Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 14

Pressan - 02.12.1993, Blaðsíða 14
14 PRESSAN R A S K Fimmtudagurinn 2. desember 1993 LIFIÐ EFTIR VINNU MYNDUST • Finnsk-íslensk samsýning: Fjórir finnskir lista- menn, sem hafa ferðast um Norðuriöndin og ætíð fengið einn heimamann með í hópinn, sýna í Hafn- arborg með Jónínu Guðnadóttur. • Hrönn Axelsdóttir sýnir Ijósmyndir frá New York í Hafnarttorg, en þar eru 44 myndir sem varpa Ijósi á eymd og glæsileika þeirra sem mæia götur stórborg- arinnar. • Björg Sveinsdóttir sýnir málverk í Galieríi II, dag- lega frá 14—18 til 9. desember. • Ole Lislerud; norski listamaðurinn sýnir leir- og postulínsverk ( Galleríi Úmbm, Amtmannsstíg 1, frá þri.-fau. kl. 13-18 og sun kl. 14-18. • Saatana Perkele: Alþjóðlegur fjöllistahópur frem- urgjörninga í Nýlistasafninu um helgarfrá kl 14. • Ásmundur Ásmundsson heldur fyrstu einkasýn- ingu sfna á verkum unnum með akrýllit í Gerðubergi. Opið frá 10-22 mánudaga til fimmtudaga og 13-17 föstudaga til sunnudaga. • Tvískinnungur kvenholdsins. Samsýning þrett- án listakvenna á Mokka er liður (kynningu kaffihúss- ins á málefnum femínismans. • Egill Eðvarðsson myndlistar- og kvikmyndagerð- armaður sýnir ný olíumálverk i SPRON, Álfabakka 14. • Jouni Jappinen: Sýning þessa finnska hönnuðar og málmlistamanns hefur veriö framlengd til 5. des- ember. I listmunahúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. • Jón Garðar Henrýsson sýnir málverk unnin með blandaðri tækni í Götugrillinu, Borgarkringlunni. • Listasafn íslands hefur ráðist (nýja upphengingu á verkum sínum, bseði nýjum og gömlum, í sölum safnsins. • Anna Þóra Karlsdóttir sýnir flókateppi i gryfju og forsal Nýlistasafnsins. Opið daglega frá 14-18. • Garðar Bj. Sigvaidason sýnir pastelmyndir í Galleríi Listanum, Hamraborg 20a, Kópavogi. Opið 10-18. Sýningunni lýkur 4. desember. • Svavar Guðnason; tiu vatnslitamyndir frá sjö- unda áratugnum i sýningarsalnum Annarri hæð, Laugavegi 37. Opið á miövikudögum frá 14-18. • Listakonur frá Noregi: Ingema Anderson og Liv Helgelund sýna textílverk og silfurskartgripi í kaffi- stofu Hafnarborgar. • Ása Björk Ólafsdóttir sýnir steypt skúlptúrverk í Galleríi Sævars Karls. • Form (sland II: Sýning á verkum 28 höfunda sem spannar þá listhönnun sem er efst á baugi í dag. í Norræna húsinu daglega frá 14-19 til 19. desember. • Auguste Rodin; yfirlitssýning á verkum franska myndhöggvarans á Kjarvalsstöðum. Sýningin kemur frá Rodinsafninu í París og hefur auk 62 höggmynda að geyma 23 Ijósmyndir af listamanninum og um- hverfi hans. • Ásrún Kristjánsdóttir sýnir verk sín í Galleríi Sól- on íslandus. • Sigurjón Ólafsson. Sýningin Hugmynd-Högg- mynd, úr vinnustofu Sigurjóns Ólafssonar stendur yf- ir í Listasafni hans. • Guðbjörg Guðjónsdóttir sýnir olíu- og akrýl- myndir í kaffistofu Hlaðvarpans. • Ásgrímur Jónsson. Sýning stendur yfir í Ás- grímssafni á vatnslitamyndum eftir listamanninn. Op- ið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. • Arngunnur Ýr sýnir olíumálverk í Hulduhólum, Mosfellsbæ. Opið daglega kl. 14-18. • Örn Ingi sýnir nytjalist i Listhúsinu alla daga frá 10-18. Sýningu lýkur 5. desember. • Ólöf S. Davíðsdóttir sýnlr skúlptúra, skartgripi o.fl. í Galleríi Gleri og grjóti, Vesturgötu 5, alla daga frá 12-18. • Arna Borgþórsdóttir opnar Ijósmyndasýningu 4. desember í Galleríi Greip, Hverfisgötu 82. BÖLL • Amma Lú: Útgáfutónleikar á ömmu Lú á fimmtu- dagskvöld með ekki minni hljómsveit en Mezzoforte, sem hefúr komist næst Björk Guðmundsdóttur að vin- sældum í útlöndum. Gunnlaugur, Eyþór, Friðrik og Jó- hann ásamt Norsaranum Káre Kalve. Á föstudag og laug- ardag skemmta þeir öm Ámason (ef hann er búinn að jafna sig á barkabólgunni) og ef til vill Egill Ólafsson, sem hefúr í nógu að snúast þessa dagana. • Bóhem í