Pressan - 09.12.1993, Qupperneq 5
Fimmtudagurinn 9. desember 1993
BÓKA- O G PLÖTUBLAÐ
Er Ijóðið bjargvættur mannsins eða hans síðasti vitnisburður?
Hylling skáldsins
Ljóðlínudans heitir verk-
ið, það sjöunda í röð ljóða-
bóka sem Sigurður Pálsson
skáld hefur sent frá sér á átj-
án ára ferli. Hann bætir hér
enn einni skrautfjöðrinni í
hatt sem rúmar auk ljóða-
bókanna leikrit, óperutexta,
fjölda þýðinga á erlendum
stórskáldum og stöku per-
sónuleg viðtöl fýrir glansrit-
in. í þessari viku var síðasta
verk Sigurðar, Ljóð námu
völd, tilnefnt af íslands
hálfu til bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs
1994.
Um nýjustu Ijóðabók þína,
Ljóðlínudans; hvert er yrkis-
efnið að þessu sinni?
„Kannski felst byrjunin á
einhvern hátt á skýringu í
nafninu. Það er einhver
jafnvægiskúnst milli vonar
og ótta, milli úti og inni,
sem má hugsanlega sjá út úr
henni. Stöðugur og tiltölu-
lega hættulegur jafnvægis-
leikur eins og línudans er.
Þetta er hylling, fallegt orð
sem þeir kalla „hommage“ á
frönsku, hylling til dansins,
til ljóðlistarinnar og til list-
arinnar almennt, sem ein-
hvers konar fýrirbæris sem
fer langleiðina með að
bjarga mannfólkinu yfir
ógnardjúpið. Sem er ein-
hver vitnisburður um feg-
urðina á þeim hroðalegu
tímum sem við lifum núna
og höfum alltaf lifað. Þetta
er ekkert nýtt að mannkyn-
ið er í vandræðum með
sjálft sig, eins og blasir við í
fréttum á hverju kvöldi.“
Talandi um vandrœði sem
blasa við. Því hefur verið
spáð svo lengi að Ijóðið sé að
dauða komið að það er
kannski rétt að snúa spurn-
ingunni við og spyrja: hvað
er það sem heldur lífi í Ijóð-
inu?
„Ég var að lesa merkilegt
greinasafn um daginn eftir
mexíkóska nóbelskáldið
Octavio Paz, sem að mínu
mati er besta núlifandi ljóð-
skáldið. Þar er hann að tala
um það að ljóðlistin hefur
aldrei á nokkrum stað né
tíma verið fjöldalist. Samt
sem áður hefur ljóðlistin
alltaf komið sterkust út á
endanum. Frá ýmsum eldri
tímaskeiðum er allt gleymt
og horfíð nema í rauninni
örfá ljóð.
En þetta er samt brenn-
andi spurning, því aðstæð-
urnar eru kannski gjör-
breyttar þótt mönnum
finnist það reyndar um alla
tíma. Þessi gífurlega fjöl-
miðlun, vídeóið og sjón-
varpið sem fyrirbæri er
stórhættulegt vegna þess að
það er svo stéttaskiptandi.
Menn eru farnir að hafa
áhyggjur af því að það hefur
orðið til eins konar sjón-
varpsstétt, verr menntaðar
stéttir og lágstéttir sem eru
ekki læsar lengur. Síðan fá
menn stétt sem kann að lesa
en á milli þessara tveggja er
sívaxandi djúp. Það er að
sjálfsögðu stórhættulegt fyr-
ir öll samfélög þegar þegn-
arnir skipast í fýlkingar sem
hafa ekki lengur möguleika
á að skilja hver aðra með
öllum þeim vandræðum,
ofbeldi og klikkun sem slíkt
býður upp á. Ég vona að
ljóðinu takist að kasta út
ljóðlínu yfir þetta djúp.“
En er það ekki orðið of
seint? Er lesendahópurinn
ekki nær eingöngu takmark-
aður við þessa menntuðu eða
bókvitru stétt?
„Mjög víða, en sá hópur
sem les ljóð er hlutfallslega
miklu, miklu stærri hér en
víða annars staðar. Við höf-
um hingað til ekki haft
svona rosalega skýra stétta-
skiptingu, sem betur fer.
Hingað til hefur ljóðlistin á
íslandi haft miklu meiri
dreifingu og notið meiri
áhuga þrátt fyrir allt. Þetta
veldur því að það hefur ver-
ið hópur hæfileikaríks ungs
fólks sem hefur leitað yfir í
ljóðlistina. Hér á landi höf-
um við sem betur fer breið-
fylkingu upprennandi kyn-
slóðar.“
Mönnum hefur einmitt
orðið tíðrœtt um að það sé
mikill uppgangur hjá yngri
kynslóðum.
