Pressan - 13.01.1994, Síða 16

Pressan - 13.01.1994, Síða 16
Funheit ást fær útrás í matargerð Ast Titu og Pedros birtist í ýmsum myndum í Kryddlegnum hjörtum. Réttur sem kallar fram óstjórnlegar ástríður Kornhænur í rósablaðasósu mtöluðustu kvik- myndir síðasta árs eiga allar sammerkt að fjalla um for- boðna ást; myndir á borð við Öld sak- leysisins, sem Stjörnubíó sýnir um þessar mundir, og kvikmyndir Regnbogans Píanó og Kryddlegin hjörtu. Sú síðarnefnda — sem væntanlega margir eru spenntir að sjá eftir að hún var tekin út af mexí- kósku kvikmyndahátíðinni — verðiir frumsýnd á allra næstu dög- um. Nýlega sló Como Agua Para Chocolate, eins og Kryddlegin hjörtu heitir á frummálinu, öll sýn- ingarmet í Bandaríkjunum í flokki erlendra mynda. Þá kannast margir við ástríður aðalpersónunnar, Titu, úr samnefndri bók sem kom út fýr- ir jólin 1992, sem kvikmyndin fylgir svo að segja alveg eftir. í tilefni sýningar myndarinnar hafa kokkarnir á veitingahúsinu Óperu verið að setja sig í stellingar Titu, sem ekki er á hvers manns færi. Víst er þó að það borgar sig að hafa góða skapið uppi við á meðan eldað er, enda skiptir ástarkryddið svo að segja öllu við matargerðina. Samstarf Regnbogans og Café Óperu snýst um það að hverjum bíómiða fylgir tilboð um sex til átta rétta mexíkóska máltíð á 1.980 krónur á rósum skreyttum borð- unr. Auk þess sem allir fá frítt tequ- ila-staup fýrir matinn er á eftir boð- ið upp á svokallað Marino-kaffi, sem er vel áfengisstyrkt kaffi. Til- boðið mun standa svo lengi sem kvikmyndin gengur. Er það vel við hæfi, enda kemur maður jafnsvang- ur út af þessari mynd og dönsku Óskarsverðlaunamyndinni Babettes gæstebud, sællar minningar. Margir 12 rósir, helst rauðar (og lífrænt ræktaðar hjá ástmeginum) 12 kastaníuhnetur 2 msk. smjör m*-2 msk. maísenamjöl 2 dropar rósabragðefni 2 msk. anís 2 msk. hunang 2 hvítlaukar 6 kornhænur (fást í Danmörku) eða fasanar (sem eru ófáanlegir), kjúklingar geta komið í staðinn, en þá mun færri 1 pithaya (ávöxtur klifurkaktus- tegundar með sama nafni) Frá forsýningu myndarinnar í Regnboganum, þar sem kokkarnir á Café Óperu gáfu forsmekkinn að ástríðufullum mat. Frumsýningin verður öllu skrautlegri. eða kjúklingur, og piprað eftir smekk. Rósablöðin eru tínd af rósinni af varfærni og þau síðan mulin í morteli ásamt an- ísnum. Kastaníuhneturnar eru brúnaðar, afhýddar, soðnar í vatni Kornhænurnar, eða kjúklingur, eru brúnaðar í smjöri. Það dugir kornhænunum enda eru þær smá- ar, en kjúklinginn verður svo að steikja í ofni í tilsettan tíma. Saltað Lítið, sætt og pottþétt KAFFIBARINN FRIKKI OG DÝRIÐ BERGSTA0ASTRÆTI 1 SÍM111588 ★★★★ Það hefur vantað eina tegund veitingastaða í Reykjavík: staði með litla, fljótlega rétti, alvörumat sem þó þarf ekki að borga stórfé fýrir eða setja á sig slifsi áður en gengið er inn. Fyrstu tilraunirnar voru hraðgrillstaðirnir, sem á endanum urðu þó flestir eins og hver önnur '“Tjóðvegabúlla og eyðilögðu melt- inguna án þess að lækna svengdina. Heilum flokki ofar eru til dæmis Hard Rock Café og Grillhús Guð- mundar, en matseðillinn á báðurn stöðum er þungur og best nothæf- ur til að lækna heiftarlega þynnku. Þar á ofan bætast nýrri staðir í mið- bænum, svo sem Sólon íslandus og Kaffrbarinn Frikki og Dýrið. Matseðillinn á Kaffibarnum er einfaldur: aðalréttur (kr. 600-700), súpa með brauði (u.þ.b. 350), vel útilátið salat (í dýrari kantinum þó, upp undir fimmhundruðkall) og langlokur. Að auki er í boði osta- fondue, sem finnst líklega ekki ann- ars staðar í bænum en löngu var orðið tímabært að næmi land. Allt hefur þetta reynst PRESSUNNI úr- valsmatur og er sérstök ástæða til að nefna einstaklega ljúffengt av- ókadó-salat. Skrautfjöður kokksins er náttúr- lega aðalrétturinn og er hann breytilegur frá degi til dags. PRESS- AN veit ekki hvar kokkurinn hefúr numið list sína, en honum hefur ekki mistekist í þau skipti sem blað- ið hefur komið í heimsókn. Oftast er á borðum nýr fiskur, gjarna með suðrænum tilbrigðum. Sósur og krydd er notað af nægri smekkvísi til að hráefhið fær að njóta sín en kafnar ekki. Salatið, sem fýlgir með, er það ferskasta sem bragðlaukar PRESSUNNAR hafa hitt lengi. ögn síður tekst upp með aðra rétti, svo sem chili con carne, sem var gott, en ekki meira en það — vantaði herslumuninn til að ná upp í fisk- réttina. Þjónustan á Kaffibarnum er eins og við var að búast: mjög