Pressan - 19.05.1994, Page 6
Ævintýradrengurinn
og útlagastúlkan
Fólk úti á landi
er engin fífl
Hljómsveitirnar Bong og Bubbleflies hafa verið að boða sitt
dansvæna fagnaðarerindi að undanförnu á miklum tónleika-
rúnti sem ber yfirskriftina „Grúvi sé lof og dýrð“. Eyþór Arn-
alds, annar hluti Bong-flokksins, segir hér lesendmn PRESS-
UNNAR allt um túrinn og fleira til.
JÓI í ÆUINTÝRA-
LEIT (OG FRAM-
HALD í TVEIMUR
BÓKUM)
HÖF.: ÖRN KLÓI
ÚTG.: IÐUNN REYKJAVÍK
CA. 1955
myndunaraflið gerir manninn
ósigrandi. Allir kannast við það
úr barnæsku og kannski langt
fram eftir aldri hvernig leita má
hugsvölunar í flugi hugans gegn
hverjum þeim niðurlægingum
sem hversdagslífið býr okkur; á
skólalóðinni ertu hrekktur og
hrjáður af þeim sem meira mega
sín, en í dagdraumunum fá þeir
makleg málagjöld þegar þú, sterk-
ur, frægur og jafnvel grár fyrir
járnum, þeytir þeirn í allar áttir.
Einhversstaðar í höíðinu raðar lé-
legasti auli íþróttaæfinganna inn
glæsimörkum fyrir landsliðið og
uppsker fagnaðarstunur þúsund-
anna í stúkunni, og mesti hallæris-
gæi ballanna vefur fegurðardísun-
um um fingur sér í erótískum
fantasíum. Úrþví mannskepnunni
er gert að rogast með
sjálfsmynd, sem hefúr
oft ekki raunverulegar
forsendur til annars en
að vera bæði hrörleg og
lítilsigld, má kannski
segja að ímyndunarafl-
ið sé sá varnarmekan-
ismi sem gerir mönn-
um kleift að afbera líf-
ið; það er nokkurskon-
ar ónæmiskerfi sálar-
innar gegn fánýti tilver-
unnar.
Það er verðugt unt-
hugsunarefni að velta
íýrir sér hve stór hluti
af bókmenntum ver-
aldarinnar er sprottinn
beinlínis úr þessari þörf
ntanna til að fljúga á
vængjum hugans frá
eigin tilgangsleysi. Allir
þeir höfundar, kreppt-
ir, hæddir og mæddir,
sem hafa smíðað sér
alter ego í formi sögu-
persóna sem vinna
ótrúlegustu afrek. Ein-
hversstaðar las ég hug-
leiðingu eftir Thor Vil-
hjálmsson unt afar
óspennandi mann af
norsku bergi, höfund
klámfenginna bóka
þarsem hann „skrifaði
sig upp í rúm“ hjá
helstu glæsidömum ver-
aldar. Thor notaði yfir
þetta þýska hugtakið
„ersatzlitteratur“, sem
mætti kannski þýða sem
uppbótarbókmenntir,
og er haft yfir allskyns
gervimennsku. En
kannski leynast svipaðar
hvatir að baki fleiri sagnaritunar
þótt ekki sé það alltaf jafri augljóst,
og hljóta þá að hvarfla að manni
spurningar um hvað þeim að-
krepptu og heiminum gleymdu
eyjarskeggjum hér langt úti í hafi
gekk til að búa til sögur um landa
sína sem fóru með vopnum og
dýrum skáldskap víða um lönd og
nutu allsstaðar frægra sigra og
skáldalauna.
Islenskur höfundur bóka fýrir
stálpaða unglinga kallaði sig „Örn
Klóa“ og var dáður og vinsæll á
sjötta og sjöunda áratugnum og
hefúr laundrjúg áhrif enn, og varla
held ég að hægt sé að finna aug-
ljósari eða skemmtilegri dæmi um
fantasíur þarsem menn bæta sér
upp gráan hversdagsveruleikann
en bækurnar sem hann skrifaði.
