Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 13
Fimmtudagurinn 14. október 1993 SKOÐAN I R I ► » > » » I » > > PRESSAN 13 DAS KAPITAL STJÓRNMÁL Búnaðarbanki til sölu Jeppanómenklátúran Búnaðarbanki íslands er undarlegt fyrirbæri. Hann á sér fyrirmyndir í furstadæm- um miðalda. I orði kveðnu er bankinn í ríkiseigu og að forminu til kýs Alþingi banka- ráð til að fara með yfirstjórn bankans. Stjórn bankans er hins vegar í höndum fursta, bankastjóranna, en þeir eru kjörnir af forverum sínum eða ekkjum þeirra og síðan leggur bankaráðið blessun sína yfir kjörið. Og einu sinni valdi faðir son sinn sem fursta. Núverandi ríkisstjórn veit sem er, að ríkið hefur ekkert yfir bankanum að segja og vill því selja hann. Fjármálaráð- herra hefúr gert ráð fyrir sölu bankans í öllum frumvörpum sínum til fjárlaga. Bankastjór- arnir, sem eru ráðnir til að stjórna daglegum rekstri bankans, hafa sagt skoðanir sínar á hugsanlegri sölu og mælt mjög gegn sölu. Þar hafa bankastjórarnir farið út fyrir starfssvið sitt, epli eiga ekki að kenna eikinni. Bankastjóram- ir telja að eigandinn, ríkissjóð- ur, hafi ekkert með eignarhald sitt að gera. Það er vert að velta upp þeirri spurningu hvers virði Búnaðarbankinn er við ffjálsa sölu. Hvaða sérstöðu hefúr Bún- aðarbankinn? Búnaðarbank- inn hefur þá sérstöðu meðal íslenskra ríkisbanka, að hann hefur ekki fengið ríkisframlag eins og Útvegsbankinn og Landsbankinn. Það hefúr ver- ið metið svo, að stjórnendur bankans hafi ekki látið undan pólitískum þrýstingi. Bændur þessa lands hafa talið Búnað- arbankann sinn banka og á velmektarárum bænda studdu þeir bankann vel og dyggilega með ódýrum innlánum. Bún- aðarbankinn hefur ávaxtað innlán sín með útlánum til verslunar. Búnaðarbankinn lánar hærri upphæðir til versl- unar en aðrir bankar. Nú er hagur verslunar ekki sem fyrr og veð í verslunarhúsi ekki jafnhaldgóð og áður. Svo á Búnaðarbankinn Hótel ísland og ekki er það arðsöm eign. Hætt er við að breyttar að- stæður komi fram í rekstri bankans. Bankinn hefur ekk- ert umfram það sem aðrar fjármálastofnanir hafa að bjóða. Rekstur Búnaðarbankans gekk mjög illa á árinu 1992. Tap bankans effir skattgreiðsl- ur var um 30 milljónir. Sam- anburður við aðra banka er Búnaðarbankanum rnjög óhagstæður. Því til stuðnings skal á það bent að afskriftir út- lána hjá íslandsbanka hf. eru 850 milljónum króna hærri en hjá Búnaðarbankanum en samt er afkoma Islandsbanka hf. „aðeins“ 165 milljónum lakari en íslandsbanka hf. Að vísu má skýra þann mismun að hluta með því að íslands- banki hf. er mun gráðugri í þóknanatekjum en aðrir bankar. Búnaðarbankinn er þó ekki þekktur fyrir að fara mildum höndum um við- skiptavini sína. Á móti vegur að Búnaðarbankinn er með „Formaður bankaráðs Bún- aðarbankans seg- ir sex milljarðar, en afkoma og framtíðartekjur bankans veita ódrukknum manni ekki leyfi til að kaupa bankann á hœrra verði en einn milljarð. “ mjög litla skuldabréfavísitölu en íslandsbanki hf. hefúr verið mjög umsvifamikill á verð- bréfamarkaði og bankabréf eru mjög dýr innlán fyrir bankana. Styrkleiki Búnaðar- bankans var lengi vel talinn góð lausafjárstaða, en á liðnu ári greiddi Búnaðarbankinn hærri viðurlög vegna ónógrar lausafjárstöðu en aðrir bank- ar. En til að Búnaðarbankinn verði eftirsóknarverð söluvara verður ríkissjóður að hafa eitt- hvað sérstakt að bjóða. Kaup- endur að pakka eins og Bún- aðarbanka eru raunar mjög fáir. Það