Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 23

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 23
Miövikudagurinn 22. desember 1993 I S L A N D I PRESSAN 23 ERLA RAFNSDÓTTIR Markaðsfræðingur og iandsiiðsþjáifari. Er eins og Svava hörkukvendi sem stýrir fyrirtæki í örum vexti, stoðtækjafyrírtækinu Össuri. Þjálfar að auki kvennalandslið íslands í handknattleik og er landsliðs- kona í handknattleik og knattspyrnu. Geri aðrir betur. Al- HALLDOR BLONDAL landbúnaðarráðherra Halldór er næstum eini málsvari hinnar deyjandi stéttar í iandinu: engill bænda. Og þá okk- ar hinna í leiðinni. Innst inni viljum við auðvitað ekkert að íslenskir bændur deyi út, þrátt fyrir malið um samkeppni og innflutning. Þetta eru frændur okkar og frænkur, afar og ömmur, gott fólk og traust Það má treysta Halldóri til að passa það fyrír okkur. SVAVA JOHANSEN kaupmaður Forkur. Glæsilegur fulltrúi kvenþjóðar- innar í hinum harða viðskiptaheimi. Hefur stjómað unglingatískunni í land- inu um árabil og virðist ekkert á nið- urleið þrátt fyrír alla samkeppnina. Svo fær hún örugglega sitt í gegn á engilsútlitinu einu saman. INGÓogVALA þáttagerðarmenn hjá Sjónvarpinu Hefur í sameiningu tekist að lyfta sjónvarpi upp á æðra plan, eða alla leið til fólksins. Þeim hefur tek- ist að stjórna dægurmálaumræðunni — og henni barasta nokkuð áhugaverðri — í allan vetur. Konur mæta of seint í saumaklúbba og karlar á Kiwanis- fundi alltaf annan hvem miðvikudag. Allt út af þeim. EYÞÓR ARNALDS tónlistarmaður Auk þess að vera alveg óskaplega „gúddí“ er hann afar fær tónlistarmaður. Hann þykir smekklegur með endem- um (nr. 1 á best klædda listanum), kynþokkafullur (alltaf á toppnum þar einnig) og svo hefur hann vit á að hætta í hljómsveit á toppi frægðar sinnar. Fyrir það eitt fer hann til himna. Hann fellur að auki næstum því undir skilgrein- inguna engiil á útlitinu einu saman.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.