Pressan - 21.07.1994, Side 10
flp
GUÐMUNDUR ARNI
STEFÁNSSON
Vinur hans Steen
Johansen fékk um
3,7 milljónir frá
heilbrigðisráðu-
neytinu fyrstu sex
mánuði ársins.
Viðskilnaður Guðmundar Árna við heilbrigðisráðuneytið
600 ÞUSUND A MANUÐI
TIL EINKAVINARINS
Sighvatur hefur hugleitt að setja Ríkisendurskoðun í málið. Ekki hefur verið gripið til sparnarráðstafana sem
ákveðnar voru við fjárlagagerð.
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra hefur hugleitt
alvarlega að biðja Ríkisendur-
i skoðun um úttekt á fjármálum
heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt-
isins eftir að upplýsingar eru fram
komnar um fjárhagsstöðu þess að
loknum valdatíma Guðmundar
Áma Stefánssonar.
PRESSUNNI er kunnugt um að
óformleg samtöl hafa farið fram á
| milli Sighvats og Ríkisendurskoð-
I unar, en engin ákvörðun hefur ver-
I ið tekin né heldur hefur formleg
l beiðni enn borizt Rikisendurskoð-
un. Ef til þessa kemur er það for-
dæmislaust, að einn ráðherra biðji
um slíka úttekt á verkum sam-
í flokksmanns síns.
I Eins og PRESSAN greindi frá í
| síðustu viku kom Sighvatur að
I sjóðum ráðuneytisins svo tO tóm-
I um þegar hann tók við af Guð-
^ mundi Árna á miðju þessu ári. Þar
er um að ræða það fé sem ráðherra
hefur nokkuð frjálsar hendur um
I að ráðstafa og er ekki bundið við
I tilteknar ríkisstofnanir eða lög-
I bundin útgjöld. Samtals eru þetta
I 86 mifljónir, sem skiptast í „ráð-
I stöfunarfé ráðherra“ (8 milljónir),
I áfengis- og bindindismál, þ.e. fé til
einkastofnana og frjálsra félaga-
samtaka sem ekki eru á fjárlögurn
(20 milljónir), og „hagræðingarfé"
(58 milljónir).
Öllu þessu fé hefur þegar verið
eytt, samkvæmt upplýsingum
blaðsins, ýmist með greiðslum sem
þegar hafa verið inntar af hendi eða
með bréflegum loforðum um fjár-
framlög, án þess að tilgreindur sé
greiðsludagur.
Að auki hefur ráðuneytið farið
ffarn úr fjárheimildum sem nemur
um hálfum öðrum milljarði. Þá
hefúr kostnaður við rekstur aðal-
skrifstofu ráðuneytisins farið ffarn
úr heimildum sem nemur á annan
tug mifljóna það sem af er árinu,
samkvæmt heimildum innan
stjórnkerfisins.
Meðal annarra útgjalda, sem
vakið hafa athygli innan stjórnkerf-
isins, eru greiðslur til upplýsinga-
fúlltrúa ráðuneytisins, Steen Jo-
hansen, en hann hefur fengið sam-
tals um 3,7 milljónir greiddar fýrir
sex mánaða starf það sem af er ár-
inu. Það eru rúmlega sex hundruð
þúsund á mánuði.
3,7 milljónir á hálfu ári
Þegar Guðmundur Árni tók við
sem ráðherra réð hann gamlan
kunningja sinn, Steen Johansen, í
nýja stöðu upplýsinga- og kynn-
ingarfulltrúa ráðuneytisins. Steen
hafði áður starfað fýrir Hafnar-
íjarðarbæ að svipuðum verkefnum
10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 1994
þegar Guðmundur Árni var bæjar-
stjóri.
Gerður var við Steen Johansen
sérstakur verktakasamningur sem
hljóðaði upp á um 220-230 þúsund
á mánuði, að viðbættum virðis-
aukaskatti. Ofan á þessi föstu laun
bætist meðal annars yfirvinna og
PRESSAN hefur fýrir því staðfestar
heimildir að Steen hafi fengið
greiddar ffá ráðuneytinu samtals
um 3,7 milljónir króna fyrstu sex
mánuði þessa árs eða sem nemur
rúmlega sex hundruð þúsundum á
mánuði. Að ffádregnum virðis-
aukaskatti gera það tæplega fimm
hundruð þúsund í tekjur á mán-
uði.
I samtali við blaðið sagði Guð-
mundur Árni þessa tölu „út í hafs-
auga“, en vildi ekki ræða önnur
efnisatriði málsins, sagði þau „vit-
leysu, rugl og óhróður“. Hann
neitaði því einnig að það ráðstöf-
unarfé, sem að ofan greinir, væri
upp urið. Fyrir hvoru tveggja hefúr
blaðið þó traustar og óyggjandi
heimildir úr stjórnkerfinu.
