Pressan - 02.06.1994, Page 3
h
Sem kunnugt er hefur meið-
yrðamál Skipatækni gegn
Sigurði Ingvasyni skipa-
verkfræðingi velkst fyrir dóm-
stólum landsins um langt skeið.
Fyrir skömmu var telun fyrir
frávísunarkrafa lögmanns Sig-
urðar, Hreins Loftssonar hæsta-
»
réttarlögmanns, en hann hafði
^ farið fram á að málinu yrði vísað
frá. Byggði hann það meðal ann-
ars á því að málatilbúnaður
Skipatæknimanna væri nánast
óbreyttur frá því í þau tvö skipti
önnur þegar málinu var vísað frá
dómi. Einnig var því haldið ffarn
að ekki væri hægt að reka málið á
þeim forsendum að Sigurður
hefði staðið fyrir einhvers konar
„rógsherferð“ eins og Skipa-
tæknimenn hafa haldið fram,
mun fleiri hefðu tjáð sig um mál-
ið og þar að auki væri engin
H trygging fyrir því að rétt hefði
verið eftir Sigurði haft þegar
vitnað var til orða hans í fjöl-
h' miðlum. Eitt þeirra orða sem
tekist verður á um er „mann-
drápsfleyta“, góð og gild íslenska
nema annað verði sannað fyrir
dómi...
• ___________________________________
Nokkrar breytingar eru
fyrirsjánlegar hjá Stjórn-
unarfélagi íslands og
ljóst að á aðalfundi félagsins 14.
júní verða menn að taka ákvörð-
un um framtíð félagsins. Sem
kunnugt er hefur Ami Sigfússon
i
i
Í
boðað að hann ædi ekki að
hverfa aftur til starfa hjá félaginu
eftir stutt stopp í borgarstjóra-
stólnum. Eftirmaður hans er Sig-
urður Ágúst Jensson en hann
mun heldur ekki æda að starfa
þar lengi. Þá hefur sú örlagaríka
breyting orðið á starfi félagsins
að Fanný Jónmundsdóttir hefur
flutt sig frá félaginu en hún hefur
haft yfirumsjón með Brian
■ Tracy-námskeiðunum „Leiðin til
. árangurs“. Einkaumboð þeirra á
Islandi er í höndum Þráins Krist-
inssonar, veitingamanns og
kaupsýslumanns í Kanada, og
mun Fanný sjá um námskeiðin
héðan í frá. Þessi námskeið hafa
verið mjög stór þáttur í starfi
Stjórnunarfélagsins þannig að
það hefúr töluverð áhrif á starf
> félagsins að missa þau...
LAGIÐ
SKIPTIR EKKI
ÖLLU MÁLI
e n þ a ð v e r ð ur a ð v e r a lambakjöt
- nú m e ð a . m . k . 15% grill afs l œ tti
Lagið eða stærðin á grillinu þínu hefúr
engin úrslitaáhrif fyrir árangurinn af
matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu
máli að vera með rétta kjötið.
I næstu verslun færðu nú lambakjöt á
afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið,
- með a.m.k. 15% grillafslætti.
Notaðu lambakjöt á grillið,
meyrt og gott - það er lagið.
FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994 PRESSAN 3