Pressan - 21.07.1994, Side 13
* 1
■ New York-korn
i* KRISTIIXIIM JÓIM GUÐMUIMDSSOIM
Ahverjum morgni kl. 6.00
txoða þeir sér inn í franska
bakaríið á Lexington og
vekja upp mexikósku starfskraft-
ana með yfirþyrmandi lífsgleði sem
engum myndi líðast nema blás-
tökkunum — NYPD. Þeir ganga á
röðina með tröllahlátri og slengja
höndunum í „High Five/Low Fi-
ve“-kveðju, svo smellur undan og
aumingja starfskraftarnir verða að
gera sér upp lífsgleði líka og rök-
ræða körfuknattleik áður en þeir
almennilega vakna.
„What about those Knicks!!“,
spyrja löggurnar svona fimm sinn-
um, meðan þeir panta nýbakað,
rjúkandi bakkelsið, sem líklega
mun enn þyngja nautslega skrokka
þeirra.
Og allt fá þeir ókeypis eins og
Mafi'an forðum, því það eru óskráð
lög þjóðfélagssamningsins í New
York að rukka aldrei lögregluþjóna
né slökkviliðsmenn um neitt.
(Fatahreinsari þrífur brunaliðs-
stakka án endurgjalds, þvi þá flýta
þeir sér ef það kviknar í hérna.)
Löggurnar tvær í bakaríinu eru
saman á „beatinu“, með samskon-
ar yfirvaraskegg, matarlyst og
ódrepandi áhuga á örlögum „The
Knicks“. Eini munurinn er sá að
einn er svartur, annar hvítur eins
og í „Buddy“-myndunum, sem
þykja svo ótrúverðugar. Pipar og
salt.
Þeir sitja skáhallt frá mér og
heilsa mér glaðbeittir eins og öllum
öðrum — „What about those
Knicks!!!“
Poppsálfræðin myndi sjálfssagt
meina að þessi háværa löggugleði
væri ekkert nema örvæntingafullt
viðnám gegn þrengingum lífs-
hættulegs starfs. Ég veit ekki. Þeir
líta nú sjaldnast út fýrir að vera
komnir beint úr skotbardaga þarna
í kökuilminum.
Þó hef ég séð til þeirra við em-
bættisfærslu, niðri í undirdjúpum
lestakerfisins áður en bakaríið opn-
ar. Skyldan kallar. Mannleg hræ
eru vakin upp af dásvefni með
kylfuhöggi í höfðalagið sem er úr
timbri. „Wake up time,“ kalla vinir
vorir eins og fullkomnir fulltrúar
valdsins. Enginn stórkarlahlátur
núna, né há eður lág fimm, né
körfuknattleiksslagorð. Bara hörð
gríma, sem mildast örlítið þegar
þeir sjá njósnara á staðnunr: „Ætli
að sætið þitt þarna uppi bíði ekki
eftir þér,“ segja þeir og glotta.
Konur hér vestra halda því ffarn
að ekkert sé meira hrífandi en
vöðvastæltir karlmenn með frá-
hneppta skyrtu sem geta ekki talað
um annað en sport sín á milli á
góðri kveldstund.
Það hefur enginn hörgull verið á
hrífandi karlmönnum hér upp á
síðkastið.
ískylfingar New York unnu sinn
fýrsta bikar í hálfa öld og var því
fagnað með ofurölvun hvítra aðdá-
enda um borgina alla sem öskr-
uðu á alla fjölmiðlasnápa
sem snötuðust inn á bar-
þetta allt vel ffam. — „Bíðiði bara,
þegar The Knicks vinna,“ áminnti
kappi að nafni Dennis, „þá verður
allt brjálað í Bed Stuyv og East New
York, uppþot, maður...
Á vordögum naut ég þess heið-
urs að búa handan víglínunnar
nokkrar vikur. „Mjög slæmt
hverfi,“ segja fulltrúar þess kyn-
þáttar sem eytt verður í Amerísku
byltingunni hinni síðari.
