Pressan


Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 7

Pressan - 02.06.1994, Qupperneq 7
Alþýðuflokkurinn titrar stafnanna á milli LOKAUPPGJÖR JÓHÖNNU Kratar mæta nú á þriðja flokksþingið í röð þar sem þeir eru beðnir að gera upp á milli ráðherra sinna. í þetta sinn verður JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Tekur nú síðasta skrefið í langvinnum átökum sínum við Jón Baldvin. ekki hjá uppgjörinu komizt að eru nokkrar vikur síðan Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að bjóða sig fram til formennsku í Alþýðuflokknum gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni. Þetta tilkynnti hún nánum sam- starfsmönnum sínum og nokkrum þingmönnum þá, en ákvað að bíða þar til eftir sveitarstjórnarkosning- ar með að gera málið opinbert. Viðbrögð innan flokksins eru þrískipt sem vænta mátti. Harðir stuðningsmenn Jóns Baldvins segja að það „verði að taka þennan slag“ sem lengi hafi legið í loftinu og eru býsna sigurvissir. Stuðningsmenn Jóhönnu segja þessa ákvörðun að- eins rökréttan áfanga á langri leið Jóhönnu í átökum hennar við Jón Baldvin. „Það er ekki eftir neinu að bíða,“ sagði lúra V. Júlíusdóttir í samtali við blaðið. I þriðja hópn- um eru almennir flokksmenn, en þeirra viðbrögð eru yfirleitt von- brigði og þreyta á sífelldum og endurteknum átökum þeirra tveggja á þingum flokksins. „Eg harma að þessir tveir af- bragðsleiðtogar skuli ekki geta snú- ið bökum saman og fundið sátta- grundvöll til að leiða flokkinn í gegnum næstu alþingiskosningar,“ sagði Kristján Möller, forseti bæj- arstjórnar á Siglufirði, og undir það tók Guðmundur Oddsson, for- maður framkvæmdastjórnar: „Það er dapurlegt ef ekki er hægt að ná niðurstöðu í þessum deilum. Þetta verður stór skaði fýrir flokkinn, sama hvort þeirra sigrar, og má reyndar segja að það tapi allir, hver sem úrslitin verða.“ Þessi ummæli virðast endurspegla skoðanir al- þýðuflokksfólks sem mun nú koma í þriðja sinn í röð á flokks- þing sem markast af deilum for- ystumanna. Hver styður hvern? Annað einkenni á viðbrögðum alþýðuflokksfólks er varkárni. PRESSAN ræddi við fjölda flokks- fólks eftir að Jóhanna gaf yfirlýs- ingu sína, en enginn var reiðubú- inn að gefa yfirlýsingu um hvort þeirra hann styddi ef til kosningar kæmi. „Menn eru að bíða eftir að sjá hver gerir hvað,“ sagði einn for- ystumaður og aðrir sögðust vilja heyra hvað Jóhanna segði opinber- lega um framboð sitt áður en þeir tækju afstöðu, en það gerði hún ekki fýrr en síðdegis í gær. Af dyggum stuðningsmönnum Jóhönnu er helzt vitað um afstöðu Láru, Þorláks Helgasonar, Ólínu Þorvarðardóttur og Sigurðar Pét- urssonar, en aðstoðarmaður henn- ar í félagsmálaráðuneytinu, Bragi Guðbrandsson, hefur unnið tölu- vert að undirbúningi ffamboðsins og verið í sambandi við flokksfólk. Þá er talið víst að Jóhanna eigi vís- an stuðning a.m.k. hluta hins gamla kjarna flokksins í Reykjavík, sem verið hefur hennar helzta bak- land í flokknum ffá upphafi. Sá hópur tók formennsku Jóns Bald- vins síður en svo fagnandi á sínum tíma, enda kom hann til Alþýðu- flokksins úr allt