Pressan - 21.07.1994, Page 16

Pressan - 21.07.1994, Page 16
Margrét Elísabet Ólafsdóttir Grím Hjartarson sjóara sem skolaði á land í Frakklandi og hefur lifibrauð af því að selja Fransmönnum plaköt á hundraðkall. Og kann ekki nema nokkur orð í frönsku. „Við eram fföst í ofso MM vsu „Hann stökk með skreiðarköggulinn í sjóinn, en var skotinn affélögum sínum, sem hlógu að honum þar sem hann var alblóðugur í sjónum. “ ~~ g held ég hafi Eséð Grím Hjartarson í fyrsta skipti á jólaballi ís- lensku barn- anna í gamla sendiherrabú- staðnum í Par- ís. Hann átti að leika jólasvein, en var þó engan veginn neitt líkur við- teknum hugmyndum um rjóða og bústna jólasveina. Þrátt fyrir skegg- ið og púðann. Ég veit ekki af hverju, en ég var viss um að hann væri myndlistarnemi. Hann var einhvern veginn þesslegur. Lista- mannslegur. En Grímur hefur aldrei fengist við aðra list en þá að lifa lífinu. — Sem er í sjálfu sér nóg. — Hann hefur aldrei mátt vera að því að sitja lengi á skóla- bekk. Ekki einu sinni í Vélskólan- um. Hann vildi heldur vera úti á sjó, þar sem hann hélt til meira og minna í tæp fimmtán ár. Eða þar til hann rak á land við Frakkland, þar sem Signa fleytti honum upp til Parísar. Þar er hann búinn að vera í tvö ár og segist ekkert vera að flýta sér heim til íslands aftur alveg strax. Líkar ágætlega að vera land- krabbi, þótt hann játi reyndar þörf til að komast reglulega út að ströndinni. Anda að sér söltu sjáv- arloftinu. Vinnan gerir honum það kleift, því Grímur gerðist farand- sölumaður eftir að hann kom á land í París. Hann selur Frans- mönnum plaköt, eftirprentaðar ljósmyndir, sem kosta hundrað kall. Og það án þess að kunna mik- ið meira í frönsku en já og nei — og svo auðvitað tölurnar. „Fyrst þegar ég byrjaði á þessu reyndi ég að selja í París, en var alltaf rekinn í burtu. Ég hef ekkert leyfi til að selja,“ hálfhvíslar hann. Segir að aðrir sem séu í svipaðri sölumennsku hafi heldur ekki leyfi. „Maður sér það á því að þegar löggan birtist hverfa allir eins og hendi væri veifað. Þess vegna fer ég út á land. Þar fær maður oftast að vera í friði. Og svo er salan miklu betri þar. Það er alltof mikið ffam- boð í París. Og fólk gefur sér held- ur engan tíma til að skoða það sem maður er að selja. 90 prósent veg- farenda labba ffamhjá. Það er ekki nema svona eitt prósent sem kaup- ir.“ Grímur gafst því fljótlega upp á stórborginni og ítefur haldið sig við landsbyggðina. „Ég er búinn að fara til svona tuttugu borga. Ég seldi vel í Dijon í vetur, þótt þar væri skitakuldi. Seldi meira að segja allt sem ég var með einn daginn, líka sýnishornin. Annars sel ég yfirleitt betur eftir því sem ég fer lengra frá París. Það er eins og fólk gefi sér meiri tíma úti á landi. Ég fer samt aldrei mjög langt, því það er dýrt að ferðast með lestunum.“ En nú talar þú litla frönsku. Hvernig gengur það við sölumennsk- una? „Það fyrsta sem ég lærði voru tölurnar, sem er auðvitað það mik- ilvægasta í þessu. Svo hefur þetta verið að smá mjakast. Hann Björn Ólafs vinur minn er stundum að skamma mig fyrir það að ég skuli ekki fara í skóia til að læra málið, en ég hef engar áhyggjur af þessu. Ég hef reyndar lent í því að menn séu með stæla við mig, en það er mjög sjaldan. Yfirleitt líst þeim sem stoppa til að skoða vel á myndirnar og þá er þetta ekkert mál.