Pressan - 21.07.1994, Side 22

Pressan - 21.07.1994, Side 22
óháðí listinn 20 vinsælustu lögin á íslandi Sæti 1. (4) 2. (2) 3. (17) 4. (8) 5. (6) 6. (11) 7. (12) 8. (9) 9. (10) 10. (7) 11. (15) 12. (3) 13. (1) 14. (-) 15. (19) 16. (18) 17. (-) 18. (-) 19. (—) 20. (-) Lag Snow Princess < Vasoline ••••• Get It Together Hit the Coast • 1 Hljómsveit Vikur •Underground Family 2 • Stone Temple Pilots • •••••Beastie Boys ........ »Tone Loc I Can’t Imagine the World Without Me Echobelly Africa Inside Me.....»Arrested Ðevelopment Happy Day ••••........•••••.........Blink Numb .................... Portishead Shimmer ••••••••••••.......•••• • »Surgery Jesus Hairdo ••••••••••••••••• >Charlatans Loverman •••••••••••••..........Nick Cave Pjakkur...........•••••••......Bubbleflies Dark and Long ••••••••.....••• Underworld Their Low ••••••••••••••••••••••• Prodigy .................................T-World Young Stupid White..............XC — NN Age of Panic ••••••••••......••• • *Senser Skjár ••••••••••••••••••••••••••••Maus Car Song ••••••••••••••......Madder Rose Head Down ••••••........ »Soundgarden Vinsældalisti X-ins og PRESSUNNAR er leikinn á X-inu klukkan tólf á hádegi á hverjum fimmtudegi þegar PRESSAN er komin út. Vínsældavaliö fer fram í síma 626977 virka daga klukkan 9-17. Vertu með í að velja tuttugu vinsælustu lög- in á íslandi. Partý zone 1. No Love Lost ...........Ce Ce Rogers 2 Pearls ........................Sade 3. Dharna Means Truth .........Dharna 4. High Up ...........Funky Green Dogs 5. Closer ....................Freedom Kiddi kanína 1. Cabaret Voltaire ..........The Heat 2. Woodoo People..............Prodigy 3. Tungl 12 ....................Kusur 4. Junk..........................Fall 5. Hann mun aldrei gleym’enni ...Unun Vinsældaiisti X-ins og PRESSUNNAR er valinn af hlustendum X-ins, atkvæöum framhaldsskólanemenda í samvinnu vlö listafélög skólanna og upplýslngum plötusnúöa á danshúsum bæjarins um vinsælustu lög- in. Númer í sviga vísa til sætis á lista í síöustu viku $ # Tvær gamlar en nýjar Sororicide, Bless og Daisy Hill með „nýtt" efni Fyrir ári tók íslenska dauðarokkhljómsveitin Sororicide upp tvö lög, „Godlike“ og „In your empty eyes“. Nú hafa lögin endað á geisla- diski sem gefinn er út í Finnlandi af neðanjarðarmerkinu Raising Realm. Diskurinn er íjögurra laga og eru hin tvö lögin með enska „doom- metal" bandinu Chorus of Ruin. Diskurinn er nýkominn til landsins og fæst í Japis og Hljómalind. Sororicide sigruðu Músiktilraunir Tónabæjar 1991 þegar dauðarokkið var upp á sitt besta. Skífan gaf út plötu með þeim sama ár en á síðustu misserum hefur verið hljótt um bandið og hefur það af flestum verið talið af. Nú hafa meðlimirnir verið að koma saman á ný og á að setja bandið í fimmta gír því enskt neðánjarðarfyrirtæki, Resurrection Records, hefur boðist til að gefa út heila plötu með hljómsveitinni. Dauðarokkararnir munu því leggjast undir feld og semja efni það sem eftir er af sumrinu. Árið 1991 tóku hljómsveitirnar Bless og Daisy Hill upp efni fýrir safh- plötu sem þá var í bígerð. Það var enski ferðalangurinn Simon Proudman sem fékk þá hugmynd