Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 15
Fimmtudagurinn 14. október 1993
M E N N I N G
Úr þulunni ð samning
Viiiiurs er ég bara Rósa
Rósa Guðný Þórsdóttir er þekkt meðal almennings sem þula í Sjónvarpinu. Það vita færri að
hún er hörkuleikkona og föstudaginn 15. október frumsýnir Leikfélag Akureyrar Afturgöngur
eftir Henrik Ibsen. Rósa fer með hlutverk í sýningunni en það er ekki langt síðan hún lék Nóru
í Brúðuheimilinu eftir Ibsen.
RÓSA GUÐNÝ ÞÓRSDÓTTIR. Hér í hlutverki Regínu Engstrand.
„Ædi það sé ekki tilviljun sem ræður
því að ég er að leika með þetta stuttu
millibili í Ibsen-sýningum. Það hefur
væntanlega meira með það að gera að
Ibsen er nútímalegt skáld en að ég sé
að verða einhver Ibsen-leikkona.“
Rósa hefur leikið víða eftir að hún út-
skrifaðist úr Leiklistarskóla íslands árið
1985. Hvað skyldi standa upp úr?
„Það er alltaf erfltt að segja til um það.
Það hlutverk sem maður er að vinna
hverju sinni er manni alltaf efst í huga
og í mestu eftirlæti þá stundina. En
vissulega má nefna nokkrar sýningar
sem eru minnisstæðar: Brúðuheimilið
er minnisstætt og Dalur hinna blindu
með Þíbilju og Hræðileg hamingja
með Alþýðuleikhúsinu eru einnig
minnisstæðar sýningar. Þá hef ég trú á
Afturgöngunum, en þar fer ég með
hlutverk Regínu Engstrand.“
Það er ekki oft sem það ber upp að
sama leikritið er á dagskrá tveggja leik-
húsa á sama leikárinu. Árið 1989 var
Hús Bernörðu Alba til sýningar bœði
hjá LA og Þjóðleikhúsinu ognúer Leik-
húsið Frú Emilía einnig með Aftur-
göngur á sinni efnisskrá.
„í íýrstu fannst mér það skrítin tilfinn-
ing að önnur leikkona væri að fást við
sama hlutverk og ég á sama tíma. En
auðvitað er það geysilega forvitnilegt.
Það er engin von til þess — og það er
þáttur í töfium leikhússins — að tvær
manneskjur leiki sama hlutverkið á
sama hátt. Það er spennandi að vita af
sama leikritinu á öðrum stað. Þetta eru
ábyggilega ólíkar sýn-
ingar og ég ætla mér
að sjá uppfærsluna í
Reykjavík með tíð og
tíma. Að öðru leyti
hefur þetta engin áhrif.
En að þetta leikrit skuli
vera til sýningar á
tveimur stöðum á Is-
landi núna er ekki eins
einkennilegt og það
hljómar, því Ibsen er í
tísku og Afturgöngur
eru á efhisskrá víða um
heim. Enda á leikritið
erindi við nútíma-
manninn. Þar er kom-
ið inn á marga hluti
sem eyu ofarlega á
baugi í dag; siðferði,
ónefndur banvænn
sjúkdómur og sifja-
spell, svo eitthvað sé
nefht.“
Þó að Rósa hafi farið
með mörg hlutverk í
gegnum tíðina er þetta
í fyrsta skipti sem hún
erjastráðin við leikhús.
„Eg get ekki talað af
mikilli reynslu um fastráðningar, ég
hef bara verið á samningi í tvo mán-
uði. Manni eru tryggð hlutverk við
þessi skilyrði og þetta er ekki eins mik-
ið hark fyrir vikið. Ég veit hvað er
ffamundan og bý við meira fjárhags-
legt öryggi. Þó að kaupið sé lítið, þá er
þó kaup, sem ekki er nú alltaf þegar
frjálsir leikhópar eiga í hlut. Hvort
þetta kreppir að mér listrænt séð þá er
það eitthvað sem ég finn ekki fyrir
ennþá. Ég renni ekki blint út í þetta
heldur vissi að hverju ég gekk.“
Rósa starfaði við Sjónvarpið á sjötta ár
en hverfur nú til starfa við leikhús norð-
an heiða. Þulan sem fer á fastan satnn-
ing?