annarri átt, í gegn- um Alþýðubandalag og Samtök frjálslyndra og vinstri manna, og sniðgekk gamla valdakjarnann í Reykjavík, þótt nokkuð hafi gróið um síðan. Innan þingflokksins virðist Jó- hanna ekki eiga neinn stuðnings- mann fýrirffam visan, en þar sem annars staðar gætir nú hver tungu sinnar. Helzt er að ætla að þeir bræður Guðmundur Árni Stefáns- son og séra Gunnlaugur séu tví- stígandi í afstöðu sinni og muni ekki gefa sig upp fýrr en ljósara sé hvernig landið liggur. Þá er óvíst um afstöðu Össurar Skarphéðins- sonar umhverfisráðherra, en hann mun minnugur þess að það var ráðherradómur hans sem varð Jó- hönnu tilefni til mikillar gagnrýni og afsagnar varaformennsku í fyrrasumar við hrókeringar í ríkis- stjórninni. Þau átök kunna einnig að fæla frá suma stuðningsmenn Jóhönnu, sem „vilja vera með henni, en eiga erfitt með að fýrir- gefa henni það,“ eins og einn þing- maður orðaði það. Rannveig Guðmundsdóttir, nú- verandi varaformaður, hefur ekki viljað ræða málið í fjölmiðlum, en gert er ráð fýrir að hún muni gefa kost á sér áffam og jafnvel lýsa yfir stuðningi við Jón. ÁfJamhaldandi varaformennska er talin Rannveigu nauðsynleg í ljósi möguleika á ráð- herradómi, sem hún missti svo naumlega af í fyrrasumar, og ekki hefur heldur gróið um heilt á milli þeirra Jóhönnu síðan þá. Þá var haldinn fundur alþýðu- flokkskvenna þar sem Lára V. Júlí- usdóttir lagði til ásamt öðrum að konur í flokknum gæfu ekki kost á sér til varaformennsku effir afsögn Jóhönnu, heldur einbeittu sér að því að vígbúast gegn Jóni Baldvini á næsta flokksþingi. Llutt var tillaga um hið gagnstæða, sem var sam- þykkt, og Rannveig tók við varafor- mennsku við lítinn fögnuð Jó- hönnu og hennar fólks. Talið er víst að nýir þingmenn flokksins, þau Gísli Einarsson og Petrína Baldursdóttir, styðji Jón Baldvin, en Petrína lét einmitt eft- irminnilega í sér heyra þegar Jafh- aðarmannafélag íslands var stofnað fýrir nokkrum vikum og vísaði á bug öllu tali um málefnaágreining og „armaskiptingu“ innan flokks- ins. Sighvatur Björgvinsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra er að öllu óbreyttu harður stuðningsmaður Jóns Baldvins. Hann fór reyndar í gærkvöldi, miðvikudagskvöld, í ffí til útlanda og er ekki væntanlegur fýrr en rétt fýrir flokksþing. Þetta kemur honum til góða að því leyti að hann mun ekki blandast inn í átökin fram að þeim tíma og ætti því hugsanlega auðveldara með að koma fram sem málamiðlunar- frambjóðandi á síðustu stundu ef það teldist nauðsynlegt. Óstaðfestar upplýsingar innan flokksins herma reyndar að þegar Jóhanna tilkynnti Jóni Baldvini ákvörðun sína á þriðjudag hafi hann boðið henni sættir og nefnt nafn Sighvats í því sambandi, en hún hafi aftekið það. Hvað sem því líður má telja ólíklegt að Jóhanna fáist til að hætta við framboð á síð- ustu stundu, enda hefur hún lagt mikið persónulega í þetta uppgjör sitt við Jón Baldvin. 