Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 6

Pressan - 22.12.1993, Blaðsíða 6
6 PRESSAN F R ÉTT I R Miðvikudagurinn 22. desember 1993 Útboð á hlutafé í SR-mjöli hf. HARALDUR í ANDRA MEÐ ÞÝSKAN BANKA Á BAK VID SIG Haraldur Haraldsson í Andra hf. neitar því ad þýska fyrirtækið KAB standi að baki honum. Búnaðarbank- inn milliliður hans við þýskan banka. Hópur útgerðarmanna ósamstæður og fjárhagsgeta þeirra óviss, sérstaklega í Ijósi deilna um ríkisábyrgðir á skuldum SR. Kapphlaupið um hlutafé í SR-mjöli hf. mun standa á milli tveggja aðila, hóps út- gerðarmanna annars vegar og Andra hf. hins vegar, jafnvel þótt þriðji aðilinn, Akureyrar- bær, hafi skilað inn umbeðn- um upplýsingum til þeirrar nefndar sem síðan mun ákveða hvort einhver um- sækjenda sé fýsilegur til að ganga til samninga við. Hér er í fýrsta lagi um að ræða hóp samsettan af tutt- ugu og tveimur útgerðum loðnubáta með um 48 pró- sent loðnukvótans á bak við sig. Með þeim í samstarfi eru Draupnissjóður, Sjóvá-Al- mennar, Þróimarfélag íslands og Eignarhaldsfélag Alþýðu- bankans, sem hafa öll lýst,yfir áhuga á að kaupa hlutabréf í SR-mjöli hf. Þessi hópur hef- ur yfirlýstan stuðning starfs- mannafélaga allra verksmiðja SR-mjöls, þeirra sveitarfélaga þar sem þær eru staðsettar, auk þess sem olíutélögin þrjú sitja í baksætinu og bíða átekta. Haraldur með er- lenda fjárfesta á bak við sig? Haraldur Haraldsson í Andra hf. hefur forgöngu fyrir hinum „hópnum“ í nafiii fjár- festa sem hyggjast stofna hlutafélag um reksturinn. Heimildir PRESSUNNAR staðhæfa að að baki Andra hf. standi þýska fvrirtækið Kurt A. Becher (KÁB) frá Ham- borg, en það fyrirtæki hefur aftur verið í eigu bandaríska auðhringsins Conagra sl. sex ár. Haraldur neitar því að KAB standi með honum í til- raunum til að eignast SR-mjöl hf., en vill ekki láta uppi hvaða íslenskir aðilar eru í siagtogi með honum. Hafa ýmsir verið nefndir til sög- unnar, m.a. Aðalsteinn Jóns- son, öðru nafni Alli ríki á Eskifirði, einstaklingar. úr Val- fells-ættinni og Sjóvá-Al- mennar, sem samkvæmt þessu ættu að sitja beggja vegna borðs. Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Al- mennra, neitaði því hins vegar i samtali við PRESSUNA að tryggingafélagið stæði að baki Haraldi í Andra. Þriðji aðilinn í þessari keppni er svo Akureyrarbær, en hans áhugi beinist að því að geta tengt Krossanesverk- smiðju sína SR-keðjunni og hefur hann lýst yfir áhuga sín- um á að tengjast hvorum þeirra sem hreppa kann hnossið. Langtímaskuldir SR- mjöls eru nú um einn mfilj- arðúr, að langmestu leyti í Landsbanka en um 50 millj- ónir í Fiskveiðasjóði. Skamm- tímaskuldir eru um 600 millj- ónir, mest afurðalán. Eigna- staða SR-mjöls er um tveir milljarðar króna, eigið fé er talið jákvætt um 450 milljónir en hlutabréf eru falboðin á 650 m.kr. að nafnvirði fyrir íýrirtækið allt. Búnaðarbankinn í milligöngu fyrir þýska bankann Heimildamenn PRESS- UNNAR segja að hugmynd Haralds sé að KAB/Conagra útvegi Andra hf. lánsfé í gegn- um þýskan banka til að fjár- magna hlutafjárkaupin. Með tilliti