Pressan - 09.12.1993, Page 2

Pressan - 09.12.1993, Page 2
B2 PRESSAN BÓKA- OG PLÖTUBLAÐ Fimmtudagurinn 9. desember 1993 \ (.‘J ■ j ■) ■>' •■•^ ■•■) ) 'J-\ ■. J Jc .'f ,‘< X 'c ,'c X „V .'c .’< ,y í uW; 7) "í >4 ■ j) "í -i ■.-) ,'c X ,V ,V ,'c /< ,V ,V ,'c -V ',V Hrafn Jökulsson Kolbrún Bergþórsdóttir Ólafur Haraldsson )■ ) ■) Gunnar Hjálmarsson 1 ) ,1 ■-) ")' ) •') ■-") ■ ) ■•) I. i, ■, L l_ I ■. L I l_ i, fc. .£■.<,< ,í -C -f,< ,< -C .C .< ,< ' ■) v) ■,!:■)•.) vJ '■■> ■ ■) \í) ■,) i, L i_ i ■, L L i L i f ’í if • C rf ■ C cf íslensk skáldverk Birgir Sigurösson: Hengiflugiö Foriagið^^^^ Brakandi snilld. Birgir heíur náð að pakka nútímanum inn í þessa bók og það liggur við að maður segi einfaldlega takk. (ÓH) Guðbergur Bergsson: Sú kvalda ást sem hugar- fylgsnin geyma Forlagið^-A-^-^ Alveg vita siðlaus saga, en sett saman af mikilli list. Full- þroskuð skáldsaga og aðgengileg í bestu merkingu orðsins. (ÓH) Gyröir Elíasson: Tregahomiö Mál og menning'ár'ár^'iV Gyrðir hefur einstakt lag á að smíða samsetningar sem sitja í minni manns. Hver setning gegnir því hlutverki að skapa stemmningu. Engu er ofaukið. Listasmið. (KB) Kristján Kristjánsson: Fjóröa hæöín Iðunn^*^ Ákaflega vel heppnuð saga. Frásagnartæknin er þaulhugsuð og vel útfærð, þannig að útkoman verður átakamikil saga og trúverðug lýsing þess tíma og staðar sem hún fjallar um. (ÓH) Steinunn Siguröardóttir: Ástin fiskanna Iðunn^HV-á- Kvennabók. Ljúft millispil á rithöfundarferli Steinunnar, dálítið angurvær ástarsaga sem ég hef grun um að margar konur telji sig hafa liíáð. (KB) Vilborg Davíösdóttir: Viö Uröarbrunn Mál og menning ★★ Þrátt fyrir greinilega byrjandagalla er bókin mjög skemmti- leg aflestrar og einkennist að frásagnargleði. (KB) lllugi Jökulsson: Bamiö mitt barniö Almenna bókafélagið ★★ Yfirhöfiið vel skrifuð saga. Lýsingar og ffamvinda á hörm- ungum eru „trúverðugar" á sama hátt og sjónvarpsfféttim- ar. Þetta eru staðlaðar hörmungar. (ÓH) Guölaugur Arason: Hjartasatt Mál og menning ★★ Framhald af Pelastikki. Það gengur bókstaflega allt upp hjá söguhetjunni og fyrir bragðið skapast lítil spenna um heppni og óheppni, sigur eða ósigur. (ÓH) Kristján Jóhann Jónsson: Patt Lesmál ★★ Snilldarvel gerð sem formleg tilraun um skáldsögu, en ffamvinda sögunnar er vélræn og ffásögnin eintóna. (ÓH) Álfrún Gunnlaugsdóttir: Hvatt aö rúnum Mál og menning ★ Textinn er gerilsneyddur allri tilfinningu, einhæfur, þurr og steríll, enda skrifaður í Norðurlandaverðlaunastílnum. Virðist allt mjög vitsmunalegt, en ekki var það gaman. (KB) Hannes Sigfússon: Ljósin blakta Mál og menning ★ Frásagnarhátturinn, óskoruð samúð söguhöfundar með tólf öldungum, ásamt svolítið klisjukenndri kaldhæðni, bera verðugt söguefni ofurliði. (ÓH) Njörður P. Njarðvík: Hafborg Iðunn ★ Lítt effirminnileg saga. Persónusköpun er ábótavant, bygg- ing ekki nógu markviss og stíllinn tilþrifalítill. (KB) Rúnar Helgi Vignisson: Strandhögg Forlagið ★ Verðug yrkisefni og ágætar hugmyndir sem höfundi tekst þó ekki að blása nægilegu lífi í. (KB) Björgúlfur Ólafsson: Kvennagaldur Almenna bókafélagið $ Það er sjálfeagt að gefa ungum höfundum taddfæri, en hér er ekki vott af hæfileikum að finna. Vandneðaleg mistök frá upphafi til enda. (KB) Bækur almenns eðlis Handbók