Pressan - 19.05.1994, Blaðsíða 2
Eins og allir vita kemur Björk „okkar“ og heldur tón-
leika í Laugardalshöll 19. júní ásamt hljómsveit sinni.
Forsala aðgöngumiða hófst á þriðjudaginn og sendi
Smekkleysa 3.000 miða í plötubúðir. í lok dagsins höíðu bor-
ist pantanir upp á 1.500 miða til viðbótar þannig að það er
deginum ljósara að miðar munu klárast löngu íyrir konsert-
inn. í kringum 5.000 miðar verða seldir á tónleikana, 1.200 í
sæti og 3.800 í stæði, en miðaverð er það sama, kr. 1.800.
Mikill áhugi er á tónleikunum og mun Smekkleysa hafa
fengið áttatíu fyrirspurnir erlendis ífá á þriðjudaginn. Mikill
Björk í Spitting Image
æsingur hefur gripið
um sig á tölvunetinu
„Blue Eyed Pop“, en
það er alþjóðlegt
tölvunet þar sem að-
dáendur Bjarkar
skiptast á slúðri og
upplýsingum. Annar
hver einstaklingur
sem er í áskrift að
netinu ætlar að
koma til Islands að
sjá goðið á heima-
velli.
Björk hefur nú
hlotnast enn einn
heiðurinn. Það er
ekki nóg með að
Sigmund hafi teilcn-
að hana heldur hafa
nú bresku spaugar-
arnir hjá Spitting
Image gert af henni
dúkku. Síðasdiðið
sunnudagskvöld
kom dúkkan fram í
fyrsta skipti og leiddi
ímyndaða hljóm-
sveit, „The Butt-
oms“, ígrínatriði...
Nokkrar konur munu eiga
sér þann draum að setja á
stofn útvarpsstöð. I þeim
hópi eru meðal annarra Valgerður
Matthíasdóttir, sem lengi var orð-
uð við útvarpsstjórastöðu á Aðal-
stöðinni áður en Sjónvarpið krækti
í hana til að stjórna I sannleika sagt
ásamt Ingólfi Margeirssyni. Aðrar
konur sem sagðar eru tengjast
þessu eru Inger Anna Aifcman,
sem lengst af sá um þáttagerð á Að-
alstöðinni en síðar á Bylgjunni,
Edda Björgvinsdóttir leikkona,
Katrín Snæhólm Baldursdóttir,
sem sagði starfi sínu lausu á Aðal-
stöðinni fyrir skemmstu af
óánægjuástæðum, og fleiri. Ekkert
hefur verið ákveðið enn, en þó
mun líklegt að þessi hugmynd
komi til framkvæmda, enda mun
áhugi margra víst verulegur. Eftir
því sem PRESSAN kemst næst er
vinnuheiti stöðvarinnar „Hjarta-
stöðin“. Það kemur ekki á óvart,
enda hafa allar þessar áðurnefndu
konur verið orðaðar við nýöld-
ina...
Dani finnur fyrirsætur á börum
Undanfarna daga hefur Dani nokkur að nafni Poulsen sést á rölti bara á milli í borginni. Hann var þó ekki
eingöngu í þeim erindagjörðum að drepa tímann, eins og svo margir, heldur var hann á höttunum effir
fögrum íslenskum kvenpeningi. Ástæðan er sú að danskt fyrirtæki, sem selur fatnað m.a. til allra Norður-
landanna — vestur-Norðurlandanna einnig, Hollands og Austurríkis, hyggst nýta sér íslenskar ungmeyjar og fáeina
ungsveina sem fýrirsætur fyrir katalóg sem fýrirtækið gefut' út fýrir vetrartískuna. En ekki aðeins verða fyrirsæturn-
ar íslenskar heldur umhverfið einnig, því ráðgert er að taka myndirnar á íslandi í sumar. Fyrirtæki þetta selur föt í
verslunina Elfur hér á landi og mun línan sem þeir æda að kynna næst eiga að heita Cha cha cha. Til stóð að vinsa
úr fjöldanum í gærkvöldi með aðstoð dansks stílista sem kom til landsins á vegum fýrirtækisins í gær. Að sögn Po-
ulsens mun leitin hafa gengið vel enda fannst honum, eins og svo mörgum öðrum údendingum, íslensku stúlkurn-
ar afar fallegar. Fyrir valinu urðu tíu til fimmtán fýrirsætur á aldrinum 16 til 22 ára. Ekki pikkaði þó Poulsen fýrir-
sæturnar allar beint upp af börum bæjarins heldur hafði hann einnig samband við tvær stærstu módelumboðsskrif-
stofur hér á landi. Aðspurður um á hvaða bar hann hefði komist yfir flestar stúlkurnar sagði hann á Kaffibarnum,
en þar hefði hann hangið flestöll kvöld og skemmt sér vel...
