Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 5

Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 5
S K I L A BOÐ Fimmtudagurínn 14. október 1993 PRESSAN 5 ±r að var mikill hamagangur í öskjunni þegar verið var að setja upp Þrettándu krossferðina í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdótt- ur. í leik- munadeild og sviðsdeild Þjóðleik- hússins eru níu fastir starfsmenn, auk fjögurra lausamanna, og unnu þeir í 1.900 tíma síðustu tíu dagana fyrir frumsýningu. Þess má geta að Þórhildur Þor- leifsdóttir var fastráðin sem leik- stjóri á síðasta leikári og átti að setja upp annars vegar My Fair Lady, sem Stefán Baldursson leikstýrði á endanum, og hins vegar Þrettándu krossferðina, sem varð að ffesta vegna pláss- leysis. Þórhildur varð að hafna öðrum verkefnum vegna fast- ráðningarinnar og ákvað því að hún hefði ekki efni á að fastráða sig aftur... I allri umræðunni um jeppa- bíla hafa ýmsar góðar bílasögur rifjast upp. Ein er sú að það vakti athygli margra þegar Björn Ingi- marsson, fyrrverandi forstjóri Miklagarðs hf., keyrði burtu frá Miklagarði á forstjórajeppanum þegar hann hætti þar síðasta vetur og skömmu síðar var fyrirtækið lýst gjaldþrota. Bjöm hafði haft Chevrolet Blazer-jeppa árgerð 1991 til umráða og vakti það at- hygli að hann hélt jeppanum þótt hann hætti hjá fyrirtækinu. Það skýrist hins vegar af því að hann keypti jeppann af verslun- ardeild Sambandsins á gamlárs- dag árið 1991, en verslunar- deildin hafði keypt hann árið áður. Þess má geta að Bjöm hef- ur nú selt jeppann... Jtr að eru fleiri en bankastjórar >em kaupa sér jeppa þessa dag- ana. Sést hef- ur til for- m a n n s einkavæð- ingarnefnd- ar, Hreins Loftssonar, á splunku- nýjum Ford Explorer sem kostar skildinginn. Ekki fylgir sögunni hvort formennsku í einkavæðingarnefnd fylgja sömu kjör og ríkisforstjórar njóta, en líklegra er talið að lög- maðurinn hafi pungað út fýrir bílnum sjálfum... n V_J uðmundur Jónsson hæstaréttarlögmaður hefúr fyrir hönd danska fyrirtækisins Bonniers Specialmagasiner A/S höfðað mál á hendur Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Málið er sprottið út af viðskiptum með garn sem danska fyrirtækið átti við iðnaðardeild SÍS í árslok 1987. Gamið var keypt til kynn- ingar á vörusýningu Bonniers Specialmagasiner og voru kaup- samningar þeir, að Danirnir gætu að sýningunni lokinni skil- að því sem ekki seldist. I lok árs- ins endursendi fýrirtækið megn- ið af garninu, enda virtist það ekki hafa fallið í góðan jarðveg hjá sýningargestum. Forráða- menn iðnaðardeildar, sem þá var orðin að Álafossi, vom hins vegar ekki á þeim buxunum að endurgreiða vömna, en upphaf- legt kaupverð garnsins var um tvær miUjónir króna, nú fjórar til fimm miUjónir. Þegar hvorki gekk né rak í málinu afréð danska fyrirtækið að lögsækja SÍS og er nú tekist á um það hvort málið sé fýrnt eða ekki. Forráðamenn SÍS líta svo á að fjögurra ára fyrningartími þess sé þegar liðinn, en sækjandi tel- ur hann hins vegar hafa byrjað ári eftir gjalddag kröfu, þ.e. fyrst í árslok 1989, og því fýrnist mál- ið ekki fyrr en um næstu ára- mót... næstu vikum verður opnuð í Laugardalslauginni að- staða þar sem boðið verður upp á leirböð með nuddi, ljósum og hvUdaraðstöðu. Leyfi hefur þeg- ar fengist, en það er Ásgeir Leifsson hagvérkfræðingur sem sér um reksturinn. Um er að ræða upphituð baðker úr trefja- plasti sem Ástráður S. Guð- mundsson hefur hannað og í þeim verður hveraleir og jafnvel kísilvökvi tU að ná ffam svipuð- um áhrifum og í Bláa lóninu. I upphafi verða þarna tvö baðker, en Ásgeir hyggst auka starfsem- ina smám saman og telur mikla möguleika fýrir hendi. Reiknað er með að fimm starfsmenn komi til með að vinna við verk- efnið... ykjavíkurborg hefúr sam- þykkt að veita Jóni Hjaltalín Magnússyni eina milljón króna í styrk tU út- flutnings á tækjabúnaði fyrir álver. Um er að ræða vél- menni sem leysa manns- höndina af hólmi og koma því í veg fyrir slysagildrur og auka öryggi. Við- tökur erlendis hafa verið mjög góðar og er talið að hér sé um framtíðarverkefni að ræða. Vegna bágrar stöðu í álheimin- um var hins vegar ákveðið að hjálpa Jóni í gegnum erfiðasta hjallann... Leið- rétting I umfjöllun PRESSUNNAR í síðustu viku um launakjör ým- issa þjóðþekktra manna voru tvær leiðar villur þar sem fjallað var um Guðlaug Bergmann. I fyrsta lagi var sagt frá heimili hans á Sólbraut 3 en birt mynd af röngu húsi. Hins vegar mis- ritaðist nafn eiginkonu hans. Hún heitir Guðrún en ekki Guðlaug. Er beðist velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Þú geturvalið um lægsta verðið eða besta búnaðinn Wauva vict, r m :Asr 1 486SX/25 MHz 486DSX/33 MHz Bravo LC-2 486SX/25MHZ innifalið í verði: innifalið í verði: innifalið í verði: r • 4MB innra minni ' J • 4MB innra minni ] • 4MB innra minni • 130MB harður diskur • 107MB harður diskur < 15ms • 120MB harður diskur < 15ms • Cirrus skjákort, 1MB • Local Bus Cirrus skjákort,1MB • Local Bus Cirrus skjákort, 1MB (einnig Local Bus) • 14" 1024x768 NI.72HZ, • AST14" 1024x768 Nl, 72Hz, • 14" 1024x768 Nl, 72Hz, lággeislaskjár, flöktlaus lággeislaskjár, flöktlaus lággeislaskjár, flöktlaus • 3.5" disklingadrif • 3.5" disklingadrif • 3.5" disklingadrif • Hljóðlát vifta • Hljóðlát vifta, 238 pinna PGA sökkull • Hljóðlát vifta • 1 árs ábyrgð • 3ja ára ábyrgð • 1 árs ábyrgð Kynningarverð -117.874.- kr. stgr. ^ 136.859." kr.stgr. ^ 148.903." kr.stgr. I ♦ I Microsoft Word 2.0 og Excel 4.0 á tilboðsverði með hverri tölvu kr.39.900.- og meiri ábyrgð ef þú vilt Komdu í verslun okkar eða hringdu í sölumenn og fáðu nánari upplýsingar EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, 108 Reykjavík Sími 63 3000 Greiðsluskilmálar Glitnis,

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.