Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 33

Pressan - 30.09.1993, Blaðsíða 33
Sérstæð upplifun bankastjóra Íslandsbanka Sáu verðbólgudrauginn Reyk|avik, 28. september. „Þetta var rosalegt, sjokker- andi. Við þeir eldri höfðum séð draugnum bregða fyrir en aldrei jafngreinilega," sagði Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, en bankastjórar bankans upplifðu sérstæðan hlut í síðustu viku. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR sáu þeir verðbólgudraugnum bregða fyrir. „Auðvitað getur maður aldrei verið fullkom- lega viss, en vissulega var hann óhugnanlegur,“ sagði Ragnar Önundarson, tals- maður bankans þegar óeðli- leg fyrirbæri eru annars vegar. „Þetta er bara fyrirsláttur í þeim til að geta haldið vaxta- stiginu uppi,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. „Þeir hafa séð að þeir voru að einangrast í málflutningi sín- um og brugðu á þetta ráð,“ sagði Ögmundur Jónasson álitsgjafi. „Þeir hafa séð of margar draugamyndir,“ var það eina sem Þorsteinn Pálsson vildi láta eftir sér hafa. Jón Baldvin er vargur í bún- ingsklefunum „Sá utanríkisráð- herra í fötunum mínum“ — segir Jóhann Þórðarson, sem ítrekað hefur reynt að endurheimta jakkaföt sín eftir að hafa lent í sundi með utanríkisráðherra fyrir ári. Utskýring á gengi KR-liðsins komin Svörtu rendurnar óeðlilega þungar „Furðuleg hönnunarmistök," segja for- ráðamenn KR, sem rekið hafa sauma- konu félagsins. Þessi mynd var tekin á eina af eftirlitsvélum islandsbanka, einmitt á því augnabliki þegar bankastjórar bankans sáu draugsa. „Bragð til að geta haldið uppi vöxtum," segja forsvarsmenn atvinnulífsins. Guðni búinn í bakinu eftir boltann Allur djús- burðurinn fi með bakið London, 29, seplember,_______ „Þetta var hið mesta þræla- hald. Ég get svo sannarlega sagt ungum knattspyrnu- mönnum að atvinnumennsk- an er ekkert sældarlíf,“ sagði Guðni Bergsson, sem slapp úr vistinni hjá enska knatt- spyrnuliðinu Tottenham Hotspur nú fyrir stuttu. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR er Guðni mjög illa farinn eftir þrælavistina, en bakið gaf eftir sökum álags. „Þetta eru þræla- haldarar. Enginn getur haldið út svona endalausan djús- burð,“ sagði Sigurjón Sigurðs- son, læknir íslenska landsliðs- ins, um málið. Effir því sem komist verður næst var Guðni látinn sjá um allan djúsburð hjá félaginu, bæði hjá meist- araflokki og yngri flokkum. Álagsmeiðsli hans eru mjög svipuð þeim sem dundu yfir Sigurð Jónsson, sem einnig dvaldist hjá enskum knatt- spyrnuliðum. „Ég hef stundum hugsað til þess hvernig gömlu vatnspóst- unum í Reykjavík- hefur liðið. Þeir höfðu þó útbúnað til að flytja vatnið, en þar sem ég varð alltaf að vera í búningi fékk ég aldrei rétt áhöld,“ sagði Guðni þar sem hann naut lífsins í faðmi fjölskyld- unnar eftir flóttann frá Tot- Guöni Bergsson knatt- spyrnumaður lenti í al- gengustu álagsmeiöslum íslenskra knattspyrnu- manna: Bakið lét undan eftir djúsburð. tenham. Guðni sagðist ætla að reyna að komast yfir þessa lífsreynslu sem fyrst. „Það er vonandi að seinna meir muni maður bara eftir leikjunum tveimur sem maður fékk að vera með í og djúsburðurinn gleymisL“ Vísindamaður bjargar landbúnaðarþrætu ríkisstjórnarinnar: Þróaði kjúkling með kal- kúnafætur og skinkubragði Vagn Sævar Þórðarson visindamaður hefur þroað afbrigði sem hann kall- ar „Kalkúnus íslandicus“ og er með skinkubragði. Fjárhagsvandræði Lögreglufélags Reykjavíkur hlaða utan á sig Veðsettu lögreglustöðina til að bjarga sér Reykjovik 29. seplember,__________________ „Eg vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið þegar ég mætti til vinnu í morgun. Þá var bara byrjað uppboð á stöðinni og húsið er líklega farið,“ sagði Böðvar Bragason lög- reglustjóri í samtali við GULU PRESS- UNA. Svo virðist sem fjárhagsvandræði Lög- reglufélags Reykjavíkur ætli að draga alvar- legan dilk á eftir sér, því ljóst er að fleira en félagsheimili lögreglumanna fer undir hamarinn. En hvemig stendur á því að lög- reglustjóri skrifar undir veðleyfi að lög- reglustöðinni? „Hvernig á ég að geta skoðað allt það sem ég skrifa undir á degi hverjum?“ sagði Böðvar. „Annars er þetta allt ódáminum honum Jóni Péturssyni að kenna. Ég skil eldd af hverju hann gat ekki látið sér nægja að skrifa sektarmiða. Hann þurfti endilega að álíta sig einhvern íjármálagúrú og þessi vatnsleit hans tekur öllu fram í vitleysu.“ Þá hefur GP heimildir fyrir því að söng- bækur lögreglukórsins séu veðsettar auk þess sem nokkrir lögreglubílar eru yfirveð- settir. Böðvar Bragason lögreglustjóri skilar lyklinum að stöðinni. ÖRKIN 2114-93-21 Fimmtudagurinn 30. september 1993 PRESSAN '94 árgerðin af Elantra er enn veglegri og öflugri en áður. Bíllinn er búinn 1,8 lítra og 126 hestafla vél sem skilar bílnum góðri snerpu hvort sem gírkassinn er beinskiptur eða sjálfskiptur. Elantra er 4,36 m á lengd og 1,7 m á breidd með vökva- og veltistýri, samlæsingu og rafdrifnum rúðum og speglum. Hljómflutningstækin eru af vandaðri gerðinni, tölvustýrt útvarp og segulband með fjórum hátölurum. gagnrýnenda Mikil eftirspurn er eftir notuðum Elantra bílum og hátt endursöluverð. Elantra er því góð fjárfesting. „Með þessari 126 hestafla vél er bíllinn ágætlega sprækur" „Mælaborðið er stílhreint, með góðum auðlesanlegum mælum, stillingar á loftræstingu og miðstöð eru í snúningsrofum og aðrir rofar og stjórntæki liggja vel við" „Ágætlega gott pláss er fyrir farþega, hvort sem er í fram eða aftursæti" „Þetta er þægilegur bíll í akstri. Um það þarf ekki að hafa mörg orð" „Ef við berum saman Elantra og bíla í svipuðum stærðarflokki, fær sá Kóreski góða einkunn fyrir aksturseiginleika og þægindi í akstri" (DV Bílar - gagnrýni 5. júní '93) „Eitt af því sem skiptir máli og ég athuga vel áður en ég kaupi mér bíl, er hvernig varahlutaþjónusta umboðsins er og ég er svo sannarlega ánægð með B&L" (Ingibjörg Blöndal eigandi Elantra í viðtali við Nýtt líf 6. tbl.'93) Elantra var valinn bíll ársins í Kanada og Ástralíu á síðasta ári. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 ELANTRA fær lof

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.