Olíklegasti popparinn
Tónlistarferill Arna Sigfússonar
Borgarstjórinn í Reykjavík á
að baki þó nokkurn tónlist-
arferil. Hann er lúnkinn á
kassagítarinn og hefur samið fjöld-
ann allan af lögum og textum þótt
aðeins fjögur hafi heyrst opinber-
lega. Þegar hann var aðeins átján
ára kom fýrsfa lag hans út. Þetta var
lagið „Heimaey" og var lagið eitt af
fjórum sem komu út á plötu til
styrktar uppbyggingu Vestmanna-
eyja eftir eldgosið 1973. Lagið er í
flutningi „Brynjólfsbúðar“, sem var
kassagítars-þjóðlagadúett skipaður
Árna og Ómari Sigurbergssyni inn-
anhússarkitekt. Um undirleik í lag-
inu sáu Arnþór Helgason, Sigurður
Árnason og Sigurður Þórarinsson.
Aðrir flytjendur á plötunni, sem
hét „Eyjaliðið", voru Árni Johnsen,
Ási í Bæ og bræðurnir Gísli og Arn-
þór Helgasynir.
Þegar Árni gekk í MH árið eftir
varð hann snemma virkur félagi í
kór skólans. Hann hefur haldið
tryggð við kórinn og treður stund-
um upp með gömlum félögum.
Næsta opinbera lag Árna var
þjóðhátíðarlagið „Ágústnótt“, sem
hljómsveitir Þjóðhátíðarinnar
fluttu í Vestmannaeyjum 1978.
Ekki fer miklum sögum af poppar-
anum Árna á meðan nýbylgjan og
gleðipoppið tröllriðu íslensku tón-
listarlífi, og það var ekki fýrr en fýr-
ir bæjarstjórnarkosningarnar 1990
að næsta lag Árna kom á markað-
inn, „Skattalagið“. SUS-arar nýttu
sér óvinsældir ríkisstjórnarinnar,
gáfu lagið út á lítilli beygluplötu
(flexi) og sendu til ungra kjósenda í
Reykjavík. Lagið var sungið af Sig-
ríði Beinteinsdóttur, Pálma Gunn-
arssyni, Agli Ólafssyni og Jóhönnu
Linnet.
Eins og sjá má af ofantöldu virð-
Árni Johnsen, alþingismaður
og frændi
„Mér finnst þetta mjög fallegt
lag. Árni semur yfirleitt afar mel-
ódísk og angurvær lög og hann er
líka skemmtilegur textahöfundur.“
Árni Matthíasson, poppfræð-
ingur Morgunblaðsins
„Það er ljóst að ffamtíð Árna Sig-
fússonar liggur ffekar í pólitík en
poppinu. Hann og Árni Johnsen
eru auðheyrilega sprottnir úr sama
vermireitnum í Vestmannaeyjum,
en Johnsen á arnarkló."
Andrea Jónsdóttir, dagskrár-
gerðarmaður á Rás 2
„Manni dettur náttúrlega í hug
Reykjavíkur-lagið hans Davíðs,
nema hvað Árni gengur skrefinu
lengra og semur lagið líka. Kannski
er hann heppinn að Egill vildi ekki
syngja lagið — eða svo segir kjaffa-
sagan — þá væri samlíkingin of
mikil. Þetta lag er náttúrlega voða
fallegt og Pálmi gerir þetta vel, þótt
lagið sé hvorki það besta né versta
sem hann hefur gert. Þetta er svona
týpískt íslenskt og fallega væmið
dægurlag.“
Skúli Helgason, ritstjóri
R-listablaðsins
„Vorið í Reykjavík"
„Ég hef ekkert vit á poppmúsík
- en ég hef það á tilfinningunni að
meistari Árni Johnsen hefði jafnvel
lyft þessu lagi í enn hærri gæða-
flokk. Textinn vekur sérstaka at-
hygli, einkum línan um hina and-
andi ávexti."
ist alltaf þurfa tilefni til að poppar-
inn Árni fari á stjá. Nú er aldeilis
tilefhið og því hefur Árni dreift
nýju lagi á útvarpsstöðvarnar. Þetta
er lagið „Borgin okkar“ sem Pálmi
Gunnarsson syngur. Hvernig því
mun vegna á vinsældalistunum á
effir að koma í ljós, en PRESSAN
fékk fjóra einstaklinga til að tjá sig
um lagið.
Borgin mín
Lag og texti Árni Sigfússon
Borgin mín kær,
böðuð í sól
i birtunni léttist mín lund
skýin nú bera,
huga minn heim
i borginni ntinni við sund.
(Viðlag)
Stúlkan sem lofaðist mér
í laut við menntaskólann
lífs míns félagi er og brosir...
Ég ann þér, ástkæra mær
og eflist í barnanna kiið
ég bið þig, borgin min kær
að veita þeim gæfu og frið, gæfú og frið.
Svo cr um flest,
sem kært fólki er
að fátt fær þvi steypt og grandað
efbarniðervarið,
það ávexti ber
sem brátt geta gefið og andað.
(Viðlag endurtekið)
Svo vaka dagar,
vikur og ár
vegurinn gefúr og tekur
minningin góð,
sem græðir öll sár
gleður þig, styrkir og vekur.
2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ1994