„Það eru ótvíræðir hæfi-
leikar þar. Ég er kannski
kominn af kynslóð sem er
milli vita. Þannig er ég sem
betur fer ekki lengur upp-
rennandi en ekki heldur
orðinn fjörgamall. Mér
finnst það vera mikill styrk-
ur íslenskri ljóðlist um þess-
ar mundir að það er skap-
andi og hæfileikaríkt ungt
fólk sem virkilega leitar inn
á þetta svið.
Annars er Ijóðið að
mörgu leyti mjög nútíma-
legt verk vegna þess að fýrir
nútímamenn, sem hafa ekki
tíma til neins, eru þetta
stutt og afmörkuð verk.“
Þú hefur tekist á við flest
ritform að skáldsögunni
slepptri. Er einhver ástœða
fyrir því?
„Það hefur nú bara yfir-
leitt endað með því að ég
þjappa saman. í stað þess að
skrifa smásögu skrifa ég eitt
ljóð þar sem er eitthvert
grundvallaratriði sem ég
dreg saman.“
Ein spurning að lokum. Þú
minntist á þann fjölda miðla
sem fólk hefur úr að velja í
dag. Manni finnst eðli Ijóðs-
ins vera svolítið á skjön við
þessa hraðvirku miðla, þar
sem Ijóðið er í eðli sínu eintal
höfundar við lesanda. Er ekki
hálffúlt að þurfa að bœta
einhverju við bók eins og
þessa eða gefa viðtal um
hana?
„Ég harka það alveg af
mér, þótt höfundar afvega-
leiði oft lesendur með sín-
um vangaveltum. Ég reyni
að stilla þeim mjög í hóf því
það er komið að lesandan-
um. Ég er búinn að setja
punkt og ætti náttúrlega alls
ekki að opna kjaftinn neitt
Skapari sköpunar
SIGURÐUR PÁLSSON
UÓÐLÍNUDANS
FORLAGIÐ
★★★
Sigurður Pálsson
er formfast skáld.
Ljóð hans eru
bundin hans eigin
persónulega bragarhætti
sem mótar ytri einkenni
kveðskaparins engu síður en
rímorð, ljóðstafir og reglu-
bundin hrynjandi gera í
verkum annarra skálda frá
öndverðu og fram á þennan
dag. í hógværu sendibréfi til
lesandans aftan á nýjustu
bók sinni segir Sigurður
manninn reyna að „hugsa
eins og sá sem skapar þegar
hann yrkir ljóð“, hugsa eins
og Guð. Að mínu viti stefnir
höfundarverk ljóðskáldsins
Sigurðar Pálssonar að sköp-
un sem er „guðlegri“ en
flestra annarra íslenskra
skálda, að því leyti að hún
byggir á heildstæðu kerfi.
Undirritaður stenst ekki þá
freistingu að líkja Ijóðum
Sigurðar við manneskjurnar
sem einstaklinga, hverra til-
vera öðlast skýrasta merk-
ingu í samhengi við aðrar
manneskjur, samfélag sitt og
sögu.
Sigurður yrkir vitanlega í
títtnefndu frjálsu formi. En
ljóðstafir Sigurðar eru sér-
hvert ljóð hans, rímorðin
eru hver einstakur kafli bók-
anna og saman mynda þær
reglubundna hrynjandi út-
gáfuferilsins allt frá 1975.
Líkt og segir í texta forlags
aftan á Ljóð vega gerð: „Yrk-
isefhin eru fjölbreytt og skír-
„Sigurður slœr dimm-
an hljóm íþessari bók
ogþað er nokkur ný-
lunda hvað hann er
allsráðandi. Að því
leytinu er rödd bókar-
innar heilsteypt og má
telja henni til tekna
eða lasts, allt eftir
smekk. “
skotanir margvíslegar. Við
sjáum að bernskuslóðir,
höfuðborg og heimsborg
eru enn á sínum stað og
sömuleiðis hugsun Sigurðar
um tíma og rými og ferðalag
í margs konar skilningi." —
Þessi texti gæti prýtt kápur
allra bóka skáldsins og í
sjálfu sér bókarkápur marg-
falt fleiri höfunda þessarar
aldar, svo almennt sem inn-
takið er, ef ekki kæmi til
þetta litla „enn á sínum
stað“. Það er margt enn á
sínum stað í heildarverki
Sigurðar. Fyrstir verða auð-
vitað á veginum titlar bók-
anna, hingað til formfastar
tvær þrenningar þriggja
orða nafna, frumlag-um-
sögn-andlag á yfirborðinu
en líka margræður leikur að
samsetningu orðanna
LJÓÐ VEGA SALT
LJÓÐ VEGA MENN
LJÓÐ VEGA GERÐ
LJÓÐ NÁMU LAND
LJÓÐ NÁMU MENN
LJÓÐ NÁMU VÖLD
LJÓÐLÍNUDANS
Innan hverrar bókar ræð-
ur formið einnig uppröðun
að vissu marki þar sem
skiptast á ljóðaflokkar,
stundum með númeruðum
ljóðum eða ákveðnu sam-
eiginlegu uppleggi: Ljóð-
námuland I-IX, Nocturnes
handa sólkerfinu, mánaða-
ljóð. Einnig má ganga að
ákveðnum yrkisefnum vís-
um í hverri bók: bernsku-
slóðir, Reykjavík, Frakkland.