Epíktets Almenna bókafélagið ★★★★ Gullkorn hins grísk-rómverska heimspekings óaðfinnan- lega þýdd af dr. Brodda Jóhannessyni, einum fárra sem hafa fiillkomið vald á íslcnskri tungu. (KB) Jólaljóö: Gylfi Gröndal valdi Forlagið ★★★ Ljóðin eru skemmtilega ólík, bókin fjölbreytt og Gylfa hef- ur teldst vel upp við valið á ljóðunum. (HJ) Gyifi Gröndal: Eldhress í heila öld Forlagið ★★★ Endurminningar Eiríks Kristóferssonar veita heillandi inn- sýn í veröld sem var. Sá sem ekki hrífst af frásögninni hlýtur að vera vel og rækilega dauður úr öllum íeðum. (HJ) Gylfi Þ. Gíslason: Viðreisnarárin ... ^ Almenna bókafélagið ★★ Gylfi er „grand old man“ íslenskra stjórnmála og menn leggja við hlustir þegar hann tekur til máls. Bókin er afar fróðleg, en fráleitt eins safarík og efrii stóðu til. (HJ) Þorsteinn E. Jónsson: Viöburöarík flugmannsævi Setberg ★★ Þorsteinn er ævintýramaður að upplagi og virðist margoft hafa beinlínis lagt lykkjur á leið sína til að sneiða hjá vegi dygðarinnar. (HJ) Vetrarvirki Björns Th. Björnssonar: Afmælis- kveöja frá nemendum Mál og menning ★★ Ekki mikil tíðindi frá listfiæðilegu sjónarmiði, enda nokkur tilfinningasemi sem réð hugmyndinni að útgáfiinni, frekar en fiæðileg eða listræn markmið. (GJÁ) Stefán Jón Hafstein: New York, New York Mál og menning ★★ Nokkuð trúverðug mynd af lífi utangarðsfóUcs í New York, en aðalsögupersónan, Kristinn, verður svolítið útundan. Auk þess hefði þurft mun meiri stillingu í stílinn. (KB) Ferskeytlan — vísur og stef frá ýmsum tímum Almenna bókafélagið ★★ Fullfijálslega vaUð efni, en hreinar perlur innan um annað sem hefur minna skáldskapargfldL Um leið vísast lýsandi fyrir hina einkennUega samsettu þjóðarsál. (KB) Lausavísur frá 1400-1900 Sveinbjöm Beinteinsson safnaði Hörpuútgáfan 9 Því miður bregst Sveinbimi Ula bogalistin. Bókin er einn allsherjar öskuhaugur þarsem öUu ægir saman: leirburði, hnoði, lágkúru — og sniUd. (HJ) Gils Guðmundsson: Þegar hugsjónir rætast — Ævi Odds á Reykjalundi Isafold ★ Að mörgu leyti eins og hálfunnið handrit að mjög forvitni- legri bók. GUs hefði mátt vinna betur úr heimUdum. (HJ) Ljóö í andófinu — pólsk nútímaljóö Geirlaugur Magnússon þýddi. Hörpuútgáfan ★★★★ Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins fyrir ljóðavini. Það leynir sér ekki að Geirlaugur Magnússon hefur vandað tU verksins. (HJ) Kristín Ómarsdóttir: Þema á gömlu veitingahúsi Mál og menning ★★★ Ljóðin em fjársjóður þeirrar náttúm að engir tveir lesendur munu finna sömu gullin. I því er galdur Kristínar fólginn. (HJ) Eysteinn Bjömsson: Dagnætur Norðurljós ★★★ Bók sem stendur traustum fótum í fomum kveðskap um leið og farið er með yrkisefnin á einlægan, ftjóan og lifendi hátt (ÓH) Hannes Pétursson: Eldhylur Iðunn ★★★ Afar vönduð bók, agað og vel stUIt verk þroskaðs ljóðskálds, haganlega gert að öUu leytL Hún á eftir að freista úr bóka- hUlunni í framtíðinnL (ÓH) Kristján Þórður Hrafnsson: Húsin og göturnar Almenna bókafélagið ★ Eitt gott ljóð er næg réttlæting heUlar ljóðabókar. Þessi er vel réttlætanleg. (ÓH) Barna- og unglingabækur Mats Wahl: Húsbóndinn Mál og menning ★★★★ Wahl kann sannarlega að segja unglingasögu; frásögnin er fiUl af fjöri og spennu og lesandinn lifir sig inn í söguna. Sérlega góð þýðing. (KB) Ingibjörg