Pressan - 21.07.1994, Side 21
Draumurinn
raumur minn er nú loks-
ins að rætast. Mig langar
að búa úti og vinna þar og
því verður þetta góður undirbún-
ingur“ sagði Maríus Sverrison
sem nú ætlar að kveðja landann og
halda utan til náms. Hann mun
stunda nám í söngleikjadeild lista-
háskólans í Vínarborg (Hoch-
schule fur Musik und darstellende
Kunst) en þessi skóli nýtur mikillar
virðingar og til gamans má geta
þess að móðir hans, Margrét
Pálmadóttir, stundaði þar nám í
klassískum söng.
„Tónlistardeildin sérhæfír sig í
söngleikjum en þarna er rosalega
mikil danskennsla og að sjálfsögðu
leiklist og söngur. Eg er núna að
fara útí músíkal söng sem er öllu
léttari en klassíski söngurinn.
Maður er búinn að vinna svo mik-
ið við þetta að smátt og smátt hef-
ur maður sogast nær þessu“. Mar-
íus hefur tekið þátt í söngleikjum
hér heima og má þar nefna My fair
lady og Skilaboðaskjóðuna en
einnig var hann hluti af Óska-
bömunum sem tróð upp í Þjóð-
leikhúskjallaranum. Hann hefur
stundað nám við Söngskóla
Reykjavíkur í 3 ár og við Tónlistar-
skólann í Reykjavík í eitt og hálft
Maríus ætlar, ásamt nokkrum
vinum, að fagna þessum merka
áfanga í lífi sínu með því að halda
styrktartónleika fimmtudaginn 21.
júlí, kl.21.00. Tónleikarnir hafa
hlotið vinnuheitið Bamið burt! og
verða þeir haldnir í húsnæði
Kvennakórs Reykjavíkur. Þeir sem
koma fram ásamt Maríusi verða:
Páll Óskar og Milljónamæring-
arnir, Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir, Ragnheiður Ámadóttir,
Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Dav-
id Knowles og Felix Bergsson auk
þess sem hann verður kynnir
kvöldsins. Miðaverð er 1000 krón-
ur og mun allur ágóði renna í
Námsstyrktarsjóð Maríusar (Mar-
íus’ Scholarship Fund).
„Tónleikarnir verða á léttari_
nótunum, voða mikið djass en
einnig verður þetta í söngleikja- og
kabarett stíl. Palli og Steinunn
verða í latín fíling og svo munu
Millarnir taka lög af nýju plötunni.
Þetta verður líflegt“.
Maríus ædar sjálfur að taka ein-
sog 2 lög í klassískum dúr og eru
allir að sjálfsögðu velkomnir.
Heitir hönnudir I
Þetta er búið að vera lengi í
maganum á okkur en það
eru tveir mánuðir síðan
mennirnir okkar samþykktu þetta
og við fengum okkur húsnæði.
Þetta virðist æda að takast hjá okk-
ur“, sagði Bára Hólmgeirsdóttir
sem ásamt Alfreð Kristinssyni,
Sigrúnu Guðnýju Markúsdóttur
og Gísla Þór Gíslasyni er að opna
verslunina Flauel, Tískumiðstöð, í
húsinu númer 1 við Laugaveginn.
Þessar ungu dömur eru ekki alls
óreyndar í bransanum því báðar
störfuðu þær áður sem verslunar-
stjórar, Sigrún í versluninni Sautj-
án en Bára í Spútnik.
„Okkur fannst tími til kominn
að það kæmi ferskt ungt fólk inn í
verslunarrekstur hér í miðbænum.
Við erum með ferskar og góðar
hugmyndir og reynslunni ríkari ffá
fýrri störfum. Gamla Skósalan var
hérna til húsa í 40 ár þannig að
hérna eru góðir andar“ bætti Bára
við.
Það má með sanni segja að ný
kynslóð sé að ryðja sér til rúms í
verslunarrekstri bæjarins en ekki
alls fýrir löngu voru opnaðar versl-
anirnar NOI og Frikki og dýrið.
Þar eru einnig á ferð ungir verslun-
areigendur sem bjóða uppá allt
það nýstárlegasta í tísku unga
fólksins í dag.
í Flauel, Tískumiðstöðinni verða
tU sölu notuð og ný föt, gott úrval
af herra- og dömufatnaði og meðal
annars Burro herrafatalínan sem
ekki hefur fengist hérlendis áður.
„Burro línan inniheldur mjög
sérstök föt í breskum stfi. Burro er
mjög heitur hönnuður um þessar
mundir og á mikilli uppleið. Við
verðum líka með skó, töskur og
skartgripi,“ sagði Bára að lokum,
en almenningur fær að berja dýrð-
ina augum föstudaginn 22. júlí.
Sigrún og Bára
fyrir utan
verslun sína.
Á Simmtudag
...Barninu burt! en það
nefnast styrktartónleikar
Maríusar Sverrrissonar sem
kveður landann að sinni.
Haldnir í húsnæði
Kvennakórs Reykjavíkur.
...að fólk fylgist með hala-
stjörnuárekstrunum á
Júpiter. Þetta er auðvitað
geimsögulegur stórviðburð-
ur og hægt er fylgjast með
honum á tölvunni sinni,
þ.e.a.s. ef maður er tengdur
tölvunetinu VWVW, The
World Wide Web, og þá j
forriti sem heitir Mosaic. í
dag er mikið um læti og
spáð er að þrjú fjögur brot
hrapi niður.
...að leigubfistjórar haldi
kjafti þegar maður notar sér
þjónustu þeirra. Hvað varð-
ar mann um það sem þeim
finnst um Jón Baldvin og
EES og EB eða hvað sem
þetta heitir? Maður er ekki
að borga fyrir
speki þeirra og
ef maður vill
heyra hvað
leigubíistjórum
landsins finnst hlustar mað-
ur bara á Þjóðarsálina.
FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 1994 PRESSAN 21