Pressan - 19.05.1994, Qupperneq 14
Guð forði mér og mínum
heittelskaða frá því aðverða
menning-
arvitar
Kolbrún Bergþórsdóttir
heimsótti
Elínborgu Halldórsdóttur, sem einu
sinni var Ellý í
Q4U, en vill
nú vera
Fullt naíh hennar er
Elínborg Halldórs-
dóttir en venjulega er
hún kölluð Ellý og
það nafii tengist enn
hljómsveitinni Q4U
sem hún hætti þó að
syngja með fyrir tíu árum.
Hún er móðir tveggja barna,
Ernu tíu ára og Þórarins Jökuls sex
vikna, en sonurinn er í daglegu tali
og „til styttingar" kallaður Díðíus
Fjólsen Proppé. Þórarin Jökul á
Ellý með sambýlismanni sínum,
Guðmundi Þórarinssyni kvik-
myndagerðarmanni, eða Mumma
eins og hann er kallaður. Þau búa í
skemmtilega innréttaðri íbúð í
vesturbænum. Innanstokks ber
mikið á gömlum munum sem þau
hafa saínað.
„Hver innréttaði?“ spyr ég.
„Ég gerði það nú, en hafðu það
„við“,“ segir hún. „Ég sé mikið til
um innréttingarnar en Mummi
hjálpar mér og vill gera meira en ég
leyfi honum. Við erum bæði frek
og stjórnsöm.“
Það er ár síðan hún kynntist sam-
býlismanni sínum í afmœli hjá sam-
eiginlegum vini.
„Hann birtist þar með einhverri
flugffeyjudruslu sem hann var að
dilla með. Það var nú greinilega
ekki merkilegt samband þar sem
við urðum strax ástfangin (og höf-
um verið það síðan). Daginn eftir
hringdi Mummi í mig og bauð mér
hlutverk í stuttmynd sem hann var
að gera. Ég varð voða spennt.
Hann kom svo til mín með hand-
ritið, sem ég náttúrlega nennti ekki
að lesa, en sagði samt já. Vinur
minn rak augun í handritið og las
það. Honum fannst filutverkið sem
mér var boðið langt fýrir neðan
mína virðingu en það gekk út á
nekt og framhjáhald. Ég hafnaði
því hlutverkinu þó að mér hafi lit-
ist vel á Mumma. Hann var nú
samt ekki á því að sleppa mér og
bauð mér í staðinn mun skemmti-
legra hlutverk og einnig að sjá um
búningahönnun í kviJanyndinni.
Þannig byrjaði samband okkar og
gerir Mummi off: grín að mér; að
ég hafi fallið fýrir elsta trikki í kvik-
myndasögunni: tilboði um að
verða fræg kvikmyndastjarna.“
Er öðruvísi að eiga barn rúmlega
þrítugur en rúmlega tvítugur?
„Það er öðruvísi núna og miklu
betra. Um tvítugt var ég ekld tilbú-
in að eignast barn. Núna hef ég
þroska, tíma og áhuga á að eignast
fjölskyldu.“
Ætlarðu að eiga fleiri börn?
„Já, eitt enn. Mig langar til að
eiga tvö á svipuðum aldri.“
Ellý hœtti að syngja þegar hún
eignaðist dóttur sína, Emu, með þá-
verandi sambýlismanni sínum sem
var bassaleikari Q4U. Það eru tíu ár
síðan. Hún var þá tuttugu og tveggja
ára og hafði verið viðloðandi popp-
bransann ífimm ár.
„Ég held ég hafi ekki haft nógu
mikinn áhuga á poppbransanum,“
segir hún.
Var ekki gatnan að vera ungur og
frœgur?
„Ég var nú bara ffæg að endem-
um.“
Eti peningahliðin?
„Nær öll vinna okkar var unnin
kauplaust. Við vorum alltaf skít-
blönk. Aðra vinnu var ekki hægt
að stunda nema í stuttan tíma í
einu þvi það var svo mikið að gera
í hljómsveitinni. Þess vegna mætti
maður illa eða alls ekki í vinnu og
missti hana einfaldlega. Þessi vinna
var eins og áhugamál, þetta var
ekki öðruvísi. Lífið snerist um
hana og það var alltaf nóg að gera.
