Pressan - 09.12.1993, Side 10
i
B10 PRESSAN
B O K A -
PLOTU BLAÐ
Fimmtudagurinn 9. desember 1993
Lífi blásið í lík
PALLOSKAR
STUÐ
SMEKKLEYSA
★★
Það tækist fáum í dag
að blása lífi í diskól-
íkið án þess að lykta
fangar leiðir af hallæri
og hálfvitalegum gerviglamúr.
Páll Óskar er eiginlega eini
maðurinn á landinu sem á
séns í að gera þessu sjúskaða
tónlistarformi skil svo mark
sé á takandi. ímynd hans er
„diskó og ballads“ og hefur
löngum verið. Hann er með
Donnu Summer og Burt Ba-
charach í jöfiium hlutföllum í
æðunum og ef ekki hefði
komið ómenguð diskóplata
frá honum hefði hann gert
óspillta ballöðuplötu, og hana
gerir hann eflaust næst. En nú
er það diskóið og „Stuð“ er
diskóplata og ekkert annað.
Sem slík er hún fin, hér er nóg
af skemmtilegum lögum og
búmm búmm búmmi sem
dregur þá sem á annað borð
hafa áhuga út á dansgólfið.
Samstarfsmenn Palla eru
Jóhann Jóhannsson og Sigur-
jón Kjartansson, sem hafa
fengist við nýfönktónsmíðar í
batteríinu Fönkstrasse. Þeir
eiga enn nokkuð í land með
að ná fúllkomnu valdi á júró-
diskóinu, en þeir reyna sitt
besta og ef meiri tími hefði
farið í upptökur hefðu þeir
komist nær markmiðinu. Það
sem helst amar að hér er hve
raddirnar eru háar, þær kæfa
á köflum tónlistina; botninn
dettur úr stuðinu og það má
auðvitað ekki í diskói. öll
„sándin“ eru þekkt úr diskó-
flórunni; gervifiðlur, taktof-
beldi með klappi, hringl í
hörpu, gítargjamm með
„Páll Óskar er eig-
inlega eini mað-
urinn á landinu
sem á séns í að
gera þessu sjúsk-
aða tónlistarformi
skil svo mark sé á
takandi. “
skælifótstigi og þungi slabb-
bassinn ómissandi. Mest af
þessu gæti verið fimmtán ára
diskó en lög eins og „Prqfess-
orinn ráðleggur og
„Mmm...“ nota ögn nýtísku-
legri meðul.
Lagasmíðarnar eru ,mis-
jafnar. Platán hefst á ágætu
kynningarlági sem gefúr fyrir-'
heit, „TF-stuð'L og strax á eft
ir kemur „Stanslaust .stuð“,
gott lag með sterkri melódíu
og besta lag plötunnar ásamt
„MMM...“ sem er prýðileg
plusspúðaballaða. Syrpan
„Partídýr/Meira partí“ er göt-
ótt og fulllöng og einhæf, og
„Leitin að prófessornum“
gengur ekki upp þrátt fyrir
ágæta hugmynd.
Palli er fínn raulari, sýnir
svo sem fáa snilldartakta en
passar vel sem fjörkálfurinn
hér. Hann kemur hins vegar á
óvart sem góður textasmiður.
Textahugmyndin er næfur-
þunn, hér er lýst einhverju
stuði sem menn eiga að sjá í
hillingum. Hinu göfgandi en
óljósa diskóstuði er haldið að
manni eins og hríðskota-
byssu; þú skalt komast í
STUÐ, helvítið þitt! Þetta er
nokkurn veginn sama stuðið
og HAM og Funkstrasse hafa
messað yfir lýðnum undan-
farið — það fer óneitanlega
að slá í djókið þegar maður er
búinn að heyra sama brand-
arann hundrað sinnum — en
Palla tekst á köflum að
sprauta nýju stuði í gömlu
stuðlummuna. Betri er hann
þó á persónulegri slóðum, á
effi hæðinni á 22 í hinum við-
kvæma og galopna texta „Er
þetta ást?“ og sem ástfanginn
strandaglópur í úthverfi eftir
stuðnótt í „Sama hvar þú ert“;
„Grasflöturinn vöknar -
blómin signa sig / Hverfið
heldur kjaftí - bara fyrir þig /
Náttúran er dúndur... en
samt er það nærvera þín sem
fær mig til að taka heiminn."
„Stuð“ er fyrsta alvöru
diskóplatan sem kemur út
hérlendis síðan „Ljúfa líf‘
kom út. (Og talandi um hana,
hér er titillagið í veimiltítu-
legri útgáfu.) Þetta er skyldu-
eign fyrir þá sem hafa þeðið
óþreyjufullir í öll þessi ár eftír
meira íslensku diskói, en hinir
hanga auðvitað bara skítsama
í diskóvana kör úti í sínu
stuðlausa homi.