“ Þegar þú ert að koma til borgar sem þú þekkir ekki, hvernigferðu þá að því að ákveða hvar best sé að stilla myndunum upp? „Það geta farið allt upp í tveir klukkutímar að finna rétta staðinn í nýrri borg. En ég stilli mér yfirleitt ekki upp nema þar sem ég má vera. Það kemur stundum fyrir að ég verð að færa mig, til dæmis ef ég hef sett upp þar sem á að vera markaður. Best er að vera þar sem fólk er á leið inn eða út úr bænum eða á göngugötu, þangað sem fólk kemur í þeim hugleiðingum að versla.“ Hafðirðu einhverja reynslu af sölumennsku áður en þú fórst útí þetta? „Ég seldi auglýsingar í mest lesna tímarit á Austfjörðum. En það veit auðvitað enginn hvaða blað það er.“ Blaðið kom víst ekki út nema tvisvar. En þótt Grímur hafi fengist við ýmislegt, bæði hér í París og á Is- íandi — þar á meðal fyrirsætustörf —, þá hefur hann mesta og lengsta reynslu af sjómennskunni. Hann fór fyrst á sjó 15 ára og var upp ff á því reglulega á sjónum. Hefur komið við á flestum tegundum skipa og báta, allt ffá trillum upp í togara, með viðkomu á ffaktskip- um. Þú saknar ekkert sjómennskunn- ar? „Ég get nú ekki sagt það. Þó fer ég á þriggja mánaða fresti í sölu- ferðir niður að Ermarsundinu, til Le Havre, til að anda að mér sjáv- arloftinu. Það selst lítið þar. En sjó- mennskan er ekkert líf.“ Hann hik- ar aðeins og bætir við. „Það er kannski allt í lagi að vera á trillu. Þeir hafa það best.“ Undirrituð verður eitt spurning- armerki í fratnan, enda lítið vit á sjómennsku og störfum þeitn tengd- um. Algjör landkrabbi. „Já“, útskýrir Grímur þolinmóð- ur þegar hann sér á mér svipinn. „Þeir eiga svo miklu auðveldara með að svíkja undan skatti en aðrir sjómenn.11 Énnþá stærra spurning- armerki: Hvað áttu við? „Þeir eiga útgerðina sjálfir og því geta þeir skráð allt sem þeir kaupa, bæði sumarbústað og bíl, á hana og fá það þannig undanþegið virðis- aukaskatti. Mönnum finnst þetta næstum því sjálfsagt. Trillukarlarnir hafa það líka fínt af því þeir geta farið út á sjó klukk- an fjögur, fimm á morgnana og verið komnir heim í kvöldmat. Svo getur einn sólarhringur hjá trillu- karli gefið jafn mikið í tekjur og fimmtíu stunda vinnuvika hjá verkamanni í landi. — Þótt þeir vilji auðvitað ekki meina það. Þeir halda vel utan um sína hagsmuni þessir karlar.“ Við ræðum dálítið um sjó- mennskuna, kvótann og veiðarnar. Grími finnst kvótakerfið að sjálf- sögðu gallað, en mestu máli finnst honum skipta að færa vinnuna aft- ur í land. „Það þarf að nýta þessi hús sem þar standa illa nýtt. Það mætti líka haga veiðunum öðru- vísi. Islendingar eru svo fastir í sinni ofsoðnu ýsu. Við erum búnir að vera að henda fiski í sjóinn affur árum saman, fiski sem annars stað- ar er talinn herramannsmatur. Þetta er nú reyndar að breytast að- eins, en við erum búin að vera lengi að uppgvöta að hægt er að borða fleira en ýsu. — Hérna í Frakklandi er nú bara litið á mann eins og hálfgerðan villimann þegar maður spyr um þennan fisk. Þeir segjast ekki vera með svona hræ- fiska. Svo geymist ýsan illa og fæst þess vegna sjaldan hér inni í París. Aftur á móti er humarinn, þú veist þessi litli sem þeir eru að veiða á Hornafirði, miklu ódýrari hér en heima. Það er hægt að fá hann ferskan og jaffivel lifandi fýrir svona 800 krónur kílóið. Það er al- veg hægt að leyfa sér að kaupa hann þegar mikið stendur t0.