Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 33

Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 33
Friðrik Karlsson gítarleikari leggur land undir fót íprufu hjá hljómsveitinni Level 42 FRIÐRIK KARLSSON. Ennþá góður jarðvegur fyrir Mezzoforte. Friðrik Karlsson, gítarleik- ari Stjórnarinnar, sem lögð verður niður um áramót, virðist hafa vakið mikla at- hygli úti í hinum stóra heimi, því komið hefur á daginn að hann er í sigtinu hjá hinni heimsþekktu híjómsveit Level 42, sem nú vantar gítarleikara til að hefja með sér flugið á ný eft- ir tveggja ára hlé. Muna margir sjálfsagt eftir laginu Lessons in Love, sem varð vinsælt um allan heim fyrir fáeinum árum. „Ég ætlaði ekki að flagga þessu fyrr en allt væri komið á hreint. Mér skilst að þeir hafi verið búnir að prófa fjóra til fimm gítar- leikara sem ekki féllu í kram- ið. Þá benti Nigel Ride á mig, en hann þekkir mig í gegnum upptökur á plötum með Mezzoforte." Nigel Ride er mjög virtur upptökustjóri á Bretlandi og sér meðal annars um að taka upp lög úr söngleikjum Andrews Lloyds Whebber, hins vinsæla breska söng- leikjahöfundar. „Meðlimir Level 42 báðu Nigel að benda sér á gítarleikara og mér skilst að ég hafi verið sá eini sem bent var á. Málið er ekki komið lengra, en skýrist væntan- lega fyrir áramót.“ Friðik er nýkominn heim frá Malasíu og Ind- ónesíu þar sem hann var á tónleikaferðalagi með Mezzoforte. Á heimleiðinni komu þeir við í Danmörku til að taka upp plötu, sem verður gefin út á íslandi í desember og erlendis eftir áramót. Friðrik segir nýlega tónleikaferð hafa komið sér verulega á óvart. Hvar sem Mezzoforte spilaði voru þeir aðalnúmerið og allir þekktu lögin þeirra. Allt að þrjú þúsund og fimm hundruð manns komu til að hlýða á þá á hverjum stað. „Við höfðum ekki einu sinnu hugmynd um að plöturnar okkar hefðu verið gefnar út á þessum slóðum, en það mun hafa verið gert í gegnum þýska útgáfufyrirtækið.“ f framhaldi af útgáfutón- leikum á íslandi í desember ætlar Mezzoforte að halda utan í tónleikaferð, enda er að því er virðist enn mjög góður jarðvegur fyrir Mezzoforte á erlendri grund. En œtlar þú að taka áskor- un Level 42? „Já, ég fer í prufuna! Ég segi ekki nei.“ Foreldrar í Reykjavík, vinsamlegast athugið eftirfarandi: Börn 12 ára og yngrí mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og eftir kl. 22.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrínum 13 til 16 ára mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 22.00 frá 1. september til 1. maí (vetur) og kl. 24.00 frá 1. maí til 1. september (sumar) nema í fylgd með fullorðnum eða um sé að ræða beina heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. AÐGANGUR BARNA OG UNGMENNA AÐ DANSLEIKJUM OG ÖÐRUM Börnum yngri en 16 ára er óheimill aðgangur og dvöl á dansleikjum öðrum en sérstökum unglinga- eða fjölskylduskemmtunum sem haldnar eru af skólum, æskulýðsfélögum eða öðrum þeim sem til þess hafa leyfi. Miða skal aldur ■ ' við fæðingarár. Börnum eða ungmennum innan 18 ára aldurs er óheimill aðgangur og dvöl á stöðum sem hafa leyfi til áfengisveitinga nema í fylgd með foreldri, öðrum forsjáraðila eða maka. Miða skal aldur við fæðingardag. Ungmenni innan 18 ára aldurs Börnum innan 14 ára er ekki heimill aðgangur að knattborðum,j spilakössum eða leiktækjum nema mega ekki starfa á stöðum sem hafa f fyigd með forráðamönnum. leyfi til áfengisveitinga nema Miða ska| a|dur Vj5 fæðingarár. það sé liður í viðurkenndu iðnnámi. Úr lögum nr. 58.1992, um vernd bama og ungmenna nw\ Úr lögreglusamþykkt Reykjavíkur frá 22. desember 1987. Lögreglustjórinn í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík SJÁÐ (j GOÐ BOK FYRIR FORELDRA OG ALLA AÐRA4 'NDMORRis í bókinni Sjáöu barnið eftir hinn þekkta rithöfund Desmond Morris er sjónum beint að merki- legasta fyrirbæri hinnar lifandi náttúru, mannsbarninu. Þar er varpaS fram skýrri og óvæntri mynd af fyrsta árinu í lífi barnsins - mynd sem svarar fjölmörgum spurningum sem fólk veltir fyrir sér. Hvers vegna er svo erfitt að fæða mannanna börn? Hversu vel sjá þau? Hve vel heyra þau? Hve næm eru börn á lykt og bragð? Hvað róar börn? Hve mikilvæg er móðir barni sinu? Hvernig læra börn að tala? Hvers vegna eru drengir klæddir i blátt en telpur i bleikt? ALMENNA BOKAFELAGIÐ H F HVÍTA HÚSIÐ / S

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.