Pressan - 09.12.1993, Page 6
BÓKA- O G PLÖTU BLAÐ
B6 PRESSAN
Fimmtudagurinn 9. desember 1993
Plötur
Harðar Torfasonar
HÖRÐUR TORFASON
SYNGUR EIGIN LÖG
★ ★★★ 1970
i kjðlfar mikillar þjóðlaga-
vakningar kemur ungur
trúbador með fyrstu ís-
lensku trúbadorplötuna.
Platan vakti mikla athygli —■
sérstaklega „Ég leitaði
blárra blóma“ og „Þú ert
sjálfur Guðjón" — enda frá-
bært byrjandaverk.
ÁN ÞÍN
★ ★ 1971
Dauft bergmál af fyrri plöt-
unni, langt í frá jafnlitrík og
fersk.
DÆGRADVÖL
★ ★ 1976
Hörður enn á órafmögnuð-
um nótum. Söngur Harðar
á köflum kraftmikill en und-
irleikurinn linur.
TABU
★ ★★★ 1984
Loks kveður við nýjan tón.
Rafmagnað popp og rokk
þar sem Kamarorghestar
fara með aukahlutverk.
Tímamótaplata þar sem
yrkisefnin eru dimm stræti
stórborgarinnar og hinn
lukti heimur hommans.
HUGFLÆÐI
★ ★★ 1987
Órafmagnað þjóðlagapopp.
Plötunni var vel tekið og
innihélt klassísk lög eins og
„Litli fugl", „Rafmagn" og
„Lfnudansarinn“.
LAVMÆLT
1988
Tekin upp og gefin út í
Danmörku. Vandfundin á
Islandi en innihélt efni af
„Hugflæði" í danskri útgáfu.
RAUÐI ÞRÁÐURINN
★ ★★ 1989
Tvöföld plata með tónleik-
um af Hótel Borg. Gömul
lög að megninu til, en nokk-
ur ný í lifandi tónleikaútgáf-
um. Rafmögnuðum hljóð-
færum bætt við eftir á.
Smekkleg útkoma.
KVEÐJA
★★★ 1991
Rólegt vörumerki trúba-
dorsins ( bland við fla-
mengófléttuð lög og hreint
popp. Hörður einn eða með
undirleikurum. Snotur plata.
„Því miður er fluttur í götuna okkar kornungt kynvillingsgrey"
TRÚBADÚRFÍBUÐ
Hörður Torfason
er trúbador ís-
lands númer
eitt. Bubbi og
Megas geta
vart gert tilkall,
þeir hafa daðrað
ofmikið við
hljómsveitar-
stússið. „Gull“
er tíunda plata
Harðar og busl-
ar um í jóla-
plötuflóðinu.
2
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að um plötuútgáfu
ríkir lítill friður. Hörður
Torfason er með elstu sjálf-
stæðu útgefendunum.
Fyrsta plata Harðar kom út
árið 1970 en frá 1975 hefur
Hörður gefið allt sitt út
sjálfur. Afhverju?
„Ég er ekki poppari og er
ekkert í því að sleikja fólk
upp. Ég hef markmið sem
falla ekki alltaf í góðan jarð-
veg. Ég tekst á við fordóma í
umhverfinu og það er að róa
gegn straumnum. Og þegar
menn standa í slíku verða
þeir seint vinsælir. Ef þú
ætlar að verða vinsæll verð-
urðu að fórna ýmsu. Þú
þarft að þægjast umhverf-
inu. En ég er ekkert að reyna
að kaupa mér vinsældir, ég
hef ákveðna hluti að segja
fólki í kringum mig. Ég tek
upp merki lítilmagnans ..
Eins ogAlbert?
„Já, þú segir það. Nema það
að ég er litli maðurinn. Ég
Nudd
áHORÐUR TORFASON
GULL
OFAR/JAPIS
★★
Hörður Torfason
er sá trúbador ís-
m lenskur sem fastast
hefur haldið sig við
trúbadorhefðina. Á nokkr-
um plötum hefur hann að
vísu notast við hóp aðstoð-
armanna, en hann er fræg-
astur fyrir einveruna, gítar-
inn, barkann og einstaka
sinnum munnhörpuna,
augliti til auglitis við hlust-
andann. Níunda platan,
„Gull“, er einföld plata.
