Pressan - 02.12.1993, Síða 4

Pressan - 02.12.1993, Síða 4
I 4 PRSSSAN SVARTA GENGIÐ Fimmtudagurinn 2. desember 1993 fyrirað láta fíknó vinna rœkilega fyrir katipinu sínu. MATTHI- ASHVÆS- IR „Samhliða skœtingi sínum hefur Matthías látið Byggða- stofnun senda 300 milljóna króna kröfu til ríkisstjórnar- innar til að hceta hag Vest- jjarða umfram aðra lands- hluta, jafnvel þótt aðsteðjandi kreppa hafi látið hœgar að sér kveða á Vestjjörðum en í öðr- um landshlutum. “ Jónas Kristjánsson í leiðara DV. Matthías Bjarnason, stjórnarformaður Byggða- stofnunan „Ég les aldrei leiðara eftir Jónas Kristjánsson. Mér leið- ist maðurinn og ég tel hann andstyggilegan á allan hátt. Þess vegna les ég hann eldd. Ef ég sé nafn hans undir ein- hveiju þá les ég það ekld.“a BIÐLAUN STRÆTÓ- STJÓRA „Hjá fyrirtœkinu eru starfs- menn sem hafa starfað í ára- tugi en sjá fram á starfslok hjá Reykjavtkurborg 1. des. nœst- komandi. Að vísu hafa hið- laun verið viðurkennd hjá nokkrum vagnstjórum en þau eru skilyrt; að sá er þiggur biðlaun fœr ekki starfhjá SVR hf: Ur kjallaragrein Hjalta Skaftasonar, vagnstjóra hjá SVR, í DV. Sveinn Andri Sveinsson, formaður stjómar SVR: „Enginn dregur í efa rétt þess hóps starfsmanna sem hafa biðlaunarétt vegna ævi- ráðninga. Hinsvegar þótti okkur ekki forsvaranlegt að sumir þessara aðila væru á tvöföldum launum íyrir það eitt að fara úr borgarstofnun yfir í hlutafélag í eigu borgar- innar, þar sem þeir væru DULBUN- AR ÁFENGIS- AUGLÝS- INGAR „Engum er greiði gerður með lögum og reglum, sem eru hajðar að háði og spotti í þjóðfélaginu. Gott dœmi um þetta er reglugerð um bann við áfengisauglýsingum... Reglugerðin er að sjálfsögðu algerlega á skjön við raun- veruleikann í þjóðfélaginu nú um stundir... “ Úr leiðara Mbl. Ingimar Sigurðsson, for- stjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík: „Framkvæmd þessarar reglugerðar hefur gengið þokkalega en það er alltaf til- hneiging til að dulbúa áfeng- isauglýsingar og það þekkj- um við líka í tengslum við tóbaks- og lyfjaauglýsingar. Ég sé hinsvegar ekki ástæðu til að breyta megininntaki reglugerðarinnar nema þá til að skerpa enn ffekar auglýs- með sömu kjör. Við litum svo á að ef menn vildu taka þann kost að nýta biðlaunin þá hefðu þeir eldd áhuga á að starfa hjá hinu nýja hlutafé- lagi“ ingabannið og efla eftirlit með að bannið sé haldið. Ég held að menn deili ekki um nauðsyn þess að banna áfengisauglýsingar, enda skil ég ekki leiðara Morgunblaðs- ins þannig. Að mati Alþjóða- heilbrigðisstofhunarinnar og Evrópuráðsins er auglýsinga- bann talið eitt besta úrræðið til að hamla gegn því að litið sé á áfengi sem nauðsynja- vöru, en áfengi er talið eitt mesta böl jarðarbúa í dag eins og allir vita. En það má endalaust deila um fram- lcvæmdina. Ég er nú þeirrar skoðunar að ýmsu megi breyta í þessari reglugerð og æskilegt væri að fá tillögur þeirra sem gagnrýna hana.“ Innó með dómarann! Þeir spara sorakjaftinn Þorgerður Gunnarsdóttir er eini kven-handboltadómarinn á íslandi Handboltadómarar eru karlar í svörtum bol og í svörtum stuttbuxum, oft komnir af léttasta skeiði og sumir með framsettan maga. Enginn veit hvað fær þá til að stunda þessa vanþakklátu iðju. Kannski er það sambland úr æskudraum- um: Að verða lögga og verða stjaman á vellinum, sú sem stekkur upp og þmmar boltanum í netið á lokasekúndu leiksins. En vígin falla eitt af öðm og dómarastéttin stendur ekki lengur undir nafni sem karlaklúbbur. Sökudólgurinn: Þorgerður Gunnarsdóttir, fýrsti og eini kvenkyns hand- knattleiksdómarinn á íslandi. Þorgerður, hvemig gastu? „Auðvitað á þetta að vera sjálfsagður hlutur. Spánverjar, sem eiga að vera langt á efitir okkur í jafnréttismálum, hafa átt kvendómara til margra ára, einnig Norðmenn, svo eitthvað sé nefnt. Ég er bara að vonast til þess að nú, þegar ein hefúr riðið á vaðið, komi demban í kjölfarið og íslensk- ir kvendómarar verði fleiri.