húsi Plússins við Vitastíg. Viridian Green er unghljómsveit nokkur sem skemmtir á fimmtu- dagskvöld. Hljómsveitin Hress tekur við á föstudags- kvöld. Heyrst hefúr að það séu Sniglamir mínus Skúli. Bubbi Morthcns ætlar hins vegar að halda tónieika á undan Hress á föstudagskvöld. • Blúsbarinn: Upphitun fyrir helgina með Dan Cassi- dy og Kristjáni Guðmundssyni á fimmtudag. Bláeygt sakleysi, sem gerði allt tryllt á Bltisbamum á dögunum, heldur því vonandi áfram á föstudags- og laugardags- kvöld. • Cancun: Hin nýstofhaða rokksvcit Rask heldur fyrstu tónleika sína á fimmtudagskvöld. Black Out heldur sér við á föstudags- og laugardagskvöld. • Fjörðurinn: Blús og uppákomur á föstudagskvöld. Þriggja rétta máltíð og KK á laugardagskvöld á 2.650 kall. Það þykir víst ekki mikið, maður eyðir öðru eins í desem- ber. Sunnudagskvöldið er lagt undir hafnfirskt Jistalíf. Þar munu m.a. Guðrún Helgadóttir og Finnur Torfi Stef- ánsson sýna hvað í þeim býr. • Fógetinn: Háaloftið verður heitt á fimmtudagskvöld því þá ætlar Sigurður Flosason að þenja saxófóninn ásamt Þórði Högnasyni og Eðvarði Lárussyni. Qengið inn á bakvið. Bjössi greifi verður niðri sama kvöld. Har- aldur Reynisson leikur hins vegar á föstudags- og laugar- dagskvöld í trúbadorsstellingum en Hermann Ingi á sunnudagskvöld eins og lög gera ráð fýrir. • Gaukur á Stöng: Alveg svartir sjást vonandi í skammdeginu á fimmtudagskvöld. Stórbandið Friðrik XII stígur á stokk á föstudags- og laugardagskvöld. • Hótel Island: óháðu listamennirnir hafa tekið sig saman um stórtónleika á föstudagskvöld. Þar koma m.a. fram KK, Herbert Guðmundsson, Hörður Torfa og Sigga Bcinteins. Á laugardagskvöld er síðasta sýningin á Rokki ’93 ásamt hljómsveit Gunna Þórðar. • Hótel Saga: Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Tryggvason verða á Mímisbar frá fimmtudegi fram á laugardagsnótt. Stórskemmtun verður f Súlnasalnum á laugardagskvöld, þá koma fram Egill Ólafsson allstaðar og Sigga Beinteins, sem ætla að syngja undir jólahlað- borði. Hljómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi. • Pizza ’67 er að verða einhvers konar skemmtistaður, enda fer pasta, rauðvín og tónlist ákaflega vel saman. Á föstudagskvöld leika Lipstick Lovers eins og ftóri föstu- dagskvöld í nánustu framtíð. Spilaborgin tekur svo við á laugardagskvöld með George Grossmann í broddi blús- fylkingar. • Rauða Ijónið: Hannes Jón er trúbador sem tekur lagið á föstudags- og laugardagskvöld. • Tveir vinir: Hressa húsflugan með Þór Breiðfjörð leikur blús, djass og rokk á fimmtudagskvöld. Rask, sem inniheldur Sigríði Guðna og félaga, kemur öðru sinni fram á föstudagskvöld og diskófyrinn Páll Óskar kemur fram með Milljónamæringunum á laugardagskvöld. • Tunglið verður f ullt Svo mikið er víst. • Þjóðleikhúskjaliarinn: KK treður upp með útgáfú- föing á fimmtudagskvöld. Leikhúsbandið er sérstaklega hannað fyrir Kjallarann á föstudagskvöld, en það ku vera uppselt með löngum fyrirvara á jólahlaðborðið. Leikhús- bandið og hinn leikræni og skemmtilegi sönghópur óskabömin syngja svo síðla laugardagskvölds. Jólahlað- borðið verður enn á sunnudagskvöldið þegar Margrét Pálmadóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Margrét Eir syngja jólalög. SVEfTABÖLL • Sjallakráin, Akureyri: Hljómsveitin Marmelaði leik- ur á föstudagskvöld. • Sjallinn, Akureyri: Páll Óskar og Millamir verða með allt annað en diskódynki á Akureyri. Rabbi tekur við á Iaugardagskvöld og gerir væntanlega enn betur. • Stapinn, Njarðvík: Hljómsveitin SSSóI er greinilega komin á skrið á ný eftir frí og djamm. Hún verður hjá Stapadraugnum á laugardag. • Þotan, Keflavík: Fyrirsætukeppni Suðurnesja. Todmobile spilar að keppni aflokinni. Nú fer hver að verða síðastur. Halldór Ásgeirsson hefiir fengist við einn frumstæðasta efni- við náttúrunnar