Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 4

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 4
HJÁLPUM BÁGSTÖDDUM 4 PRESSAN Miðvikudagurinn 22. desember 1993 og kollegar lians á Al- þingifyrir að laiuna vænsta jólapakka ársins undir trcð Ujá stjórn- málaflokkitni ogstórfyr- irtœkjum landsins. UT- LENSKT, NEITAKK! „Framkvœmdastjóri Am- nesty sagði líka að nú þegar lönd eins og Þýskaland og Sví- þjóð vœru við það að lokafyrir flóttamenn, því þau gœtu ekki tekið við þeim endalaust, þá skyldu íslendingar búa sig undir að taka við þeitn flótta- mönnum sem vœri visað frá þessum löndum. Ég tel ekki líklegt að ísland geti nokkurn tímann tekið við jjölda slíks fólks, hvað svo sem Amnesty fullyrðir... Ég vona að ísiensk stjórnvöld setji varnagla gegn slíku.“ Úr lesandabréfl K.S. til DV: Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, ffamkvæmdastjóri Amnesty á íslandi: „Amnesty International hefiir lagt gífurlega áherslu á að mál hvers einstaklings, sem segist vera pólitískur flóttamaður, sé ítarlega rann- sakað svo hægt sé að skera úr um hverjir eigi rétt á vernd. Þar sem íslensk löggjöf er ekki í samræmi við alþjóða- samþykktir sem íslendingar eru aðilar að hefúr Amnesty farið þess á leit við stjómvöld að löggjöfin verði endur- skoðuð og lagabreytingar endurspegli þær meginreglur um vernd flóttamanna sem við höfum gert að skyldu okkar að framkvæma með því að gerast aðilar að al- þjóðasáttmálum. Mikilvægt er að almenningur geri sér grein fyrir að pólitískir flótta- menn eru þeir sem verið er að vernda með þessum til- lögum um lagabreytingar. Efnahagslegir flóttamenn og þeir, sem flýja vegna afbrota sem þeir hafa framið í landi sínu, hafa ekki sama rétt á vernd og pólitískir flótta- menn.“ SUPER- LIST SEÐLA- BANKANS „Þess vegna varð mér líka Ijóst að það verðmœtamat sem nýlega leit dagsins Ijós og haft er til viðmiðunar við trygging- argjöld bankans er kolrangt; verðmœtið talið vera rútnar 50 milljónir. Bara ein Sche- vingmynd, sem þá var í bankaanddyrinu, og eitt Kjar- valstnálverk, sem ég var beð- inn að meta áður en það lenti í safnhúsi bankans, eru að verðmœti 10 mUljónir krótta... Ekki veit ég hvort bankinn er svona feiminn við að sýna hvað hann er ríkur eða er einungis að spara sér tryggingargjöld í von utn að ekkert komifyrir hjá honum." Úlfar Þormóðsson listrýnir í DV. FJORÐA RÍKIÐ? „Nú hefur tnikill fjöldi af fólki frá löndum þriðja heims- ins sest að á Vesturlöndum og veldur þetta fólk alls staðar hrikalegu vandamáli... Ef ekkert verður að gert munu öll Vesturlönd yfirfyllast af þessu fólki, sem fjölgar sér margfalt meira en fólk af norrcenu kyni. Mun þá norrœni kyn- stofninn, þessi mikilhæfi og glœsilegi kynstofn, fljótlega líða utidir lok... þess vegna þarf að koma á í öllum nor- rœnum löndum löggjöfhoti- utn til eflingar og varnar. “ Magnús Þorsteinsson, bóndi í Vatnsnesi, í Mbl. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaðun „Ég held að það sé mjög hollt fyrir samfélag okkar að fá utanaðkomandi fólk til að koma hér og setjast að. Ég held að við munum læra mikið af því og það verði samfélaginu til góðs.