Yfirbyggingin er ekki önnur
en sú að Þórður Högnason
spilar á bassa í nokkrum
lögum. Platan var tekin upp
og hljóðblönduð á tveimur
dögum síðsumars. Á jafn-
einfaldri plötu hefur flytj-
andinn ekkert til að skýla
sér með, hann stendur
berstrípaður með textana og
lögin, sem er eins gott að
séu í lagi eigi einhver að
hafa nennu til að njóta
verksins. Úr þessu horaða
formi nær Hörður mikilli
breidd og þónokkrum
krafti, en því verður ekki
neitað að mörg laganna eru
alltof lík. „Var þetta lag ekki
áðan?“ spyr maður sjálfan
sig stundum þegar Hörður
byrjar á nýju lagi. Hörður
„Hörður hefur oft ver-
ið kraftmeiri, ákveðn-
ari og umfram alltfjöl-
breyttari. Þeir sem
kæra sig kollótta um
yfirbyggingu ogvilja
hafa trúbadorinn
ómengaðan fá hins-
vegar úr nógu að
moða. “
hefur eflaust viljað hafa
þetta allt svona einfalt, en
það má auðveldlega sjá fyrir
sér sum lög eflast og dafna
við örlitla hleðslu og flókn-
ari útsetningu.
Það er óhætt að segja að
hér sé Hörður á „rólegu
nótunum“. Lögin eru flest
lin og angurvær og maður
sekkur í plötuna líkt og í
nuddpott. Ekki borgar sig
að vera syfjaður fyrir, því
oftast er rödd Harðar það
ómþýð og værukær og gít-
arplokkið það mjúkt að
maður þarf að hafa sig allan
við til að leka ekki út af.
„Gull“ er því gott og heilsu-
samlegt tónlistarnudd, af-
slappandi og bráðnauðsyn-
legt.
Lögin eru flest af sauða-
húsi þjóðlagapoppsins en
textarnir og leið Harðar til
að túlka þá skapa þá litlu
fjölbreytni sem platan hefur
upp á að bjóða. Textar
Harðar rísa vissulega hátt að
vanda en sumir standa upp
úr. „Karl R. Emban“ er
sterkur ádeilu- og háðs-
söngur um hina íslensku
karlrembu sem fær útrás við
að berja á útlendingum og
„kynvillingsgreyjum“.
Hörður vælir textann leik-
rænt en túlkar rödd „al-
valdsins herra“ með dimmu
jafnaðargeði; „Gefðu þeim
blóm, já, gefðu þeim blóm-
vönd og rúsínupoka með
hnetum.“ Hér er komið enn
eitt sígilt lag frá Herði, lag
sem sker sig mikið úr öðru
efni á plötunni og á örugg-
lega eftir að lifa lengi.
„Fjörulag“ og „Dýr“ eru
léttar og leikandi vísur og
fullboðlegar í „Stundinni
okkar“ og „Strákar“ og
„Myrkrið“ er kraftmikill
skáldskapur.
Þótt margt gott megi segi
um Gullið hans Harðar er
það þó ekki með betri plöt-
um hans. Hörður hefur oft
verið kraftmeiri, ákveðnari
og umfram allt fjölbreyttari.
Þeir sem kæra sig kollótta
um yfirbyggingu og vilja
hafa trúbadorinn ómengað-
an fá hinsvegar úr nógu að
moða
Gunnar Hjálmarsson
legg allt út frá eigin tilfinning-
um.“
Eru menn þá að selja sig
'sem gefa út hjá öðrum?
„Það liggur í hlutarins eðli.
Þess vegna fór ég út í það að
verða sjálfstæður útgefandi.
Fyrstu tvær plöturnar gaf
Svavar Gests út og þær gerði
ég án þess að hafa lagt það
niður fyrir mér hvað ég ætlaði
að gera í framtíðinni. Þessar
plötur gerði ég sem leikari og
leikstjóri. Síðan fór ég að sjá
að trúbadorinn er hluti af
leikhúsinu og sagði upp í
Þjóðleikhúsinu vegna þess að
ég vildi ekki stöðugt vera að
gera það sem mér er sagt —
hafði ýmislegt að segja sjálfur.
Ég vildi gera plötu í samræmi
við þetta, plötu með textum
sem vörðuðu það sem mér lá
á hjarta en þá sagði Svavar
nei. Það þótti ekki söluvænt.
Þá var ég náttúrulega búinn
að lýsa því yfir að ég væri
hommi og var með ýmis mál-
efni í gangi svo sem gegn dópi
og fleira, en menn hristu bara
hausinn, enda var þetta ekki
til hér á landi þá. Ég var búinn
að sjá það út að ég átti mér til-
gang (sem er nú meira en
margur getur sagt), en það
sem ég hafði að segja féll ekki
beint í sölukramið.“
Allt sem ekki fellur að
mynstrinu er ekki geðfellt útgef-
endum?
