Pressan - 13.01.1994, Síða 13

Pressan - 13.01.1994, Síða 13
Alvara lífsins Y N D L I S T GUIMIXIAR ÁRNASON Magnus Kjartansson, Kjarvalsstöðum í STUHU MÁU: MAGNÚSI ER MIKIL ALVARA Á SÝNINGU ÞAR SEM HANN BREYTIR UM STÍL, EN MEÐ MISJÖFNUM ÁR- ANGRI. Magnús Kjartansson kemur öll- um þeim sem hafa fylgst með ferli hans í opna skjöldu með fyrirvara- lausri vinkilbeygju. Það er einna lík- ast því að hann hafi tekið ham- skiptum og nýr listamaður skriðið úr skinninu, og kannski fleiri en einn. Það er erfitt, en ekki útilokað, að finna samlíkingar við fyrri verk listamannsins, en það er þó eins og maður sé að bera saman tvær ólíkar persónur. Kannski er það viðfangs- efnið sem hefur svona áhrif á fólk — píslarsagan, þjáning og frelsun mannsins — stór viðfangsefni sem útheimta að mikið sé á sig lagt. Magnús hefúr tekið áskoruninni með því að gjörbreyta myndstíl sín- um. Hann hefur notað töluvert af blandaðri tækni til þessa, beitt ljós- myndatækninni á grafiskan hátt, með sterkum andstæðum í hvítu og svörtu, skærum litum og dregið hlutina kraftmiklum dráttum, sem hefur minnt á brútistann Dubuffet á stundum. En í þesum verkum er tónninn allur þýðari, mikið ber á mildum og híýjum jarðtónum, okkurgulum og síennarauðum, m.ö.o. „ítölskum“ litum, og hlut- irnir eru dregnir á realískari hátt. En það er ekki myndstíllinn sem leitar mest á mann þegar þessar rnyndir eru skoðaðar heldur mynd- efiiið, inntakið. Myndirnar eru ekki nema níu, en þær eru mjög stórar og fylla salinn, þ.e. ekki hefði verið hægt að bæta við fleirum. Þeim má skipta í tvo hópa. í fjórum mynd- anna eru minni úr píslarsögu Krists, þ.e. píslargangan, krossfest- ingin, föstudagurinn langi og upp- risan. En píslarsagan gerist ekki í landinu helga heldur Laugarnesinu. „Píslarsagan gerist ekki í landinu helga heldur Laugar- nesinu. Kristur er krossfestur fyrir framan nýja Sambands- húsið. “ Kristur er krossfestur fyrir framan nýja Sambandshúsið. í fjórðu myndinni, „Upprisu“, sést hins vegar aðeins í fót með sár á ristinni við hliðina á skál. Allar eru mynd- irnar mjög efnismiklar, byggðar upp með sandi og tréflísum, sem ímyndin er máluð er inn í, eins og til að leggja áherslu á aðgreiningu efnis og anda, sálar og líkama. Hinar myndirnar fimm eru nokkuð frábrugðnar þessum. Þær vísa ekki til píslarsögunnar, tvær þeirra hafa tilvísun í boðun Maríu í titlinum, en enga beina myndlýs- ingu af atburðum Biblíunnar. Það sem fyllir út í myndflötinn á fjórum þeirra eru höfúð þar sem höndum er haldið fyrir andlitið. Það fer eng- inn í grafgötur með að hér er við- fangsefnið djúpar tilfinningar, þjáning og örvænting. Er hægt að velja sér erfiðara viðfangsefni? Er þetta yfirleitt viðfangsefni sem myndlist samtímans ræður við? Það er umhugsunarvert að þótt það sé tabú að sýna þjáningu sína á almannafæri eða jafnvel í þröngum hópi (sá þjáði hylur andlitið), þá er- um við umkringd ímyndum og eft- irmyndum af þjáningu annarra í fféttamyndum, sjónvarpi og kvik- myndum. Við viljum fyrir alla muni forðast nána snertingu við þjáninguna sjálfa en erum sólgin í frásagnir af óförum og ógæfú fólks. Enda fitnar skemmtanaiðnaðaur rækilega á því að seðja eftirspurn okkar eftir hættulausum ímyndum þjáningarinnar. Ef Spielberg getur skrúfað ffá tárakirtlum lýðsins með milljarða- kvikmynd um fjölda- morð gyðinga, hverju hefur þá myndlist við að bæta? Allt hefur verið reynt og öllum brögðum beitt til að fá okkur til að hrylla við tilhugsuninni um óbæri- legar þjáningar. En þetta er retórík, mælska, og af henni höfúm við nóg. En við höfum líka unun af mælskunni og erum alltaf tilbúin að gefa okkur henni á vald og verða snortin, enda veltur allt á því að mælskan hrífi. Þetta er þó ekkert annað en uppgerð. Öll list sem reynir að skýra ffá og lýsa þjáningu manna virðist ekki komast hjá því að beita fyrir sig mælsku í einhverri mynd og höfða til tilfinningasemi fólks. Þetta er spurning hvað maður sættir sig við í listinni. Lætur maður sér nægja blekkingarleikinn sem rambar sífellt á barmi ótrúverðugr- ar tilfinningasemi? Eða krefst mað- ur þess að listaverkið eigi einhveija hlutdeild í þeirri þjáningu sem hún lýsir? Ef svo er þá er kannski ekkert annað ráð en að „hylja andlitið“, þ.e.a.s. sýna hana ekki beint. Mig grunar að það hafi á endanum orð- ið niðurstaða Magnúsar í myndinni „Feneyjaskólinn I: Boðunin“. Ef lit- ið er á myndirnar frá Laugarnesinu sem upphaf