Pressan


Pressan - 13.01.1994, Qupperneq 12

Pressan - 13.01.1994, Qupperneq 12
MYND: JIM SMART Myndin aff Dorian Gray Ljósmynd felur í sér stund dauðans að því marki að hún breytir fólki í hlut. Sumir trúa því að Ijósmynd ræni sálinni. Hvernig bregst fólk við mynd af sjálfu sér? Lítur fólk í speg- il daglega og spáir í spilin? Er með fésið lesið? Portrett vik- unnareraf Haraldi Jónssyni myndlistarmanni. HARALDUR JONSSON: „Jaá! Þessi Ijósmynd, þessi pappírshúð, er augljóslega ekki ég! Þetta kemur mér mikið á óvart. Ég kannast ekki við þennan svip. Þetta gæti verið leikstjóri eða leikmyndateiknari frá A-Evrópu — einhvers staðar á bilinu Finnland-Króatía. Það er eitt- hvað slavneskt við þennan mann. Hann er á óræðum aldri en þó greinilega kynþroska, það sprettur eitthvað á andlitinu á honum. Ein- hverja fortíð má greina í svipnum þrátt fyrir ákveðið sakleysi. Við spurningunni hvort hann eigi möguleika í kvenþjóðina þá á hann það örugglega en þá sem útlendingur á Islandi. Hann gæti verið nýbúi og talað íslensku og þá með tiltölulega litlum hreim miðað við upprun- ann. Eftir því yrði ekki tekið fyrr en eftir korter til tuttugu mínútur að hann er ekki af íslensku bergi brotinn. Það er eins og hann sé rétt bú- inn að taka eftir einhverju sérkennilegu en svipurinn er óræður: Hann er mjúkur og harður í senn og horfir jafnvei áminnandi á eitthvað sem maður veit ekki hvað er. Ég mundi gjarnan vilja kynnast þessum manni, hann býr yfir ýmsum leyndarmálum." Súsan baðar sig með Sinfóníunni Sinfóníu- hljómsveit íslands EINLEIKARI: OLLI MUSTONEN HLJÓMSVEITARSTJÓRI: OSMO VÁNSKÁ PÍANÓKONSERT NR. 3 EFTIR —F5ACHMANINOFF SINFÓNÍA NR. 3 EFTIR BRUCKNER að er til siðs hjá flytjendum klassískrar tónlistar að reyna að koma vel fyrir. Menn koma prúðbúnir til leiks, ganga fram á svið, hneigja sig pent og byrja svo að spila. Meðan á flutn- ingnum stendur á tónlistin sjálf að tala og flytjandinn beitir þeim hreyfingum við hljóðfærið sem nauðsynlegar eru, en helst ekki meira en það. Sannur listamaður ber virðingu fyrir því sem hann er að gera; tónlistin á að flæða áreynslulaust í gegnum hann beint inn í hjarta áheyrandans. Auðvitað litast hún þó af persónuleika, stíl og sannfæringu túlkandans; ef svo væri ekki hljómaði til dæmis þriðji píanókonsert Rachmaninoffs alltaf eins, hver svo sem flytjandinn væri. Finnski píanóleikarinn Olli Mu- stonen lék einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands síðastliðið fímmtudagskvöld og var verkið á efnisskránni einmitt þessi píanó- konsert. Af fúrðulegu látbragði pí- anóleikarans á meðan á flutningn- um stóð mátti ætla að hann væri að gefa Rachmaninoff langt nef. Hann baðaði út öllum öngum; var sífellt að þurrka af sér svitann með væmnum handahreyfingum og kreppti annan fótinn eða glennti hann eitthvað út í loftið. Helst ,>Að sjálfsögðu voru þessi ýktu styrkleikabrigði undirstrikuð með eggjandi, trúðslegu látbragði og helst vantaði bara netsokka- buxurnar til að fullkomna atriðið. “ minnti hann mig á nektaratriðið fræga, „Súsan baðar sig“, sem tíma- ritið Samúel gerði góð skil á sínum tíma. Hinir heimskulegu tilburðir Olla tónlistarmanns eru þó ekki einskorðaðir við Rachmaninoff, því mér er sagt af fróðu fólki að svona sé hann alltaf, sama hvert viðfangs- efnið sé. Ef til vill er hann að gera grín að allri klassík og má það auð- vitað vel vera. Píanókonsertinn spilaði hann í sjálfú sér ekki svo illa, en klúðraði þó mikilvægum atriðum. I fyrsta þætti verksins var til dæmis hver hending leikin þannig að hann sótti skyndilega í sig veðrið í byrjun, en dró svo snögglega úr styrkleika. Af- leiðingin varð sú að endanóturnar heyrðust yfirleitt ekki. Að sjálfsögðu voru þessi ýktu styrkleikabrigði undirstrikuð með eggjandi, trúðs- legu látbragði og helst vantaði bara netsokkabuxurnar til að fúllkomna atriðið. Síðara verkið á efnisskránni var Sinfónía nr. 3 eftir Bruckner. Þar vorum við sem betur fer laus við píanóleikarann. Þessi sinfónía er ákaflega erfið, bæði fyrir hljóðfæra- leikarana og þá sem á hlýða. Verkið er mjög langt og áttu margir áheyr- endur í mesta basli við að halda at- hyglinni svo lengi. Enda fékk hún dræmar viðtökur. Samt var hún yfirleitt mjög vel leikin. Osmo Vánska er greinilega ffábær hljóm- sveitarstjóri. Hinir sterku hlutar verksins hljómuðu eins og kröftug- ar holskeflur, því veiku hlutarnir voru svo vel mótaðir. Útkoman varð því eins og málverk með skær- um litum og dimmum skuggum. Hljómsveitarstjórinn náði þann- ig að skapa hálffrúarlegt andrúms- loft, þar sem öfl ljóss og myrkurs takast á. Þetta á einkar vel við í tón- list Bruckners, enda var hann mikið upptekinn af trúmálum og samdi margar trúarlegar tónsmíðar. 12B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.