væru helst tvær grúppur sem koma til álita sem kaupendur. Það eru líf- eyrissjóðirnir, en þeir eiga nú þegar sinn banka, íslands- banka hf., og samtök spari- sjóða. En samtök sparisjóða hafa ekki eftir neinu sérstöku að slægjast í Búnaðarbankan- um umfram það sem spari- sjóðirnir hafa nú þegar. Erlendum fjárfestum finnst ekki fýsilegt að kaupa fyrirtæki með arðsemi Búnaðarbank- ans á því verði sem fjármála- ráðherra væntir að fá fyrir bankann. Vaxtagreiðslur af lánum til bankans eru mun hærri en arðgreiðslur hans. Ríkissjóður á að gera þær kröfur til fyrirtækja í sinni eigu, að þau skili arði af eigin fé til ríkissjóðs. Póstur og sími greiðir ríkissjóði arð og veitu- stofnanir greiða arð til Reykja- víkurborgar. Með slíkum arð- greiðslum er mismunun milli ríkisbanka og hlutafélags- banka afnumin, því hlutafé- lagsbanki verður að greiða hluthöfúm arð af hlutafé sínu. Með arðgreiðslum er ríkis- sjóður að venja stjórnendur Búnaðarbankans við í þeim harða heimi, sem hann kemur til með að búa í. En þá er rétt að reyna að svara spurningunni um hvert sé raunhæft söluverð á Bún- aðarbankanum. Formaður bankaráðs Búnaðarbankans segir sex milljarðar, en afkoma og framtíðartekjur bankans veita ódrukknum manni ekki leyfi til að kaupa bankann á hærra verði en einn milljarð. Innlánsstofnanir eins og sparisjóðina í Reykjavík og Hafnarfirði má meta á svip- uðu verði, hverja um sig. Nú vantar Umberto Eco til að ráða í táknin. Væri ekki ráð að fá hingað táknfræðing af hans stærðargráðu til að gera úttekt á íslenskum táknum? Ég er viss um að höfundur Nafns rósarinnar mundi ljúka upp augum okkar betur en nokkur efnahagsskýrsla frá OECD fær megnað. Hvers vegna fá þeir sér allir jeppa, torfærutröll, til að aka á milli funda á malbikinu? Hvaða duldir og hvatir liggja þar að baki? Glæsivagnar eru greinilega hluti af „starfskjör- um“ okkar ágætu banka- og sjóðastjóra — en af hverju jeppar? Hér áður fyrr, þegar ekki var búið að malbika nema rétt út fyrir Reykjavík, lét enginn bankastjóri sjá sig á jeppa. Þá óku þeir mestmegn- is um á Benz ef ég man rétt. Einhvern tíma var sagt að einstaklingshyggja fslendinga væri fólgin í afar sterkri til- finningu fyrir réttinum til þess að gera nákvæmlega eins og allir aðrir. Ef þar væri að leita skýringar væru jeppakaupin útrás fyrir sýniþörf innan út- valins hóps sjóðastjóra. Á fúndum þeirra sýna menn gullin sín og sá er mestur sem hefur í bili nýjasta og fínasta jeppann. Það er líka hægt að hugsa sér að með jeppakaupunum séu gæslumenn opinberra sjóða að sýna að þeir séu á svipuðum kjörum og forstjór- ar og eigendur einkafyrir- tækja. Einu þrjátíu manna fyr- irtæki kynntist undirritaður fyrir nokkru og þar fengu allir eigendurnir sex afnot af glæsi- jeppa. Enda hefúr það verið á hausnum eins og opinberu sjóðirnir. Ef þessi túlkunarleið væri valin mætti líta á jeppa- kaupin sem tákn um það fyr- irbæri sem í Bandaríkjunum gengur undir nafninu „for- stjóragræðgi" og gengur út á að sjúga sem mest út úr fyrir- tækjunum áður en manni er sparkað eða þau verða gjald- þrota. f þriðja lagi mætti ímynda sér að um væri að ræða „með- vitaða breikkun11 á ákveðnum líkamshluta, eins og Dagur orti um, eða þá lengingu á öðrum ónefndum. Þar er um að ræða þá kynferðislegu duld EINAR KARL HARALDSSON karla að sýnast meiri en aðrir og hefja sig yfir minni menn. Óttalegt ósjálfstæði Engum dettur í hug að banka- og sjóðastjórar þurfi jeppa vegna