til deilu Landsbanka og ríkisins um ríkisábyrgðir á lánum SR, sem greint er frá annars staðar hér á opnunni, er sterki leikurinn sá að þýski bankinn geti tryggt Lands- banka íslands jafnsterk veð og ríkisábyrgð veitir, eða þá að lán þýska bankans til Andra hf. dugi einfaldlega til að greiða upp skuld SR/SR-mjöls hf. með þeim hætti sem Landsbankinn telur viðun- andi. Með þessu móti tryggði þýska fyrirtækið sér fram- leiðslu SR-ATH-mjöls til frek- ari sölu og dreifingar og er spuming hvort ekki gæti orð- ið um beint eða óbeint eign- arhald KAB/Conagra á SR- mjöli hf. að ræða í skjóli Andra hf. KAB hefur þegar fjárfest í sambærilegum fýrir- tækjum í Perú og áður í Chile, en samkvæmt íslenskum lög- um er erlendum aðilum óheimilt að eiga hlut í íslensk- um sjávarútvegsfýrirtækjum. PRESSAN hefur traustar heimildir fýrir því að viðræð- ur hafi farið ffarn milli Har- alds í Andra og Búnaðarbank- ans um milligöngu bankans urn viðskipti við hinn þýska banka. Enn hefur ekki verið gengið frá neinum samning- um þar á milli, enda þykir bankamönnum sem Haraldur hafi ekki gengið nægilega tryggilega firá sínum málum í Þýskalandi. Deilan um ríkisábyrgðir á skuldum SR-mjöls getur sett strik í reikninginn fyrir út- gerðarmannahópinn. Þeir þurfa væntanlega að reiða fram fé til að borga upp lánin í Landsbanka eða leggja ffam tryggingar sambærilegar ríkis- ábyrgðinni sem bankinn teldi viðunandi. Þar er um að ræða hátt í milljarð króna, eins og áður segir, og gæti reynst út- gerðarmönnum þrautin þyngri að finna þá peninga. Er ekki leppur en í samvinnu við KAB Haraldur Haraldsson neitar því hins vegar staðfastlega í samtali við PRESSUNA að hann sé á einhvern hátt lepp- ur fýrir KAB eða aðra erlenda aðila. „Ég er í sambandi við erlenda banka, en ekki erlend fýrirtæki. Þetta er hreint unn- ið á bankalegum grunni. Ég æda ekkert að verða einhver leppur fyrir fyrirtæki úti í heimi og verða lögbrjótur fýr- ir. KAB er að sönnu fýrirtæki sem ég er í skiptum við og tala við mörgum sinnum á dag, en það er misskilningur að er- lend fýrirtæki standi í röðum til að fá að koma hingað. Draumur minn í þessu er — gangi það eftir að ég fái þetta — að ég geti boðið öðr- um framleiðendum að koma inn í þetta undir þeim ffam- leiðsluskilyrðum sem ég bý til og þeir geti síðan selt undir þeim standördum. Ég yrði auðvitað í samvinnu við KAB um sölu og dreifingu. Ég myndi nýta mér þá möguleika sem fýlgja samböndum Con- agra í Asíu eins og ég gæti, en það yrði þá á hreinum við- skiptalegum grunni,“ sagði Haraldur. Haraldur vildi ekki nefna hvað hann þýrfti að taka stórt lán hjá umræddum þýskum banka, en sagði að það væru gerðar miklar kröfur um eig- infjárhlutfall, eigið fé SR- mjöls þyrfti að vera 20-25 prósent að lágjnarki ef lán ætti að fást. Eignir SR-mjöls, að því marki sem þær væru metnar veðhæfar, yrðu settar td tryggingar láninu. Nafn- virði hlutabréfa í SR-mjöIi, sem selja á í einu lagi, er 650 m.kr. „Ég er ekki einn á báti, það eru aðilar í þessu með mér hérlendis, en það er óþarfi að upplýsa hverjir á bak við mig standa