Pressan - 21.07.1994, Side 28
Innan Alþýðuflokks-
ins í Reyjavík virðist
andstaða fara vaxandi
við það að Jóhönnu Sig-
urðardóttur verði leyft að
bjóða fram AA-lista til
hliðar við Alþýðuflokkinn
í alþingiskosningum. Sá
listi hefði þann kost íyrir
Alþýðuflolddnn að at-
kvæði honum greidd
myndu nýtast flokknum
við úthlutun uppbótar-
sæta, en það virðist ekki
duga krötum í Reykjavík.
Forystumenn þar segjast
líta á deilurnar við Jó-
hönnu eins og slæmt
hjónaband, sem fyrr en
síðar verði að ljúka, en
ekki reyna að halda lífinu
í. Á meðan er Jóhanna í
liðskönnun sinni um
landið ein á ferð og hefur
tekið stirt í samstarf við
krata á landsbyggðinni.
Þannig buðust alþýðu-
flokksmenn á Austurlandi
til að skipuleggja fyrir
hana fundi um kjördæm-
ið, en hún vildi ekkert
með það hafa og heldur
enga formlega fundi á ferð
sinni...
Ivangaveltum um
haustkosningar eru
menn farnir að velta
fýrir sér framboðsmálum.
Spurst hefur að Vilhjálm-
ur Egilsson íhugi að færa
sig til á milli kjördæma, úr
Norðurlandi vestra til
Reykjavíkur, og fetaði þar
í fótspor nestorsins Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar.
Við sæti Vilhjálms nyrðra
tæki þá séra Hjálmar
Jónsson. Innan Álþýðu-
flokksins eru stærst
spurningamerki sett við
framboð á Reykjanesi, þar
sem miklar breytingar
hafa orðið frá síðustu
kosningum. Innan flokks-
ins hafa áhrifamenn nú
nokkrar áhyggjur af því að
vanti „þungavigtarmann"
ofarlega á listann, en efstu
menn að óbreyttu yrðu
Rannveig Guðmunds-
dóttir, Guðmundur Ami
Stefánsson og Petrína
Baldursdóttir. Það
minnkar ekki áhyggjurnar
að við fljótlega yfirferð er
enginn sjáanlegur líklegur
kandídat...
VIÐ
HLUSTUM
ALLAN
SÓLAR-
HRINGINN
643090
PRESSAN/31/V3