“ Stefán Þórarinsson, rekstrarstjóri Seðlabankans: „Tryggingaverðmæti á listaverkum bankans er rétti- lega sagt hjá Úlfari 55 millj- ónir og það byggist á mati frá árinu 1987 sem síðan hefur fylgt verðlagi að viðbættum kaupum á nýjum verkum. Það má svo sem segja að það sé erfitt að meta hvað svona verk eigi að tryggjast á, en ég tel þessar tölur, sem hann nefndi fyrir þessi tvö lista- verk, allt að því helmingi of háar. Ef eitthvað er hafa þær farið lækkandi undanfarin misseri. En ef Úlfar er með kaupanda að þessum tveim- ur verkum fyrir 10 milljónir króna þá myndi bankinn ör- ugglega hugsa sig um tvisv- ar!“ Hrossakaup ó þingi — gamla flokkakerfið síyrkir sig í sessi Spillingunni boðið heim Á síðustu klukkustundum þings fyrír jólafrí var samþykkt breyting á skattalöggjöfinni þess eðl- is að framlög fyrirtækja til stjórnmálaflokka eru nú frádráttarbær til skatts. Þetta var sam- þykkt með 49 atkvæðum gégn 4'Það voru Kvennalistakonur sem greiddu atkvæði gegn þess- ari tillögu, sem Vilhjálmur Egilsson mælti fyrir. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir er ekki sátt við sam- þykktina. Býður þetta upp á spillingu? „Okkur fínnst það. Fyrir- tæki geta lagt fram veruíegar fjárhæðir til stjórnmálaflokka og fengið þær frádráttarbærar til skatts. Það eru stjórnmála- flokkar sem eru bornir uppi af stöndugum fyrirtækjum sem geta gengið í digra sjóði. Þessir aðilar njóta ívilnana. Hins vegar geta einstaklingar, sem leggja fram fé til stjórn- málaflokka á þeim forsend- um að þeir vilji styðja ein- hveija tiltekna hugsjón, ekki gert þetta með sama hætti. Þannig er stjórnmálaflokkun- um mismunað. Sumum stjórnmálaflokkum er öðru fremur haldið uppi af ein- staklingum og þeir njóta einskis í frádrætti." Þið vilduð að fleiri mála- flokkar nytu frádráttarbœrra framlaga. „Jú, við lögðum til að framlög til þróunarhjálpar yrðu frádráttarbær en það var fellt af sjálfstæðismönnum, alþýðuflokksmönnum og framsóknarmönnum. Þetta finnst okkur skjóta skökku við. I skattalögunum er kveð- ið á um að ffamlög til líknar- mála, menningarstarfsemi, rannsóknarstarfsemi og nú til stjórnmálaflokkanna séu frá- dráttarbær frá skatti. Það eru engin rök fyrir því af hverju það ætti ekki einnig að gilda um þróunarhjálpina. Við Is- lendingar stöndum okkur illa hvað varðar framlög til þró- unarmála og þetta hefði opn- að möguleika til að bæta úr því. Engin rök voru færð fram fyrir því hvers vegna þessu var ekki sinnt.“ En aftur að framlögum fyr- irtœkja til stjórnmálaflokka. Má ekki segja að verið sé að lögleiða mútur? „Ég mundi nú kannski ekki kalla það mútur en það geta myndast veruleg hags- munatengsl. Annað er athygl- isvert í þessu sambandi. Það voru inni í skattalögunum takmarkandi ákvæði um af hvaða tekjum ffamlög mættu reiknast. Upphaflega var þetta 0,5% af ákveðnum tekjustofni. Sú tala stendur, en stofninn var breikkaður verulega. Þarafleiðandi er hægt að hafa upphæðina tals- vert hærri en áður var. Nú má reikna út ffá arði af hluta- bréfum, vaxtatekjum, fjár- magnstekjum og öðru slíku." Má ekki heita óliklegt að jjársterk jyrirtæki styrki flokka sem miða aðjöfnuði? „Það vita allir að það eru fyrst og fremst stóru flokk- arnir sem eiga aðgang að framlögum frá fyrirtækjum. Einnig er miklu líklegra að það séu stjórnarflokkar sem fá ffamlög en þeir sem eru í stjórnarandstöðu. Af hverju ættu fyrirtæki að gefa í kosn- ingasjóði eða leggja ffam fé til stjórnmálaflokka nema þau séu að kaupa sér eitthvert „goodwill“? Það er ekkert annað sem fyrir þeim vakir.