Pressan - 02.12.1993, Síða 24

Pressan - 02.12.1993, Síða 24
260 krónur í lausasölu [Vikuritíd PRESSAN fylgir án endurgjaldsj HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJOMAR Konur vilja þurrka út orð til að komast áfram í pólitík Frenjur, tæfur, frekjur, sköss og hlussur — eru medal þeirra orða sem eyða á út úr orðaskrá „Það er Ijóst að það er margt i daglegu tali sem eyöileggur fyrir stjórnmálaþátt- töku kvenna. í stað þess að eiga við þá sem láta þessi orð út úr sér viljum við höggva að rót vandans,“ sagði Gréta Þöll Sveinsdóttir í orðanefnd Kvennalistans. Óvpnjuleg lyfseðlaútskrift læknis Ávísar bara a eina tegund rakspíra — gerði samning við rakspírainnflytjanda Páll Pétursson setur einstakt met á Alþingi 5.000. þingmálið sem hann er á móti Páll Pétursson: Myndin var tekin þó að Páll væri á móti myndatöku, en hann skrifar hér undir mótmælaskjal. Alþingi, 30. nóvember. „Ég hef eina klára lífsskoðun; ég er yfirhöfuð á móti,“ sagði Páll Pétursson alþingismaður þegar blaðamaður GULU PRESSUNNAR færði honum tíðindin um hið nýja met. Þegar Páll Pétursson kom í pontu í síðustu viku í fána- málinu náði hann þeim merku tímamótum að vera á móti sínu 5.000. þingmáli. Eft- ir því sem komist verður næst er Páll búinn að setja met sem tæpast verður slegið í bráð. Næstu menn koma þar langt á eftir. I raun er metið enn glæsilegra, því Páll heftir verið á móti mörgum skoðunum í sama máli þannig að talan væri mun hærri ef það væri reiknað með. En Páll, hvernig finnst þér að hafa sett svona met? ■ „Ég er á móti metum.“ Jónatan Ingi Guðmunds- son með rakspírann sem hann lætur alla sína sjúk- linga nota eftir samning viö rakspírainnflytjanda. „Ég fékk þetta fína hús- næði og það er ekki nema gustuk að borga aðeins fyrir sig. Ég tek það fram að það er ekki nauðsynlegt að sjúkling- arnir noti þennan rak- spíra, en önnur lyf fá þeir ekki hjá mér.“ Óvenjuleg kæra á hendur RÚV frá ungri konu Telur sig ofsótta af Hannesi Hólmsteini Spilafíkill stefnir Lottóinu „Ekki eðlilegt að ég skuli aldrei fá vinn- ■ C( mg Magnús Sigurjónsson rýnir í vínningaskrá Lóttósins. þýðubandalagsins „Ég er ástsæll leiðtogi" Óvænt innlegg KK á jóla- bókamarkaðmn Gefur út nýtt orðasafn um Steinar Berg Hanna Lísa Frímannsdóttir við tæki sitt og auðvitað er Hannes á skjánum. Reykjcivík, 1. desembef. „Það getur vel verið að þessi maður hafi óvenjumik- ið til málanna að leggja en þetta finnst mér einum of mikið,“ sagði Hanna Lísa Frímannsdóttir, sem kært hefur dagskrárdeildir RÚV. Hanna telur sig ofsótta af Hannesi Hólmsteini Gissur- arsyni sem hún segir að hafi tekið yfir útvarp og sjónvarp á heimili sínu. „Hann er alltaf á skjánum þegar ég kveiki og ef hann er ekki í sjónvarpi þá er hann í útvarpi. Þegar maður hefur síðan samband við RÚV kannast þeir ekki við að hafa sent út svona marga þætti með Hannesi en ég tel það hrein- an fyrirslátt," sagði Hanna. „Sjaldan er góður Hannes of oft kveðinn," var það eina sem Hrafn Gunnlaugsson, settur framkvæmdastjóri, vildi láta eftir sér hafa. Olafur Ragnar slappar af í garðstofunni heima hjá sér eftir ánægjulegan landsfund. „Þessi fundur var enn ein staðfestingin á því hve ástsæll ég er í Alþýðubandalaginu,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son þegar blaðamaður GULU PRESSUNNAR átti viðtal við hann eftir landsfúndinn. „Það er enginn vafi á því að Alþýðubandalagið er sam- hentasti stjórnmálaflokkur landsins. Ég fann það bara í lok fundarins þegar við tók- um höndum saman og sung- um Nallann og hrópuðum: ísland í Nató - herinn kjurr," sagði Ólafúr Ragnar. „Ekkert óeðlilegt viö það að allir málshættirnir snúist um Steinar Berg,“ segir KK. Meðal máls- hátta má nefna: „Það er of seint í Steinar gripið eftir gjaldþrotið.“ „Farðu í Steinar og rófu.“ „Steinar er rassálfur“, o.s.frv.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.