Nú er vert að stoppa að-
eins og girða fyrir þann
hugsanlega misskilning að
verið sé að gefa í skyn að
Sigurður Pálsson sé klisju-
skáld. Langtífrá. Fyrrnefnd
formeinkenni eru hins vegar
athygli verð í ljósi tilvitnaðr-
ar umsagnar gagnrýnanda á
kápubro'ti Ljóð vega gerð:
„Ég minnist þess ekki að
breytileiki mannlegs lífs,
sem góðborgari nefnir ör-
yggisleysi og óttast meiren
Grýlu, hafi fyrr
verið ákallaður
svo sönnum
rórrli sem ímynd
hamingjunnar.“
Munu flestir les-
endur Sigurðar
líka kannast við
grundvöll slíkra
yrðinga í ljóðum
hans: „Ólmir
villikettir spurn-
inganna/reynast
betur við ljóð-
vegagerð/en þæg-
ar skepiiur/kok-
hraustrar vissu“
(Ljóðvegagerð
III), „Burtu nú
héðan strax og
langt!/Frá síbylju
háskalausrar
málamyndabar-
áttu/Frá síbylju óumbreyti-
leikans pempíuglaða/Frá sí-
bylju öryggislæstu sann-
leikskommóðunnar" (Á
hringvegi ljóðsins I), „Úti er
háspennusólskin/lífshættan
sem betur fer/ekki liðin hjá“
(Júníljóð).
Sigurður er vissulega
skáld margbreytileikans,
frelsisins og lífsháskans,
boðberi þess að brjóta
hlekki dauðrar vanafestu
hversdagsleikans. En um
leið velur hann verkum sín-
um form sem er að sínu
leyti jafnháttbundið og fer-
skeytlan og hlýtur það að
bjóða upp á margvíslega
túlkun. Svo maður grípi til
myndmáls þá leiðir hug-
myndin um skáldið sem
skapandi guð hugann að
einhverskonar vetrarbraut,
þar sem frelsi og óreiða ríkja
innan plánetanna, grunn-
meir um verkið. En það má
ekki gleyma því að það eru
verkin sem skipta máli, ekki
höfundurinn; hvorki hvern-
ig hann lítur út né hvað
hrekkur upp úr honum um
eigið verk.“
Þorsteinn Högni Gunnarsson
Bækur
Siguröar Pálssonar
Ljóö vega salt 1975
Vakti verðskuldaða athygli á
sínum tima sem öflugt byrj-
andaverk. Markar skýr höfund-
areinkenni nýstárlegs mynd-
máls og fundvísi á snjalla orða-
leiki auk alþjóðleikans. Sárafáir
veikir hlekkir.
Ljóð vega menn 1980 ★★
Áberandi fátækari að hug-
myndum en fyrri bókin. Sumt i
Ijóðafiokkunum ekki laust við
þvingaða tilgerð.
Ljóð vega gerð 1982 ★★
Torræð Ijóð og alvörugefin eru
hér nimfrek úr hófi. Ljóð skálds
sem situr á sínu skýi, með hug-
ann við allt annað en lesendur.
Ljóð námu land 1985 ★
Grunnt og kæruleysislega ort.
Má ekki á milli sjá hvort sumt í
þessari bók eru skapandi orða-
leikir eða hreinlega orðhenglar.
Ljóð námu menn 1988 ★★★
Sigurður finnur hér aftur
mælskuna, dansinn, leikinn og
nýstárleikann í tungumálinu.
Upphaf þessarar bókar býr yfir
þvi sem svo sárlega skorti í
bókinni á undan.
Ljóð námu völd 1990 ★★★★
Þótt sumt sé hér býsna sjálf-
hverft er þetta án efa skemmti-
legasta bók skáldsins. Fullkom-
in blanda gáska, alvöru, ein-
lægni, draums og raunveru.
