Pressan - 02.12.1993, Page 20

Pressan - 02.12.1993, Page 20
20 PRESSAN Einar Ben. þeir sem vildu bara keyra einn í einu og þvertóku fyrir fleiri en einn í bílinn. Þeirra áhugi beindist líka að öðruvísi samneyti við fólk en munnlegu. Jú, þaö gat nú verið munnlegt sem þeir vildu fá frá farþeganum. En þá snerist það um þennan míkró- fón sem gægðist út um buxnaklaufina. Og hvað er að því að harka? Ekki neitt. Það er alltaf gott að eiga aukapening. Og þessi þjónusta er þörf þegar þúsundir kvöldgesta skemmtistaðanna streyma út í áttina að feitu partíi eða almennilegu klósetti til að æla í. En mikiö hef ég vorkennt leigubílstjórum að þurfa aö keyra sumt af þessum ósóma áleiðis. Ósóminn er náttúrulega þetta fólk sem er misvel drukkið. Ekki er hægt að skafa mikið utan af þeim mannasiðum sem íslendingar sýna þegar þeir eru „vel í glasi“. Það er ekkert að skafa, því þeir eru horfnir mannasiöirnir. Og aumingjans harkararnir! Þetta hljóta bara að vera örvænt- ingarfullir menn á kúpunni. Annars flokks manneskjur fyrst þeir þurfa að harka til að láta enda ná saman. Allt í lagi að haga sér að vild í bílnum hjá þeim. Ég taia nú ekki um ef þetta eru einhverjir Víetnamar, annars flokks manneskjur fyrir og þar með þriðja flokks manneskjur þegar þeir eru komnir í harkiö. „Þetta“ stelur hvort sem er allri vinnu frá „okkur“. Annað gat ég ekki ekki heyrt á fjölmiðlum í síöustu viku. Hnífsstungumálið í miöbænum. Það var búið að dæma menn- ina fyrirfram. Útvarpsviðtal sem ég heyrði á Bylgjunni var til skammar. Eitt fórnarlambanna lýsti fjálglega hvaö átti sér staö. Sorrí Bjarni Dagur, en þetta var ekki gott viðtal. Svona einhliða frásögn. Enda skildi fórnarlambið bara alls ekki af hverju harkarinn var alblóöugur í framan. Við fengum að vita það daginn eftir. Takk Bjarni. Harkarinn var sleginn í höfuöið með flösku inní bílnum sínum. Og hann bara æsti sig? Skrítiö finnst ykkur ekki? En hvaö er harkarinn líka að æsa sig? Öll umfjöllun um þetta mál er hin skringilegasta. En rasismi er ekki skringilegur. Ef það þarf að taka fram þjóðerni sak- bornings í sakamáli til að útskýra voöaverk er þaö einungis til að skella skuldinni af okkur, hvíthreinu íslendingunum. Hvernig væri að auglýsa verölækkun á gúrkum með litalýs- ingu; þessar grænu? Bara til að útskýra máliö. Hin ábendingin sem ég fæ oft á tíðum er hvort ég ætli ekki í Ijós flótlega, ég sé svo fölur. Ég held ekki. Ekki ætla ég aö láta stimpla mig sem glæpon. En ég vorkenni þessum sem eru með vírburstann heima hjá sér að skrapa af brúnkuna svo þau teljist ekki til nýbúa. Stundum get ég oröiö yfir mig hlessa á ábendingum sem ég fæ. Yfirleitt eru þær í fyrirspurnarformi, einsog: „Ert þú að gera eitthvað þessa dagana, Einar?“ Svona rétt einsog ég sitji allan daginn og bori í nefið og reyni aö gera ekki neitt. Enda er ég hættur aö svara þessari spurn- ingu. Gósentímar poppsins eru liðnir og ég get ekki lengur blekkt sjálfan mig í þeim efnum. Gósentímarnir einkenndust af engri vinnu: tónleikaferðalög, æfingar, lögfræðingafundir, ómæld viðtöl og stööugur peningaaustur til hægri og vinstri. Þegar öllu er á botninn hvolft viröist þetta ekki vera nein vinna. Sældarlistamannslíf. Og í dag bardúsa ég bara við hitt og þetta, reyni að skrapa saman. Ekkert nýtt í því. Samt er ég ekki byrjaður aö harka. Hún virðist