„Því skyldi þula ekki fara á fastan
samning eins og aðrir, það er að segja
ef hún er leikkona fyrir? Ég hef aldrei
fundið neitt tiltakanlega fyrir því að
vera þekkt andlit. Kannski er allt ann-
að „lúkk“ á skjánum en á öðrum vett-
vangi, ég veit það ekki. Að minnsta
kosti bjó ég mér ekki til neinn karakter
í þulustarfinu. Það er sjálfsagt hægt að
nýta þetta tækifæri til að vera með
skemmtiatriði eða eitthvað í þeim dúr
þó að ég hafi ekki kosið það. En eins
og þetta horfir við mér er eins og þjóð-
in kunni að höndla þetta. Sumir
þekkja mig sem þulu, aðrir sem leik-
konu. Það fer bara eftir því hverju hver
og einn veitir athygli. Annars er ég
bara Rósa.“
Viðar Eggertsson er mjög lukkulegur
með að hafa krœkt í Rósu og nefndi að
hennar biði gott hlutverk í jólaleikriti
LA: „Ekkert sem heitir - átakasaga“.
„Já, það er nokkuð um spennandi
hlutverk ffamundan og mér líst vel á
efnisskrá LA í vetur. Hvað tekur við
effir þetta leikár er óvíst, en það er ver-
ið að skoða ýmsa möguleika.“
Hafa einhverjir heimsfrægir leikstjórar
sett sig í samband við þig?
„Já,já.“
Og þau mál eru væntanlega á við-
kvæmu stigi núna?
„Já.“________________________________
Jakob Bjarnar Grétarsson
LEIKLIST
Gœsirt kemst þangað líka
„Ég hafði á tilfinningunni að ég vœri
búinn að sjá þetta allt saman áður,
annaðhvort í leikritum Tjékovs eða í
hinum Ibsen. Láttu migfá mávinn eða
villiöndina, ég hefenga lyst á gæs-
inni. “
ELÍN HELENA
BORGARLEIKHÚSIÐ
★
Elín Helena eftir Árna Ib-
sen er saga um sannleika, svik,
framhjáhald, tómleika og
þögn. í grundvallaratriðum er
þetta klassískt verk um örlög
Elínar Helenu, þrítugrar konu
sem grúskar í fortíðinni í leit
að sannleikanum um foreldra
sína. En ofin inn í leikritið eru
ýmis önnur atriði, stundum
táknræn eða absúrd eða jafh-
vel draugaleg, sem gefa sög-
unni óvenjulegt yflrbragð.
Leikurinn er oftast sterkur,
leikstjórnin nákvæm, leik-
myndin passlega drungaleg
við þetta efni og tónlistin
ágæt.
En fyrir utan nokkrar vel
samdar og vel leiknar senur
fannst mér Elín Helena alls
ekki sérstakt leikrit. Án þess
að lýsa atburðarásinni leyfi ég
mér að segja að sagan sjálf sé
langt ffá því að vera merkileg
og uppbygging hennar bæði
fyrirsjáanleg og langdregin.
Nöfnin á aðalpersónunum
gera manni strax ljóst um
hvað málið snýst og endirinn
kemur ekki á óvart. Eina
manneskjan sem þykist vera
hissa á þessu öllu (en er samt
alls ekki hissa) er sjálf Elín He-
lena. Við hin leystum gátuna
löngu fyrr. Um ákvörðunina
sem Elín Helena tekur undir
lokin er hægt að segja að hún
sé siðferðislega óhjákvæmileg,
en litið annað.
Eftir að hafa séð Skjaldbak-
an kemst þangað lika, Afsakið
hlé og Fiska á þurru landi
bjóst ég við meiru en þessu ffá
Áma Ibsen. Díalóginn, sem er
ágædega saminn, bjargar ekki
þessum einfalda söguþræði og
einfaldleikinn drepur niður
nánast alla spennu. Ekki skildi
ég heldur hvað þessar löngu
heimspekilegu pælingar um
Víetnamstríðið voru að gera í
þessum fjölskylduharmleik,
nema til að undirstrika geð-
veiki Rikka. Orð Rikka um
Víetnam, „dæmt til að mis-
takast“, eiga vel við þetta stríð
en ekki við persónumar hér,
og það er einmitt það sem
skaðar leikritið; merkilegar og
ómerkilegar pælingar standa
hlið við hlið en það vantar
tengsl á milli þeirra. Gæsin
(sem fellur niður á sviðið í
upphafi leikritsins) er gott
dæmi þess. Hún á að vera
táknræn fyrir leyndarmálið
sem Elín Helena fær að vita,
en virkar hálffáránlega.
Ég hafði á tílfinningunni að
ég væri búinn að sjá þetta allt
saman áður, annaðhvort í
leikritum Tjékovs eða í hin-
um Ibsen. Láttu mig fá
mávinn eða villiöndina,ig hef
enga lyst á gæsinni.
Góður
íslend-
ingur
BÝR ÍSLENDINGUR HÉR?
ÍSLENSKA LEIKHÚSIÐ
★★★
Ég verð að viðurkenna að
mig langaði alls ekki á þessa
sýningu um daginn. I fyrsta
lagi hélt ég að ég vissi alveg
nóg um ástandið í útrýming-
arbúðum nasista og í öðru
lagi sá ég enga ástæðu til þess
að blanda íslendingum í mál-
in, þar sem aðeins einn mað-
ur frá íslandi lenti í þessum
voða og þá fyrir tilviljun. En
eftir að hafa séð sýninguna
verð ég að viðurkenna að
þessir fordómar mínir voru
alveg ástæðulausir.
