Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1938, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1938, Blaðsíða 1
1038 6. blað Sunnudaginn 20. febpúar. ■——■■———»™—■■—™™ ÆFINTÍRI Á SPÁNI. Eftir Irene Hodson Komin (il Madrid. Fólkið fyrir framan bílinn er, talið frá v.: Höf. greinarinnar, William, „GorilIa“,' „írland“ og Spánverji. Mánuðum saman liafði eg lesið um borgarastyrjöldina spænsku, og langað til að sjá eitthvað af henni, en það var ekki fyrri en í janúar á síðastl. ári, sem tækifæri hauðst til þæss. Eg fylg'i engum stjórnmála- flokki, svo að það skifli ekki máli, hvort eg kæmi fremur til þess hluta landsins, sem Fran- co réði yfir, eða stjórnarhlut- ans. Örlögin ákváðu samt, að eg færi til Madrid. Það var spænskur kaup- maður í London, sem veitti mér ]>etta tækifæri. Hann sagði mér, að þegar styrjöldin liefði hafist, hefði móðir lians verið stödd í Madrid, en ekki komist á hrott þaðan. Hann gat ekki farið til Spánar sjálfur, af verslunarástæðum, en bauðst til að greiða allan kostnað við för þess manns eða konu, sem vildi takast á hendur, að af- henda móður hans hréf frá honum og kassa af matvælum. Mér leist vel á þessa liug- mynd, og bauð þegar að tak- ast förina á hendur. Eins og á stóð, virtist þetta gersamlega hættulaus för, -— en æfintýr- unum, sem eg lenti í, mun eg aldrei gleyma. Þar sem eg liafði nú fallist á að fara þetta, fór eg og fékk vegabréf mitt áritað hjá franska og spænska sendilierr- anum. Það var liægra sagt en gert, en tókst þó að lokum. En mér var sagt, að ekki væri víst, að eg fengi að fara yfir landa- mærin þrátl fyrir það, því að á bréfinu var hæði rússnesk og }>ýsk áletrun. En þá hitti eg til allrar hamingju bílstjóra, sem átti að fara með vöruhíl full- an af sáraumbúðum til Spán- ar. Lofaði liann mér fari til Spánar, og ef í nauðir ræki, að smygla mér yfir landamærin. I Newhaven kom eg til móls við bílinn, bílstjórana tvo og manninn, sem stjórna átti för- inni. Aðalökumaðurinn, Cliar- ley, var laglegur ungur Cock- ney (Lundúnahúi), liinn öku- maðurinn, William, var einn- ig laglegur piltur, æstur í að lenda í hardaga, er til Spánar kæmi. Fararstjórinn var írsk- ur, fékst við skáldskap og kall- aði eg liann hara „írland“. Þeir lofuðu að hjálpa mér eft- ir mætti. Hinsvegar átti eg að vera túlkur, af því að eg get fleylt mér í frönsku ogspönsku. Vöruhíllinn, sem var af Bed- ford-tegund, var alveg nýr, og þurfti að „tilkeyra“ liann á leiðinni, og gerðum við því ráð fyrir, að förin yfir Frakkland myndi taka 3—4 daga. Af ýms- um ástæðum vorum við þó næstum sjö daga á leiðinni. Um ferðina á Spáni þorðum við ekkert að áætla. Vistakassanum mínum var komið fyrir hjá lyfjunum og umhúðunum og Charley sagði, að nú væri „alt klárt“. En þar eð eg var raunverulega leyni- farþegi í bílnum, var ákveðið að eg skyldi fara með farþega- skipi yfir Ermarsund, og híða þeirra í Dieppe. Það má segja, að æfintýri mín hafi byrjað jafnskjótt og eg steig fæti á skipsfjöl. Á meðan á sjóferðinni stóð, tók eg eftir smáhóp af illa klædd- um mönnum, sem voru eins og atvinnuleysingjar, og voru þeir undir forystu manns nokkurs. Þegar við stigum á land í Di- eppe,, sá eg að þessi maður fór að reyna að útskýra eitthvað á ágætri ensku, við franskan tollvörð, en liann pataði út í loftið og lét dæluna ganga. — Hrevfið ykkur ekki! hróp- aði hann. — Þið fáið ekki að fara. Þetta er ekki í lagi! Maðurinn sneri sér nú að mér í örvæntingu sinni: — Afsakið, mælti liann — gæti þér ekki túlkað fyrir okk- ur? Við þurfum að ná Parísar- lestinni og við erum að flýta okkur? — Hvað er að? spurði eg tollvörðinn. Hann svaraði óþolinmóð- lega: — Þeir liafa engin vegabréf, engin skilriki. Þeir verða að snúa aftur. Eg get ekki leyft þeim að fara á land. Eg þýddi þessi orð fyrir liinn manninn, sem virtist verða njjög áhyggjufullur. — En það er ekki nauðsyn- legt að liafa vegabréf, þegar maður kaupir farmiða fyrir eins-dags-fei'ð, sagði hann. Mér datt í liug, hvernig liann mundi hugsa sér að geta farið til Parísar og til haka aftur á einum degi. Tollvörðurinn sneri sér nú að liinum farþegunum og þar eð túlkur frá ferðaskrifstofu Cook’s var staddur þarna, henti eg mönnunum á liann og hélt af stað. Eg hafði þó aðeins gengið örfá skref, þegar eg var stöðvuð af Frakka einum. Hann var í venjulegum fölum, en eg sá hlika á merki undir j akkanum. — Mætti eg tala við yður nokkur orð, sagði hann rólega, tók í liandlegg mér og leiddi mig inn í skrifstofu, þar sem tveir lögregluþjónar voru önn- um kafnir við að atliuga spjaldskrá. Fylgdarmaður minn bauð mér sæti og vindling og ráð- lagði mér síðan að „leysa frá skjóðúnni“. — Eg skil ekki við livað þér eigið, svaraði eg undrandi. Honum var auðsjáanlega skemt. — Á? Eg skal þá útskýra málið fyrir yður, því að við er- um eklci fæddir í gær liér í Frakklandi. Þér hafið verið sendar til Dieppe með þessa menn — þessa sjálfboðaliða til Spánar — og eigið að koma þeim í lestina til Parísar. Seg- ið til, ef mér skjátlast. Eg fór að hlæja, því að nú var mér skemt. — Hvers vegna haldi þér, að þeir sé sjálfboðaliðar? spurði Frh. á 5. síðu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.