starfa síns. Þess vegna hlýtur skýringanna á ákvörðunum þeirra um jeppakaup að vera að leita á hinu táknfræðilega plani. Bílar eru spurning um peninga og lífsstíl. Þeir eru notaðir sem stöðutákn í samfélaginu. Sýndu mér bílinn þinn og ég skal segja þér hverþú ert! Það sem veldur mér óttatil- finningu, að ég segi ekki skelf- ingu, er sú staðreynd að banka- og sjóðastjórarnir skuli allir velja eins. Ekki endi- lega flottræfilshátturinn, þó að hann stingi í augun á sam- dráttar- og aðhaldstímum. Þegar samanlagðir sjóða- og bankastjórar sýna í verki gild- ismat sitt með ákvörðun um kaup á bíl sér til afnota velja þeir allir torfærujeppa. Þeir velja að láta drengjadrauminn rætast. Þetta bernska ósjálf- stæði í ákvarðanatöku vekur grun um að banka- og sjóða- stjórar okkar séu ekki djúpir hugsuðir, hvað þá að frumleg og frjó hugsun sé einkenni þeirra í starfi. Þeir virðast bara gera eins og allir hinir. Fáránlegur launamun- ur í launum taka bankastjórar sannanlega mið hver af öðr- um og virðast hin kjörnu bankaráð vera meðvitundar- laus í þeim efnum eins og mörgum öðrum. Bankaráði Seðlabankans finnst sjálfsagt ekkert mikið að borga banka- stjórum 400 þúsund króna mánaðarlaun, enda er það ekki beinlínis þeirra mál þótt lesa megi úr skattskýrslum að bankastjórarnir tvöfaldi þessi laun að minnsta kosti með aukastörfum í vinnutíma og setum í ráðum og nefhdum á vegum hins opinbera. Um það má sjálfsagt lengi deila hvað séu „eðlileg" laun stjórnendum okkar til handa. Á það hefur verið bent að ís- lendingar búi þar að hefð sem þeir gætu alveg eins ræktað eins og fyrirmyndir erlendar. Það eru hlutskipti á sjó, þar sem skipstjórinn fær tvo hluti, stýrimaður einn og hálfan, kokkur og bátsmaður 1 1/4, hásetar heilan og unglingar hálfan. Og þar er ekki talað um annað en heildarlaun og engin meira eða minna falin hlunnindi og aukatekjur fyrir utan grunnlaunin. Og svo gefa menn duldum hvötum sínum útrás og láta drengja- drauma rætast þegar vel hefur fiskast. Áttfaldur og upp í tí- og tólffaldur heildarlaunamunur á einstaklingum innan opin- berra íslenskra fyrirtækja er fáránlegur í örsmáu lýðræðis- ríki þar sem hver fylgist með öðrum. Spurning er hvort hann sé ekki hættulegur lýð- ræðinu hjá okkar litlu þjóð vegna þess að ein af forsend- um þess er að ákveðið jafn- ræði ríki meðal manna. í orðabókum er orðið nó- menklátúra haft um safn fræðiheita en það hefur líka verið notað um lista yfir fyrir- menn eins og „De adelige danske“ eða sjálfskipaða yfir- stétt eins og valdsmenn sov- éska kommúnistaflokksins. Jeppanómenklátúran íslenska mætti hafa það hugfast að gangi hún of langt í sjálftöku sinni á fríðindum og launum gæti þjóðliðið átt það til að skipast í sveit og rísa upp gegn henni. ODDUR Svangir brœður sitja hér „Jæja, þetta tókst.“ Það var heilbrigðisráðherra sem sat við borðið með prestinum bróður sínum. „Þú ert orðinn formaður heilbrigðisnefndar og þá ætti allt að geta gengið fljótt fyrir sig.