“ Hvernig stóð annars á því að þú fórstsvona ungurá sjóinn? Grímur setur sig í hálfgerðar trúnaðarstellingar og lækkar róm- inn. „Ég var brjálaður unglingur. Ég veit ekki hvort það var heimilis- aðstæðum að kenna eða hvað. En mér hálf leiddist skólinn, þótt mér gengi ágætlega og hafi klárað hann. Síðan fór ég í Vélskólann í einn vetur, en fannst námið vera alltof langt. Sjö ár! Ég vildi heldur halda áffam að lifa lífinu.“ Hvernig líður þér innan um alla íslensku menntametmina hér í Par- ís? „Það er einstaka maður sem lítur niður á mann, en flest af þessu unga fólki hér í París er mjög skemmtilegt.“ Grímur var átján mánuði ífrakt- siglingum og kynntist þá hitmm ýmsu heimshlutum. Hatin sigldi tneðal annars tneð skreið til Nígeríu, en þarsegist hanti hafa kyntist hlið á tnatmkyninu sem hann þekkti ekki áður. „Ég hef aldrei á ævinni kynnst meira kynþáttahatri en þarna niður ffá. Kynþáttahatri sem beindist gegn hvíta manninum. Viðhorfið var að þar sem við værum hvítir og áttum allt, en þeir ættu ekkert, þá værum við vondir. Og ennþá verri af því við vildum ekki gefa þeim af öUu því sem við áttum. Það var al- veg eins og það væri okkur að kenna að við ættum meira en þeir. Þegar talað er um kynþáttahatur, er eins og umræðan einskorðist alltaf við kynþáttahatur hvíta mannsins, en þarna var þetta mikla hatur öfgafýllra. Þessir menn báru heldur enga virðingu fýrir vinnufélögum sín- um. Einn þeirra var skotinn þegar hann gerðist svo djarfúr að stela 40 ldlóa skreiðarköggli handa fjöl- skyldu sinni. Hann stökk með hann í sjóinn, en var skotinn af fé- lögum sínum, sem hlógu að hon- um þar sem hann var alblóðugur í sjónum. Síðan drógu þeir hann upp með neti, settu hann í skottið á bíl og óku með hann í burtu. Þegar við spurðum hvað yrði gert við hann, var okkur sagt að annað hvort yrði hann látinn drepast þarna í skottinu eða hann yrði skil- inn effir og látið blæða út. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins,“ segir Grímur og hefur ekki ennþá komist yfir þessa reynslu sína af Nígeríumönnum. Hann segist heldur aldrei hafa kynnst annarri eins leti. „Ég skal segja þér að við vorum viku að lesta skipið áður en við fór- um ffá íslandi og komum þá við í um tuttugu höfnum í kringum landið. I hverri höfn var sjö til tíu manna vinnuhópur sem sá um lestunina. Þegar við komum til Nígeríu tók það tvær vikur fyrir hundrað svertingja að losa skipið aftur. Það voru aldrei nema nokkr- ir að i einu, hinir lágu, sváfu eða átu skreið sem þeir höfðu stolið úr farminun. Það er rétt að kaupið er ekki hátt, em mér fannst þetta al- veg ótrúlegt.“ Grímur hristir höf- uðið við minninguna, en bætir svo við; „Ég held samt með Nígeríu- mönnum í Heimsmeistarakeppn- inni í fótbolta.“ En hvernig stóð á því að þér skol- aði á latid hér í París? „Þú veist það alveg,“ segir hann og horfir á mig eins og til að biðjast vægðar, sem honum er ekki veitt. „Kærastan mín, hún Hildur (Þórð- ardóttir) er flautuleikari og vildi fara hingað í framhaldsnám. Enda er Frakkland Mekka flautuleikara. Ég var ekki viss hvort ég ætlaði að koma líka og varð effir heima á ís- landi til að hugsa mig um. Mánuði síðar var ég svo kominn hingað út.“ Og hann er ekkert á leiðinni heim til Islands affur í bráð. Alla- vega ekki á meðan Hildur vill halda áfram að læra á flautuna. „Hérna í Frakklandi er nú bara litið á mann eins og hálfgerðan villimann þeg- ar maður spyr um ýsu. “ 16 PRESSAN, FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.