Pressan - 19.05.1994, Qupperneq 18
• AMMA LÚ Aggi Slæ og Tamlasveitin
að vanda á föstudagskvöld. Örn Árna
blúsar fyrir matargestí.
Var skikkaður til að tína upp sígar-
ettustubba við hraðbrautir
Bakhliðin
SVEITABÖLL
Við
mælum
með:
Á sunnudag:
... göngutúrum göngutúrum
og aftur göngutúrum. Hvað er
sosum hægt að gera annað við
þessa daga þegar allt er lokað og
enginn má neitt? Nú, ef menn
eru tímanlega í því má örugg-
lega komast yfir handbók sem
kallast „gönguleiðir í nágrenni
Reykjavíkur" hjá upplýsinga-
þjónustu ferðamannaiðnaðar-
ins.
... Jagermeister, þeim
undradrykk, — ef menn hafa á
annað borð vaknað eitthvað
slompaðir. Annars mælum við
fyrst og fremst með því að að
fólk leyfi sér þann munað á
þessum hátíðisdegi...
... að borða eins og það lyst-
ir, nú er nefnilega nokkuð langt
í annan eins hátíðisdag og
þennan. Fyrir utan 17. júní og
frídag verslunarmanna, sem
ekki teljast beinlínis neinir át-
dagar, er annan eins dag ekki að
finna fyrr en um jól.
... Café Óperu, sem er víst
eitt fárra veitingahúsa í bænum
sem eru opin þennan dag, fyrir
utan auðvitað hótelin sem
þurfa að sinna túristunum.
Hópur leikara sem kallar sig
Erlend, af þeim ástæðum
að allir innan hans eiga það
sameiginlegt að hafa prófgráðu að
utan, hefur að undanförnu æft
leikgerð af Dægurvísu eftir Jakob-
ínu Sigurðardóttur, sem skáldkon-
an sjálf vann að ásamt Bríeti Héð-
insdóttur fyrir einum tuttugu ár-
um. Leikritið verður í fyrsta sinn
fyrir augum almennings í Þjóðleik-
húskjallaranum mánudaginn 30.
maí á vegum Listaklúbbsins, en
upphaflega var það flutt sem út-
varpsleikrit.
„Þetta er auðvitað liður í að
koma sér á ffamfæri. Það er erfitt,
en við erum bjartsýn,“ segir Rann-
veig Þorkelsdóttir sem lauk leiklist-
arnámi fyrir síðustu jól, en hún
ásamt hinum konunum í hópnum,
þeim Ragnhildi Rúriksdóttur og
Sigrúnu Gylfadóttur sem nokkrir
ættu að kannast við úr Stuttum
ffakka, lærði í Bandaríkjunum.
Karlmennirnir, sem eru tveir og
heita Skúli Ragnarsson og Gísli
Kærnested, byggja aftur á móti á
breskum leiklistargrunni. Að námi
loknu hafa þau eins og fjölmargir
aðrir tilheyrt fjórðu deild leikarafé-
lagsins, sem má segja að sé saman-
safn leikara sem ekki hafa haff fast-
an samastað í leiklistinni. Uppruna
samstarfsins má einmitt rekja til
prufu sem hópurinn fór í til að
ffeista þess að fá eitthvað að gera í
Borgarleikhúsinu fýrir skemmstu,
en það er bæði gömul saga og ný
að leikarar menntaðir erlendis eiga
erfiðara uppdráttar en kollegar
þeirra sem farið hafa í gegnum
Leiklistarskóla íslands.
Þótt ekki sé ráðgerð nema ein
sýning á Dægurvísu í kjallara Þjóð-
leikhússins má vel vera að farið
verði með leiksýninguna víðar.
„Við ætlum að minnsta kosti að
halda hópnum áffam saman og æfa
upp fleiri sýningar. En hvað það
verður er ekki komið á hreint.“ ■
Ekki stendur til að hafa umgjörð
sýningarinnar íburðarmikla, engu
að síður verður reynt etir megni að
skapa þann tíðaranda sem ríkti upp
úr 1960 þegar Dægurvísan gerist.
„Leikritið verður að miklu leyti
flutt í söguformi, en innan um
munum við leika söguna. Þetta
verður svolítið spennandi. Ekki síst
af því við ætlum að hafa músík
með, ef til vill lifandi.“
• FÉLAGSHEIMILIÐ Patreksfirði Bubbi
Morthens á lokasprettinum með at-
vinnuleysisblúsinn á fimmtudagskvöld.
Föstudagskvöldinu eyðir hann á Króks-
fjarðarnesi en lokakvöldið, laugardags-
kvöld, verður hann staddur í Grundar-
firði.