“ Þorgerður er eiginkona Kristjáns Arasonar og dæmdi talsvert í Þýskalandi þegar hann var at- vinnumaður þar. Hún fékk dómararéttindi árið 1988. Er hugsanlegt að konur dæmi betur en karlar? „Ekkert frekar, þær gera örugglega sömu glor- íumar — dæma hvorki verr né betur en karlar. Ég fæ ekki séð hvemig dómgæsla getur verið háð kynferði. Það var að vissu marki erfitt að brjóta ísinn en svo kemur á móti að strákamir em oft kurteisari við mig en hina dómarana og spara sorakjaftinn.“ Þorgerður er landsdómari, sem þýðir að hún hefúr réttindi til að dæma í fyrstu deild karla, en hún verður þó að vinna sig upp í það með reynslu. Hún dæmir núna í annarri deild og fyrsta flokki. Hún á engan fastan makker í dóm- gæslunni en hefúr dæmt með Marinó G. Njáls- syni og telur að ffamhald gæti orðið á því. Hvað fær hana til að takast á við þetta vanþakkláta starf? „íþróttin er skemmtileg og þetta gefúr manni færi á að nálgast hana á sérstakan hátt. Ef menn hafa ekki gaman af því að dæma leiki eiga þeir að hætta undir eins.“ Þorgerður stefúir hátt og er hvergi smeyk þeg- ar þetta þýðingarmikla hlutverk er annars vegar, segist þekkja strákana og telur þetta ekkert til- tökumál. „Mér finnst þetta ekki einu sinni fréttnæmt“ Jakob Bjarnar Grétarsson ÞORGERÐUR GllNNARSDÓTTIR. ÁbúðarfuU í svarta gallanum. MYND/JIM SMART debet „Hann er færasti markaðsmaðurinn í tónlist á Islandi. Hann hefúr góða yfirsýn frá fyrsta stigi til þess síðasta. Steinar er að mínu viti heiðarlegur og vel gerður maður. Mér hefur þótt hann sam- kvæmur sjálfúm sér og oftast máleíúalegur,“ segir Pétur W. Kristjánsson, tónlistarmaður og sam- starfsmaður Steinars til margra ára. „Gífúrlega duglegur maður og ósérhlífinn. Hann er mjög vel að sér í tónlistarheiminum og svo hefur hann góð- an húmor,“ segir Jón Ólafsson, fyrrum sam- keppnisaðili og nú samstarfsmaður. „Hann er ótrúlega duglegur og hefúr aðdáunarverða eigin- leika í því sambandi. Þá hefur hann víðtækasta þekkingu allra útgefenda á íslenskri útgáfu og hef- ur sinnt því vel í gegnum tíðina,“ segir Bubbi Morthens. „Helstu kostir Steinars eru hvað hann hefur óbilandi trú á því sem hann er að gera og leggur þá allt undir. (Það er jafúffamt hans helsti löstur.) Hann hefur sérstakan húmor og er skemmtilegur í góðra vina hópi. Sér oft aðrar lilið- ar á málunum en fólk í kringum hann. Hann er skarpskyggn á mörg mál og er fljótur að greina kjamann frá hisminu. Steinar er strangheiðarlegur og oft hefur hann frekar viljað láta sinn hlut en ganga á hlut annarra,“ segir Jónatan Garðarsson, einn helsti samstarfsmaður Steinars tíl margra ára. Steinar Berg kredSt Duglegur fagmaður eða langrœkinn þykkskinni? Steinar Berg ísleifsson er forstjóri Spors hf. Hann hefur veriö í sviðsljósinu vegna rimmu viö tónlistarmenn, einkum KK. „Hann getur á köflum verið stífúr og ein- strengingslegur. Veður áfram og ætlast stimd- um til of mikils af fólki. Sjálfur er Steinar vinnu- sjúldingur, vinnur alltaf 18 tima á sólarhring, og ætlast til þess sama af samstarfsmönnunum. A það til að rúlla yfir mann,“ segir Pétur W. Krist- jánsson. „Ég er í erfiðri aðstöðu til að segja til um lestina, en hann var óneitanlega erfiður and- stæðingur,“ segir Jón Ólafsson. „Hann tekur ekki gagnrýni og hefúr í gegnum tíðina haft mjög rangt fólk í kringum sig (fyrir utan Jónat- an) út frá faglegu sjónarmiði — hann er ekki góður mannþekkjari. Steinar er fljótfær og í veigamiklum málum lætur hann tílfinningar oft spila inn í þegar þær ættu ekki að gera það. Hann er ekki vísvitandi óheiðarlegur, þó að ég hafi lent upp á kant við hann, en langrækinn — hann er af ætt þykkskinnunga,“ segir Bubbi Morthens. „Hann á það til að vera of duglegur að segja öðrum til vamms. Einum of hreinsldl- inn, það kunna ekki allir að taka því og þannig getur Steinar komið illa við marga. Hann á það til að vera þver og fúllstífúr á meiningu sinnL Þá er erfitt að hnika honum,“ segir Jónatan Garð- arsson.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.