Ég held að við höfum mest verið
að skemmta okkur sjálf, við vorunr
ekki mikið að velta því fýrir okkur
hvað öðrum fannst. Það fýlgdi
„Ég var nú bara fræg að endemum.
þessu mikið sukk, djamm og
skemmtanir en það hentaði mér á
þeim tíma. Þetta var ákveðinn lífs-
stíll.“
Þurftirðu að taka þig á til að losna
undan honutn?
„Út úr öllu ruglinu endaði ég
náttúrlega í meðferð og síðan hef
ég ekki snert áfengi eða annan
óskapnað. Eftir á finnst mér í raun
og veru að það hafi verið skárra að
taka út þetta tímabil þegar ég var
hálfgerður krakki og hafði ekki
meira vit í kollinum. Það er ömur-
legt að horfa upp á fúllorðið fólk
útúrdópað og drukkið.“
Þú sakttar ekki hljómsveitarár-
anna?
„Svo sannarlega ekld. Ef ég ætti
að lifa aftur þá mundi ég vilja
sleppa því tímabili ævi minnar.
Ég mundi aldrei fara upp á svið í
dag. Mér finnst ég líka orðin of
gömul, enda önnur kynslóð tekin
við.“
Svo starfaðir þú sem fatafella.
„Island er lítið þjóðfélag og það
er erfitt að starfa við slíkt hér. Ég
fékk vel borgað. Ég fékk á tímann
það sem ég var með í mánaðar-
kaup í annarri vinnu. Þetta var ekki
klámsýning, miklu ffemur eróbikk
nema hvað ég fór úr, en þó ekki
nærbuxunum. Af minni hálfú var
þetta hörkuvinna þótt ég hafi haft
gaman af athyglinni sem ég fékk.
Það fýlgdi þessu mikið af ferða-
lögum og skemmtilegum uppá-
ekkert við.“
Ellý tók síðan að sér hefðbundnari
vinnu, vann á skóladagheimili og við
aðstoðarkennslu.
„Dagvistar- og skólakerfið hefur
tekið við foreldrahlutverkinu og
það stífa prógramm sem því fýlgir
ekki hverju ég mundi vilja sérhæfa
mig í.
Eg hef áhuga fýrir innanhúss-
arkitektúr en það er ekki nógu
praktískt, maður fær ekki vinnu
við það. Ég hef sminkað og unnið
við búningagerð fýrir kvikmyndir.
Ég hef líka unnið mikið við módel-
störf. Um tíma fór ég að læra smíð-
ar í Iðnskólanum. Ég var líka f
Tollskólanum. Ég gerði mikinn
usla í tollinum, þeir voru ekki alveg
sáttir við mig. Sumum yfirmönn-
„Hann birtist þar með einhverri Jlug-
freyjudruslu sem hann var að dilla
með. “
gerir að verkum að börn fá ekki
lengur að vera börn. Þau fá ekki
frelsið sem þau þurfa. Við fengum
frelsið en hinsvegar var skólakerfið
þá mjög rotið. Ég man þegar ég var
í Breiðagerðisskóla að þá kenndi
þar eðlisfræði maður sem drakk
mikið. Hann barði einu sinni strák
í mínum bekk, kastaði honum í
gólfið og sparkaði í hann. Bekkur-
inn fór upp til skólastjórans og þar
var ég í fararbroddi. „Við viljum
nýjan eðlisfræðikennara," sagði ég.
Þá hlupu allir hinir krakkarnir í
burtu. Ég stóð ein eftir skelfingu
lostin. Skólastjórinn lokaði hurð-
inni og síðan tuskaði hann mig til
og sló. Ég sagði pabba og mömmu
frá þessu en það var ekki hlustað á
mig. Strákurinn sem var laminn er
núna íþróttafféttaritari.
Ef barnið okkar Mumma kæmi
unum leist ekki alveg nógu vel á
mig. Það var ekki vegna neins sem
ég gerði heldur vegna fortíðar
minnar. Aðrir vildu samt gefa mér
tækifæri.