að gefa út 12“ plötu með tveimur íslenskum sveit- um og tveimur áströlskum. Simon hafði hrifist mjög af rokktónlist land- anna og veitti fjármagni til íslensku sveitanna og hljómsveitanna The Crusoes og The Porcelain Bus Ástralíumegin til að taka upp eitt lag á sveit fýrir safnplötuna. Svo leið og beið og ekkert gerðist í stöðunni fýrr en kassi fullur af plöt- unni „OZ-ICE“ kom til landsins nú fýrir nokkrum vikum. Sveitirnar Bless og Daisy Hill eru báðar löngu hættar og verða ekki endurvaktar í til- efni plötunnar. Þessi sögulega heimild fæst í Hljómalind og fýrir aðdáendur liðna leik- arans River Phoenix má geta þess að lag Daisy Hill er einmitt skýrt í höf- uðið á honum. Þó er textinn síður en svo spádómur um það sem átti eftir að henda hann. P o p p hakkavélin ■ ■ Æ G u n n 1 Þrjár tegundir nostalgía: Gufu- nostalgían LÖG ÚR KVIKMYNDINNI BÍÓDAGAR SKÍFAN ★★★★ Ég skammast mín fýrir að nota enska orðið „nostalgía11 til að lýsa því sem í orðabókinni er kallað „(ljúfsár) söknuður eftir liðinni tíð“. Nú hafa ís- lenskir nýyrðasmiðir algjörlega brugð- ist hlutverki sínu þvl „nostalgía" er svo sannarlega orð sem íslenska þarf. Hér, jafht sem víðast hvar erlendis, er nos- talgían nánast allsráðandi í listum, og þá ekki síst í tónlist. Sjáið bara endur- reisn diskósins og hipparokksins! Myndin Bíódagar gerist á þeim gull- aldartímum er Ríkisútvarpið, gamla Gufan, sat ein að útvarpsbylgjunum. Þá var öllu klesst saman, gargandi bítlarokki og baulandi karlakórum, og útkoman varð þessi ffábæra gufu- blanda þar sem íslensk dægurtónlist af öllum tegundum naut sín til fullnustu. Það besta sem gæti gerst fyrir íslenskt popp væri ef þessari einokun yrði komið á aftur. Þá þyrfti fólk að kaupa plötur ef það vildi hlusta á músik og plötusalan myndi stóraukast. Einnig myndi samkeppnin um sæti framan við hljóðnemann aukast í röðurn meintra útvarpsmanna og öll þau óhæfu fifl sem nú hamast á útjöskuð- um hálfvitafrösum dagskrárgerðar- bransans þyrftu að fá sér eitthvað ann- að að gera. Ein rás, heilsteypt þjóð, er betra en alltof margar rásir, rugluð þjóð, ekki satt? En þetta var útúrdúr. Það er ill- mögulegt að sjá hverjum Skífan hyggst selja þessa plötu — nema hún skyldi vera stíluð inn á þann hóp sem vill Gufuna einráða. Hér er að visu allt morandi í meistarastykkjum. Ef fi'ling- urinn er fýrir hendi má vel sökkva sér í eigin æskuminningar og snökta í kór með þeim ofurrómantísku ballöðum sem hér hljóma. I bland rokka svo Kinks og Animals og Skapti Ólafsson eðalrokkari er með „Allt á floti“, sem var bannað á sínum tíma vegna klúrs orðbragðs, eða það fundu Gufusnill- ingarnir út úr sauðmeinlausum textan- um. Bubbi á eina nýja lagið, titillagið, og bregður sér þar á bak á bítlafáknum og brokkar um í fínu lagi. Gufan verður líklega aldrei aftur söm við sig, en hér gefst fágætt tækifæri til að rifja upp horfna gullaldartíma. Síldar- nostalgían GRETTIR BJÖRNSSON VORVIÐ SÆINN SKÍFAN ★★★★ Þegar síldin flæddi um hafnirnar var víst vinsælt að karl með nikku héldi uppi stuðinu á plönunum — eða kannski er ég að rugla þessu saman við uppsetningu leikflokksins á Siglufirði. Afla