þangað til á hólminn er komið. Ég veit ekki hversu marga ég þarf að hafa með mér fýrr en tölur SR-mjöls hf. liggja fýrir, en ég tel að það til- boð sem ég kem til með að gera verði vel ásættanlegt,“ sagði Haraldur. Ósamstæður hópur Menn hafá velt því fýrir sér af hverju Akureyrarbær hefúr blandað sér í þessi mál. Heim- Udir PRESSUNNAR segja að rekstur Krossanesverksmiðj- unnar hafi gengið mjög Ula og Akureyrarbær standi í ábyrgð- um fyrir og hafi yfirtekið skuldir allt að 600 milljónum króna. Ahugi hans beinist að því að tengjast SR-verksmiðj- unum og minnka þar með tap bæjarins af verksmiðjunni. Það sem hann leggi með sér sé ekki síst það tap sem hægt sé að selja nýjum eiganda og myndi nýtast í skattalegu til- liti. Eins hafi Akureyrarbær húg á að nýi eigandinn setji upp skrifstofu í bænum og skapi þar með atvinnutæki- færi þar. Hagsmunir Sjóvár-Al- mennra eru miklir. Þeir eiga hiut í ESSO, sem selur olíu til rekstrarins og útgerðarinnar, þeir eiga hlut í Nesskipum, sem fengi væntanlega tryggða flutninga með mjöl, og þeir fengju áffarn tryggingar fyrir SR- verksmiðjumar. Gunnlaugur Briem, fram- kvæmdastjóri Draupnissjóðs- ins, sagði í viðtali við PRESS- UNA að sjóðurinn hefði lýst áhuga á að fjárfesta í fyrirtæk- inu. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um hversu mikinn hlut fýrirtækið hefði hug á að eignast, enda ætti enn eftir að fara yfir fýrirliggjandi upplýs- ingar. Hiutur sjóðsins yrði hins vegar ekki mjög stór. Þróunarfélagið og Eignar- haldsfélag Alþýðubankans koma inn á svipuðum for- sendum og Draupnissjóður sem fjárfestar. Fjárhagsstaða loðnuútgerð- arinnar þessa dagana mun al- mennt nokkuð slæm eftir dræmar veiðar síðustu mán- uði og geta hennar til fiárfest- inga þar af leíðandi lítil. Óvissa rikir síðan um hvort olíufélögunum er heimilt að fjárfesta með beinum hætti í sjávarútvegi og fiskvinnslu, þar sem þau eru að hluta til í eigu erlendra aðila. Finnur Sveinbjömsson, deildarstjóri hjá viðskiptaráðuneytinu, sagði að hingað til hefðu menn litið í gegnum fingur sér við olíuféiögin þótt þau eignuðust hlut í útgerðarfýrir- tækjum og fiskvinnslu vegna upptöku viðskiptaskulda. Hann taldi hins vegar líkur á að athugasemdir yrðu gerðar af hálfú ráðuneytisins ef olíu- fyrirtækin hygðust fiárfesta með beinum hætti í fýrirtæki eins og SR-mjöli hf. Hlutabréf í SR-mjöli fyrir hlutabréf í Stöð 2? Fjárhagleg geta Haralds í Andra hefur verið vefengd. Hann tapaði stórfé á útgerð Alaskatogarans og samstarf hans við aðra fiskmjölsfram- leiðendur í ísmjöli sL ár hefur ekki skilað þeim arði sem til var ætlast. Aðspurður um hvert hann gæti seilst eftir fiármunum minnti Haraldur á hlut sinn í Stöð 2. „Það er ágætt verð á bréf- um þar, ef þarf að selja. Ég á nokkuð stóran hlut þar." Tilboð verða svo opnuð 28. desember nk Hreppi Harald- ur fyrirtækið kemur endan- lega í ljós hverjir standa með honum, annars ekki. Páll H. Hannesson BÚNAÐARBANKINN Haraldur hefur átt viðræður við bankann vegna lánafyrirgreiðslu frá þýskum banka.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.