Jói í ævintýraleit er fyrsta bókin í
flokknum um Jóa Jóns, sem er
nokkurskonr sambræðingur af öll-
um bardagahetjum heimsins;
Tarsan, Súperman, Hróa hetti,
nema Jói er unglingur í litlu ís-
lensku sjávarþorpi, frumskógur
hans er gömul fiskimjölsverk-
smiðja, óvinirnir hópur óknytta-
stráka, samherjarnir flokkur ungra
kvenskáta, vígvellirnir fjaran,
beituskúrarnir og sleðabrekka
kauptúnsins. Að öðru leyti vantar
ekkert af skyldugum innanstokks-
munum spennusagna, því að á
þessu sögusviði og með áður-
nefndu persónugalleríi gerast blóð-
ugar stórorrustur, þarna takast
manngæskan og hetjuskapurinn á
við sadisma og grimmilega fólsku.
Jói er ýmist sautján ára eða
fimmtán (síðum bókarinnar ber
ekki alveg saman um það). Hann
er að uppruna hjartveikur væskill
sem kvelst undan kvalalosta eldri
bróður sem var „taugaveiklaður,
skapbráður og hið mesta fól“, og
lætur innræti sitt bitna á litla bróð-
ur og gengur hvað eftir annað af
honum hálfdauðum. Uns Jói rís
upp, fer að kynna sér „heilbrigðis-
og aflkerfi Charles Atlas“ og verður
gersamlega ósigrandi, leikur sér
hlæjandi og með bros á vör að því
að sigra stórar sveitir blóðþyrstra
fúlmenna, og gerist verndari allra
sem minna mega sín. „Eðlilegur
roði, djúpur, reglubundinn andar-
dráttur og hvelfdur brjóstkassi; allt
bar þetta vitni þess að maðurinn
var ósnortinn af neyzlu eiturefna,
er svo rnargur ungur og gamall
hafði fallið fyrir. Og óþvingaðar,
fjaðurmagnaðar hreyfingar hans,
sem voru í senn liprar og stæltar,
voru ólíklegar ffá „stæl gæ“, sem
stundar sjoppurnar og þá dans-
leiki, er réttilega voru nefndir
„skröll unga fólksins“. Jói Jóns, en
þetta var einmitt hann, var hús-
bóndi tilfinninga og gerða, en hinir
eru þrælar Bakkusar, eða annarra
miskunnarlausra eiturkonunga,
sem festa rótum í hjörtum æsku-
mannanna, er skortir sjálfstæði í
hugsunum og gerðum til þess að
forðast það víti, sem fyrr eða síðar
steypir þeim í glötun.“
Andstæðingar Jóa eru óknytta-
strákar einsog áður sagði, undir
forystu Runka og Hnúa, sem eru
alveg ótrúlegir fantar og níðingar;
persónulýsingar þeirra hefðu sómt
sér á hvaða fjöldamorðingja sem
mannkynssagan kann frá að
greina; þeir eiga þá eina hugsjón að
gera líf annarra þorpsbarna að
botnlausri kvöl, og tækist það ef Jói
sæi ekki ævinlega við þeim. Og það
er ekkert dregið úr því
að Jói er í bráðri lífs-
hættu þarsem hann
sveiflar sér í köðlum í
ryðgaðri beinamjöls-
verksmiðjunni undan
sveitum organdi glæpa-
hyskisins. Jói á einn
bandamann, eða öllu
heldur skjólstæðing,
sem Pétur heitir, og svo
er að sjálfsögðu stúlka í
spilinu, útíagadrottn-
ingin Kiddý Munda
(sem reyndar er systir
bófaforingjans Hnúa).
Svona er kvenhetjan
kynnt til sögunnar:
„Útlagadrottningin!
mælti Pétur með inni-
legri aðdáun í röddinni.
