Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 14.10.1993, Blaðsíða 22
FÓLK í FRÉTTUM 22 PRESSAN Fimmtudagurinn 14. október 1993 Allir hafa sko&un á fólkinu sem býður sér heim í stofu á hverju kvöldi, — hvernig er annað hægt? Vægðarlaust velta menn sér upp úr framsögn þeirra sem sjást reglulega á slcián- um; fréttamati, efnistökum, framkomu, tasi og ef allt um þrýtur — klæðaburöi. Reyndur fjolmiðlamaður hefur bent á að besta sjón- varpsfólkið sé tvenns konar. Annars vegar þa& sem allir elski og hins vegar það sem allir elski að hata. Með öðrum orðum kalli gott sjónvarpsfólk fram viðbrögð. Af þvi leiði að versta sjónvarpsfólkið sé það sem hreyfi ekki við tilfinningum neinna og enginn nefni á nafn — lofi >4>að hvorki né lasti. PRESSAN lagðist í leit að besta og versta sjónyarpsfólkinu og fékk nokkra valinkunna íslendinga til að veita álit sitt. I Ijós kom að menn áttu miklum mun auðveldara með að benda á vonda en góða. 1 0 BESTU SJONVARPSMENNIRNIR KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR EDDA ANDRÉSDÓTTIR ELÍNHIRST VALGERÐUR MATTHÍASDÓTTIR HERMANN GUNNARSSON KRISTJÁN MÁR UNNARSSON ARITRAUSTIGUÐMUNDSSON EIRÍKUR JÓNSSON BOGIÁGÚSTSSON BJARNIFELIXSON AÐRIR NEFNDIR Helgi Már Arthursson, Jón Ár- sæll Þórðarson, Eggert Skúlason, Logi Bergmann Eiðsson, Sig- niundur Ernir Rúnarsson, Ingvi Hrafn Jónsson, Ólöf Rún Skúla- dóttir, Jón Ólafsson, Kristófer Svavarsson, Trausti Jónsson, Stef- án Jón Hafstein, Þórir Guð- mundsson, Árni Snævarr, Páll Bencdiktsson, Unnur Steinsson, Óskar Ingimarsson, Heimir Karlsson, Guðjón Guðmundsson, Ómar Ragnarsson, Björn Th. Bjömsson, Ingimar Ingimarsson, Sigurður H. Richter, Oskar Ingi- marsson, Gunnar Helgason, Páli Magnússon, Ólafur Sigurðsson, Arthúr Björgvin Bollason, Katrín Pálsdóttir, Brynja Xochitl Vífils- dóttir. ÁLITSGJAFAR: Ásgeir Friðgeirsson ritstjóri, Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur, Halldór Guð- mundsson framkvæmdastjóri, Karl Óskarsson kvik- myndagerðarmaður, Ólafur Schram íþróttafrömuður, Svala Thorlaciús htestaréttarlögmaður, Guðný Hall- dórsdóttir kvikmyndaleikstjóri, Gunnar Hjálmarsson tónlistarmaður, Linda Vilhjálmsdóttir ljóðskáld, Þor- geir Ólafsson listfræðingur, Agnar Jón Egilsson skemmtanastjóri, Einar Öm Benediktsson fjölmiðla- ffæðingur, Ólafur Hauksson blaðamaður, Erlingur Gíslason leikari, Valgeir Guðjónsson tórdistarmaður, Ólína Þorvarðardóttir borgarfúlltrúi, Davíð Þór Jóns- son háskólanemi, Guðmundur Andri Thorsson rit- höfundur, Kristján Þorvaldsson útvarpsritstjóri. „Yfirburðamaður, yfirvegaður, afslappaður í kraffi þekkingar sinnar á viðfangsefhinu — eiginleiki sem allt of marga skortir.“ „Blátt áfram. Maður sem augljóslega telur það ekki upphaf og endi alls að koma ffam í sjón- varpi. Hann setur flókna hluti ffam á einfaldan og skýran hátt.