Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 16

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 16
Miðvikudagurinn 22. desember 1993 $js§ §f ia® ffepSíSÆ PRESSAN spyr nokkra fgandvini hvað þeir mundu gefa hvor öðrum í jólagjöf ODDUR BJORNSSON leikrita- skáld: „Mér datt í hug að gefa henni fugla- búr sem í væri finka eða kanarífugl — ekki má það vera páfagaukur. Þetta er svona til að Súsanna minn- ist mín, enda lagði hún til í leikdómi um 13. krossferðina að ég tæki upp á því að tísta eins og fuglar himins- ins. Þetta væri smekkleg jólagjöf, fuglarnir mættu vera tveir svo hægt sé að diskútera listina á einhverju því tungumáli sem við skiljum bæði." SUSANNA SVAVARSDOTTIR gagnrýnandi: „Fótanuddtæki og geislaspilara af því að hann er geisladiskagagnrýn andi. Síðan getur hann setið með fæturna í nuddtækinu og hlustað á diskana og haft það náðugt." HILDUR JONSDOTTIR, ritstjóri Vikublaðsins: „Ég fann góða gjöf handa Hrafni. Það er bók eftir Havelock Ellis sem heitir „Psychopatia Sexualis". Þetta er alfræðirit um undarlega kynlífs- hegðun og þetta væri óskajólagjöf mín til Hrafns og yrði honum von- andi ótæmandi náma í leik og starfi.“ HRAFN GUNNLAUGSSON, framkvæmdastjóri Sjónvarps: „Ég held að maður eigi alltaf að gefa jólagjafir með því hugarfari að þær verði viðkomandi til einhvers góðs. Ef ég ætti að óska Hildi jóla- gjafar þá mundi ég gefa henni heimsreisu með flugmiða sem hægt er að ferðast á í kringum heiminn, því það er alltaf gott að sjá út fyrir túngarðinn.“ Harkalegur dómur Súsönnu um leikrit Odds vakti verulega at- hygli og umræður í haust. Hrafn hefur stefnt Hildi vegna meintra ærumeiðandi ummæla m hann í Vikublaðinu. Wá 1 i J 1 ■m *>

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.