Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Qupperneq 2

Vísir Sunnudagsblað - 31.07.1938, Qupperneq 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Góður viðskiftavinur. Stóri maðurinn í gráu yfir- höfninni leit með velþóknun í kringum sig í veitingahúsinu „Rauða; ljóninu“. Hann sagði við konu veitinga- mannsins, að hann kynni vel við sig þarna inni. Glösin voru vel fægð, stólarnir þægilegir og ar- ineldurinn hlvlegur. — Manni verður hlýtt um hjartaræturnar. Eg geri ráð fyr- ir að þið hagnist vel á þessu. Mig myndi ekki furða á því. — Við gætum liagnast meira — og svo mun verða, fái eg að ráða. Við höfum ekki verið hér lengur en í sex vikur. Eg hefi aldrei séð yður hérna áð- ur — húið þér hérna í nágrenn- inu? — Eg býst við að gera það. Eg er að liugsa um að kaupa hús við breiðgötuna. En þeir, sem þar bjuggu, höfðu flestir nóg fé lianda á milli og veitingakonan sá í anda að þessi nýi nágranni myndi verða góður viðskiftavinur. — Eg er alt af að segja við hann Harry — það er maðui*- inn minn — að liann eigi að vera alþýðlegri við gestina hérna. Það er nauðsynlegt nú á tímum. Maður á að tala við þá svo lengi sem þeir vilja — vera skemtilegur og ræðinn, svo að þeim finnist þeir vera heima hjá sér. — Eg er þess fullviss, að þér fylgið þessari reglu. Það er al- veg rétta aðferðin, frú mín góð. Góðan daginn, herra minn. Frú Parlcer leit við og brosti til manns síns. — Eg var að Ijúka við að segja, Harry, að þú ættir að vera alþýðlegri í viðmóti við gestina. — Þú hefir svo oft sagt það, góða mín, svaraði hann og brosti. — Eg skal reyna. Hann var nú kallaður að að- alvínborðinu. Um níu-leytið var veitingaliúsið að verða fult og maðurinn í gráa frakkanum gekk upp að „barnum“. — Gætuð þér lánað mér spil stundarkorn? En veitingamaðurinn benti honum á spjald á veggnum, er á var letrað: „Fjárhættuspil bönn- uð“. En kona hans sagði: — Efti r HERBERT SHAW. Yertu ekki með þessa vitleysu, Harry. Hann ætlar ekki að spila f járliættuspil. Það var alveg satt. En nú var liann búinn að draga að sér at- hygli gestanna við „barinn“. — Viljið þið heyra hófadyn í hesti, drengir? Hlustið á! Siðan tók hann i horn spila- bunkans með tveim fingrum, og lét þau renna út á milli þeirra og smella saman um leið. Það reyndist ekkert skrum — það var eins og liestar væri á liarða- slökki. Það var mjög líkt og maður einn, með langt nef, lét um mælt: — Ágætt. Þetta var vel af sér vikið. — Þakka yður fyrir, en nú skuluð þér fá að heyra vatn huna úr krana. — Það var svo líkt vatnshljóðinu, að áheyrend- ur liéldu að opnað hefði verið fyrir krana rétt hjá þeim. Töframaðurinn hneigði sig fyrir frú Parker, sem stóð á öndinni af hrifningu yfir töfr- um hans, og fékk lienni spilin aftur. Einhver sagði: — Dreldkið glas með mér, herra minn, og allir fengu sér aftur í glösin, þar eð þeir áttu von á meira af þessum ódýru skemtiatriðum. Frú Parker hafði nóg að gera. Hún brosti út undir eyru til allra, sérstaklega þó til þessa skemtilega ókunna manns og hvíslaði skjallandi í eyra lians, að liann gæti fengið hvað sem liann vildi ókeypis. —- Þakka yður fyrir, frú, sagði liann. — Mig langar þá til að fá bitter og Burton út í, ef eg má. Já, eg skal sýna eitt- livað meira, úr því að þér ósk- ið þess. Mér þætti gaman að vita hvort þér mættuð missa einn af löngu blýöntunum þarna augnablik? Hann leit í kringum sig og /ávarpaði síðan magra manninn með langa nefið, sem altaf var með liæðnisglott á vörum. — Yildu þér gjör svo vel að halda á þessum blýanti fyrir mig? Halda um endana með báðum höndum, fast. Mjög fast, niunið þér það. Síðan dró hann þykt veski upp úr vasa sínum, sem allir litu öfundarauga. iÚr veskinu tók liann spánnýjan pundsseðil, sem enga lirukku sá á, og hélt honum uppi, svo að allir gæti