vega, plata Grettis Björnssonar er harmónikkuplata eins og þær gerast bestar. Hér flytur þessi meistari nik- kunnar íslensk sjómannalög og það með hoppandi lífsgleði og stíl enda er annar snillingur, Þórir Baldursson, ekki langt undan og sér um pottþétt undirspilið. Nostalgían er fyrir hendi hér. Þessi lög voru upp á sitt besta þegar menn voru menn, konur konur og síld síld. Það átti að vinna allan sólarhringinn og svo var brugðið upp balli þar sem þessi snilld hljómaði í vinnulúnum eyrum. Svo fóru menn aftur að vinna eins og menn og rauluðu harm- ónikkulag fýrir munni sér. Þá voru listamenn listamenn — Kjarval kúldr- aðist ógreiddur út í hrauni og Þorberg- ur strippaði í Nauthólsvík. Þá þóttist ekki annar hver aumingi vera lista- maður og þá hékk enginn á kaffihús- um eða knæpu allan daginn. Svoleiðis ræflum yrði nú aldeilis komið í vinnu eins og skot, laxmaður, ef síldarævin- týrið stæði enn yfir og harmónikkan væri drottning hljóðfæranna. Nú á dögum hindra útgáfur eins og þessi það að tónlistin endi á safni. Það er að vísu ffekar ótrúlegt að harm- ónikkan slái í gegn á ný hjá unga fólk- inu, nema hjá einstaka öðlingi sem fer í harmónikkuklúbbinn, en þeir sem digga harmónikkuna á annað borð verða annað slagið að fá nýmeti, jafn- vel þó öðrum en innvígðum í galdra nikkunnar finnist þeir hafa heyrt ný- metið áður. Harmónikkan hefur lítið þróast í ár- anna rás og ennþá síður harmónikku- plötur. Þær hljóma allar eins, allar jafn góðar. Hippa- nostalgían LÖG ÚR SÖNGLEIKNUM HÁRINU FLUGFÉLAGIÐ LOFTUR/SKÍF- AN ★★ Öllum aivöru hippum fannst lítið til söngleiksins Hársins koma á sínum tíma. Þetta var/er tyggjópoppað létt- meti og væl um smástelpulegan frið sem allir áttu að fá yfir sig með því að stunda stjörnuspeki, brenna reykelsi og taka undir í fjöldasöng. Lögin eru sam- in af einhverjum Galt MacDermot sem gerði sér ekkert annað til frægðar. En lögin hafa elst vel. í rútuferð á grunn- skólaárum mínum var jafh vinsælt að spila Hárið í kasettutækinu og að syngja Bjarnastaðabeljurnar. Og í dag rís Hárið enn og ætlar að verða jafn vinsælt hjá unglingunum og fýrr. Þó stanslaus áróður hafi staðið yfir um ágæti hippatímabilsins síðustu árin með endurlífgunum á öllum möguleg- um sviðum virðist þetta niðurlæging- artímabil mannlegrar reisnar enn vera þrungið einhverri eftirvæntingarþoku sem dæturnar vilja týnast í og mömm- urnar, vonsviknar yfir kaldlyndi lífsins, vilja hverfa affur til. Tónlistin í Hárinu er hið þokkaleg- asta söngleikjapopp, svona í svipuðum gæðaflokki og tónlistin í Fame. Söngv- ararnir eru allir skýrmæltir og tjá sig ekki af umtalsverðri tilfinningu heldur með fagmennskuslikju atvinnuleikar- ans. Það er helst þegar Emilíana Torr- ini syngur að manni finnst eitthvað smá líf kveikna. í hljómsveitinni eru at- vinnumenn einnig sem skila sínu vel. Það er helst að Gummi Pé fái að leika sér en annars er tónlistin niðurnegld samkvæmt nótnablaðinu. Nú geta grunnskólanemar sungið Hárið á ís- lensku í næstu rútuferð og það er ágætt. 22 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 21. JÚLÍ 1994

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.