“ „Áreynslu- leysið skín af honum.“ EDDA ANDRESDOTTIR ST0Ð2 „Geðþekk. Maður trúir því að hún hafi vitsmunalega burði til að skrifa sjálf það sem hún les.“ „Kærkomin í settið. Ein af okkar betri fféttaþulum.“ „Jarðar samstarfsmenn sína effir langt hlé. örugg og ljómandi.“ „Nær ná- lægð við áhorfendur.“ „Nær sambandi við þá sem á horfa.“ KRISTIN ÞORSTEINSDOTTIR RUV „Ber höfúð og herðar yfir alla sjónvarpsmenn. Talar gott mál, er alúðleg og fótógenísk og sýnir vönduð vinnubrögð. Lunkin við að tala við stjóm- málamenn og lætur þá ekki þvæla sér fram og aftur. Virðist bera mjög mikla virðingu bæði fyrir hlustendum og viðfangsefninu hverju sinni." „Hefúr mjög góða og örugga ffamkomu og sýnir góð efúistök. Kemst næst því allra firéttamanna að sameina þetta tvennt.“ „Maður trúir öllu sem hún segir. Vaxandi fféttamaður.“ „Örugg og skýr og kann á miðilinn.“ „Vel undirbúinn og áreynslulaus fféttamaður.“ „Hefúr hið nauðsynlega trausta yfirbragð fféttamannsins.“ ELIN HIRSTST0Ð2 „Hefur fínan framburð, vinnur vel og er töff og skemmtileg án þess að vera tilgerðarleg. Hún leyfir sér að vera hún sjálf, brúnaþung og ákveðin. Tekur starf sitt alvarlega, er í sjónvarpi til að flytja fréttir en ekki til að leika stjörnu." „Hefur vaxið með hverjum mánuði, er orðin ömgg en þó fijálsleg.“ „Pottþétt og hefur allt með sér; útlit, ffamkomu og fag- mennsku. ímynd 19:19.“ „Yfirburðamaður, ótrúlega öruggur, yfir- vegaður, hvass, allt að því ósvífinn en umffam allt hugmyndaríkur.“ „Góður performer, vel gefinn og klár.“ „Veit að þetta er leikrit. Þekkir sín takmörk." KRISTJAN MÁR UNNARSSON STÖÐ 2 „Vaxandi villiköttur á góðri leið með að verða skelfir fýrir pólitíkusa." „Geðþekkur og trúverðugur. Þreytir mann ekki.“ „Tekst að gera fréttir skilj- anlegar með góðri statistik.“ BJARNIFELIXSON RUV „Fréttaþyrstur og mjög vakandi. Mætti þó skipta um orðaforða.“ „Kon- ungur fótboltalýsinganna.“ „Eftir öll þessi ár er enn jafngaman að heyra hann segja Middlesborough. Hann er líka eini íþróttafféttamaður í heimi sem segir alltaf Diego Armando Maradona ■— það er stíll!“ „Sjarmerandi og notaleg og því fædd í starfið.“ „Fagmaður sem þorir að gera ýmislegt nýtt.“ „Drottning tilgangslausa hjalsins." „Ein af fáum sjónvarpsmönnum á íslandi sem eru eðlilegir.“ HERMANN GUNNARSSON RUV „Hann er það sem hann er. Ekkert meira og ekkert minna.“ „Þrátt fýrir alla sína galla hefur hann aðdráttarafl sem gerir hann að lifandi sjónvarpsmanni.“ ,Ágætt dæmi um þau undarlegu ídol sem þjóðin velur sér oft á tíðum. Stafar af honum græsku- og sakleysi.“ „Sannfærandi.“ „Hæfilega fýldur til að maður taki mark á hon- um.“ „Mundi kaupa notaðan bíl af honum, sem er meira en hægt er að segja um kollega hans hinum megin, Ingva Hrafú.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.