Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 4
F R ÉTT I R 4 PRBSSAN Fimmtudagurinn 14. október 1993 Ósmekkleg nafngift „Lýðveldisgarður sá sem ákveðið hefur verið að búinti verði til við Hverfisgötu vekur furðu Víkverja. Staðarvalið er að sönnu sérkennilegt og lýsir ákveðnum frumleika en ein- kentiilegri þykir Víkverja nafngiftin. Á Islattdi og raun- ar á Norðurlöndum er engin hefð fyrir sltkum tengingum við lýðveldið. Slíkt er hins veg- ar alsiða í rómönskum tnál- um. Víkverji hefur t.a.m. komið í „Lýðveldishúsið"... í Búkarest sem Nicolae Ceaus- escu lét reisa. Þetta er ein stœrsta bygging í heimi hér og lýsir vel brjálseminni sem ein- kenndi stjórnarfarið í Rúmen- iu... áþetta við hér á landi?‘ Víkverji Morgunblaðsins. Jóhann Pálsson, garð- yrkjustjóri Reykjavíkur- borgar: „Það hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um það hvað garðurinn kemur til með að heita. „Lýðveldis- garður“ væri þó að mínu mati alveg prýðilegt nafn og langt ffá því að vera ósmekk- legt, enda minnir það á eng- an hátt á einhverjar vafasam- ar glæsibyggingar í einræðis- ríkjum. Garðinum er ædað að þjóna sem minnismerki um þingstaði fjórðunganna til forna. Hann verður lítill en látlaus og fallegur og ég held að allir eigi eftir að verða ánægðir með hann.“ Lokað á trúrækna „Ég hef tekið eftir því áferð- um tnínutn um landið í sum- ar að þar sem ég kem að kirkju þar kem ég að lœstutn dyrum. Þetta á eittnig við um kirkjur hér á höfuðborgar- svœðinu, að undanskilinni Landakotskirkju... Spyrja tttá hvers vegna íslenskar kirkjur í lúterskum sið séu ekki opttar almennittgi til skoðunar og hugarhœgðar þegar hann hef- ur þörf fyrir. Ekki œtti um- sjónarmönnum kirkna eða prestum sem sitja viðkomattdi stað að vera ofraun að optta kirkjuna að morgni og loka henni að kvöldi.“ Sigfús í DV. Þorbjörn Hlynur Árna- son biskupsritari: „Bréfritari hefur aldeilis hitt illa á. Þótt engin tilskip- un sé að visu í þessum efnum leitast prestar úti á landi vita- skuld við að hafa kirkjur sín- ar opnar á daginn. Þurfi þeir hins vegar að bregða sér af bæ, sem er auðvitað oft, hafa þeir engin önnur ráð en loka kirkjum sínum vegna þeirra verðmæta sem þar er að finna. Hvað Reykjavík snertir hefur sú breyting orðið síð- ustu ár að prestar eru farnir að hafa kirkjur sínar opnar á vissum tímum dags og er það augljóslega af hinu góða.“ Haldið í horfinu „Eftir allt bramboltið með blaðið okkar Tímann hélt maður að blaðið œtti að breyt- ast heil ósköp. Útlitið yrði attnað og smekklegra og stefn- an tekin út og suður eitts og nútíma dagblöð gera. Þetta er allt í sama forttti entt sem komið er. Nema það er kom- itttt nýr ritstjóri. Og svo á að höfða til okkar kaupettdanna enn á ný, en það er bara engin breyting til né frá. Eigum við bara ekki að viðurkettna mis- tökin? Gera allt uppskátt um hlutajjársöfnunina og til hvers leikurintt vargerður?' Húnvetningur í DV. Þór Jónsson, ritstjóri Tímans: „Húnvetningur sýnh blaði sínu, Tímanum, ánægjuleg- an áhuga og ber í brjósti heil- brigðan metnað fyrir hönd blaðsins. Ég veit þó ekki hvað ég hef oft sagt að útlitsbreyt- ingar verða ekki í einu vet- fangi. Til þeirra þarf að vanda. Breytinga er hins veg- ar að vænta fljótlega upp úr því að blaðið flytur til byggða, ofan úr Smálöndum og niður á Hverfisgötu, effir tvær eða þrjár vikur. Loks býð ég Húnvetningi að gera „allt uppskátt um hlutafjár- söfnunina og til hvers leikur- inn [sé] gerður“ á síðum Tímans.“ Sviðsljós—nýtt tímarit Nýtt tímarit hefur litið dagsins Ijós.Það fjallar um dagskrá sjónvarpsstöðvanna en í því má einnig finna annað efni sem tengist fjölmiðlum á ýmsan máta. Nafn tímaritsins er í takt við innihaldið, Sviðsljós, og mun það birtast lesendum á hverjum fimmtudegi. Ritstjórar Sviðsljóss eru þeir Styrmir Guðlaugsson og Loftur Atli Eiríksson. Er ekki nóg af íjölmiðlum fyrir? „Það má kannski segja að það sé kappnóg af tímaritum á ís- lenskum markaði en við telj- um að nútíminn kalli á þetta blað. Gervihnattabylting er að skella yfir landsmenn og þá verður æ erfiðara fyrir fólk að henda reiður á dagskránni. Við komum til með að auð- velda fólki valið með því að birta dagskrána á aðgengileg- an og nýstárlegan hátt.“ En hefúr ekki verið gerð til- raun til að gefa út dagskrár- blað áður? „Jú, við þekkjum nokkrar tilraunir sem hafa mistekist en við erum þeirrar skoðunar að þetta sé fýrsta al- vöru tilraunin. Að þetta sé vandaðra og efnismeira blað en hefur sést hér áður. Að baki Sviðsljósi stendur fólk með pungapróf í fjölmiðlun.