góð. Hún er persónuleg án þess að verða væmin eða yfirborðskennd og hröð og snurðulaus án þess að vera upp- skrúfuð og þjónaskólaleg. Þetta voru eigendurnir Friðrik og Dýrleif þekkt fýrir áður og þeim hefúr tek- ist að koma því beinleið til skila til annars starfsfólks. Að tvennu er hægt að finna: hús- næðið er lítið og borðum raðað svo þétt saman að lappalangir geta lent í erfiðleikum með að koma skönk- unum á sér þægilega fýrir til lang- frama. Hitt er að hætta er á að aðal- rétturinn sé ekki til — hann ein- faldlega klárast of snemma. Þess vegna getur verið skynsamlegt að hringja á undan sér. Það er þó von- andi byrjunarvandamál á meðan vertarnir eru að átta sig á því hversu mörgum má búast við í mat á degi hverjum. Ef tekst að halda uppi þessum standard á matnum hlýtur þeim að fara fjölgandi. og maukaðar. Hvítlaukurinn ersax- aður smátt og steiktur í smjörinu. Þegar hann er orðinn glær er kast- aníuhnetumaukinu bætt í ásamt mulinni pithaya, hunanginu, rósa- blöðunum og salti eftir smekk. Til að þykkja sósuna má bæta tveimur teskeiðum af maísenamjöli út í. Að lokum er allt síað og aðeins tveim- ur dropum af rósabragðefni bætt út í, ekki meira því þá er hætt við að rétturinn ilmi of mikið og rósa- bragðið verði of sterkt. Þegar sós- an er orðin vel krydduð er hún tek- in af hitanum. Kornhænurnar, eða kjúklingurinn ef vill, eru lagðar í sósuna í tíu mínútur til að þær sjúgi hana í sig. Sé þessi máltíð elduð af ástríðu er enginn vafi á að hún get- ur brætt hvaða hjarta sem er. hafa haft á orði, sem þegar hafa séð myndina, að eilítil hlýja, jafnvel kynlíf, kæmi sér einnig vel á eftir. Frumsýningin sjálf verður svo þónokkurt sjónarspil, þvi þá koma saman átta • „mexíkóskir riddarar" frá hestamannafélaginu Gusti (þar með talinn að öllum líkindum Balt- asar Kormákur) sem munu ríða Laugaveginn með kyndla og enda för sína á Café Óperu. Rúsínan í pylsuendanum er funheitur kven maður sem mun ganga nakinn út með frumsýningargestunum og tylla sér svo (með yfirhöfn) á bak einum hestinum. Af hverju eru fagrar konur ekki brúklegar í bólinu? f einhverjum aðstæð- um loðir sú ímynd við fagrar konur að þær séu ekki alls kostar brúklegar þegar í bólið er komið. Hugtakið „bara horfa en ekki snerta" eigi hvað best við um þær. Skýringin á þessu er sögð eiga rætur í sjúklegri athyglisþörf sem byggð hefur verið upp smátt og smátt á grunni eilífra ummæla fólks um fegurð þeirra. Verst eru dæmin þar sem konurnar hafa notið óskiptrar athygli vegna fegurðarinnar frá barnsaldri. Verst hafi þetta komið niður á kynlífinu, sem hjá þeim sé í raun ekkert annað en framlenging á athyglisþörfinni. Kjarni málsins er nefnilega sá að falleg kona trúir því að það sé nóg að karlmaðurinn fái að njóta fegurðar hennar. Ábyrgðin á kynlífinu sé því karlmannanna. Dæmigerðar spurningar sem fagrar konur spyrja í miðjum klíð- um eru spurningar á borð við: „Hve mikið langaði þig í mig þegar þú sást mig fyrst?" eða „Hvaða partur líkama míns þykir þér falleg- astur?" — jafnvel „Er ég fallegasta kona sem þú hefur séð?" Þá spyrja þær gjarnan í hverjum ástaleik hvort karlmönnunum finnist þær hafa bætt á sig. Það liggur Ijóst fyrir að fallegar konur þurfa að hafa lítið fyrir því að fá karlmenn í bólið. En launin séu einmitt í samræmi við erf- iðið, þ.e.a.s lítilfjörlegt kynlíf. Sumir halda því fram að goðsögnin um fögru konuna og forljóta karlmanninn eigi einmitt rætur í þessu, en það er önnur saga. Sérfræðingar um bólfarir segja kynlíf öðrum þræði byggjast á jafnræði elskendanna, bæði hvað varðar væntingar og látbragð. Þetta komi m.a. í veg fyrir að karlmaðurinn þurfi eilíflega að vera í hlutverki húsbóndans og kvenmaðurinn í hlutverki þrælsins (nema einhver vilji leika þann leik sjálfur). Þetta ber þó ekki skilja sem svo að fegurðin ein skipti máli. Ef fólk kafar örlítið dýpra sér það vitanlega að svo er ekki. Þetta staf- ar af því að allir hinir eru svo uppteknir af fegurð viðkomandi. M.ö.o. á kynþokki sér aðeins dýpri rætur. Maður greinir hann ekki nema maður hlusti jafnt sem horfi... Nautnin mín. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir dagskrárgeröarmaöur hjá Sjón- varpinu er fiskur í hvaða mynd sem er og ískalt blávatn með. * A eftir eitthvað súkkulaði- kyns og nett fótsnyrting.66 16B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 13. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.