Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 1
1938 Sunnudaginii 9. október. 38. blaO
Ferð um Snæfellsnes
(Ferðasaga sú, sem hér fer á eftir, er rituð af ungri stúlku,
sem vinnur á skrifstofu hér í bænum. Fór liún ásaint tveimur
vinkonum sínum i för um Snæfellsnes á síðastliðnu sumri. Lýs-
ing stúlkunnar á ferðalaginu ber ]iess vott, að flestu liefir hún
veitt athygli, sem máli skiftir, og mætti það verða öðrum for-
dæmi, sem verja sumarleyfinu í ferðalög að ári).
GATIvLETTUR Á STAPA.
Ef líefir þú sumarkvöld verið i
Vík,
þá veit eg hvað hugur þinn
fann —
þér sýndist hún fögur, þér sýnd-
ist liún rík,
er sólin við Jökulinn rann.
Þessa staðhæfingu skáldsins
verðum við að viðurkenna,
hversu leiðinleg sem okkur
kann að þykja Reykjavík að
öðru leyti. Eða er ekki dásam-
legt að liorfa á sólarlagið á
heiðríkum sumarkvöldum, sjá
gulli roðin fjöllin og glitrandi
voga og víkur og að lokum eld-
rauða sólina fallast í faðma við
Ægi, að haki vesturfjallanna?
Snæfellsnesið! Þar eru freist-
andi fjöllin í vestrinu, ekki síst
þegar hlámi þeirra samlagast
rauðagulli kveldsólarinnær og
þegar flóinn er lygn og skygnd-
ur, þá virðast þau sæbrött eins
log klettóttar eyjar, fjarlægðin
er svo mikil, að ekkert undir-
lendi er hægt að greina. Héðan
sjáum við ekki grösugu og bú-
sældarlegu sveitirnar, sem
blómgast við rætur skjólríkra
fjalla, lieldur ekki liina geisi-
miklu hraunstrauma, sem
runnu frá Jöklinum einhvern-
tíma í fymdinni, eða kynja-
myndirnar, sem sjórinn hefir
mótað, þar sem strendurnar eru
hömróttar, — alt þetta liverfur
í djúp fjarlægðarinnar.
Sumarið 1937 ákvað eg, á-
samt tveim kunningjastúllíum
mínum, þeim Önnu og Gunnu,
að fara í heimsókn til liinna
fögru „heimkynna“ reykvíska
sólsetursins, í sumarlejTinu, því
nú, þegar það er orðin algild
regla, að veita starfandi fólki
viku til liálfs mánaðar sumar-
leyfi, jafnframt því, sem vegir
og samgöngur hafa komist í
viðunandi liorf, hefir allmörg-
um gerst kleift að komast til-
tölulega kostnaðarlítið út í syeit-
irnar, til að njóta liollustu úti-
lífsins og kvnnást landinu, ef
nægur vilji er fyrir hendi. Að
ganga eða lijóla er heillaráð;
þannig er maður frjáls ferða
sinna og um leið óháður öllum
áætlunum.
Laugardaginn 3. júlí vorum
við mættar í Borgarnesi með
allan útbúnað og um kl. 8 e. li.
liöfðum við jafnað farangrinum
niður í hakpokana, komið ýmsu
sem tiyggilegast fyrir á hjólun-
um — og þá loks ferðbúnar.
Hugmyndin var sú, að lijóla
vestur í Mikllioltslirepp, ganga
siðan fyrir Jökul og inn í Stykk-
ishólm, siðan yfir Kerlingar-
skarð að Vegamótum og
lijóla þaðan aftur til Borgar-
ness.
Áður en við leggjum af stað,
þykir mér rétt að geta þess
lielsta, sem við höfðum með-
ferðis, en það var, af matvæl-
um: brauð, kex, smjör og ofaná-
legg, riklingur og sítrónur, ann-
að ekki, þvi við gerðum ráð fyr-
ir að kaupa okkur eina góða
máltíð á dag. Af fatnaði: Aðeins
sokka og liáleista til skiftanna,
ullarnærföt og peysur, regn-
kápu og sjóliatt. Lyf jakassa,sem
innihélt alt frá sárabindum og
xeroformsalve upp i lioff-
mannsdropa og hansa-plástur.,
höfðum við og með okkur; auk
þess ágætt kort og áttavita •—- og
nieð öllu þessu voru stóru bak-
pokarnir okkar eins úttroðnir
og þeir frekast gátu verið.
Veður liafði verið með af-
hrigðum slæmt undanfarna
daga, norðaustan bál með svo
miklum kulda, að snjóað hafði í
fjöll. En nú liafði breytt til
hatnaðar, lygnt með kvöldinu
og gert bliðasta veður. Við vor-
um því í sólskinsskapi, þegar
við lögðum af stað, ráðnar í að
lialda áfram eittlivað fram eft-
ir; annars ætluðum við forsjón-
inni algjörlega að sjá um, hve
langt við kæmumst þetta kvöld-
ið. —•
Fyrst í stað gekk ferðin held-
ur seint, færið var þungt og bak-
pokarnir þungir. Skamt fyrir
ofan Borgarnes skiftast vegir
norður og vestur. Skömmu síð-
ar er farið framhjá bænum
Borg á Mýrum, sem er á hægri
hönd. — Um 9 leytið komum
við að Langárfossi; bærinn
stendur skamt frá brúnni yfir
Langá, en þar eru í ánni skemti-
legir fossar, sem við ætluðum að
fara að skoðaþegarstærðarhálf-
kassabíl bar að; var sá á leið til
iStykkishólms. Bilstjórinn, sem
hét Magnús, var hinn alúðleg-
asti og bauð okkur að vera ineð
vestur, og þáðum við boðið feg-
insamlega, enda varð það til
þess, að við komumst til Hofs-
staða í Miklholtshreppi þá um
kvöldið, en svo langt höfðum
við ekki gert okkur vonir um
að lcomast fyrsta daginn.
Þegar kemur vestur fyrir
Langá taka við Mýramar. Þær
ná vfir tvo hreppa: Álftanes-
hrepp og Hraunlirepp. Mýrarn-
ar bera nafn með réttu; landið
er lágt og yfirfult af illfærum
fenjumog flóum og er frekar
tilbreytingarsnautt. Fuglalíf er
þf r mikið við vötnin og ef til
v'Jl liefir landið sína fegurð að
geyma, þótt eigi verði auga á
komið í fljótu bragði. Allmarg-
ir bæir sjást frá veginum.
Um Hitará skiftast sýslur:
Mýra- og Hnappadalssýsla. Bær-
inn að Brúarfossi stendur rétt
við ána; skamt ofan við brúna
er Brúarfoss. Tekur nú við Kol-
beinsstaðahreppur og um leið
tilbreytingarrikara landslag. —
Framundan á hægri hönd er
fjallsrani, sem gengur til suð-
urs frá meginfjallgarðinum.Eru
þar Fagi-askógarfjall og Kol-
beinsstaðafjall og heitir Kaldár-
dalur á milli þeirra; fjöll þessi
eru ekki ólík að lögun og bæði
með liamrabelti við brúnir. 1
útnorðri blasir við Hafursfell
og norður af þvi Skyrtunna,
Hestur og Sáta; í vestri blasir
svo við allur vesturhluti Snæ-
fellsnessfjallgarðsins og Jökull-