75-25 eða 50-50? Ógerlegt er að spá um styrkleika ffambjóðendanna tveggja á þessari stundu. Að óbreyttu má þó ætla að Jón Baldvin hafi talsverða yfir- burði, allt að þremur fjórðuhlutum atkvæða að mati sumra flokks- manna. Þau hlutföll geta þó breytzt þegar Jóhanna gefur ffekari yfirlýs- ingar um ástæður fýrir ffamboði sínu og ef henni berst óvænt stuðn- ingsyfirlýsing ffá þungavigtar- manni í flokknum. Sveitarstjórnarkosningar hafa líklega ekki haft mikil áhrif á for- mennsku Jóns Baldvins og má segja að hann hafi sloppið þar með skrekkinn, ef miðað er við hrak- spár í skoðanakönnunum. „Hætt- an er liðin hjá fýrir kallinn," sagði einn af stuðningsmönnum Jóns. Sveitarstjórnarmenn, sem PRESS- AN ræddi við fýrir kosningar, höfðu þó margir á orði að spilling- ar- og valdhrokaímynd flokksins hefði skaðað möguleika þeirra verulega. Það má líka heyra á stuðningsmönnum Jóhönnu að þeim þyki kallinn í brúnni vera far- inn að fiska illa og vísa þar til orða Jóns sjálfs um að skipperinn eigi að hætta þegar ekki veiðist lengur. Enginn „héraðshöfðingi“ krata hefur' þó vísað ábyrgð á gengi flokksins í kosningum til for- mannsins og enginn hefur enn sem komið er lýst yfir stuðningi við framboð Jóhönnu. Að sögn landsbyggðarmanna hefur yfirvofandi formannskjör ekki haft áhrif í átt til „smölunar“ við kjör fulltrúa á flokksþingið. í Alþýðuflokksfélagi Reykjavíkur voru fulltrúar valdir um síðustu helgi og verður ekki séð að þar hafi verið kosið eftir átakalínum. Stuðningsmenn Jóns Baldvins fullyrða að hann hafi allt að sjötíu og fimm prósent atkvæða flokks- manna eins og staðan sé nú, aðrir hlutlausari áhorfendur telja stöð- una nær 65-35 og jafnvel er talað um jafna skiptingu atkvæða. Stuðningsmenn Jóhönnu eru bjartsýnir, enda má telja víst að hún hefði ekki ákveðið ffamboð nema telja sig hafa töluverðan stuðning flokksfólks. Um hvað er tekizt á? Það er sem fýrr sambland mál- efnaágreinings og persónulegra átaka sem verður til þess að Jó- hanna fer í ffamboð nú. Ekkert hefur gerzt upp á síðkastið til að skerpa línur í málefhaágreiningi, en Jóhanna hefur löngum gagn- rýnt sinnuleysi Jóns gagnvart fé- lags- og velferðarmálum og áherzlu hans á efnahags- og atvinnumál byggð á markaðsbúskap („hin harða frjálshyggja"). Búast má við að fátækt, langvarandi atvinnuleysi og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart því verði áberandi í mál- flutningi stuðningsmanna Jó- hönnu, en hún er þó því marki brennd að vera ráðherra í þeirri sömu ríkisstjórn og bera að minnsta kosti að forminu til jafn- mikla ábyrgð og aðrir á stefnu hennar. Öðrum þræði hafa átök þeirra Jóns líka alltaf snúizt um vinnubrögð. Jón Baldvin hefúr iðulega farið fýrir flokknum án þess að leita mikils samráðs við aðra en fá- mennan hóp og þetta fór sér- staklega í taugarnar á Jó- hönnu þegar hún var varafor- maður. Hún hefur opinber- lega talað um niðurlægingu, svikin loforð og óheilindi for- mannsins. Stuðningsmönn- um hennar er þetta ofarlega í huga og benda á að svipaðar umkvartanir hafi heyrzt frá þeim sem hafa starfað með Jóni í ríkisstjórn. „Það vita all- ir að það er ekki hægt að treysta Jóni Baldvini,“ sagði einn stuðningsmaður Jó- hönnu. Sem dæmi um vinnubrögð Jóns er nefnt nýlegt viðtal við hann í norsku blaði þar sem haft