Eftir nokkurra ára dvöl í
helvíti kemur Leifur Muller
heim til íslands, aleinn, með
minningar sem hann mun
aldrei losna við en getur samt
ekki útskýrt fyrir öðrum. I
stað þess að drukkna í sjálfs-
vorkunn byrjar hann upp á
nýtt og öðlast aftur sjálfsvirð-
ingu.
Leikgerðin eftir Þórarin
Eyfjörð er einföld en samt
sláandi. Sviðið er nánast
tómt; einn maður fer með
söguna sína um þessa lifandi
martröð sem hann þurffi að
ganga í gegnum. Frásögn Pét-
urs Einarssonar var stundum
bæði gölluð og hikandi en
oftast sterk og áJtrifamikil og
maður þess vegna tilbúinn að
fyrirgefa honum ýmislegt.
Það er alltaf vafasamt verkefni
að breyta bók af þessu tagi í
leikrit, þar sem einræðan tek-
ur gjörsamlega mið af ramm-
anum í kringum sig. í flestum
tilfellum gengur það ekki upp
og verður bæði þreytandi og
ódramatískt, en efnið í þessu
verki er það sterkt að mér
varð fljótlega alveg sama um
formið. Þegar ég fór lieim var
mér helst í huga mikil eftírsjá
eftir Leifí Muller, sem mér
fannst ég hafa kynnst vel þar
á sviði. Þessi sýning er ekki
fyrir alla, en samt fyrir fleiri
en hafa lesið samnefnda met-
sölubók og sérstaklega fyrir
þá sem eru jafnfordómafúllir
og ég var áður en ég fór.
LEIKHUS
FIMMTUDAGURINN
14. OKTÓBER
• Standandi pína. ★★★ Er
það ekki einmiff það sem
litlu leikhúsin hafa stundum
fram yfir þau stóru, að geta
leyft sér að koma aðeins
nær áhorfendum og draga
þá betur inn í atburðarásina
og andrúmsloftið? Spenn-
andi og athyglisverð sýning,
segir Martin Regal í leik-
dómi. Frjálsi leikhópurinn.
Tjamarbiói kl. 20.
• Draumur á Jónsmessu-
nótt. Nemendaleikhúsið
sýnir verk Williams Shake-
speare í leikstjóm Guðjóns
Pedersen. Leikendur eru
Guðlaug Elísabet Ólafsdótt-
ir, Hilmir Snær Guðnason,
Sigrún Ólafsdóttir, Þórhallur
Gunnarsson, Katrín Þorkels-
dóttir, Benedikt Erlingsson,
Halla Margrét Jóhannesdótt-
ir og Margrét Vilhjálmsdóttir.
Lindarbæ kl. 20.
• Elín Helena. Leikverk
Áma Ibsen í leikstjórn Ing-
unnar Ásdísardóttur. Átaka-
mikið verk sem segir frá
uppgjöri ungrar konu við for-
tíðina. Leikendur eru Sigrún
Edda Björnsdóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Hanna
María Karlsdóttir og Þor-
steinn Gunnarsson. Borgar-
leikhúsinu, litla sviðinu, kl.
20.
• Spanskflugan. ® Ég
vona að sýningin batni veru-
lega sem fyrst svo að ein-
hverjir geti haft gaman af
þessu, en ég efast samt um
að Spanskflugan eigi eftir að
lifa mjög lengi, segir Martin
Regal í leikdómi. Borgarleik-
húsinu kl. 20.
• Þrettánda krossferðin.
★★ Perlurnar eru margar,
en bandið á milli þeirra er allt
of langt. Á þessari löngu
sýningu missti ég þó sjaldan
áhuga og aldrei þolinmæð-
ina, segir Martin Regal í leik-
dómi. Þjóðleikhúsinu kl. 20.
• Ástarbréf. Tvíleikur A.R.
Gumeys í leikstjóm Andrés-
ar Sigurvinssonar. Sögð er
áhrifamikil ástarsaga tveggja
einstaklinga, eins og hún
birtist í ævilöngum bréfa-
skiptum þeirra. Leikendur
eru Herdís Þorvaldsdóttir og
Gunnar Eyjólfsson. Þjóðleik-
húsinu, litla sviðinu, kl.
20.30.
• Júlía og Mánafólkið.
Leikhópurinn Augnabiik sýn-
ir bama- og fjölskylduleikrit
eftir Karl Aspelund og Friðrik
Erlingsson. Leikstjóri er Ásta
Arnardóttir en leikendur
Bára Lyngdal Magnúsdóttir,
Bjöm Ingi Hilmarsson, Erling
Jóhannesson, Harpa Amar-
dóttir og Kristín Guðmunds-
dóttir .Héðinshúsinu kl. 10.
