Pressan - 02.12.1993, Page 17

Pressan - 02.12.1993, Page 17
Fimmtudagurinn 2. desember 1993 SKOÐANIR DAS KAPITAL Áramótavertíð á hlutabréfamarkaði STJÓRNMÁL Engin þörfá nýjum borgarstjóra Einstaklingum er heimiiað að draga frá tekjum sínum vegna kaupa á hlutabréfum 100 þúsund krónur, en hjón- um tvöfalda þá upphæð. Skiptir þá ekki máli hvort annar makinn er tekjulaus. Endurgreiðslur vegna hluta- bréfakaupa koma til ífamtelj- enda við álagningu í ágúst ár hvert. Endurgreiðslan nemur 40 þúsund krónum á einstak- ling- Ekki er að efa að þessi laga- heimild hefur ýtt undir fjár- festingu fjölmargra í atvinnu- rekstri og þá um leið undir sparnað. Þeir sem hafa nýtt sér heimildarákvæðið eiga í dag hlutabréf á bilinu 3 til 6 milljónir ef þeir hafa fjárfest skynsamlega. Hlutabréfaviðskiptin hafa aðallega átt sér stað í desem- ber þegar framteljendur hafa verið að gera lokaráðstafanir til að stytta þann tíma sem þeir vinna fýrir ríkið. Reynsl- an hefúr sýnt að sá mánuður hefúr verið kaupendum óhag- stæður og því óhagstæðari sem liðið hefur á mánuðinn. Þeir fjármunir, sem varið er til kaupa á hlutabréfum, eru oft verulegur hluti af heimilis- spamaði. Það veltur því á miklu að þeim sé vel varið og að hægt sé að grípa til þeirra þegar á þarf að halda. Kaupandi verður fyrst og fremst að huga að því hvort hann hagnist á kaupunum. Kaup á bréfúm í félögum, sem stofnuð eru í óljósum hug- sjónatilgangi, er ekki fjárfest- ing. Það, sem hefur mest áhrif á hvort kaupandi hagnast á kaupunum, er rekstur hlutafé- lagsins, því hagnaður þess stendur undir arðgreiðslum og að verðmæti skapist innan félagsins. Arður er greiddur árlega og miðast við nafnverð hlutafjár. Ef gengi hlutabréfa er hátt er arður lágt hlutfall af verðmæti bréfanna. Því er það verðhækkun bréfanna sem ræður endanlega ávöxtun kaupandans. Þegar hlutabréf em keypt verður að horfa til framtíðar í rekstri hlutafélaga, en ekki láta hækkanir í fortíðinni glepja sér sýn. Miklar hækkanir í for- tíðinni draga að öðm jöfhu úr mögulegri hækktrn í nánustu framtíð. En þó má sérstaklega huga að kaupum á hlutabréf- um í fyrirtækjum þar sem gengi hefúr lækkað mikið án þess að rekstur fýrirtækjanna gefi sérstakt tilefni til lækkun- ar. Slík hlutabréf gætu fljót- lega hækkað aftur. Dæmi um slíkt era sveiflur á gengi hluta- bréfa í Flugleiðum hf. Hluta- bréf í litlum, sérhæfðum fýrir- tækjum geta verið hættuleg fjárfesting enda þótt hagnaður sé þokkalegur, því það er alls ekki víst að nokkur annar en þeir, sem ráða fyrirtækinu nú þegar, vilji kaupa hlutabréf í félaginu síðar og ef til vill alls ekki þegar litli hluthafinn þarf að selja. Nú er verið að selja „hluta- bréf“ í Kaupfélagi Amesinga. Við sölu þeirra liggja ekki fyrir þær lágmarksupplýsingar sem kaupendur eiga kröfu á. Framkvæmd þeirrar sölu minnir meira á fjársöfnun en alvarlega athöfii á fjármagns- markaði. Því skal aðgát höfð. Hlutabréfasjóðir á íslandi em tiltölulega ný fýrirbrigði og era tvenns konar. 1. Sjóðir sem kaupa í hluta- félögum sem starfa nú þegar. Dæmi um slíka sjóði eru Hlutabréfasjóðurinn hf. og hlutabréfasjóðir verðbréfafýr- irtækjanna. 