„Þú getur auðvitað búið til
einhverjar jarmútgáfur sem
ekki stuða neinn en ganga
upp í útvarpi. Nú og á hinn
bóginn þá höfum við mörg
dæmi þess að hér eru poppar-
ar að taka upp á sína arma
ýmis málefni sem þeir hafa
engar forsendur fyrir að skilja
hvað þá að þeir hafi unnið að
framgangi þeirra. Þeir standa í
þessum tilbúnu baráttumál-
um til að kaupa sér samúð og
selja meira. Ári seinna eru þeir
búnir að taka upp annað mál-
efni, jafhvel snúa við blaðinu
sísona. Það heitir að vera
tækifærissinnar og þeir eru
ófáir í þessum bransa. Ég get
staðið við það sem ég er að
segja. Það er ekki endilega þar
með sagt að þú þurfir að hafa
lifað allt sem þú ert að segja,
sem manneskja hefurðu til að
bera ákveðinn skilning.“
Nýja platan heitir Gull. Er
það paródíutitill?
„Það má kallast svo, en
hann er ekki sprottinn út frá
þeirri hugsun. Ég hanna alltaf '
umslögin mín sjálfur og var
búinn að sjá fyrir mér gyllta
stafi og datt í hug að láta plöt-
una heita til samræmis við
það. Hún átti ekki að bera
þetta nafn upphaflega. En
þarna er paródía. Ég hef aldrei
selt nema fyrir kostnaði, þó að
ég hafi verið margútnefndur
með plötu ársins. Orðið gull
þýðir að minnsta kosti tvennt;
leikföng og svo út á við að það
sé kominn tími til að ég fái
mína gullplötu. Ekki svo að
skilja að ég geri ráð fyrir slíkri
sölu, en það má leika sér að
hlutunum og senda boðin sitt
á hvað.“
Þú ert líkast til eirii íslend-
ingurinn sem getur með sanrti
kallað sig trúbador, hvert er
eðli trtíbadorsins?
„Grunneðlið hlýtur að vera
heiðarleiki gagnvart sjálfum §
sér og umhverfinu þó að
hann sé sár. Ef maður er heið-
arlegur þá gengur þetta upp'
þóttþað sé ekki endilega væn-
legt tíl vinsælda. Maður verð-
ur að kafa inn í sjálfan sig og
skoða tilfinningar sínar á
heiðarlegan hátt og miðla
þeim út. Trúbadorinn er mið-
ilL“
En er trúbadorinn ekki hálf-
gertffl?
„Éyrirgefðu?“
Ja, ég meina hið shakespe-
arska fífl sem má sjá sem rödd
mótsagnakennds sannleika?
„Jú, jú, hæfileikinn til að fá
fólk til að hlæja að sannleik-
anum og finna jafnframt
broddinn er sameiginlegur
fíflinu og trúbadornum.
Trúbadorinn er ekki háður
neinu og má ekki vera það.
Hann má til dæmis ekki vera
háður vinsældalista. Þá er
hann dottinn ofan í gröfina,
þá er hann hættur að segja frá
hlutunum og farinn að þókn-
ast. Það má hann aldrei gera.“
En er þá ekki það versta sem
getur komið fyrir trúbadorinn
að öðlast vinsceldir? Eða er eitt-
hvað til sem heitir að vera of
vinsæll?
„Ég þekki það náttúrulega
ekki, ég hef aldrei verið vin-
sæll. Ég get því ekki talað um
það frá fyrstu hendi. En þama
liggur þversögnin. Maður er
að reyna að lifa af þessu og
það gengur upp og niður. En
kannski verður reistur minn-
isvarði þegar ég er dauður.
Lífið er náttúrulega ein eilíf
mótsögn. Eins og ég sé þetta
þá starfræki ég sjálfan mig
sem leikhús.“
Textarnir eru kjarninn í því
sem þú gerir.
„Já, hvert lag er sungin
smásaga og textinn snýst
gjarnan um afstöðu ólíkra
einstaklinga.“
En er það ekki hœttulegt, nú
er lýðurinn gjarn á að rugla
saman sögumanni og höfundi
eins og til dæmis Megasfékk að
reyna viðsíðustu plötu sína?
„Megas og ég eigum það
sameiginlegt að fólk á til að
heimfæra það sem við segjum
upp á okkur sem einstaklinga.
Ég er að reyna að gera fólki
skiljanlég viðhorf annarra
líka. Ég áskil mér þann rétt
sem manneskja og listamaður
að geta sett mig i spor ann-
arra. Um leið og ég er að fást
við fördóma er ég ekki síst að
slást við eigin fordóma. Svo
fer ég upp á svið og syng. En
ég ætla mér ekki þá dul að
stíga fram og þykjast for-
dómalaus. En oft klessir fólk
þessu á mig, hann er svona og
svona og svona og svona ...
en þessu vitum við af og tök-
um eins og hverju öðru
hundsbiti.“
Jakob Bjarnar Grétarsson