„Nafngiftina hefúr
Kiddý Munda hlotið
vegna röskleika síns og
áræðis, og eins og nafn-
giftin gefur til kynna,
hefur engin skátastúlka,
sem vitað er um, farið í
jafnmargar útilegur
sem hún. Og auk þess
hefúr JCiddý áunnið sér
— hylli og virðingu allra
vegna sérlega góðrar
kunnáttu í „hjálp í við-
lögum“, en þar hefur
kunnátta hennar orðið
mörgurn til bjargar.“
Það þarf varla að
taka fram að þau ná
saman á endanum:
„Ævintýradrengurinn
laut niður að útlaga-
stúlkunni, er brosti til
hans gegnum tárin og
augu hennar lýstu
ósegjanlega mikilli
hamingju, er varir þeirra mættust í
heitum, innilegum kossi...“
Öllum þeim skáldum er skortir
hugmyndaflug ættu þessar bækur
að vera skyldulesning, og ennþá
hafa þær áhrif á íslenskar bók-
menntir, því að fýrir fáeinum ár-
um gaf Smekkleysa út bókina Mið-
nætursólborgin eftir ungan höf-
und, Jón Gnarr að nafni, þarsem
Jói, Kiddý, Hnúi, Runki og co. eru
endurvakin í hroðalegri heims-
endaveröld með blóði, eiturlyfjum
og sadisma. Og það sem rneira er,
höfundurinn Örn Klói mun enn
vera á meðal vor og við bestu
heilsu að því er mínar heimildir
greina; hann kvað heita Kristján
Jónsson í borgaralegu lífi, og ef
væri ég litterert hneigður blaða-
maður myndi ég að sjálfsögðu
steðja á hans fund með við-
talsgræjurnar.
ruð þið með þessari yfirferð
að gefa landsbyggðarfólíánu
valkost við gleðipoppið?
„Já, það var löngu kominn tími
til þess. Þetta er líka tækifæri fýrir
Bong og Bubbleflies að kynnast
þjóðinni sinni. Við tökum með
okkur góða menn, þá plötusnúða
Þossa og Grétar. Þetta er hin sanna
byggðastefúa!“
Þegar viðtalið fer fram hefur
hópurinn troðið upp einu sinni, á
Isafirði. MH og Akranes voru á
þriðjudag og miðvikudag, Akur-
eyri verður tekin með trompi um
þessa helgi og lokagrúvið verður á
Vopnafirði á sunnudagskvöld.
Hvernig gekk grúvið í ísfirðinga?
„ísafjörður er erfiður staður og
dýrt að fara þangað með jafhstóran
pakka og okkar. Þetta gekk allt upp
eins og kraftaverk, enda byrjaði
ballið á miðnætti og stóð til þrjú
aðfaranótt uppstigningardagsins.
Við fengum 200 manns, sem er
mjög gott. Það hafa stórar hljóm-
sveitir farið flatt á ísafirði. Ég nefni
engin nöfn, en popphljómsveit
með stóru P-i fékk ekki nema
fjörutíu manns föstudagskvöldið
áður. Það er því engin spurning að
fólk úti á landi er engin fifl. Ég veit
ekki hvort það var út af tónlistinni
eða einhverju öðru en fólkið var í
fljúgandi fíling — mikil gleði í
gangi. Hámarkið var þegar við tók-
um „Do you remember?“ í tíu
mínútna útgáfu. Fyrstu fjórar voru
bara eitt hljómborð og söngur, en
allir sungu með, meira að segja
hörðustu rokkararnir kunnu lagið
— það var fagurt.“
Túrinn endar á Vopnafirði.
Verður það síðasta sýning sam-
starfsins?
„Ja, þessi túr endar að minnsta
kosti þá. Við mununt kasta mæð-
inni, líta yfir farinn veg og sjá svo
til. Þetta hefur allt gerst mjög hratt.