“ Styrmir hefur starfað sem blaðamaður um nokkurt skeið og fengist við jafnólík verkefni og að ritstýra tímariti verkfræðinga og gera ítarleg mannlífsviðtöl. Loftur Atli kom sérstaklega til landsins til að takast á við þetta verkefhi, en hann hefur undanfarin ár verið búsettur í Los Angeles þar sem hann tók m.a. fjölda viðtala við stjömur á borð við Sly Stallone og Harrison Ford. En er ekki ankannalegt að vera með umfjöllun um eitthvað sem snýst um að fjalla um hluti? Er ósanngjamt að segja að í þessu megi sjá sjálfhverfni fjölmiðla í öðru veldi? Hér virðist ekki lengur spurning um hvort kom á undan hænan eða eggið, held- ur hvort kom á undan eggið eða eggið? „Hættu þessu bulli! Það er einu sinni þannig að það fólk sem er á skjánum er fræga fólkið á íslandi og allir eru forvitnir um það. Við emm að skemmta fólki en ekki velta okkur upp úr heimspekileg- um vandamálum." Sviðsljós snýst um að veita ákveðna þjónustu, vera með upplýsingar á aðgengilegan hátt um það sem er á dagskrá. En er eitthvert efni í tímarit- inu sem hefur sjálfstæða eig- ind? „Það má eiginlega skipta efni blaðsins í tvennt: Annars vegar er það dagskráin og það sem að henni snýr. Við emm í samstarfi við virt breskt sjón- varpstímarit og njótum góðs af því á þann hátt að við höf- um aðgang að fullkomnum gagnabanka yfir kvikmyndir og getum veitt lesendum okk- ar sundurliðaðar upplýsingar um eðli þeirra mynda sem sýndar eru. Upplýsingar sem fólk má treysta, því við göng- um ekki erinda sjónvarps- stöðvanna. Hinn hlutinn samanstendur af blönduðu efni: I fyrsta tölublaðinu eru til dæmis viðtöl við Sigga Sig- urjóns og Harrison Ford. Fjallað er um best og verst klædda sjónvarpsfólkið og auk þess skyggnumst við að tjaldabaki í fjölmiðlaheimin- um og erum með fréttamola af því sem fram fer þar auk ýmiss annars." Styðjist þið við einhverja fyr- irmynd? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Við höfum skoðað tugi ef ekki hundruð dag- skrártímarita sem gefin eru út víða um heim, en Sviðsljós styðst ekki við neitt eitt af þeim heldur grípur það besta upp að okkar mati. Með öðr- um orðum; forsendumar em íslenskar." Verðið á Sviðsljósi vekur at- hygli, aðeins 150 kr. Hvernig rekur dœmið sig? „Við trúum því að þetta blað eigi eftir að verða heimil- isvinur og seljast í stóm upp- lagi. Til að halda verðinu í lág- marki völdum við þá leið að prenta blaðið á vandaðan dag- blaðapappír. Viðbrögð aug- lýsenda hafa og verið mjög já- kvæð, enda ætlum við okkur mikla dreifingu.“___________ Jakob Bjarnar Grétarsson d 6 b 61 Bj örgólfur Guðmundsson kredit „Björgólfur er hugmyndaríkur og skapandi, ákaf- lega skemmtilegur félagi og drengur góður þannig að samvinnan var einkar ánægjuleg. Hann var kappsamur þannig að menn þurftu stundum að hafa sig alla við til að fýlgja honum eftir,“ segir Ólaf- ur B. Thors, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra og samstarfsmaður í Sjálfstæðisflokknum. „Björg- ólfúr er mikill félagsmálamaður og mjög drífandi í því sem hann tekur sér fýrir hendur. Hann er vinur vina sinna, jákvæður persónuleiki og hrókur alls fagnaðar í vinahópi. Björgólfúr er afar þrautseigur og gefst ekki svo auðveldlega upp þótt á móti blási,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, samstarfsmaður Björgólfs í SÁÁ og Sjálfstæðisflokknum. „Hann er fljótur að sjá kjarnann, hann þekkir alla og allir þekkja hann. Getur komið á — og í gegn — málum sem enginn annar getur gert,“ segir Sigurður Páll Óskarsson, fýrrum fjármálastjóri hjá Björgólfi. „Björgólfur er toppmaður, jákvæður athafnamaður og góður drengur," segir Kristinn Jónsson, for- maðurKR. Hugmyndaríkur og þrautseigur — eða fljótfær og snobbaður? „Kappið var stundum meira en forsjáin og í leit að þeim leiðum sem hann taldi horfa til framdráttar gátu stundum önnur — og að ým- issa annarra mati mikilvæg — sjónarmið gleymst," segir Ólafúr B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvár- Almennra og samstarfsmaður í Sjálf- stæðisflokknum. „Óþolinmóður, fljótfær og sést stundum ekki fyrir. Getur stundum virkað „snobbaður“ og ffáhrindandi, þótt hann sé að mínu mati í raun ekki slík persóna,“ segir Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, samstarfsmaður Björg- ólfs í SÁÁ og Sjálfstæðisflokknum. „Hann hugsar stórt og í víðu samhengi og er oft á undan sjálf- um sér. Honum Ieiðist smáatriði og getur verið ansi óþolinmóður," segir Sigurður Páll Óskars- son, fýrrum fjármálastjóri hjá Björgólfi. „Það er ekki hægt að segja neitt neikvætt um hann, nema kannski að hann var góður í boltanum en fór svo í Versló og tók námið fullalvarlega á kostnað boltans," segir Kristinn Jónsson, félagi hans hjá KR. Björgólfur Guömundsson er framkvæmdastjóri Vlklng Brugg, sem stendur um þessar mundir fyrir bjórhátíð.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.