2. Sjóðir sem stofhaðir era til að fjárfesta í félögum sem era að hefja rekstur. Þeir era hreinir áhættusjóðir. Dæmi um slíka „sjóði“ era Þróunar- féiag Islands og Fjárfestingar- félag íslands. Hlutabréfasjóðir hafa ekki skilað eigendum sínum mikl- um verðhækkunum nema ef vera skyldi Hlutabréfasjóður- inn hf. Áhættusjóðimir eru alls ekki álidegir fýrir þá sem era að hefja fjárfestingu í hlutabréfum og ber að vara við þeim fýrir einstaklinga. Eitt félag hefur sérstöðu á hlutabréfamarkaði. Það er Eimskipafélag Islands, því það rekur atvinnustarfsemi, en á einnig hlutabréfasjóð sem í dag er um tveir milljarðar. Hlutabréf í Eimskip eru mjög vinsæl þegar einstaklingar kaupa hlutabréfaskammtinn sinn. Þau em öragg fjárfesting og munu skila ávöxtun, en ekki er víst að hún verði í tug- um prósenta. Það er ávaflt hópur kaupenda að hlutabréf- um í Éimskip og því er ekki mikil hætta á að eigendur sitji uppi með hlutabréf sín þegar þeir þurfa á andvirði þeirra að halda. Hlutabréf í sjávarútvegsfýr- irtækjum eins og Útgerðarfé- lagi Akureyringa og Granda eru álitleg fjárfesting, enda hefúr verið stöðug hreyfing á þeim. Svo er einnig um olíufé- lögin, en verð á þeim bréfum er þó í hærra lagi miðað við afkomu þeirra um þessar mundir. Og það skal ítrekað að lok- um að „góð kaup“ í hlutabréf- um era aðeins gerð ef tryggt er að hægt sé að selja þau aftur með hagnaði. Oddvitar minnihlutaflokk- anna í borgarsljóm eiga erfitt með að skilja hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn hefur borið gæfú til að standa saman þeg- ar kemur að því að velja borg- arstjómarefni flokksins. Þeim er fyrirmunað að átta sig á þeim einstaklingum sem taka hagsmuni borgarbúa og sam- stöðu innan borgarstjórnar ffarn yfir eigin hag, eins og kom í ljós þegar sjálfstæðis- menn sameinuðust um Mark- ús Öm Antonsson sem eftir- mann Davíðs Oddssonar. Jóni Magnússyni, sem að eigin sögn stígur nú í vænginn við Alþýðuflokkinn, er eins farið og minnihlutanum í borgarstjóm. Hann fær aldrei skilið af hverju Ami Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson settu ekki eigin hagsmuni og persónulegan metnað á odd- inn þegar Markús Öm var kjörinn borgarstjóri af meiri- hluta sjálfstæðismanna. Það er stundum erfitt að skilja þegar andstæðingar í pólitík sýna drengskap af því tagi sem Ami Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hafa gert gagn- vart Markúsi Erni og Sjálf- stæðisflokknum í Reykjavík í heild. Af orðum Árna í um- ræðuþætti á Stöð 2 síðastiið- inn sunnudag má ráða að borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins munu standa ein- huga að baki Markúsi Erni í komandi prófkjöri flokksins effir tæpa tvo mánuði. Vinstrimenn í borgarstjóm hafa í gegnum árin gert árang- urslausar tilraunir til að sam- einast, jafhvel þegar kjósendur neyddu þá til að vinna saman í fjögur erfið ár 1978 til 1982 fýrir borgarbúa. Raunar hafa tilraunir til sameiningar leitt til hins þveröfúga og klofið flokka likt og Nýr vettvangur gerði þegar rekinn var fleygur í Alþýðubandalagið í síðustu kosningum. Þá var Ólafur Ragnar, formaður Alþýðu- bandalagsins, ekki klár á því hvort hann stæði með Nýjum vettvangi eða Sigurjóni Pét- urssyni, sem ætiar að hætta, og Olafúr Ragnar segist viss um hvaða ffamboðslista hann styður á næsta ári. Það er einnig merkilegt hve fúlltrúar minnihlutans virðast hafa lítið ffarn að færa í gagn- rýni sinni á störf og steftiu Markúsar Amar í stóli borgar- stjóra. Fyrir utan eina og eina rimmu milli hans og Ölínu Þorvarðardóttur um einhver dægurmál, sem litlu skipta þegar upp er staðið, hefúr lítið komið ffam sem styrkir kröfú minnihlutans um að skipta um borgarstjóra. Raunar hef- ur minnihlutinn lítið annað á stefnuskrá sinni fýrir komandi borgarstjómarkosningar en að fella meirihluta