alltaf eiga sér stað þessi uppljómun í reykvísku samfélagi þegar nýjar starfsstéttir skjóta upp kollinum rétt einsog þær hafi aldrei verið til. Núna eru það harkararnir. Og afhverju kemst þessi starfsstétt í hámæli? Af því að fleiri eru farnir að stunda starfiö? Oekkí. Ég man eftir hörkurum frá því fyrir fimmtán árum. Ég stand- andi fyrir framan Borgina, búinn að redda partíi og eina sem vantaði var leigubíll til að komast í þetta feita partí. Og eng- inn leigubíll! Eina ráðið að finna harkara! Bestu harkararnir voru þessar einmana sálir sem vildu bara samneyti við annað fólk og gott partí. Næstbestu harkararnir voru þeir sem vildu einungis greiðslu. Verstu harkararnir voru SY N DA RSEX Fimmtudagurinn 2. desember 1993 „CYBORGASM". Geisladiskurinn sem tryggir að þú verðir aldrei einmana á dimmu vetrarkvöldi. Sýndarveruleiki fyrir kynlífsfíkla Öruggt kynlíf er slagorð sem sífellt er hamrað á þegar ásta- leikir eru annars veg- ar. Á þessum síðustu og verstu, þegar al- næmishættan vofir yfir, er kannski best að eiga þessi mál hreinlega og örugg- lega við sjálfan sig. „Cyborgasm" er nýr geisladiskur sem ætti að höfða til allra þeirra sem ekki þora að sleppa sér í faðmi bólfélagans og svo hinna sem þora en fmna bara engan til að sleppa sér með. Diskurinn, sem er gefinn út af kynlífs- sinnuðum hópi lista- manna frá San Francisco, er saman- safn erótískra sena sem voru hljóðritað- ar með sérstalcri þrí- víðri upptökutækni. Hún gerir það að verkum að um leið og maður setur upp heymartólin og lokar augunum er engu líkara en maður sé kominn inn í sama herbergi og raddimir sem líða í kringum mann. I sýndarveruleik- anum, sem hlustand- inn dettur inn í, rúmast alls kyns æs- andi atvik. Sum eru saklausir hugarórar konu eða karls en á köflum verður at- burðarásin geggjaðri, sérstaklega í kynsvalli þar sem nokkrir kyn- lífsfíklar leika listir sínar og bjóða hlust- andanum að slást í hópinn. Hvort þú tekur þátt eða eldd er undir þér komið, en smokkinn geturðu skilið eftir heima. „Cyborgasm - XXX Erotica in 3-D Sound“ fæst hjá Hljómalind í Austur- stræti. Itvífarar I_________1 Sverrir Guðjóns- son syngur kvenmanns- röddu Kontratenórinn Sverrir Guð- jónsson, sem átt hefúr manna auðveldast með að bregða sér í kvenmannsgervi, einkum vegna sinnar sérstöku raddar, ædar á sunnudag hvorki meira né minna en þjófstarta lýðveldishátíðinni ásamt Snorra Emi Snorrasyni lútu- leikara, nánar tiltekið í and- dyri Þjóðminjasafnsins kl. 17.15. Auk enskra lútu- söngva ffá endurreisnar- tímabilinu hefur Snorri Örn útsett fáein íslensk þjóðlög fyrir lútuna. Mun það vera í fýrsta sinn sem þessi gömlu lög eru flutt með þessum hætti. | Það er eitthvað sem gerir | æviráðna embættismenn í ■ útliti eins og Karl Steinar ! Guðnason forstjóra Trygg- ! ingastofnunar og Halivarö ' Einvarðsson ríkissaksókn- I ara: uppglennt augu á bak I við sams konar gleraugu, | samangrónar, úfnar auga- | brýr, hátt enni (eða háif- skalli, réttar sagt), Sagt er að hljómburður í Þjóðminjasafhinu henti eink- ar vel þessari tegund tónlistar; þar njóti hin sérstaka rödd Sverris sín til fullnustu. kubbslegt nef og meira að segja sömu fellingar á háls- inum. Karl Stein- allur fýldari en tvífari hans, en það kann að I eiga sér eðlilegar skýring- I ar. I_____________________________ MYNDLIST List