“ Ef þið hafið ekki fylgst með steytingnum hér niðurfrá, les- endur góðir, þá tókst með harðfylgi um daginn að um- turna nefhdunum hjá okkur. Þá var Guðrún Helgadóttir búin að jafna sig á sjónvarps- þættinum sem ég sagði ykkur ffá í síðustu viku og alvarlegri hindranir voru ekki í vegin- um. „En ég vildi verða formaður fjárlaganefndar, ekki heil- brigðisnefndar,“ sagði Gunn- laugur og það var óeðlilegur asi í röddinni. Meira en þessi venjulegi kristilegi vælutónn. „Veistu hvað það er erfitt að vera krati á landsbyggðinni? Ég er ekki fyrr búinn að lofa bændum í Breiðdalnum að ekki verði hreyft við landbún- aðarkerfinu en Jón Baldvin eða Sighvatur eyðileggja það með gasprinu í sér. Ég get tal- ið atkvæðin sem ég hef misst síðan í vor. Ég verð að geta sýnt fólki að ég nái peningum heim í hérað. Annars er úti um mig. Það er ekkert gaman, Guðmundur, að vera venju- legur sveitaprestur með hrossabúskap. Ég fæ ekki einu sinni tékka frá Framleiðslu- ráði eins og hinir.“ „Heldurðu að ég sé ofhald- inn af því sem ég fæ?“ spurði Guðmundur hvumpinn. Svo róaðist hann. „Hafðu ekki áhyggjur. Hef ég ekki alltaf séð um mína? Nonni mágur er í ráðuneytinu, tengdapabbi komst í Hvaleyrarskóla og ég veit ekki betur en við höfum geymt stöðu handa tengda- mömmu í Suðurbæjarlaug- inni. Það er ekki heiglum hent, Gunnlaugur, að redda sundlaugarvarðardjobbi handa fólki sem ekki kann að synda. Ég bjarga þessu.“ „Hvað með Kalla Steinar?“ spurði Gunnlaugur og þurrk- aði svitann undan augunum. „Ég meina... heldurðu að Gaukur geri einhverjar at- hugasemdir við ráðninguna?" „Það get ég ekki ímyndað mér. Einn djúsboltinn tekur við af öðrum,“ sagði Guð- mundur og glotti. En svo leit hann flóttalega í kringum sig og lækkaði röddina: „Það er eitt í þessu sem ég held að hann sé ekki búinn að hugsa útí. Það eru hagsmunaárekstr- arnir. Þegar ég skipaði hann í stöðuna fékk ég þingsætið hans um leið. Ef ég hefði ekki ráðið hann væri ég ennþá bæjarstjóri. Þess vegna varð ég að ráða hann svo ég gæti sjálf- ur orðið þingmaður og ráð- herra.“ Nú þagnaði Guð- mundur og það var einsog eitthvað rynni uppfyrir hon- um. „Bæjarstjóri,“ sagði hann dreyminn. „Manstu hvernig það var, Gunnlaugur? Fín laun. Engin læti. Engir blaða- menn.“ Hann lygndi aftur augunum. „En hvað með fjárlaga- nefhd, Guðmundur? Ég verð að fá eitthvað handa lands- byggðinni.“ „Hvað segirðu?“ sagði heil- brigðisráðherra í mókinu. „Varstu að segja eitthvað? Já. Fjárlaganefhd. Vertu rólegur, Gunnlaugur. Við eigum enn- þá tromp. Manstu eftir hjúkk- unum sem formaðurinn var að hnoðast á fyrir norðan í fyrravetur? Það hringdi ein þeirra í mig um daginn. Þær hafa alltíeinu fengið minnið núna í niðurskurðinum. Það er aldrei að vita nema við get- um komist að samkomulagi. Sem hentar öllum aðilum. Þeim. Okkur. Og honum. Tölum saman á morgun.“ Á UPPLEIÐ t HALLVARÐUR EINVARÐSSON RÍKISSAKSÓKNARI Hann hlýtur að vera farinn að gera eitthvað rétt úr því Svavar Gestsson vill hann allt í einu í burtu. JÓN SIGURÐSSON SEÐLABANKASTJORI Deilir kröppum kjörum með almenningi og neitar sér um Grandinn, ætlar að láta Range Roverinn duga áffarn. Hver sagði að þessir menn hefðu ekki skilning á kjörum alþýðunnar? GIZUR BERGSTEINSSON FYRRVERANDI HÆSTARÉTTAR- DÓMARI Eftirlaunagreiðslur hans gera alla lottóvinninga hlægilega. Á NIÐURLEIÐ l JÓHANNES JÓNSSON í BÓNUS Hvaða bissnissvit er í því fólgið að opna verslun í Færeyjum þegar allir eru að flýja þaðan? Hugmyndin um að selja þangað íslensk- ar landbúnaðarafurðir slær síðan allt út. STEFÁN FRIÐFINNSSON FORSTJÓRIÍSLENSKRA AÐALVERK; TAKA Það á ýmist að selja undan honum fyrirtækið eða setja það í vegagerð í Kína. Er ekki verið að reyna að segja honum eitthvað? GUÐMUNDUR ÁRNISTEFÁNSSON HEILBRIGÐISRAÐHERRA Þjóðin vildi taka við slös- uðum börnum frá Bosníu en hann fékk í staðinn drykkfellda lögregluþjóna.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.