sjálfstæðis- manna og fá nýjan borgar- stjóra. Að þessu leyti eru vinstrimenn sjálfum sér sam- kvæmir, því þetta hefúr verið á stefhuskrá þeirra í áratugi. I áðurnefndum sjónvarpsþætti Stöðvar 2 mátti þó greina nokkurt vonleysi hjá Fram- sókn og Allaböllum, sem nú virðast tilbúnir að sameinast um fleira en að fella íhaldið, þ.e. að bjóða fram sameigin- legan borgarstjómarkandídat. Hugmyndin hljómar ekki illa, en þegar betur er að gáð verð- ur hún æ minna sannfærandi fýrir kjósendur. Hver verður pólitísk staða og hlutverk borgarstjóra undir stjórn vinstrimanna? Hvert verður valdsvið borgarstjóra gagnvart fulltrúum sundurlausra fiokka sem mynda meirihluta í borg- arstjóm? Tíminn einn leiðir í ljós hvort minnihlutanum í borg- arstjóm tekst að sannfæra ein- hvem til að gerast sameining- artákn vinstrimanna í Reykja- vík, en það verður vissulega fróðlegt að fýlgjast með þeim karli eða konu sem tekur það að sér, ekki síst þegar viðkom- andi svarar áðurnefndum spumingum og öðram svip- uðum.______________________ Höfundur er hagfræðingur. „Það er einnig merkilegt hvefulltrúar minnihlutans virðast hafa lítiðfram að færa ígagnrýni sinni á störf og stefnu Markúsar Arnar í stóli borgarstjóra. Raunar hefur minnihlutinn lítið ann- að á stefnuskrá sinnifyrir komandi borgarstjórnarkosningar en aðfella meirihluta sjálfstœðismanna ogfá nýj- an borgarstjóra. “ SKOÐANIR Blaðamenn, tjáningarfrelsi fjölmiðla ogfriðhelgi einkálífs. eftirAtla Gíslason hrl. Þriðjudaginn 23. nóvember síðastliðinn var ég ffummæl- andi á opnum ffæðafúndi Orators um hlutverk fjöl- miðla í umræðu um afbrota- mál. Stutt erindi mitt gaf Karli Th. Birgissyni, ritstjóra PRESS UNNAR, tilefhi til greinarskrifa í síðustu PRESSU þar sem hann eignar mér sjónarmið sem ég kann- ast ekki við. Meðal annars að ég hafi hvatt til frekari hafta á tjáningarffelsi eins og það er orðað. Lesendum PRESS- UNNAR til glöggvunar vil ég reifa þau meginsjónarmið sem ég setti ffam á fundinum. Það er ekki unnt að setja ffam einhlítar reglur varðandi umfjöllun blaða um afbrota- mál og afbrotamenn. Til þess eru málaflokkar afbrota og af- brotamenn of ólíkir. Til að varpa skýrara Ijósi á viðfangs- efhið mætti nefna fjölmörg slæm dæmi af ffásögnum blaða um afbrotamál. Sem betur fer era þessi dæmi und- antekningar, víti til vamaðar. Á fundinum tók ég ffam, að ekki mætti nota þessar und- antekningar til að takmarka eðlilegan upplýsingarétt og upplýsingaskyldu fjölmiðla. Þegar fjallað er opinberlega um afbrotamál vegast á veru- legir þjóðfélagshagsmunir, mannréttindi. Annars vegar tjáningarfrelsi og hins vegar friðhelgi einkalífs. Þessi mannréttindi era lögfest í stjómarskrá okkar og í mann- réttindayfirlýsingum sem Is- land hefttr fullgilt. Við skoð- un á mannréttindaákvæðun- um kemur í ljós að gert er ráð fýrir vissum takmörkunum á tjáningarfrelsi. Eitt ákvæðið mælir fýrir um að enginn skuli þurfa að þola geðþótta- eða ólögmæta röskun á einkalífi. Jafhffamt segir bein- línis í stjómarskrá okkar, að menn verði að ábyrgjast tján- ingu sína. Einkalífi bama og ungmenna er veitt sérstök vernd í nýjum bamalögum og alþjóðasamningi um rétt- indi bama. Að sama skapi er réttur fjölmiðla til umfjöllun- ar um málefni barna tak- markaður. Enn eru ónefnd fjölmörg ákvæði laga sem ætl- að er að vernda einkalíf manna. Til dæmis ákvæði hegningarlaga um ærameið- ingar, laga um meðferð opin- berra mála um lokuð þing- höld og ákvæði nýrra stjóm- sýslulaga um