Slæma hverfið heitir Crown
Heights, jafn óvelkomið mér og
hið ítalska Bensonhurst var
blökkudrengnum Yusut Hawkins,
sem skrapp þangað í leit að notuð-
um bílskrjóð síðsumars 1989 og
fékk fyrir vikið kúlu í gegnum
hjartað. En fær þó að lifa að eilífu
sem sextán ára sakleysingi í upp-
hafsskoti kvikmyndarinnar „Jungle
Fever“, sem tileinkuð er honum.
En mér voru bara tileinkuð tor-
tryggin augu og hæðnishlátrasköll
gulltenntra stráka sem spíttuðu hjá
í jeppa og kölluðu: „He’s so stup-
id!“
Annar tók þessu miklu alvarlegar
og snarstoppaði þegar hann sá mig
í morgunþokunni feta mig effir
götunni.
„How the hell did this happen,“
sagði hann gáttaður eins og hann
væri að ámæla Guði. „Gengur upp
strætið, svona sæll og glaður...og
áhyggjulaus. Ég gæti þetta ekki í
hans hverfi. Nei, þeir
myndu betja
kaldan... Og hélt áfram þessum
Hamlettíska einþáttungi uns ég
heyrði hann ekki lengur.
Einu brosin á þessum hjara
borgarveraldar komu ffá drukkn-
um Haitískum húsmæðrum sem
supu af fleyg í útisaumaklúbb á
kveldin, meðan börnin væfluðust á
milli og önduðu að sér spíranum.
(Loffið var mettað áfengi, eins og
það rynni í stríðum straumum eftir
götunni.)
Ég fékk líka bros ffá stúlkum í
þröngum kjólum, á háhæluðum
skóm og með eyrnalokka dinglandi
niður fyrir höku. Sæt bros, en
þrungin viðskiptaviti.
Ég bjó í drungalegu húsi við
Sterling Place með risastóran flísa-
lagðan inngang sem minnti mig
helst á barnaskólann sællar minn-
ingar. Ég þurffi að ganga í gegnum
íþróttavöll í ffímínútum til að
komast að stiganum. Útidyrnar
voru hinsvegar hreinræktaðar
„New York“. Kötturinn og músin
léku sér þar daglega með lásinn —
brutu og endurnýjuðu á víxl. Hús-
vörðurinn gerði það síðarnefhda,
hver kötturinn var hélst opinbert
leyndarmál, en margir voru þó
kallaðir, og enn fleiri grunaðir.
Grunsamlegir verða að teljast
drengirnir sem héldu til á stéttinni
fyrir utan og púuðu mariuana-reyk
framan í gesti og gangandi.
Yfir þessa vægast sagt hörðnuðu
unglinga varð ég að klofa til að
komast inn á kveldin, þó venjulega
færðu þeir sig til einn eða tveir með
semingi.
Effir nokkrar vikur hafði opinn
fjandskapur drengjanna, sem birt-
ist t.d. í viðvöruninni „Keep your
eyes!“, mildast niður í þegjandaleg-
ar kveðjur. Þeir vissu að þeir höfðu
ofureflið hvort sem er. Þá var það
eitt kveld, þegar ég hugðist smeygja
mér á milli bræðranna, að sá ung-
legasti þeirra, með sokkin
augu í
englafésinu, sagði stundarhátt með
dópmenguðu brosi: „What about
those Knicks!“
Ég þóttist vita að þetta væri ætl-
að mér og greip á loffi. Spennufall.
Körfuknattleiksliðið braut klak-
ann og drengirnir fengu aldrei að
vita að hvíti bróðir var í rauninni
hatrammur anti- sportisti.
I staðinn fýrir steinandlit og pó-
kerfés sé ég nú í glaðlega skóla-
drengi í rökkrinu, sem alltaf töluðu
um Knicks, Knicks, Knicks.
Svo töpuðu goðin úrslitaleikn-
um. Ekkert uppþot, neins staðar.
Líklega verðum við að bíða effir
næsta Black-Out-i eða árinu sem
þessir „Knicks“ loksins vinna.