og/eða hönnun FORM II, NORRÆNA HÚSINU ANNA ÞÓRA KARLS- DÓTTIR, NÝLISTASAFN- INU GUNNAR ÁRNASON í stuttu máli: Sýning ætíuð Norðurlandabúum býður upp á ýmislegt misjafnt í ís- lenskri listhönnun, þar sem áherslan er á list frekar en hönnun. Form II er sýning á íslensk- um listiðnaði og hönnun. Norræna húsið er fyrsti við- komustaður á rúnti um Norðurlönd og er sýningin frekar gerð með erlenda áhorfendur í huga en ís- lenska. En þótt margt á sýn- ingunni hafi áður borið fýrir augu heimamanna er þetta tilvalið tækifæri til að sjá á einum stað yfirlit yfir það sem hefur verið að gerast að undanförnu á þessu sviði. Félag áhugamanna um hönnun stendur að baki sýn- ingunni, sem er önnur í röð- inni, en aðild eiga öll félög sem láta sig hönnun og list- iðnað varða. Breiddin er þar af leiðandi mikil og 28 höf- undar eiga verk á sýningunni. Leirlist og textíllist eiga sína fulltrúa, glerlistamenn og gullsmiðir, svo og innanhúss- arkitektar og grafískir hönn- uðir. Sýningin skiptist nokkuð í tvö horn eftir því hvort áherslan er lögð á listrænt ímyndunarafl eða hagnýta hönnun. En það leynir sér ekki að sýningin gerir meira úr hlut hinnar ffjálsu aðferð- ar í hverri grein. Sem dæmi má nefna að á einum besta veggnum í fremri sal kjallar- ans eru tvö verk eftir Guð- rúnu Gunnarsdóttur textíllis- takonu, sem eiga líklega meira sammerkt með skúlp- túrlist en textíllist. Bæði eru sett saman úr kúlum gerðum af mjög lausriðnum tágaflétt- um. í innri salnum eru ullar- teppi sem Guðrún hannaði fyrir Foldu hf. og er þeim nánast hrúgað á gólfið inni í horni. Aðeins fáeinir munir á sýn- ingunni hafa verið hannaðir til frekari framleiðslu, má nefna „Birostac'jj stól sem Pétur B. Lúthersson hefur hannað og Biro-Steinar fram- leiðir, og ýmis merki sem Tryggvi T. Tryggvason, sem er hjá Yddu, hefur hannað fyrir Landsbanka og íslands- banka meðal annars. Misvægið í sýningunni, iðnhönnun í óhag, er ekki til- komið vegna fordóma skipu- leggjendanna, trúi ég. Mig grunar að það sé ekki um svo auðugan garð að gresja, því íslenskir hönnuðir fá sjaldan tækifæri til að spreyta sig á munum sem eru ætlaðir til fjöldaframleiðslu fyrir al- mennan markað. Þess í stað búa þeir til „prótótýpur“ í einu eintaki þar sem ímynd- unaraflinu er sleppt lausu. Þetta gefur glöggt til kynna aðstöðumuninn rniðað við hin Norðurlöndin, þar sem samband hönnuða og fram- leiðenda er náið og skilar sér í ákveðnum skilningi sem myndast hjá hvorum aðilan- um um sig um markmið og kröfur hins. Það getur ekki verið mjög happadrjúgt fýrir íslenska hönnuði að geta ekki unnið að staðaldri og af nokkru atvinnuöryggi fýrir ís- lensk fyrirtæki, því hönnuður ,,“Form“ er yfir- skrift sýningarinn- ar og töfraorð í allri umrœðu um listiðnað. Það mœtti halda að ekkert annað skipti máli, enda Norður- landabúar haldnir öfgafullum form- púritanisma, sem stundum gengur undir nafninu „skandinavísk hönnun““ án framleiðanda er eins og rithöfundur án bókaútgef- anda; hann nær ekki til þeirra sem hann er að vinna fýrir. „Form“ er yfirskrift sýning- arinnar og töíraorð í allri um- ræðu um listiðnað. Það mætti halda að ekkert annað skipti máli, enda Norðurlandabúar haldnir öfgafullum form-pú- ritanisma, sem stundum gengur undir nafninu „skandinavísk hönnun“. Af sýningunni að dæma eru ís- lenskir hönnuðir blessunar- lega