•Fiskar á þurru landi.
★★★ Skondið og vel sniðið
leikrit. Annar leiksigur Árna
Ibsen og Andrésar Sigur-
vinssonar. Missið ekki af
þessu. Nú eru síðustu for-
vöð, segir Martin Regal í
leikdómi. íslensku óperunni
kl. 20.30.
PRESSAN 15
• Afturgöngur. Leikfélag
Akureyrar frumsýnir verk
Henriks Ibsen í leikstjórn
Sveins Einarssonar. Leik-
endur eru Sigurður Karls-
son, Sunna Borg, Kristján
Franklín Magnús, Þráinn
Karlsson og Rósa Guðný
Þórsdóttir. Akureyri kl.
20.30.
• Þrettánda krossferðin.
★★ Þjóðleikhúsinu kl. 20.
• Afturgöngur. Leikhúsið
Frú Emilía sýnir verk Hen-
riks Ibsen í leikstjóm Sigríðar
Margrétar Guðmundsdóttur.
Leikendur eru Margrét Áka-
dóttir, Ari Matthíasson,
Þröstur Guðbjartsson, Sig-
urður Skúlason og Jóna
Guðrún Jónsdóttir. Héðins-
húsinu kl. 20.
• Spanskfiugan. 9 Borg-
arleikhúsinu kl. 20.
• Elín Helena. Borgarleik-
húsinu, litla sviðinu, kl. 20.
LAUGAR DAG U RI N N
1 6. OKTÓBER
• Býr íslendingur hér? ís-
lenska leikhúsið sýnir leik-
gerð Þórarins Eyfjörð eftir
samnefndri bók Garðars
Sverrissonar. Leikstjóri er
Þórarinn Eyfjörð en leikend-
ur Pétur Einarsson og Hall-
dór Björnsson. Tjamarbíói
kl.20.
• Kjaftagangur. Gaman-
leikur Neils Simon. Leikstjóri
er Asko Sarkola en meðal
helstu leikenda eru Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Öm
Ámason, Tinna Gunnlaugs-
dóttir og Pálmi Gestsson.
Þjóðleikhúsinu kl. 20.
• Ástarbréf. Þjóðleikhús-
inu, litla sviðinu, kl. 20.30.
• Afturgöngur. Leikhúsið
frú Emilía. Héðinshúsinu kl.
20.
• Spanskflugan. ® Borg-
arleikhúsinu kl. 20.
• Elín Helena. Borgarleik-
húsinu, litla sviðinu, kl. 20.
• Afturgöngur. Leikfélag
Akureyrar. Akureyri kl.
20.30.
• Dýrin í Hálsaskógi. Sýn-
ingar hafnar að nýju á
bamaleíkriti Thorbjöms Egn-
er. Leikstjóri er Sigrún Val-
bergsdóttir en með aðalhlut-
verk fara Sigurður Siguijóns-
son og Öm Ámason. Þjóð-
leikhúsinu kl. 14 og 17.
• Ferðalok. ★★★ Þrátt fyrir
nokkra galla finnst mér þessi
sýning mjög athyglisverð.
Leikritið er sterkt og tilfinn-
ingaríkt, snjallt í uppbygg-
ingu og fullt af skemmtileg-
um atriðum. Mæli með, hik-
laust, segir Martin Regal í
leikdómi. Þjóðleikhúsinu,
smíðaverkstæöi, kl. 20.30.
• Ronja ræningjadóttir.
Sýningar byrja að nýju á
bamaleikriti Astrid Lindgren.
Leikstjóri er Ásdís Skúladótt-
ir en með aðalhlutverk fara
Sigrún Edda Bjömsdóttir og
Gunnar Helgason. Borgar-
leikhúsinu kl. 14.
• Spanskflugan. ★ Borgar-
leikhúsinu kl. 20.
• Elín Helena. Borgarleik-
húsinu.Jitla sviðinu, kl. 20.
• Býr íslendingur hér? ís-
lenska leikhúsið. Tjamarbíói
kl. 20.
• Draumur á Jónsmessu-
nótt. Nemendaleikhúsið.
Lindarbæ kl. 20.
• Ferðin til Panama. Leik-
félag Akureyrar sýnir bama-
leikrit byggt á sögum eftir
þýska bamabókahöfundínn
Janosch. Leikstjóri er Ingunn
Jensdóttir. Leikendur eru
Aðalsteinn Bergdal, Sigur-
þór Albert Heimisson, Dofri
Hermannsson og Ama Mar-
ía Gunnarsdóttir. Samkomu-
húsinu Akureyri kl. 14og16.