Allt bóklegt finnst mér hundleið-
„Þetta var ekki klámsýning, miklu
fremur eróbikk nema hvað égfór úr.
„Ég er ekki enn búin að ákveða hvað ég
œtla að verða þegar ég verð stór. “
komum. Þetta var mjög erfitt en
mér fannst þetta skemmtilegra en
að syngja. Þegar ég var að syngja
var ég stundum púuð niður en
þarna vakti ég allsherjar lukku.
Annars kom ég aldrei ffam undir
nafni og ætlaðist ekki til að neinn
vissi hver ég væri, en það var blað-
asnápur eins og þú sem afhjúpaði
leyndardóminn. Þó held ég að dul-
úðin sem fýlgdi Bonny hafi gert
hana mun meira spennandi. Ég leit
aldrei á Bonny sem mig sjálfa held-
ur sem skemmtikraft sem kom mér
heim og segði að kennari hefði
lamið sig þá mundi ég ekki líða það
og ég er viss um að það sama á við
um aðra foreldra. Þetta var öðru-
vísi þegar við vorum að alast upp.“
Þig langar ekki í nám?
„Jú, ég er alltaf á leiðinni en svo
veit ég aldrei hvað ég á að leggja
fýrir mig. Það hefur staðið mér fýr-
ir þrifúm. Ég þarf mikla tilbreyt-
ingu.
Ég hef áhuga á myndlist og mála
sjálf. Það er svo margt sem ég hef
gaman af að gera í listinni en veit
inlegt að læra. Ég les lítið, mér
finnst miklu skemmtilegra að
skrifa sjálf.“
Hvað skrifarðu?
„Reyndar hef ég ekki skrifað
lengi, en ég skrifaði sögur og ljóð
meðan ég var í hljómsveitinni.“
Mér er sagt að þú hajir spádóms-
gáfu og spáir í spil.
„Já. Það er nú eitt af því sem ég
er löt við núna. Á sínum tíma vor-
um við í hvítagaldri, ég og vinkon-
ur mínar margar. Hann stjórnaði
lífi mínu má segja. Ég gerði ekkert
af því sem spilin sögðu að ég mætti
ekki gera. Ég er mikið til hætt þessu
núna, en spilin á ég reyndar enn.
Að spá í spil byggist að hluta til á
sálffæði, þá þarf að vera næmur á
fólk og tilfinningar þess.“
Ertu skyggn?
„Nei. Sem betur fer.“
En orðið vör við eitthvað?
„Það hefúr tvisvar gerst að rúm-
ið mitt hristist. Ég lá í rúminu og
það var eins og einhver tæki í það
og fleygði því upp. Mér fannst eins
og einhver væri að skamma mig. 1
fýrsta sinn sem þetta gerðist var ég
ekki hrædd og ekki viss um að
þetta hefði gerst, en svo gerðist það
óþekkt hús-
móðir í Vest-
urbænum.
aftur og þá varð ég mjög hrædd.
Þetta er það síðasta sem ég hef
fúndið fýrir og það eru fjögur ár
síðan.“
Hefurðu aldrei séð neitt?
„Jú. Ég hef séð.“
Hvað?
„Ljós. Mjög einkennilegt ljós.
Tvisvar. í fýrra skiptið var ég ein og
þá lýsti ljósið upp svefnherbergið.
Allt varð skjannabjart. Það fór svo í
litla kúlu sem hvarf. Þetta var mjög
fallegt og mér leið vel á eftir. I
seinna skiptið var ég að spá fýrir
vinkonu minni og þá var eins og
ljósið væri þykkt og á fljúgandi ferð
um herbergið. Við fundum báðar
hvernig það straukst við okkur.
Vinkona mín varð ákaflega hrædd,
æpti og veinaði."
Hvað heldurðu að þetta hafi ver-
ið?
„Ég veit það ekki en í fýrra skipt-
ið held ég að það hafi verið eitt-
hvað gott. I seinna skiptið er ég
ekki viss um að svo hafi verið, mér
fannst það eitthvað slæmt. Á því
tímabili var ég eitthvað að galdra
og vandræðast. Þegar ég var að
galdra sá ég ýmislegt og fékk mar-
traðir. Það á enginn að fikta við
það sem hann þekkir ekki.“
Þú heldur að það sé hœgt að vekja
upp eitthvað illt með kukli?