lausir við slíka hreintrú- arstefnu. Frá arkitektafirmanu Glámu kemur skemmtilega fáránlegt skrifborð, sem í heimi vinkla og sirkla jaðrar við algjöra formleysu. Öll smáatriði eru vandlega út- færð, handverkið er pottþétt og efniviðurinn traustur, en maður þarf að hugsa sig um augnablik áður en rnaður lætur sér detta í hug að þetta sé skrifborð. Sérstæðasta og hugmynda- ríkasta verkið á sýningunni, og jafnframt sá munur sem hreif mig mest, er legubekkur Ara Más Lúðvíkssonar, sem hann kallar „Transformer“. Það sem gerir bekkinn svo sérstakan er að hvert einasta smáatriði er vandlega útfært af tæknilegu hugviti með heimilisleg þægindi í huga, en hann tekur jafnframt á sig ímynd skorkvikindis eða beinagrindar af nautgrip. Á stórsnjallan hátt bræðir Ari saman fullkomnar andstæð- ur, hið vélræna og hið líf- ræna, hið heimilislega og hið kosmíska, án þess að bekkur- inn fari út fýrir mörk þess að vera fúnksjónal legubekkur. List er ákaflega teygjanlegt hugtak og það má lengi deila um hvort hönnun sé list, eða hversu mikil list hönnun er. Slík umræða hefur takmark- að gildi, því hönnuðir vinna á öðrum forsendum en málar- ar og myndhöggvarar. Leir- list, textíllist, glerlist og gull- smíði eru greinar sem hafa nokkra sérstöðu, því þær skarast við iðnhönnun annars vegar og frjálsa listsköpun hins vegar. En það sem gefur þessum greinum rótfestu eru eftir sem áður þau efni og að- ferðir sem eiga sér hagnýtan uppruna. Höggmyndir þurfa ekki endilega að vera úr marmara, en er hægt að hugsa sér leirlist án leirs? Borghildur Óskarsdóttir og Guðný Magnúsdóttir, sem vinna með leir, og Guðrún Gunnarsdóttir, sem áður var nefnd, eru meðal þeirra sem hafa verið að þenja út endi- mörk sinna greina. Sú spurn- ing vaknar því hvort eigi að skoða verk þeirra sem skúlp- túrverk frekar en sem leirlist- ar- og textílverk? Á þessu er mikill munur, samhengið og mælikvarðamir eru allt aðrir. En sú staðreynd að verk þeirra eru á sýningunni bend- ir til að skipuleggjendur sýn- ingarinnar og listamennirnir sjálfir líti svo á að þau eigi meira skylt við handverks- hefðina sem þau eru sprottin úr en skúlptúrlist. Flókateppi Ónnu Þóru Á sýningunni eru tvö vegg- teppi eftir Önnu Þóru Karls- dóttur og það vill svo til að á sama tíma er sýning á verk- um hennar í tveimur sölum Nýlistasafnsins. Önnu Þóru tekst með ágætum að sam- þætta tvo kosti sem virðast ekki eiga saman; annars vegar að notfæra sér forna aðferð, flókagerð, og halda tryggð við efniviðinn, íslensku ullina, en hins vegar að kljást við form- tilraunir sem eiga meira skylt við abstraktmálverkið. í flók- ann notar hún eingöngu upprunalegu sauðalitina, að- allega svartan og hvítan. Á einlitan hvítan eða svartan bakgrunn leggur hún síðan heila lokka af togi ullarinnar, sem mynda jafna hrynjandi og samfellda hreyfingu yfir allan flötinn. Þessi samsetning verður síður en svo tilgerðarleg vegna þess að ímyndin í verk- unum fellur mjög vel að efn- iseiginleikum ullarinnar, þ.e. áferðinni og eðlilegum sveip- um ullarinnar. Maður fær því ekki á tilfinninguna að form- gerð verksins sé þvingað upp á efnið eða efnið sé notað til að fást við formvandamál málaralistarinnar. Það er eng- um vafa undirorpið að hér eru á ferðinni veggteppi, en ekki „málverk“ úr ull.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.