undanfarin tvö ár og sýnir affakstur tilrauna sinna í Listasafhi ASl laugardaginn 4. desember ffá kl. 14-19. „Hraunummyndanir" er heiti sýningarinnar og þar leiðir Hall- dór gesti í allan sannleika um hveinig hann temur þessa nátt- úrulegu orku og nýtir í list sinni til að endurvekja eldgosið í steininum. Heit sýning. Sigga Guðna búin að stofna sveit Þeim Sigríði Guðnadóttur, sem söng sig inn í hjörtu landsmanna í sumar með frænda sínum, Páli Rósinkranz, og Bergþóri Morthens, hinum einstaklega hárprúða bróður Bubba, hefur nú loks tekist að tína saman í hljómsveit sem kemur í fyrsta sinn ffam opinberlega á fimmtudagskvöld. Að sögn Sigríðar mun sveitin í fyrstu reyna að spila sig saman og því verða þeir fáir frumsömdu tónarnir. En það stendur allt til bóta. Auk Begga og Siggu skipa hljómsveitina Bjöm Sigurðsson bassaleikari og söngvarinn Pétur Guðmundsson, sem gjarnan er kallaður Pétur Jesúson, því faðir hans er hinn eini sanni Gummi Ben. sem fór með hlutverk Jesú í Jesus CJuist Superstar í den. Að auki er með þeim enginn annar en Bergsteinn Björgúlfsson trommari, sem er þekktur fyrir fleira en trommuleik; til að mynda samkvæmisleiki og söng. Öll eiga þau sameiginlegt að vera mildir rokkhestar, eins og nafn hljómsveitarinnar, Rask, ber með sér. Hljómsveitin kemur í fyrsta sinn fram á Cancun á fimmtudag, en öðm sinni á Tveimur vinum á föstudag. Þá mun þegar búið að bóka hana á Gauk á LEIKHÚS • Skilaboðaskjóðan. Nýtt Islenskt barnaleikrit eftir Þorvald Þorsteinsson, Þjóðkikhúsitw sun. kl 14 • Kjaftagangur. Gamanlelkur eftir Neil Simon í lelkstjóm Asko Sarkola. Þjóðleikhúsinu lau. kl. 20. • Allir synir mínir. ★★★ í þessu merka verki Miliers er reynt að takast á við hugmyndir hans um glæp, ábyrgð, fjölskyldutengsl og fleira, og allt sem þau mál snertir er prýðilega vel túlkaö. (MR) Þjóðleikhiisinu.fim. ogfös. kl 20. • Ferðalok. ★★★ Þrátt fyrir nokkra galla finnst mér þessi sýning mjög athyglisverð. Leikritið er sterkt og tilfinningaríkt, snjallt í uppbyggingu og fullt af skemmtilegum atriðum. Mæli með, hik- laust. (MR) Þjóðleikhúsinu, Smiðaverkstœði, fim. ogfós. kl. 20.30. • Spanskflugan. ® Ég vona að einhverjir geti haft gaman af þessu. Borgarleikhúsinu, fim. og lau. kl. 20.(MR) • Englar í Ameríku. ★★ Englar í Ameríku er greinilega verk sem þarf að flytja á miklum hraða, þótt leikstjórinn geri það ekki hér. En stærsta vandamálið við þessa sýningu er efnið sjálft. (MR) Rorgurlcikhúsinu, fös. kl 20. Síðasta sýning. • Elín Helena. ★ Fyrir utan nokkrar vel samdar og vel leiknar senur fannst mér Elin Helena alls ekki sérstakt leikrit. Án þess að lýsa atburðarás- inni leyfi ég mér að segja að sagan sjálf sé langt frá því að vera merkileg og uppbygging hennar bæði fyrirsjáanleg og langdregin. (MR) Borgarlcikluísinu, litla sviðinu, fos. og lau. kl. 20. • Ronja ræningjadóttir. Barnaleikrit Astrid Lindgren í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur. Borgarleikhúsinu, sun. kl. 14. • Draumur á Jónsmessunótt. ★★★ Það væri ósanngjarnt að nefna ákveðna leikara. Allir leika vel og hressilega og mikið byggist upp á frábæru samspili þeirra. Ein af betri sýningum i Reykjavík um þessar mundir. (MR) Ncmendalcikhúsið. Lindarbœ, fim., fös. oglaug. kL 20. • Býr íslendingur hér? ★★★ Þegar ég fór heim var mér helst í huga mikil eftirsjá eftir Leifi Muller, sem mér fannst ég hafa kynnst vel þar á sviði. (MR) íslenska leikhúsið. Tjamarbíói, fim., lau. ogsttn. kl. 20. • Ævintýri Trítils. Barnaleikrit. Frú Emilia. Héðinshúsinu, sun. kl. 15 • Júlía og Mánafólkið. Barnaleikrit. Augnablik Héðinshúsinu,fim. oglau. kL 14 • Ég bera menn sá. ★★★ Það er varla pása á milli atriða og allir virðast hafa virkilega gaman af að vera með. (MR) Hllglcikur. Tjamarbíói, fös. kL 20.30.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.