Vísir Sunnudagsblað - 20.02.1938, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSRLAÐ
7
N álsporin.
Margt er að varast, sagði
gamla fólkið. Eitt var það, að
ekki mátti gera við sjóklæði
manna á helgum degi, j>ví að
í slíkum sjóklæðum mundi
menn drukna. Og til voru þeir
sjómenn nyrðra, fram undir
siðustu aldamót eða lengur,
sem aftóku með öllu, að fara á
sjó í þeim skinnklæðum, sem
saumuð liefði verið á helgum
degi. Og ekki vildu þeir heldur,
að dyttað væri þá að gömlum
sjóklæðum þeirra. Nei, ekki eítt
einasta nálspor mátti taka í
hrólc eða stakk á lielgum degi.
Einu sinni varð mikill skip-
tapi í einliverri veiðistöð
nyrðra. Þetta var skömmu eftir
nýár. Fórst þar margt röskra
drengja og átti þá margur um
sárt að hinda, eins og einatt vill
verða, er svo hörmulegir at-
burðir gerast.
Þegar fregnin um mann-
skaðann harsl upp til dala, varð
örvasa kerlingar-hrói þetta að
orði:
— Hu — það er svo sem ekki
von að vel fari, þegar andskot-
ast er með nálina í brókum og
stökkum alla drottins daga! Og
auðvitað liafa þær setið í því,
konurnar, og kannske þeir líka,
karlarnir, að bæta og staga sjó-
klæðin nú um stórliátiðirnar!
Nei, það er ekki von að vel fari,
Jesús minn góður — o-nei-o-nei
o-Pei — enginn von til þess. —
Svo hristi lnin höfuðið og nöldr-
aði eittlivað í hálfum hljóðum.
Þvi mun liafa verið trúað
víða um land að fornu, að vara-
samt gæti verið, að „staga að
sjóklæðum“ á sunnudegi. Um
það ber meðal annars vitni sag-
an uni Magnús í Nesi og Guð-
rúnu þjónustu lians. Er hún
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar og
liljóðar svo:
„Ef stagað er að sjóklæðum
manna á sunnudegi, þá farast
þeir í hinum sömu klæðum.
Einu sinni var sjómaður i Nesi
við Seltjörn, sem Magnús hét,
en þjónusta hans hct Guðrún.
Hún lék það að list og vana, að
hún stagaði aldrei að sjóldæð-
um Magnúsar, nema á sunnu-
dögum, þótt hann vandaði oft
um þetta við hana. Leið svo
nokkuð fram eftir vertiðinni,
að ekki har til tíðinda. Einn dag
reri Magnús sem oftar, og gerði
þá hvassviðri mikið, þó komust
allir með heilu og liöldnu til
lands, en ekkert sást né spurð-
ist til Magnúsar þann dag út.
En um nóttina eftir vaknaði
Guðrún við það, að Magnús
koin á gluggann yfir henni og
sagði: — „Nálsporin þín í vet-
ur hafa komið mér i sjóinn,
Guðrún mín“. — Guðrúnu hrá
svo við þetta, að liún varð vit-
stola nokkra stund eftir. En
þegar af henni bráði, sagði hún,
að orð Magnúsar hefðu valdið
sér þessarar vitfirringar.“
GÖMUL STAKA.
Enn nærist elskan sanna,
enn kærleiks funinn brennur,
enn blossar ástar tinna,
enn kviknar glóð af henni,
enn giftist ungur svanni,
enn saman liugir renna,
enn gefast meyjar mönnum,
menn hallast enn til kvenna.
(Staka þessi mun vera eftir
Pál lögmann Vídalín).
STÚLKUVÍSA.
(Höfundur: Hannes Bjarna-
son, prestur að Rip i Hegra-
nesi):
—o—
Sú var fríðust drósa drós,
dygð og trygðum vafin,
sann-nefnd viðis ijósa ljós,
landsins prýði, hrós og rós.
DRAUGALAG.
(Vísurnav eru eftir Bólu-
Hjálmar).
Riðum, ríðum lög og land,
línið foldar sökkvi.
Reiðum, reiðum hitran brand,
bragnar undan hrökkvi.
—o—
Ríðum, ríðum, þvi til þín
þurfum steini kasta. —
Hrími storkna hempan mín
heitir langafasta.
Þessi mynd er lekin af lands-
kappleiknum siðasta milli Svia
Kerlingin og heilagur andi.
— Laglegt er að sjá lil hans
sonar þíns núna, Margrét min,
sagði niðursetukerling ein við
húsmóður sína. Stendur bí-
spertur úti á hlaði og veifar
svipunni lians föður síns í kring
um sig alt hvað af tekur! Og
ekki ansar hann mér, kvikindið,
hvernig sem eg hanna honum
og skammast, og ekki heldur þó
að eg fari að honum með góðu.
— Ætli það sé nú eklci mein-
er voru i Berlín skoða veiðisýn-
inguna. A myndi'nni sjást (tal-
ið frá vinstri) Þjóðverjarnir
von Maekensen og Scherping
ÞJÓÐVERJAR 5—SVÍAR 0.
og Þjóðverja. Þjóðverjinn
Schön frá Dresden er nýhúinn
laust, þó að hann veifi svip-
unni, strák-anginn, sagði móð-
ir hans með liægð.
— Meinlaust! Sagðirðu mein-
laust? Veistu þá ekki, mann-
eskja, hvað hann er að gerá
með þessu athæfi? Hann er að
herja frá sér heilagan anda —
livorki meira né minna en það!
Og eg hélt nú satt að segja, að
við hefðum ekki ofmikið af
lieilögum anda hér á Gili!
og Ungverjarnir Daranyi, for-
sætisráðh., og Ivaya, utanríkis-
málaráðherra.
að „skjóta“ en Svíarnir (t. h.)
Gran og Erikson fá ekki varið.
WMSSSSSSBSSSMÍSSSIi
UNGVERSKIR
áT J ÓRNMÁL AMENN