Eða ástar, harms, fögnuðar og
trúar.
eininga einstakra ljóða, en
sólkerfin binda jafnframt í
annarskonar lögmál. Per-
sónulega er ég þó hrifnari af
þessari líkingu, sem ég held
að standist þónokkra skoð-
un: ljóð, ljóðaflokkur, ljóða-
bók, heildarverk, skáld =
einstaklingur, fjölskylda,
samfélag, heimur, guð. I
þeim skilningi er frelsisboð-
unin ekki heróp byltingar,
frelsið er ekki algert, það er
háð skýrum leikreglum.
Hlekkirnir eru á innri hugs-
un og skynjun einstaklings-
ins fremur en að samfélagið
undiroki einstaklinginn.
Vissulega þarf engar slíkar
skilgreiningar til að njóta
ljóðlistar Sigurðar, en hug-
myndin um einhverslags
heildarhugsun að baki verk-
unum er það augljós, ásamt
því að sterk tengsl eru. milli
einstakra ljóða og sjá má
þróun yrkisefnanna frá bók
til bókar, að hún er nánast
óumflýjanleg auk þess að
geta verið gífurlega merk-
ingarvíkkandi.
Nýjasta ljóðabók Sigurð-
ar, Ljóðlínudans, sver sig
vissulega í ættina. I fyrsta
hlutanum, samnefndum
bókinni, eru dregnar hlið-
stæður lífs og Ijóðs, dans eft-
ir strengdri línu yfir hyldýpi
tortímingar. Sköpun, líf og
dauði eru nátengd og eilífur
fögnuður er yfirskyggður
feigðinni:
Ljóðlínudans III
Sveittur sáðmaður hugar að
veðri
Það eru þúsund plógför
PRESSAN B5
SIGURÐUR PÁLSSON.
„Það eru verkin sem skipta máli, ekki höfundurinn; hvorki hvernig hann
lítur út né hvað hrekkur upp úr honum um eigið verk.“
á yfirborði jarðar
Þúsund kjölrákir á sjónum
Þúsund nýteknar grafir
á yfirborði jarðar
Sljór steðjinn tekur lengi við
höggum þegar Ijáimir eru
dengdir
Á bókarkápu segir skáldið:
„Mér finnst þetta femt: ástin,
harmurinn, fögnuðurinn og
trúin yfirleitt saman í blöndu í
ljóðaskálinni." Það er ekki
laust við að harmurinn, eða
kannski sambland söknuðar
og hryggðar, sé sá ofan-
greindra þátta sem sterkast er
ofinn í heild bókarinnar. Sjálf-
ur dansinn er alls ekki galsa-
fenginn, heldur barátta við
óttann og nauðsynlegur til að
falla ekki af línunni: „[...]
Dönsum meðan tvö almanök
mætast/Þvi dansinn er hreyf-
ing og sífelld leit/að nýju jaín-
vægi/Meðan öllu er að
ljúka/meðan allt er að byrja
[...]“ (Nýársljóð VII). I þess-
um síðasta kafla bókarinnar,
Nýársljóð, er líkt og stað-
næmst sé á línunni og hik
verði á dansinum. Aldamótin
vekja blendnar tilfinningar og
íjærst er fögnuðurinn. Þau
kveikja miklu ffemur söknuð
til æskunnar og ugg vegna ná-
lægðar dauðans. Miðborgin,
sem í fýrri bókum Sigurðar er
yfirleitt borg næturlífsins,
vorsins eða Ijómandi sumar-
daga, er hér borg haustsins og
fallandi laufskrúðs sem boðar
komu vetrarins sem leggur
dauðagrímu yfir borgina.
Sigurður slær dimman
hljóm í þessari bók og það er
nokkur nýlunda hvað hann er
allsráðandi. Að því leytinu er
rödd bókarinnar heilsteypt og
má telja henni til tekna eða
lasts, allt eftir smekk. Jafn-
framt er ekki gott að segja
hvort röddin tjáir æðruleysi,
uppgjöf eða sátt. Kannski allt í
senn. Að minnsta kosti þykist
ég sjá ákveðið uppgjör við títt-
nefnd hefðbundin yrkisefni
Sigurðar, svolitið eins og sett-
ur sé punktur aftan við mörg
þeirra og niðurstaða fengin:
Nýársljóð II
Háspennan lífshœttan lífið
ágœt þrenning
Það vantar alltafgóða þrí-
eind
Þrír losa okkur undan
einum og tveimur
einn tveir einn tveir
tveir sem vilja alltaf
búa til einan sem leitar að
öðrum
setn ...ogsvoframvegis
En þrír í einum
Þríeind! Þrenning!
Hvílík uppfinning!
En ef til vill markar Ljóð-
línudans ekki þau endalok
sem maður fær á tilfinning-
una við lesturinn, heldur
þvert á móti nýtt upphaf. Ég
ætla að laumast til að bíða
spenntur eftir næstu bók Sig-
urðar Pálssonar.
Ólafur Haraldsson