Gunnar Hjálmarsson
flhugaverð heimildaskáldsaga
BJORN TH. BJORNSSON
FALSARINN
MÁLOG MENNING
★★★
í hinni miklu heim-
ildasögu, Falsaran-
um, segir Björn Th.
Björnsson sögu Þor-
valds Þorvaldssonar og af-
komenda hans.
Á síðasta degi ársins 1783
var Þorvaldur, sem þá var um
tvítugt, dæmdur til lífláts fýrir
að hafa falsað peningaseðil.
Þorvaldur var fluttur til Dan-
merkur, en til lífláts kom ekki,
lífstíðarþrælkun skyldi þar
koma í stað. Eftir fimm ára
afþlánun var Þorvaldur náð-
aður. Hann kvæntist danskri
konu og eignaðist með henni
son. Eítír lát eiginkonu sinnar
sneri Þorvaldur aftur til Is-
lands, en sonur hans varð eft-
ir í Danmörku, kvæntist og
eignaðist syni sem komust tíl
mikilla áhrifa. Frá þeim er
síðan kominn stór ættbogi
Schovelina.
Bjöm Th. Björnsson notar
skáldsöguformið til að koma
sögu ættarinnar til skila, en
víkur þó frá því á einstaka
stað, líkt og í síðasta hluta
bókarinnar þegar hann segir
frá kynnum sínum af núlif-
andi afkomanda Þorvalds.
Bókin skiptist í nokkra
hluta og valsað er á milli ffá-
sagna af Þorvaldi og afkom-
endum hans. Saga Þorvalds er
saga af ungum manni sem
„í Falsaranum
sameinast góður
stíll og athyglisvert
efni. Þetta er sér-
lega áhugaverð og
vel skrifuð hók sem
cetti að höfða til
stórs lesendahóps. “
varð að þola harðræði og
mótlæti allt sitt líf. Saga af-
komenda hans er allt önnur.
Mér finnst höfundi ekki tak-
ast fúllkomlega að flétta þessa
ólíku þræði. Verkið virkar
eins og syrpa úr ólíkum átt-
um og bygging þess er óneit-
anlega nokkuð brotakennd.
Höfundur lokar verkinu hins
vegar á mjög áhrifaríkan hátt
og um leið verður auðvelt að
fýrirgefa brotalamir. Þama er
kannski klassíska dæmið um
að þótt verk hafi smíðagalla
varðar sá galli ekki svo miklu
þarsem kostir verksins bæta
hann upp.
Fjölmargar persónur koma
við sögu Schovelin-ættarinn-
ar. Þær eru misvel gerðar af
höfúndar hálfu, en þegar best
tekst til eru þær dregnar
styrkum dráttum, líkt og Alff-
ed Viggo Schovelin konsúll í
Chile, eiginkona hans og for-
eldrar hennar. Margrét, mág-
kona Alfreds, er þó kannski
sú eftirminnilegasta, það er
ævinlega eitthvað heillandi
við þessar dostójevskísku sem
kasta sér að fótum mannsins
sem þær elska og heita hon-
um eilíffi ást.
1 hóp með eftirminnilegum
persónum bókarinnar má
einnig setja ættföðurinn Þor-
vald, listelskan, vel gerðan
dreng sem var dæmdur til að
eiga óblíða ævi. Birni tekst að
varpa sérstökum ljóma á síð-
asta Schovelininn sem kemur
við sögu í lokakaflanum, yfir-
lækninn frá Sviss sem viður-
kennir uppruna sinn af sannri
reisn.
Eins og við er að búast ffá
einum fremsta stílista okkar
er bókin skrifúð á sérlega fal-
legu máli. I Falsaranum sam-
einast góður stíll og athyglis-
vert efni. Bókin er löng, en
lesandinn tapar aldrei athygli
eða áhuga. Það var alltaf eitt-
hvað dramatískt að gerast hjá
Schovelinum.
Bjöm Th. Björnsson hefúr
hér fært okkur stórmerkilega
sögu sem er ævintýri líkust en
þó sönn. Þetta er sérlega
áhugaverð og vel skrifúð bók
sem ætti að höfða til stórs les-
endahóps.
Kolbrún Bergþórsdóttir
Ofullkomin músaíkmynd
af Hauki Morthens
JONASJONASSON
TIL ERU FRÆ
FRÓÐI 1993
★
Haukur heitinn
Morthens heillaði
fleiri kynslóðir
með söng en annar íslend-
ingur hefur gert; hann var
ljúflingur ffam í fingurgóma
með fas heimsmanns.