takmörkun á upplýsingarétti. Á þessum mannréttinda- og lagaákvæð- um, dómum og fleira byggi ég þá skoðun mína, að frið- helgi einkalífs njóti að ein- hverju marki ríkari verndar en tjáningarffelsi fjölmiðla. Túlka verði vafa friðhelgi einkalífs í hag. Ör þróun í fjölmiðlun og harðari fréttasamkeppni og sölumennska er ef til vill til- efhi nýrra ákvæða um ffið- helgi einkalífs. Mér er sagt að félögum í Blaðamannafélagi íslands hafi fjölgað úr 250 fé- lögum í 450 á tíu árum. Mála- fjöldi fýrir siðanefnd Blaða- mannafélgs Islands aukist stöðugt. Talað er um fjöl- miðlavald í sömu andránni og framkvæmdavald, löggjaf- arvald og dómsvald. Gagnvart þessum staðreyndum loka margir augunum, sér í lagi fagmenn á ýmsum sviðum. Þeir einangra sig um of og reyna lítt að hafa áhrif á hvort og hvemig fjallað er um mál. Það er í verkahring lögmanna og annarra sérfræðinga að stuðia að því að fféttaflutn- ingur af afbrotamálum sé innan siðlegra og löglegra marka. Með samstarfi og samvinnu við blaðamenn geta sérfræðingarnir haft veraleg áhrif á að umfjöllun um afbrotamál sé vönduð. Hvernig á að upplýsa al- menning um afbrot og afleið- ingar þeirra ef þeir sem'gerst þekkja til taka ekki þátt í eða reyna ekki að móta umræð- una? Fjölmiðlavaldið er stað- reynd. Þessu valdi fýlgir vax- andi ábyrgð. Blaðamenn verða að þekkja takmörk tjáningarfrelsis fjölmiðla gagnvart ffiðhelgi einkalífs og fjölskyldu. Þess gætir í mjög auknum mæli að láta þá fjöl- miðla og blaðamenn sæta ábyrgð, sem ekki kunna tján- „Fjölmiðlavaldið er staðreynd. Þessu valdifylgir vaxandi ábyrgð. ingu sinni eðlilegt hóf og hafa ekki í heiðri góðar blaða- mannsreglur. Hér vegur fjár- hagslega ábyrgðin þyngst. Meðferð máls fýrir dómi er kostnaðarsöm. Þá er nærtækt að ætla að dómstólar muni í náinni framtíð dæma hærri miskabætur en nú tíðkast fýr- ir ólögmæta meingerð gegn frelsi og persónu annars manns og í fleiri tilvikum en áður. Ný skaðabótalög virðast opna fýrir það. Svo er einnig að sjá sem lögmenn mæli mun oftar með málsókn þeg- ar vegið er að einkalífi manna en þekktist fýrir nokkram ár- um. Þannig hafa menn bragðist við aðgangsharðari fféttamennsku. Málsókn megnar sjaldnast að bæta sem skýldi fyrir brot gegn einkalífi manna, en dómar geta varðað veginn um það hvað sé við hæfi, hver sé hinn gullni meðalvegur, og haft varnaðaráhrif. Blaða- menn, sem ekki rata meðal- veginn og ganga of nærri frið- helgi einkalífs í umfjöllun um afbrotamál sem önnur per- sónubundin mál, taka áhættu. _____________________ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. PRESSAN 17 ÁUPPLEID f OLAFUfl RAGNAR GRIMSSON FOftMAÐUR ALÞYÐUBANDA- LAGSINS Hann finnur ffið á ótrú- legustu stöðum, meira að segja í Alþýðubandalaginu. BOGIÁGÚSTSSON FRETTASTJÓRI Laus við helsta keppi- nautinn, táknmálsfréttimar. MATTHIAS BJARNASON ALÞINGISMAÐUR Eini ffjálsi þingmaður- inn, sá eini sem getur leyff sér að segja það sem honum sýnist eins oft og honum sýnist. Á NIÐURLEIÐ I SVAVAR GESTSSON ALÞINGISMAÐUR Samþykkti útflutnings- leiðina á röngum forsend- um. Einhver hafði sagt hon- um að hún fælist í því að senda Ólaf Ragnar til Ind- lands og geyma hann þar. GRÝLA Orðin að myndasögu í Mogganum. Þar deyr hún úr leiðindum. STEINAR BERG PLOTUUTGEFANDI Hélt að það væri nóg að fara á hausinn og fá sér nokkrar nýjar kennitölur til að losna við reiða músík- anta. Hann verður að fá sér nýjan karakter til þess.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.