Daginn eftir hrakfarirnar er ég
enn mættur í kökuilminn á Lex-
ington Avenue. Feiti og feiti mæta
lögum samkvæmt og bera sig vel.
Nánast svo vel að engu líkara er en
að þeirra lið hafi unnið — High
five/Low five.
Svo dæsir sá svarti, lítur áhyggju-
fullur í blað og segir: „Ég hef ann-
ars miklu meiri áhuga á „soccer“.
Við unnum Kólumbíu í gær mað-
ur, sáuði það?“
Það er ekki til sá maður í þessum
Bandaríkjum Norður-Ameríku
sem veit ekki um þann frækna sig-
ur. Minna má nú varla vera, í fýrsta
skipti síðan 1950 sem Ameríkanar
vinna leik á heimsmeistaramóti.
Allt í einu er knattspyrna ekki
lengur eitthvert leiðinlegt tóm-
stundagaman fýrir snobbaða Evr-
ópumenn og ffumstæða Suður-
Ámeríkana. Vakning gengur yfir
land frelsisins svo mótshaldarar og
fjárfestingaraðilar hrópa: „Framar
björtustu vonum!“
Á götunni standa menn límdir
saman og horfa á læv boltaleiki í
útstillingargluggum. Tvær gráar
frúr nýkomnar úr lagningu doka
við og pískra sín á
milli. „Svo
þetta er
soccer“?
Interest-
i n g ! “
Amer-
íka, miðpunktur alheims hefur
uppgötvað knattspyrnu öld á eftir
tímanum.
Sigurgangan er samfelld, eða
næstum því. Það kemur ekki ann-
að til greina en að USA vinni þetta.
Hví ætti síðasta stórveldið að láta
auðmýkja sig að óþörfu?
Það er komið að leiknum við
Brasilíu — skrælingjaþjóð. Bill,
Hillary og Chelsea ætla að fýlgjast
með í Camp David. „Ég hef trú á
ykkur strákar," segir BiU í síman-
um. Og öU ameríska þjóðin tekur
undir það.
Hvað gerist... Minnist ekki á
þetta ógrátandi. USA skorti tvö
mörk í sigur. Það er á tali í Camp
David — „No comment“.
Það líður ekki á löngu þar til
Ameríka finnur að hún hefúr verið
teymd á asnaeyrunum með þessu
fótboltafargani. Þetta er eiginlega
fýrir neðan hennar virðingu.
„Fótboltaunnendur eru brjálað-
ir. Þetta er blóðugasta sport sem til
er,“ segir járnbrautarklerkur á
Long Island þegar fréttir berast af
aftöku Andreas Escobar, sjálfs-
marksskorarans kólumbíska. Stræti
New York City eru hertekin af
brjálæðingum knattspyrnuþjóða.
Grænklæddir Irar kyrja „Óle, Óle“
í annari umferð á Sankti Patreks-
degi og brasUískir dansa samba
upp á bílþökum í hvert sinn sem
þeirra lið vinnur eða bara nær
jafntefli.
Og Islandia vann Bolivíu, sagði
vinur minn Rolanda með nýja re-
spekt í stórum augunum. Kannski
ekki svo vitlaust þetta tuðruspark,
eins og við inteUektúalarnir kölluð-
um það. Gefúr þjóðemissósíalism-
anum ekkert eftir í stóru ástinni:
ættjörðinni aUt allt allt...
Mætti ég þá biðja um baseball
aftur svo ég geti tekið undir með
Scrooge: „Ég hata íþróttir!“
Höfundur er ólöglegur innflytjandi í
New York City og starfar
sem sendill.
Á götunni standa menn límdir
saman og horfa á læv boltaleiki
í útstillingargluggum. Tvær
gráar frúr nýkomnar úr lagn-
ingu doka við og pískra sín á
milli. „Svo þetta er „soccer"?
Interesting!" Ameríka, mið-
punktur alheims hefur upp-
götvað knattspyrnu öld á eftir
tímanum.
FIMMTUDAGURINN 21. JULI 1994 PRESSAN 13