Á einum stað í bókinni er
haff eftír Árna Elfar að með
dauða Hauks hafi „lokið
merkum kafla í menningar-
sögu landsins“.
Ef til vill finnst einhverjum
að hér sé aðeins of djúpt í ár-
inni tekið. En í orðum Áma
felst meira en sannleikskorn.
Islensk dægurtónlist tuttug-
ustu aldar er vissulega kafli í
menningarsögu landsins, og
ferill Hauks Morthens náði
yfir næstum hálfa öld.
I bókarlok segir Jónas Jón-
asson að „þessi skrif mín um
Hauk Morthens áttu aldrei
að gefa nákvæma mynd af lífi
hans og starfi“.
Hversvegna ekki? Líf og
starf Hauks er svo sannarlega
forvitnilegt bókarefúi, sérílagi
„Bók Jónasar er
alltílagi fyrir sinn
hatt, fyrst hann
cetlaði aldrei að
skrifa bók sem gcefi
nákvœma mynd af
lífi Hauks Mort-
hens ogstarfi.“
ef sú saga er sögð í samhengi
við íslenska dægurtónlist og
skemmtánalíf. En þessu er
semsagt ekki til að dreifa í
bók Jónasar. Hann segist hafa
„þurft að styðjast við mola frá
öðrum til að raða í dálitla
mósaíkmynd af þessum væna
manni“.
Þeir Jónas og Haukur hitt-
ust í örfá skipti vegna bókar-
innar áðuren Haukur dó. I
bókinni em viðtalsbútar jón-
asar við Hauk og nokkra
fleiri, einkum Ragnheiði
Magnúsdóttur, ekkju hans.
Viðtölin við Ragnheiði eru
fróðleg og skemmtileg en
Jónas hefði sem hægast getað
leitað til langtum fleiri til þess
að fá fleiri brot og brotabrot í
mósaíkmyndina. Eins virðist
hann sáralítið hafa lagt sig
effir prentuðum heimildum.
Þannig fer Jónas á hundavaði
yfir sum tímabil í ævi Hauks
meðan öðm, misáhugaverðu
satt að segja, em gerð skil í ít-
arlegu máli.
Hér er kannski ffemur ver-
ið að ritdæma bók sem ekki
var skrifuð en þá bók sem
Jónas sendir nú frá sér. En
það er tæpast við því að búast
að önnur og fullkomnari
ævisaga Hauks Morthens líti
dagsins ljós á næstunni og
þessvegna eiga aðdáendur
Hauks heimtingu á alvöru
ævisögu.
Bók Jónasar er alltílagi fýrir
sinn hatt, fýrst hann ætlaði
aldrei að skrifa bók sem gæfi
nálcvæma mynd af lífi Hauks
Morthens og starfi. Textinn
er lipur einsog Jónasar er von
og vísa en þessi litla bók er
semsagt fremur í ætt tímarits-
greina en metnaðarfúllra ævi-
sagna. Og það er synd.
Hrafn Jökulsson
BOKMENNTA-
GETRAUN
Spurt en Hver er höfundurínn og úr hvaða verld er tilvitnunin. Verðlaun er nýútkomin
hátíðarútgáfa af ljóðabók Tómasar Guðmundssonar, Fögru veröld, frá Álmenna
bókafélaginu.
1.
Hann passaði ekki lengur í þá leiki sern voru í gangi umhverfis. Elcki lengur viðeigandi að leika
sér í bófahasar og bílaleik Hann var hættur að vera barn án þess að vera fúliorðinn. Eiginlega
var hann ekki til.
Gagnfræðaskólinn áttí að búa hann undir að gera gagn. Hann fór á hjólinu í skólasetninguna
og varð sér til mínkunar, mynnkunnar, minnkunar, (skammar), allt af því hann hafði verið í
sveit og var ekki búinn að fá línuna.
Vér hneigjum dauðadæmd höfúð í feld
í milli þess að vér kneyfúm hvert full -
og faldur kemur oss í hug skáldum
meðan þekjan er rofin með hægð;
um síðir bindur blóðöx enda
á marklítíð drykkjuraus vort
Hið bezta var kvæðið flutt.
3.
MALLA: Þú ættir að vinna í karlmannafataverslun. Þá mundirðu standa nakinn bakvið búð-
arborðið og ég kæmi í búðina tíu sinnum á dag að kaupa skóreimar.
MATTI: Áðan þegar ég var að saga hvítan, boginn hrygg fannst mér hann alltíeinu vera af
gamalli konu.
BEGGI: Svona, hættiði þessu rugli! (Við Möllu).
BEGGI: Ert þú orðin fúll, Malla?
Svör merkt "Bókmenntagetraun" sendist PRESSUNNI, Nýbýlavegi 14, 200
Kópavogur, fyrir 20. desember.