Fjármálaráðuneytið í málið
Þegar upplýsingar lágu fýrir um
útgjöld heilbrigðisráðuneytisins á
árinu var skipuð samstarfsnefnd
sem vinnur með fjármálaráðuneyt-
inu að því að leita leiða til að draga
úr útgjöldum það sem eftir lifir árs,
svo minnka megi fýrirsjáanlegan
framúrakstur. Sú nefnd hefur ekki
skilað af sér.
Um hálfur milljarður af fýrirsjá-
anlegri eyðslu umffam fjárlaga-
heimildir á rætur að rekja til
ákvarðana ríkisstjórnar í tengslum
við kjarasamninga, en eftir stendur
um það bil milljarður sem eytt hef-
ur verið án áður gefinna heimilda.
Að sögn embættismanna í fjár-
málaráðuneyti skiptir þar mestu að
ekki hefur verið gripið til sparnað-
arráðstafana sem ákveðnar voru
við fjárlagagerð.
Samtals áttu að sparast 500-600
milljónir í lægri lyfjakostnaði og
minni kostnaði vegna aðkeyptrar
vinnu sérffæðinga í heilbrigðis- og
tryggingakerfinu. „Það er ekki farið
að hreyfa legg né lið í þessu,“ sagði
embættismaður í fjármálat'áðu-
neytinu um þennan lið. Heilbrigð-
isráðuneytið fór í sérstaka auglýs-
ingaherferð til að hvetja lækna og
sjúklinga til að nota ódýrari sam-
heitalyf, en sú herferð skilaði engu í
lægri þ'fjakostnaði, að sögn þeirra
sem til þekkja. (Ranghermt var í
ffétt í síðustu viku að kynningar-
fýrirtækið Athygli hefði unnið að
þeirri herferð fyrir ráðuneytið; At-
hygli tók að sér verkefni í kynning-
ar- og útgáfumálum fýrir ráðu-
neytið nokkru síðar, en ekki er vit-
að hvort eða hvernig þau mál
tengdust störfum upplýsingafull-
trúans.)
Rekstur sjúkrahúsa á höfuðborg-
arsvæðinu hefúr orðið mun dýrari
en ráð var fýrir gert og tekjutrygg-
ing ellilífeyris hefúr ekki orðið að
veruleika eins og ákveðið hafði ver-
ið. Að viðbættum öðrum „smærri“
liðum þurfa embættismenn nú að
takast á við um það bil milljarð í
umffameyðslu frá því sem fjárlög
gera ráð fyrir.
Ekki er margra kosta völ í spam-
aði eða niðurskurði þegar komið er
ffam á seinni hluta árs, en nefndin
vinnur nú að hugsanlegum lausn-
um. Heimildir í stjómkerfinu
herma að Sighvatur hafi hugleitt að
afturkalla einhver af þeim bréflegu
loforðum um fjárútlát, sem Guð-
mundur Árni hafði sent ffá sér, en
ólíklegt er að af því verði. Ekki eru
fordæmi fyrir því að nýr ráðherra
hafi afturkallað bréfleg loforð fýrir-
rennara síns með þeim hætti og er
mat embættismanna, sem PRESS-
AN ræddi við, að ráðuneytið gæti
með því átt yfir höfði sér skaða-
bótakröfur.
Töluverður titringur
Töluverður titringur er nú innan
stjórnkerfisins vegna þessara mála
allra og bætir ekki úr skák að á
sama tíma berast upplýsingar um
úttekt á fjárreiðum Hafnarfjarðar-
bæjar, sem nú er unnið að. Þar
þykist nýr meirihluti hafa rekizt á
eitt og annað sem þarfnist ffekari
skoðunar, svo sem PRESSAN
greindi ffá í síðustu viku. Niður-
staðna úr þeirri úttekt er að vænta
um mánaðamótin ágúst-septem-
ber.
Málið hefur ekki verið rætt
formlega innan Alþýðuflokksins,
en Jóni Baldvin Hannibalssyni
formanni flokksins er kunnugt um
það og hafa þingmenn rætt það sín
á milli. Af stuttu samtali PRESS-
UNNAR við Guðmund Árna mátti
ráða að hann teldi að upplýsingar
um fjárreiður heilbrigðisráðuneyt-
isins væru af pólitískum rótum
sprottnar og ætlaðar til að koma
höggi á sig.
Karl Th. Birgisson
ásamt Siguröi Má Jónssyni