Við vorum að vonast til að stjórn-
völd fengju okkur til að spila á
Þingvöllum 17. júní, en það hefur
enginn hringt ennþá. Við tökum
annars bara einn dag í einu eins og
sannir alkóhólistar.“
Já, er mikið drukkið?
„Þetta er mjög gott vatn,“ segir
Eyþór og bendir á glasið. „Vökva-
neysla mannsins er algjört grund-
vallaratriði svo hann haldi lífi. Þótt
maðurinn lifi illa án tónlistar lifir
hann alls ekki án drykkjar. Það er
því rétt: Við drekkum.“
Er þessi túr eitthvað frábrugðinn
öllutn Todmobile-túrunum sem þú
hefurfarið?
„Þessi pakki er mun fjölbreytt-
ari. Við lögum okkur að aðstæð-
um. Við reynum að skapa klúbba-
stemmningu — þetta er ekki bara
„nú kemur hljómsveitin og nú er
pása“ — heldur er stöðug
stemmning allt kvöldið. Við förum
inn í lög hver hjá öðrum — það er
hálfgerð fjölskyldustemmning í
gangi. Þetta er fjölskylduhátíð.“
Lendir þú ekki í þeirri aðstöðu að
vera pabbinn í þessari fiölskyldu
þegar Bubbleflies-strákarnir eru
jafnkolvitlausir partímenn og raun
ber vitni?
„Ég reyni að láta Guð forða mér
frá því. Það er stórhættulegt að
breytast í einhverja barnapíu,
„pabbarnir“ lenda alltaf illa í því.
Við erum með gott starfslið: Rót-
arinn sér í hvaða átt menn æða og
það hefur enginn misst af flugvél
ennþá.“
Bong tekur eitin dag í einu, eins
og þú segir. Eruð þið samt ekki að
pœla í stórri plötu á árinu?
„Ekki beinlínis, en það verður
líklegast niðurstaðan. Fyrsta hugs-
unin er að gera tónlist en ekki að
gera plötu, svipað og fýrsta hugs-
unin með að halda tónleika er ekki
sú að redda „sponsurum" heldur
að spila góða tónlist. Við ætlum að
halda áfram að gera tónlist og sjá
hvernig viðtökur hún fær, hér og á
öðrum eyjum, Vestmannaeyjum,
Grímsey, Bretlandseyjum...“
Voruð þið ekki einmitt að ota
ykkar tota þar nýlega?
„Ja, við vorum aðallega úti til að
hlusta á tónlist. Við fengum góðar
viðtökur og mjög góðan leiðsögu-
mann á næturlífið. Við hittum fullt
af góðu fólki. Aðalmálið er að ná
sambandi við sjálfan sig áður en
rnaður fer í að redda samböndum
við einhveija aðra. Það samband
var eflt til muna og við hlustuðum
á Bong með útgefendum og tón-
listarfólki, sem gaf okkur lærdóms-
ríka gagnrýni. Varstu búinn að
heyra af litlu plötunni sem er að
koma út með okkur?“
Ha, nei!
„ZYX er að gefa út „Do you
remember?" í Þýskalandi og CNR í
Benelux-löndunum og Skandinav-
íu — fimrn mix af því lagi.“
Og á svo ekki að Jylgja útgáfunni
eftir með látum?
„Besta leiðin til að fýlgja eftir
góðu lagi er auðvitað bara að gera
fleiri góð lög. Mér finnst persónu-
lega miklu merkilegra að spila á
Vopnafirði en að vera gefinn út í
Þýskalandi. Það hafa svo margir
gefið út plötur í Þýskalandi en ör-
fáir hafa farið með stóra hluti til
Vopnafjarðar.“
Gunnar H.
„Jói rís upp,fer að kynna sér
„heilbrigðis- og aflkerfi Charl-
es Atlas “ og verður gersam-
lega ósigrandi... “
6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ 1994