• HÓTEL MÆLIFELL Sauðárkróki Vinir
Dóra og óvinir á föstudagskvöld.
• SJALLINN Akureyri Alvaran á föstu-
dagskvöld. Sem fyrr Grétar og Rut Reg-
inalds.
• VOPNAFJÖRÐUR Aðfaranótt hvíta-
sunnudags hefur heyrst að þar verði
staddir Bong og Bubbleflies, öðru nafni
BoB. Fjárfestið þvi i nóg af búsi.
• 1929 Akureyri BoB á föstudags- og
laugardagskvöld.
• TÝSHEIMILIÐ Vestmannaeyjum
SSSól laugardagskvöld og eftir
miðnætti sunnudagskvöld. Sumir eru
greinilega jafnari en aðrir.
Einn skemmtilegasti trúbador
landsins er hinn skræki GG Gunn.
Hann gaf út plötuna „Letter ffom
Lhasa“ fyrir tveimur árum í Kali-
forníu, en sú plata hefur fengist hér
á landi síðan í haust. GG Gunn er
einnig þáttagerðarmaður á X-inu,
rithöftindur og þýðandi og hefur
verið að taka upp með Jet Black
Joe að undanförnu. GG Gunn snýr
bakhliðinni í lesendur í dag.
Hvar ertu og hvað varstu að gera?
„Ég er hjá móður minni og var
að leita að sælgæti og ís. Áðan var
ég að reyna að ná í ritstjóra Sam-
útgáfunnar, sem hefur verið sex
mánuði að fara yfir grein mína um
kynferðislegan rétttrúnað,“
Hvað er langt síðan þú hœttir að
sofa með bangsa?
„Ég hætti því um sex ára aldur,
eða jafhvel fyrr.“
Hvaða bók ertu að lesa þessa dag-
ana?
„Ég var að lesa Evu Lunu í
morgun. Þetta var bók ffá bóka-
safninu en ég verð að kaupa hana
því hún er best í smáskömmtum.“
Finnst þér Korkí skemmtilegur?
„Hver? Er það einhver teikni-
myndapersóna?11
Á hvað minnir Árni Sigfússon
P'g?
„Hann mynnir mig á Oscar
Schindler út af atvinnuátakinu. Ég
var skikkaður í að tína upp sígar-
ettustubba við hraðbrautir og aug-
lýsi um leið forsjárhyggju Sjálf-
stæðisflokksins."
En Ingibjörg Sólrún?
„Sofifiu ffænku úr Kardim-
ommubænum.“
Á að taka Z-una upp aftur?
„Já, það á að taka hana upp til
skrauts og einfalda íslenskuna um
leið.“
Hvað eyðirðu miklu í frimerki á
tnánuði?
„Mjög litlu. Kannski svona 600-
kalli. Er það kannski mikið?“
Eru Radíus-brœður ennfyndttir?
„Voru þeir einhvern tímann
fyndnir? Mér finnst allir íslenskir
gamanleikarar brjóstumkennan-
legir.“
Hvort vildirðu firekar fara með
Bubba eða Megasi í útilegu?
„Ég myndi ekki þora með Meg-
asi.“
Hefur þig dreymt furðulega
drauma umfrœgtfólk?
„Mig dreymdi að Karl Sighvats-
son væri í heimsókn hjá Dalai
Lama og allt í einu breyttist Lama í
blóðugt heimskort og Karl varð al-
blóðugur. Þetta dreymdi mig á
Indlandi 1990 og seinna túlkaði ég
drauminn þannig að Karl hefði
ákveðið að leggjast til hinstu hvílu
því honum þótti heimsmyndin
vera orðin svó blóðug."
Ertu með tattó?
„Nei.“
Hvernigeru nœrbuxumarþínar á
litinn?
„Ég geng alltaf í svörtum nærföt-
um.“
Hvaða brögðutn beitirðu á kven-
mannsveiðum?
„Ég beiti engum brögðum. Ég er
hrekklaus, saklaus og geng hreint
til verks.“
Hefurðu notað ryksugu til ein-
hvers annars eti að ryksjúga?
„Góð spurning. Við notuðum
ryksugu þegar við tókum upp nýtt
Pink Floyd-legt lag með Jet Black
Joe um daginn."
Hverju viltu þakka aldurþinn?
„Heilsa mín stafar fyrst og
fremst af linnulausri tedrykkju
unglingsáranna."
• BLÚSBARINN Tryggvi Hiibner og
Haraldur Reynisson í eina sæng á
fimmtudagskvöld. Sóldögg á föstudags-
kvöld. Ef til vill opiö eftir miðnætti að-
faranótt mánudags. Það væri að
minnsta kosti saga til næsta bæjar og
mikil framför.