Einarsdóttir og Þorsteinn Eriingsson: Vá! Ástir og átök í unglingaheimi Almenna bókafélagið ★★ Persónumar em yfirleitt smellnar og skemmtUegar. Stíllinn er læsilegur og oft fjörugun kjamgóð nútímaíslenska, ríku- lega krydduð með slettum. (HJ) Guörún Helgadóttir: Litlu greyin Iðunn ★★ Hefiir ágartan boðskap fram að ftera, en er ekki í hópi betri verka Guðrúnar. Henni hefiir oft tekist betur upp í mann- lýsingum. (KB) Gunnhildur Hrólfsdóttir: Komdu að kyssa Isafold ★ Textinn er þokkalega lipur, en hvergi bregður fyrir skáld- legum tUþrifiim, sem svo em köUuð. Mann langar ekkert óskaplega mikið til að hitta sögupersónumar aftur. (HJ) Leif Esper Andersen: Brennd á báli Mál og menning ★ Sérlega dmngaleg og þunglyndisleg unglingabók, samtöl stirð, persónur daufgerðar og engin frásagnargleði. AUt fremur niðurdrepandi. (KB) Þýðingar David Lodge: Lrtill heimur Mál og menning ★★★★ Bók sem mariir með sér sjálf. Líklega skemmtUestur ársins. (KB) Ljudmila Petrushevskaja: Ódauðleg ást Mál og menning. ★★★★ Bók sem ætti að vekja aðdáun bókmenntaunnenda. Örugg- ur, einfaldur og hnitmiðaður stfll. Framúrskarandi þýðing. (KB) Mario Vargas Llosa: Hver myrti Móleró? Almenna bókafélagið. ★★★★ Ef ykkur finnst þið of oft lesa innihaldslítfl skáldverk sem hreyfa ekki við ykkur, þá lesið þessa sögu. (KB) lan McEwan: Vinarþel ókunnugra Almenna bókafélagið ★★★ Mjög sennUega það besta sem McEwan heftir skrifað. Ekki handa viðkvæmum sálum, en ætti að verða eftiriætislesning töfíaranna í intelligensíunnL PrýðUega þýdd. (KB) A.J. Quinnell: Blóöfjötrar Almenna bókafélagið. ★★★ Sériega ánægjuleg lesning, ein fárra spennubóka sem segja má að séu geðfeUdar og notalegar. (KB) Torgny Llndgren: Fimm fingra mandlan Mál og menning ★★★ Lindgren er örugglega í hópi bestu sögumanna á Norður- löndum, hugmyndaríkur og óhræddur við að staðfæra, endurskapa og gefa gömlum goðsögnum nýja og ferska merkingu. (KB) (FRAMHALDÁ BLAÐSÍÐU B8) Matti Bjarna og vasinn lians Davíðs ÖRNÓLFUR ÁRNASON JÁRNKARLINN SKJALDBORG 1993 ★★ „Pólitíkin er hræði- L leg veiki,“ segir Matti Bjarna, ald- ursforseti Alþingis, á blaðsíðu 93 í samtalsbókinni sem Örnólfur Árnason kol- krabbaveiðir skrifar. Sjálfur hefur Matthías vasast í pólitík í hálfa öld, á þijátíu ára þing- mennsku að baki og setu í tveimur ríkisstjómum. Síðustu árin hefur Matthías verið forystu Sjálfstæðis- flokksins óþægur ljár í þúfu. Hann hikar ekki við að hirta „drengina“ sem nú ráða flokknum, og hefur fest sig í sessi sem einskonar ayatollah landsbyggðarinnar. Matthías veifar líka kennisetningum hinna gömlu foringja Sjálf- stæðisflokksins — Ólafs Thors, Bjarna Ben, Geirs — um mannúðarstefnu og stuðning við velferðarkerfi. Þessar hugsjónir eiga ekki uppá pallborð frjálshyggju- „Félagsskapur sjálf- stæðismanna á Vest- fjörðum virðist raunar hafa verið sannkölluð ormagryfja. Þar tókust áfylkingar héraðs- höfðingja og voru ekki vandar að meðulum. “ piltanna „fyrir sunnan“ sem aldrei hafa dýft hendi í kalt vatn. Og það var sjálfur kol- krabbinn sem stóð á bakvið kjör Davíðs Oddssonar sem formanns Sjálfstæðisflokksins, segir Matti, „ásamt þeim kostulega Hannesi Hólm- steini“. Matthías Bjarnason ólst upp í „Rauða bænum“, eins og Isafjörður var kallaður á fjórða og fimmta