Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1938, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1938, Blaðsíða 2
2 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Krumma-sögur. Sumir eru þeirrar skoðunar, að hrafninn sé allra fugla vitr- astur. Hann er talinn forspár og veit margt, sem mönnum er liulið. Hann launar gott með góðu. Varar vini sína við hætt- um og hefir stundum bjargað lífi manna, að því er fornar sagnir herma. Krummar hafa með sér þing á hausti hverju — liaustþing eða „lirafnaþing“. Sumir segja að þeir haldi og vorþing. A haustþingum skipa þeir sér nið- ur á bæi, tveir og tveir, „karl og kona“. En nú getur viljað til, að ekki verði jafnmargir karl- lirafnar og kvenhrafnar á ein- hverju haustþinginu, og segir þá sagan, að krummarnir veit- ist allir að hinum staka, að þinglokum, og ráði hann af dögum. Hrafnar þeir, sem taka sér vetursetu á bæjum eða eru „settir þar niður“ á haustþing- um, eru kallaðir „bæjarhrafn- ar“ eða „heimalirafnar“. Þegar krummar eru sestir um kyrt að haustinu, vilja þeir vera einir um liituna og flæma á hrott alla flækings-lirafna, er slangra milli bæja, liafa ekki komið á iiaustþing og ekki verið ráð- stafað, samkvæmt lirafna-lög- um. Bæjarhrafnar eru kallaðir mjög reglusamir i háttuin. Þeg- ar dimma tekur fara þeir „í rúmið“,f]júga frá bænum í bæli sin eða hæli, en eru uppi fyrir allar aldir að morgni. Þeir eru mathákar hinir mestu og sveng- ir ákaflega, er á nóttina líður. Hverfa undir eins og birtir heim að bænurn í von um, að einliverju liafi þá verið út varji- að matarkyns. Það þykir ekki einleikið, ef til krumma sést eða lieyrist um nælur, og var ekki trútt um, að menn ætluðu, að þar væri á ferð illir andar í hrafnslíki. Voru þeir kallaðir „nátthrafnar" og þóttu slæmir gestir. Krummi er hnýsinn og for- vitinn og verður margs vísari, því að „viða flýgur hrafn vfir grund“. Stundum gerast hrafn- ar mjög „óðamála“ og krunka í sifellu heima við bæi. Eru þeir þá að segja frá því, sem þeir hafa heyrt eða séð i síðustu ferðinni. Það er kallað, að krummi segi fréttir eða greini frá tíðindum. Krummi er liefnigjarn og slægvitur og launar ilt með illu. Ivomi það fyrir, til dæmis að vorlagi, meðan fannir sjatna og ísa leysir, að krummi vindi sér heim á „bæinn sinn“ (þar sem vel hefir verið til hans gert) með asa og þrálátu krunki, þyk- ir sjálfsagt að hann sé að gera við vart um það, að eitthvað af skepnum hóndans sé í hættu, kind eða trippi farið ofan í skurð eða keldu eða orðið ó- sjálfbjarga með öðrum hætti. Hins vegar er sagt, að hann láti sér ekki títt um slíkar aðvaran- ir, ef illa og ónotalega liefir verið að honum búið um vetur- inn. — Krummasögur þær, sem nú verða sagðar, eru hafðar eftir gömlum manni húnvetnskum, er andaðist um aldamótin síð- ustu. I. Fátækur bóndi einn norð- lenskur var hinn mesti dýra- vinur. Og hann liafði sérstakar mælur á krumma. kunni vel að meta vitsmuni hans, gaman- semi og gletni. Varaðist að gera neitt það, er honum mætti til angurs verða eða gæti metið til fjandskapar við sig. Bóndi þessi gætti þess vand- lega, að „bæjarhrafnarnir“ (hjónin) hefði ávalt nóg fyrir sig að leggja að vetrinum. Gaf þeim skófir, hrauðskorpur og annað ætilegt, það er til féll á heimilinu og lét ávalt á sama stað. Hann ávarpaði krumma sína vingjarnlega og bað heima- fólk sitt, að gera þeim ekki ó- næði að óþörfu, hrekkja þá eða hvekkja. Það stóð ekki á því, að hrafn- arnir launuðu bóndanum fyrir sig, og kom það greinilega í ljós er voraði. Eins og allir vita, hafa hrafn- ar og kjóar það til, að ráðast á nýfædd lömb og drepa þau, ef þeir geta. Og þeim tekst það oft, einkum ef lömbin fæðast í hrak- viðrum og komast ekki þegar á spenann. Þá er svo ber við, verða þau ekki ósjaldan hröfn- um að hráð eða öðrum vargi. — —- Eg fullyrði, sagði hinn aldraði maður, sem þetta er eft- ir haft, að hóndi sá, sem liér um .ræðir, hafi aldrei mist lamb með þessum hætti. Og hann varð þess var þrásinnis, að heimahrafnarnir lögðu bein- línis til orustu við aðra lirafna, sem gerst höfðu nærgöngulir við ær lians um sauðburðinn. Hann kvaðst ekki vita, livernig krumma-hjónin hefði