• CAFÉ BÓHEM, VENUS „Þetta síma-
númer er lokað... þetta síma..."
• CAFÉ R0MANCE lan hinn breski
heldur áfram að leika undir glösum.
Vignir Daða, granni maðurinn með stóru
röddina, Óperu-megin.
• CAFÉ R0YAL, Hafnarfirði Þú ert... á
föstudagskvöld.... aðverða á laugar-
dagskvöld, eða barasta venjuleg kaffi-
hússtemmning með likjörsívafi.
• DANSHÚSIÐ, Glæsibæ Gleðigjafarnir
eða André Backmann og Ellý Vilhjálms
á laugardagskvöldið.
• FEITI DVERGURINN Kántrísveitin Út-
lagarnir á föstudagskvöld. Ekkert mark-
vert nema drykkja á laugardaginn.
• FOSSINN, Garðabæ Þuríður Sig. og
Vanirmennallahelgina.
• FÓGETINN Hermann Arason trúbador
frá fimmtudegi fram að miðnætti á laug-
ardag. Djass á fimmtudagskvöld með
Kidda Gumm, Ómari Einarssyni og Einari
Sigurðssyni. Jón Baldursson trúbador á
mánudagskvöld.
• GAUKUR Á STÖNG Soul de plus á
fimmtudagskvöld. Undir tunglinu tekur
við á föstudagskvöld. Páll Óskar og Mill-
arnir á annan í hvítasunnu.
• HÓTEL ÍSLAND Ungfrú ísland, ytri
fegurð á föstudagskvöld.
• HÓTEL SAGA Birgir Tryggvason og
Þorvaldur Halldórsson á Mímisbarnum
fimmtudags-, föstudags- og laugar-
dagskvöld.
• HRESSÓ Lipstick Lovers halda uppi
kaffihússtemmningu til miðnættis á
föstudagskvöld frammi við gluggann.
• RAUÐA LJÓNIÐ Sin (það er með ein-
földu — hallærislegtnafn) með létta
spretti á föstudagskvöld.
• SÓL0N ÍSLANDUS JJ-Soul á föstu-
dagskvöld. Ef til vill pianóleikur á annan
í hvítasunnu.
• TURNHÚSIÐ Stórhljómsveit Jar-
þrúðar á fimmtudagskvöld; Lolla, Gunna
Jara og þær allar. Tríó Ólafs Gauks
ásamt Ónnu Mjöll á föstudagskvöld.
• TVEIR VINIR Hörður Torfa gerir
trúbadortilraun á fimmtudagskvöld á
veitingastað. Black out á föstudags-
kvöld með Jónu de Groot, einni efnileg-
ustu söngkonu íslands. Slappleiki á
laugardagskvöld.
• ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Hamm-
ondspuni gitarsnillingsins Gumma P. á
fimmtudagskvöld. Leikhúsbandið leikur
það sem eftir lifir helgar.
Við
mælum
með:
Á mánudag:
... að ungviðið, frá 6 til 99
ára, noti frídaginn til að skrá
sig í Streetball-keppnina sem
verður í Laugardalnum 4. júní.
Það ætti að minnsta kosti að
vera hægt,
því
að-
stand-
endur keppninnar halda því
fram að skrifstofan sé opin alla
daga ff á eitt til sex, og vel að
merkja; ekki er ráð nema í tíma
sé tekið því færri komust að í
fyrra en vildu. Úrslitakeppni
milli sigurvegara mótanna, sem
verða haldin víða um land, fer
svo fram á Hard Rock 13. ágúst.
Það er barasta nokkuð í húfi því
drengir, eingöngu drengir
fæddir frá árunum 1975 til ’78,
eiga þess kost að leika í Evrópu-
keppninni í Streetball sem fer
fram í Berlín í september.
... Wagner-dögum í Reykja-
vík sem hefjast í Norræna hús-
inu klukkan tvö i dag. Fyrir þá
sem ekki hafa enn fengið nóg af
hátíðleik helgarinnar eða þá
sem vilja bæta ráð sitt.
... Bíóferð fyrir þá sem enn
eiga eftir að sjá Lista Schindlers,
sem fer væntanlega ekki vel í
sjónvarpi, og I nafni föðurins,
þótt sú mynd villi mönnum
sögulega sýn. Svo er Backbeat í
Háskólabíói barasta nokkuð
forvitnileg.
LHandi
Dægurvísa
ERLENDUR: Ragnhildur Rúriksdótt-
ir (Haraldssonar), Rannveig Þor-
kelsdóttir, Skúli Ragnarsson, Sig-
rún Gylfadóttir og Gísli Kærnested.
Leikstjóri Dægurvísunnar er Helga
Jónsdóttir.
18B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 19. MAÍ1994