séð liann. — Eg ætla nú að brjóta blý- antinn í tvent með þcssum pundsseðli, sagði liann og magri maðurinn glotti enn hæðnisleg- ar. — — Eg þori að veðja fimm sliillingum, að þér getið það elcki, sagði liann, en hinn hafði svarið á reiðuni liöndum. — Er yður alvara? spurði hann. — Þér getið það ekki. Það er alls ekki mögulegt! —- Vilji þér veðja? — J-------nei-nei, stamaði sá magri, og var nú ekki eins viss í sinni sök. — Það var viturlegt af yður. Siðan braut hann seðilinn saman á afgreiðsluborðinu i allra augsýn. Hann braut hann saman langsum, mjög gætilega. Þegar liann sýndi þeim hann aftur, var hann margbrotinn saman. Hann var orðinn afar liarður. Síðan sagði hann að- stoðarmanni sínum að halda um blýantinn og lialda honum fyrir framan sig með útréttum handleggjum. Síðan mældi hann fjarlægð- ina með augunum og sté litið eitt aftur á bak. Hann reiddi liægri höndina til höggs og sló á blýantinn miðjan með seðlin- um og brotnaði blýanturinn i tvo hluti. — Maður verður bara að kunna aðferðina, sagði hann. Allir voru á einu máli uni það, að þetta væri ágætt bragð, og ókunna manninum var aftur boðið að drekka á annara kostn- að. Hann var beðinn að sýna fleira og keypti þá eldspýtna- stokk og lagði nokkrar eldspýt- ur þannig á borðið: 13 I □ Hérna eru tíu eldspýtur, tók hann því næst til máls.— Takið þrjár í burtu og skiljið níu eftir. Það er mjög auðvelt. Maðurinn með langa nefið var nú búinn að ná sér eftir ósigurinn. — Þetta er barnaleikur, sagði liann. — Úr því að svo er, ættuð þér að gera það. Langnefur fikíaði árangurs- laust við eldspýturnar í finim mínútur, — Þér aittuð að hætta þessum mótmælum, sagði ókunni mað- urinn við hann. — Þér kallið þetta barnaleik, en getið það samt ekki. Nú gerðu aðrir tilraun til að leysa þetta, en engum tókst það. lÓkunni maðurinn tók þá efstu og neðstu eldspýtuna úr fyrri ferhyrningum og þá efstu úr hiniim síðari. N | U —- Þetta er aðferðin. Auðvelt. Eg skal samt játa, að menn vara sig ekki á þessu. Þakka yður fyrir, eg ætla að fá ofur- lítið gin í glasið mitt. Yðar skálí Góða skemtun! Hann sýndi á sér fararsnið, en frú Parker sagði við liann, að það væri synd, ef hann færi að eyðileggja þetta skemtilega kveld. Gæti liann ekki sýnt ein- hverjar fleiri listir? — Aðeins eina, jankaði hann. Hann dró upp úr vasa sinum pundsseðilinn samanbrotna, leit á liann og sagði: — Þcnnari get eg ekki notað við það, sem eg ætla nú að gera. Getið þér lánað mér pundsseðil, eina min- útu eða svo? — Vissulega, svaraði frú Parker og tók seðil úr glasinu, þar sem seðlarnir voru geymdir. Harry Parker var auðsjáanlega á móti þessu, en liún svaraði: — Láttu ekki svona, Harrjn Þetta tekur að eins eina mín- útu. — Vilji þér skrifa lijá yður númerið, frú Parker, sagði töframaðurinn. — Það er mjög áríðandi atriði. Það er rétt að þér fáið sama seðilinn eftur. Frú Parker gerði eins og fyr- ir liana var lagt og skrifaði nið- ur númerið: 57 E 381056. Síð- an tæmdi maðurinn eldspýtna- stokk og lét seðilinn í liann. Síð- an kveikti hann á eldspýtu og bar hana að eldspýtnastokkn- uiii, en þá var nianninum með langa nefið nóg hoðið. —- Hætti þér þessu, sagði hann. — Ætli þér að brenna seðlinum? Hinn gerði sig ekki líklegan til að slökkva eldinn. — Vilji þér ekki gjöra mér þann greiða, að hafa yður á brott og hætta því, að reka yð- ar langa nef i mín málefni? Eldspýtnastokkurinn var nú brunninn til ösku og sást hvorki tangur né tetur af seðlinum nr. 57 E 381056. Nú urðu menn hræddir um að eítthvað hefði farið öðruvísi, en ætlað hafði verið, en töframaðurinn var hinn rólegasti, sagði tvo „brand- ara“ um Mae West og fékk sér enn í glasið. Þegar fimm mínútur voru liðnar fór Harry Parker að gerast órólegur. ^

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.