farið að þvi, að þekkja ær bónda úr öðru fé, en svo „hefði verið að sjá, sem þeim yrði ekki skotaskukl úr því. Og víst væri um það, að lömb nágrannanna hefði ekki verið varin. II. Krummi er hálfgerður lirekkja-lómur, ertinn og stríð- inn að eðlisfari. Hundar og hrafnar eru sjaklan vinir og hafa í frammi ýfingar og áreitni hvorir við aðra. Oftar var það þó svo, fanst mér, segir heimildarmaðurinn, að ki'ummarnir áttu upptökin að jdingunum. Nú stóð svo á, að bæjarhröfn- unum hafði orðið sérstaklega uppsigað við fjárhundinn á hænum, ágætisrakka, móstrút- óttan. Þeir höfðu orðið af æti eða bráð af lians völdum og reyndu að ergja hann með ýmsu móti. — Sú saga er þannig: Þetta var að haustlagi og hafði bóndi slátrað fáeinum kindum um morguninn. Fór sú „aftaka“ fram við fjárhúsin suður á vellinum. Einhverjum úrgangi, sem til féll við slátrun- ina, liafði verið fleygt þar við húsin. Krummar voru ekki langt undan og sáu hvað fram fór. Og þeir hafa vafalaust hugsað sér, að hirða ælið, undir eins og færi gæfist. — Þegar búið var að bera heim kjöt og slátur, fann rakkinn — Strútur hét hann — upp á því, að éta allmikið af draslinu, sem eftir hafði verið skilið. — Hann torgaði ekki öllu ætinu, en tíndi saman leifarnar, svona það helsta, og har upp í húsa- sund. Hefir sjálfsagt ætlað að geyma það þar, uns hann svengdi á ný. Og þá er rakkinn hafði borið þetta í einn stað. hugsaði liann sér að jafna sig ofurlitið eftir máltíðina, hvíla sig og sofna. Hann lagðist fyrir rétt hjá ætinu, en varð ckki svefnsamt. Krummarnir settust á sinn húsmæninn hvor og görg- uðu ákaflega. Þeir þorðu ekki áð fara í ætið, en vildu hersýni- lega svala sér á rakkanum. Strútur reiddist slíku ónæði, rauk upp í vonsku og ællaði að hremma óvinina, en þá lyftu þeir sér upp á heyið að húsa- baki, görguðu þar og hoppuðu. Strútur þangað, en lieyið var hátt, svo að honum fataðist uppgangan. Og þá hlakkaði nú heldur en ekki i krummunum t Loksins komst hann þó upp á heyið, en þá flugu krummar upp fyrir tún, settust þar á sinn steininn hvor, görguðu ertnis- lega og hældust um. Strútur hleypur þangað og fer geyst. En þegar hann er rétt að segja kominn til þeirra, lvfta þeir sér enn. Fljúga nú upp í brekkur,. litinn spöl í senn, altaf lengra og lengra! — Og altaf var Strút- ur á harðalilaupum á eftrr þeim. Eg vorkendi rakkanum og. reyndi að kalla á liann, en hann var þá orðinn svo æstur og reið- ur, að það bar engan áranguiv Og svona gekk þetta lengi. Eg þóttist A7ita, að liundurinn mundi að niðurfalli kominn af mæði og fyltist vonsku til hrafn- anna. Mér þótti vænt um rakk- ann, því að hann liafði margt sporið af mér tekið og æfinlega reynst vel. Enn lyfta hrafnarnir sér til flugs og stefna nú beint heim að fjárhúsum. Mér dellur þegar í hug, að nú muni þeir hugsa sér að leika á rakkann, fljúga i æt- ið og' hafa eitthvað af þvi á brott með sér, láður en hann nái heim. Eg kunni því miður, að Strútur minn væri rændur, svo að eg legg af stað til fjárhúsanna og; fer greitt. Eg kom þangað rétt í því, er hrafnarnir ætluðu að steypa sér yfir bráðina, en þeir urðu hræddir og hurfu l'rá. Þetta voru bersýnilega all-mikil vonbrigði og flugu þeir nú ó- lundarlega í vesturátt og liurfu von bráðara. Strútur kom í þessum svif- um og var svo móður og reiður„ að mér blöskraði. Eg ávarpaðí liann lilýlega, klappaði honurn og reyndi að sefa skap hans og tókst það eftir langa mæðu. — Lagðist liann þá fyrir lijá æti sínu og hreyfði sig eklci fram í rökkur. Og þegar eg kom til hans um kvöldið, var hann enn úfinn í skapi og vildi ekki fara með mér. Hann hafði enga lyst á að eta. Eg tók þvi þann kost- inn, að bera ætið heim í bæjar- sund og þar lá hann hjá þvi unr nóttina. Eftir þetta hófu krummarnir þrollausar ýfingar .við rakkann. Og fyrst í stað tókst þeim að ergja hann svo og æsa, að liann rauk upp í heiftaræði og elti þá stundum lengi dags. En að lok- um hætti hann að kippa sér upp við krunk þeirra, liopp og ertni og lét sem hann sæi þá ekki. Það þótti liröfnunum auðsjáan- lega miður, en urðu þó að hafa það eins og hvert annað „hundsbit“. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.