„Já, ég held það. Ég þekki fólk
sem þykist dýrka djöftilinn en ég
efast um að það geri það í raun og
veru því það hefur lítil hjörtu og
þetta bitnar mest á því sjálfu. Ég
veit fýrir víst að þetta fólk hefur átt
ömurlegt líf. Það er í miklu sukki
og yfir því er sorti og einsemd.“
Fannstu slœma strauma frá þessu
fólki?
„Ég held að þetta fólk sé sjálfu
sér verst. Það er drungi yfir því
fólki sem er í þessu. Þú þarft ekki
að vera skyggn til að finna það.“
Ertu mjög trúuð á hið yfimátt-
úrulega?
„Ég trúi ekki neinu sérstöku, það
fer eftir því hvernig ég er upplögð
hverju ég trúi. Það er ekkert sem
hræðir mig. Það fór allt of mikill
tími hér áður fýrr í það að velta sér
upp úr því sem maður vissi ekki.
Þetta fólk sem er á sífelldum nám-
skeiðum og lifir og hrærist í trú á
hið yfirnáttúrulega það verður svo
upptekið af sjálfu sér og hvað það
hafi verið í fýrri lífúm. Það missir
samband við nútímann og hefúr
ekki tíma fýrir annað fólk. Það
verður eigingjamt og leiðinlegt.
Ég vil Ufa fýrir stund og stað og
ef eitthvað einkennilegt gerist í her-
berginu mínu þá velti ég því nátt-
úrlega fýrir mér. En meðan ekkert
gerist íhuga ég þessi mál ekki sér-
staklega.
Ég vil ekki vera skyggn og sjá
fýlgjur, drauga og annað. Þegar ég
var fimmtán ára fór ég til Amy
Engilberts og hún sagði mér að ég
væri skyggn. Ég neitaði því. Hún
sagði að ég byggi yfir miklum hæfi-
leikum í þessa átt og mundi sjá
þegar ég yrði tilbúin til þess. Ég er
greinilega ekki tilbúin ennþá og ég
efast um að ég verði það nokkum
tímann.“
En svo við snúutn okkur frá dul-
rænunni og að jarðbundnarí eftium.
Þú ert engin framakona í þér?
„Nei, ég held að það vanti í mig.
Þegar ég var í hljómsveitinni lang-
aði mig til að verða fræg söngkona.
Það var draumur sem ég nennti
ekki að hafa fýrir. Hugmynd mín
um frægðina var barnaleg. Ég hélt
að hún mundi ekki kosta neinar
fórnir. I dag kæri ég mig ekki um
að færa þessar fómir. Ég vil vera
óþekkt húsmóðir í vesturbænum."
Þig langar þá ekki til að slá í gegn
aftur?
„Nei, ekki einu sinni þótt ég
fengi fúllt af peningum fýrir. I al-
vöm talað. En ég mundi vilja að
Mummi fengi stóra tækifærið í
kvikmyndabransanum, en sá
bransi er ansi harður og peningaf-
rekur. Þar er ekki nóg að slá í gegn,
þú verður að vera menningarviti til
að komast inn í sjóðina sem eiga að
styrkja kvikmyndagerð hérlendis.
Og Guð forði mér ffá því að ég og
minn heittelskaði verðum menn-
ingarvitar.
Annars hef ég tröllatrú á
Mumma. Hann er mjög hæfileika-
ríkur og ég er viss um að hann á
eftir að gera það ennþá betra þótt
hann sé góður eins og hann er.“
Hvernig hugsarðu þér framtíðina?
„Það er gallinn við mig. Ég er
ekki nægilega ffamsýn. Ef ég hugs-
aði meira um ffamtiðina væri ég
örugglega búin að koma meiru í
verk. Ég hef oft verið spurð að því
hvar ég ætli að vera eftir fimm ár.
Ég hef ekki hugmynd um það. Ég
er ekki enn búin að ákveða hvað ég
ætla að verða þegar ég verð stór.“
14B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ1994