seríunnar, þar sem mest er lagt upp úr sviðsetningu og myndlýsingu, þá er þessi mynd lokapunkturinn, þar sem hulið andlitið er falið bak við málverkið. Það er eins og Magnús hafi málað yfir myndina, nema rétt í kringum augun, þar sem sést í fingur sem halda fyrir andlitið. Það væri afar harðneskjulegt að segja að sýningin væri misheppnuð — það eru fáir sem hella sér jafn innilega út í viðfangsefhin — en þetta er eina myndin sem er fylli- lega trúverðug, ef ég hef skilið við- fangsefni Magnúsar rétt. Það eru nokkur smáatriði sem trufla stemmninguna á sýningunni, eins og símtólið sem er tengt við kross — beinlínusamband við guð- dóminn — sem er alveg á skjön við myndina, og latneskar áletranir skornar í spýtur, sem er ofaukið t.d. í „Boðun Maríu“. Ég gæti trúað að myndirnar nytu sín betur við aðrar aðstæður, sérstaklega „Boðun Mar- íu“, „Memento“ og „Feneyjaskól- inn I“, t.d. í minni sal, með dekkri bakgrunni og mildari lýsingu. Þegar svo mikið er í húfi má engu skeika. Chaplin og Heiðar sætastir bakh I i ð i n Guðmundur Rúnar Lúðvíksson, trúbador á Fógetanum til margra ára, furðufúgl, hjólreiðamaður og myndlist- armaður, fer utan til Rotterdam í næstu viku tii að halda áfram að rækta listgrein sína. Þar mun hann að auki halda sýn- ingu. Með vorinu tekur hann svo þátt í myndarlegri samsýningu á Bretlandi í til- efni lýðveldisárs. Sagt er að það sé ekki síst honum að þakka að efnt verður til þeirrar sýningar. - Sefurðu í náttfötum? Aldrei. Alltaf nakinn með’ann alveg bí- sperrtan.“ Hvort sefur þú meira eða vakir yfir sjón- varpinu? Ég horfi aldrei á sjónvarp. Ef ég horfi á það þá sef ég yfir því. Hver erfallegasti karlmaður sem þú hef- ur séð? Mér finnst Chaplin sætastur, svo finnst mér Heiðar snyrtir voða sætur. ' Hvort er í meira uppáhaldi hjá þér, Ingibjörg Sólrún Císladóttir eða Markús Örn Antonsson? Hverjir eru það? Ég þekki þau ekki. ’ Hver er þinn eðlilegi háralitur? líárið er eiginlega bara horfið. Ég held . að það sé skolleitt, - að minnsta kosti stendur það í passanum mínum. Hvaða ilmvatn notarðu? :Ég held að það sé bara svitafýla dags- I daglega. Lestu viðskiptablað Morgunblaðsins? Er það til líka? Áttuplötu með Björk Guðmundsdóttur? Iá. Telurðu að Kristján Jóhannsson sé heimsfrœgur? Ég vil setja spurningarmerki við það, en fyrir mér er hann heimsfrægur. Hann er góður listamaður. Hvort finnst þér Bubbi betri týpa sem mjúki eða harði maðurinn? Hefúr hann einhvern tíma verið mjúk- ur eða harður? Mér finnst hann bara góður eins og hann er. Ertu daðrari í eðli þínu? Örugglega. Hlustar þú á Heimi Steinsson? Nei. Trúirðu á líf eftir dauðann? Nei, ég trúi að við lifum í dauðanum nú þegar. Hvaða dýrategund vildirðu helst til- lieyra? Ég er ofsalega hrifinn af flugum. Það er sennilega af því ég hnýti flugur sjálfúr. Já, ég myndi vilja vera fluga. Hvað telurðu þig hafafengið helst í vöggugjöffrá móður þinni annars vegar ogföðurþínum hins vegar? Frekjuna frá móður minni en vísinda- hyggjuna frá föður mínum. Áttufrœga forfeður? Mér er sagt að Bólu-Hjálmar sé frændi minn. Það hefði ekki þótt neitt voða fínt einhvern tíma. En mér finnst það voða fínt. Hvað varstu gamall þegar þú uppgötv- aðir þig sem kynveru? Ha, Kínverja? Já, kynveru. Tíu, ellefu ára. Ég man einmitt eftir því að á þess- um aldri skrifaði ég „ríða“ á skólavegg og var skammaður af skólastjóranum. Um leið var ég upplýstur um hvað orð- ið ríða þýðir. Hver er uppáhaldslíkamsparturinn þinn? Hendurnar. Hvaða líkamspart hatarðu mest? Tærnar. Þær eru óþolandi. Hvertferðu þegar þú vilt láta þig hverfa? Oftast á vinnustofuna en stundum í fjöruferð. Ertu karlremba? Já. Hverjar eru hetjurnar þínar? Prins Valíant og Ástríkur. Skilafrestur launaskýrslna o.fl. gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna sem skila ber á árinu 1994 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1993 verið ákveðinn sem hér segir: 1. Til og með 21. janúar 1994: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 4. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með 20. febrúar 1994: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 3. Til og með síðasta skiladegi skattífamtala 1994: 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1993 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrirfærri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994 PRESSAN 13B

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.