“ Elvað flokk heldur þú til dæmis að Eimskipafélagið muni styrkja, kjósi það að gera meira úrpeningunum sínum? „Ég held að svarið liggi í augum uppi. Samtök eins og Kvennalistinn og önnur sem ekki hafa völd í samfélaginu, þau njóta ekki slíkra fram- laga. Það eru aðeins þeir sem hafa völd sem það gera.“ Afhverju heldurðu að þetta hafl verið samþykkt með þetta afgerandi hœtti? „Það eru sveitarstjórnar- kosningar á næsta ári og við erum að horfa upp á ákveðin hrossakaup. Það sem hangir á spýtunni er að framlög til stjórnmálaflokkanna eru hækkuð. Samkomulagið sem gert var er á þá leið að Sjálf- stæðisflokkurinn vill að ffam- lög til stjórnmálaflokkanna séu frádráttarbær til skatts. Á móti kemur að sérfræðiað- stoð til þingflokka og útgáfú- styrkir eru hækkaðir veru- lega. Þetta skiptir máli fyrir hina flokkana, sem margir eru illa staddir fjárhagslega. Þannig eru þetta kaup kaups.“ Má líta á þetta sem jólagjöf stjómmálaflokkanna til handa sjálfum sér? „Jú, það má segja það. Nú vil ég taka það ffam að ég er ekki á móti opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Þeir held ég að verði að vera, annars erum við ofurseld þessum framlögum frá fyrir- tækjum og öðru slíku og þar með meiri hagsmunatengsl- um, sem eru eldd æskileg. En mér finnst þetta kannski ekki rétti tíminn til að fara í þessa aðgerð.“ Jakob Bjarnar Grétarsson debet „Það er skemmtilegast þegar jóla- sveinninn er að gefa mér nammipoka,“ segir Hera Pálmadóttir, 4 ára. „Mér finnst gaman að jólasveinninn gefur í skóinn. Hann hefur oft gefið mer lím- miða í Aladdínbókina og mér finnst gaman að líma inn í hana,“ segir Katla Kristjánsdóttir, 6 ára. „Það er gott að hann gefur í skóinn og nennir að mæta á jólaböll,“ segir Jórunn Gríma Páls- dóttir, 9 ára. „Það er best hvað hann gefur mér í skóinn,“ segir Sigrún Þor- móðsdóttir, 5 ára. „Ég fer alltaf í gott skap ef mér dettur hann í hug. Hann er bestur þegar ég fæ eitthvað almennilegt í skóinn, segir Ragnheiður Vala Ey- þórsdóttir, 8 ara. Gleðigjafi og gott í skóinn — eða hugmyndasnauður og gleyminn? Jólasveinninn er tvímælalaust madur mánaðar- ins en hvað fínnst börnunum sjálfum um sveln- stauiann þann? kredit „Það var leiðinlegast þegar þeir voru að hætta að gefa okkur gott,“ segir Hera Pálmadottir, 4 ára. „Mér finnst allt skemmtilegt við iólasveininn þótt hann gefi mér ekki alltaf það sem mig langar í,“ segir Katla Kristjánsdóttir, 6 ára Darnaskolanemi. „Það er slæmt að hann er alltaf í rauðum fötum og að Grýla er mamma hans,“ segir Jórunn Grima Pálsdóttir, 9 ára. Það er ekkert vont við hann,“ segir Sigrún Þormóðs- dóttir, 5 ára. „Það er verst þegar hann gleymir mér og gefur mér ekkert í skóinn,“ segir Ragnheiður Vala Ey- þórsdóttir, 8 ára.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.