áratugnum. Stjórnmábbaráttan fyrir vest- an var óvægin, að ekki sé meira sagt, og ótrúlega margir pólitíkusar eru þaðan komnir. Matthías varð enginn krati, þvert á móti: kratarnir gerðu hann að sjálfstæðismanni. Honum ofbauð nefnilega sukkið og spillingin hjá valda- flokknum. Bitlingasýki Al- þýðuflokksins er ekki ný af nálinni, segir Matthías. En félagsskapur sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum virðist raunar hafa verið sannkölluð ormagryfja. Þar tókust á fýlk- ingar héraðshöfðingja og voru ekki vandar að meðulum. Matthías og Þorvaldur Garðar Kristjánsson, flokksbróðir og samþingmaður um árabil, elduðu ævinlega grátt silfur saman og brugguðu hvor öðr- um launráð. Þeir tala ekki saman, gömlu mennimir, enn þann dag í dag. Margar lýsingar Matthíasar af stjórnmálabaráttu á Vest- ljörðum eru kostulegar enda koma margir litríkir menn við sögu. Þarna voru Hermann Jónasson, Hannibal, Stein- grímur, Sighvatur, Karvel. Matthías var orðinn einn af forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins þegar stríð prúð- mennanna Gunnars og Geirs hófst. Hann fer mörgum orð- um og fögrum um hæfileika og mannkosti Geirs Hall- grímssonar. Það er áreiðan- lega maklegt, Geir var gáfaður og heiðarlegur stjórnmála- maður, kannski „of heiðarleg- ur“ einsog Matthías segir. Hann hefði hinsvegar mátt segja talsvert ítarlegar frá að- draganda þess að Gunnar myndaði stjórn með Fram- sókn og allaböllum, og klauf þannig Sjálfstæðisflokkinn í herðar niður. Eins hefði verið fróðlegt ef Matthías og örnólfur hefðu farið ofan í saumana á Al- bertsmálum og Borgaraflokki 1987. Þar er fátt sagt og ekkert nýtt. Matthías Bjarnason var ráðherra í tvígang, 1974-78 og 1983-87.1 fyrri ráðherratíð sinni var hann sjávarútvegs- ráðherra á tímum þorska- stríðs og stóð sig vel. Þá kynntist hann lika heilbrigðis- málum; þau opnuðu honum „nýjar víddir“ og urðu til þess að hann varð uppfrá því ekki bara áhugamaður um sjávar- útvegsmál og undirstöðu at- vinnugreinanna. Matthías virðist reyndar hafa verið að mildast heilmikið seinni árin, þótt hann standi uppi í hárinu á Davíð og kó af óbifanlegri festu. Örnólfur Árnason hefur sett saman ljómandi læsilega og fróðlega bók. Hún er á köflum helstil langdregin, sem stafar einkum af því að Matt- hías vill tjá sig um aðskiljanleg mál sem ekki er víst að allir lesendur hafi mikinn áhuga á. Þá eru víða miklar nafharun- ur; nafnalistinn geymir, fljótt á litið, um þúsund nöfh. Þetta er einskonar „kreditlisti“ Matta Bjama, en er ansi mikið í tæplega 300 síðna bók Hins- vegar eru margar skondnar litlar sögur og palladómar sem áhugamenn um pólitík geta skemmt sér yfir. Matthías er yfirleitt mildur í dómum, þótt hann sé tæpitungulaus. Matthías Bjarnason hefur verið kallaður síðasti sjálf- stæðismaðurinn — það er að segja af gamla skólanum. Honum finnst ekki mikið mannval í þingflokknum núna, honum „lfður ekki mjög vel“ á þingflokksfund- unum. Matti Bjama er umdeildur pólitíkus. Stuttbuxnadeild sjálfstæðismanna finnst hann kjaftaskur sem tilheyri liðinni tíð. Það eru auðvitað með- mæli með Matta. Og hvað segir ekki Davíð Oddsson: „Það er einn staður þarsem maður hefur Matthías aldrei, og það er í vasanum.“ Hrafn Jökulsson

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.