækist mjög eftir kynnum þeirra og býður þeim til dvalar á heim- ilí sínu og eiginkonu sinnar, Caroline. Heimsóknin endar með skelfingu. Þetta er bók sem manni finnst að Roman Polanski hefði unun af að kvikmynda. Þarna er gnægð af kynlífi, grimmd og ógn, í svipuðu hlutfalli og í Steinsteypugarð- inum, sem mér þykir þó taka þessari bók fram að mörgu leyti. Sú bók var lýtalaus smíð en hér eru gallar, reyndar ör- fáir. Við könnumst öll við ókunna manninn sem ryðst fram á sögusviðið og þylur ævihlaup sitt yfir aðalpersón- um. Þetta gerist hér og er eitt af því fáa í sögunni sem virð- ist þvingað, gerist of snemma og við aðstæður sem eru ósannfærandi. McEwan tekst vel að skapa andrúmsloft ógnar og skelf- ingar, en það verðu'r minna úr endalokunum en efni stóðu til. Það sjokkatriði er gert úr sama efni og óffum- legar spennumyndir. Látum vera með örvæntingarfulla og heldur máttlausa flóttatil- raun, en hinn görótti drykkur fannst mér fullmelódramat- ískur og ekki alveg samboð- inn McEwan. McEwan hefur kvik- myndaauga. Umhverfislýs- ingar hans eru nákvæmar og ljóslifandi. Þar hrærast per- sónur í drunga og einangrun, lítt geðfelldar og búa yfir hvötum sem að lokum tor- tíma þeim. McEwan er feiknaflinkur stílisti, enginn fagurkeri, stundum beinlínis grófur og á það jafnt við um efnismeð- ferð og stíl. I verkum hans býr engin hlýja, engin glettni. Hann er ekki laus við kímni- gáfu en kímni hans er grimm og hann virðist hafa ákveðna unun af að ganga ffam af les- endum sínum. Þetta er því ekki bók sem við gefum ljúf- lyndum fr ænkum en hún ætti að verða eftirlætislesning töffaranna í intelligensíunni. „Þetta er ekki bók sem við gefum Ijúf- lyndum frœnkum en hún cetti að verða eftirlœtislesning töjfaranna í intelligensíunni. “

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.