er eftir honum að Al- þýðuflokkurinn muni sam- þykkja á flokksþingi sínu að Islendingar eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. „Það hefur engin umræða far- ið ffam um þetta í flokknum, en við lesum það í erlendum blöðum hvað við erum að fara að samþykkja. Maðurinn lætur eins og hann hafi flokk- inn í vasanum," sagði stuðn- ingsmaður Jóhönnu í þessu sambandi. Hvað gerist ef hún tapar? En hvað gerist ef Jóhanna tapar í formannskjörinu? Stuðningsmenn hans eru sigur- vissir. Stuðningsmenn vilja ekki útiloka neina möguleika: „Einn möguleik- inn er sérffamboð,“ sagði stuðn- ingsmaður um þetta. „Jóhanna á miklu viðtækari stuðning bæði innan flokks og utan heldur en klíkan í kringum Jón Baldvin vill viðurkenna.“ Annar áhrifamaður, sem enn segist óráðinn, sagði að þetta kæmi varla til greina. „Hún verður krafin svara um þetta á flokksþinginu áð- ur en til kosninga kemur. Hún verður auðvitað að sýna flokksholl- ustu ef hún er að bjóðast til að leiða flokkinn og verður að taka niður- stöðunni hver sem hún er.“ Það verður þingfulltrúum eflaust ofarlega í huga í formannskjörinu að reikna má með vinstra samstarfi í ríkisstjórn eftir næstu kosningar, SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Farinn til útlanda og kemur aftur rétt fyrir flokksþing. ef marka má stemmninguna effir sigur Reykjavíkurlistans um síð- ustu helgi. Hvort þeirra hentar bet- ur í það fiskirí, Jóhanna eða Jón? Að öðru jöfnu myndi Jón sækja meira inn í lausafýlgi Sjálfstæðis- flokksins, en á hitt er að líta að Jó- hanna er laus við „spillingarstimp- ilinn“ sem þykir hafa feszt við flokkinn síðustu misserin og yrði að því leyti „ný“ ímynd fýrir flokk- inn. Og þótt Jón Baldvin hafi opin- berlega verið harður stuðnings- maður Reykjavikurlistans er óhætt að fullyrða að Jóhanna passar betur inn í þá ímynd, rétta eða ranga, að nú séu að myndast ný og áður óþekkt tækifæri til víðtæks vinstra samstarfs í landinu eftir að Reykja- vík féll. Karl Th. Birgisson FRÁ HÁSKÚLA ÍSLANDS SKRASETNING NÝRRA STÚDENTA Skrásetning nýrra stúdenta til náms í Háskóla Islands skólaárið 1994-1995 fer ffam í Nemendaskrá í aðalbyggingu Háskólans dag- ana 1.-15. júní 1994. Umsóknareyðublöð fást í Nemendaskrá, sem opin er ffá kl. 10-15 hvern virkan dag á skráningartímabilinu. Við nýskráningu skrá stúdentar sig jafnffamt 1 námskeið á komandi haust- og vormisseri. Umsókn um skrásetningu skal fýlgja: 1) Ljósrit eða staðfest eftirrit af stúdentsprófsskírteini (ath. öllu skír- teininu) 2) Skrásetningargjald, kr. 22.975 Ljósmyndun vegna stúdentaskírteina fer ffam í skólanum í septem- ber 1994. Ekki er tekið á móti beiðnum um nýskrásetningu eftir að auglýstu skrásetningartímabili lýkur 15. júní nk. Athugið einnig að skrásetn- ingargjaldið er ekki endurkræft eftir 20. ágúst 1994. Mætið tímanlega til að forðast örtröð. ÞRIÐJA ATAKAÞINGIÐ I ROÐ „Þú ert búinn að særa mig nóg“ sagði Jóhanna í orðasennunni við Jón Baldvin á flokksþinginu 1990. FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994 PRESSAN 7

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.