Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 2
2 inn, sem nú var hjúpaður þoku niður í miðjar híðar. Veður var yndislegt um kvöldið og tvímælalaust það feg- ursta, sem við fengum á öllu ferðalaginu. Skygni var hið besta inn yfir fjöll og jökla, sem voru sveipuð töfraljóma kvöldsólarinnar; litirnir voru næstum óeðlilega sterkir og skærir og slíkt litskrúð hefðum við varla getað hugsað okkur annarsstaðar en á einhverjum „fantasium“ Kjarvals. Blæja- logn var, svo að ekki hærðist hár á höfði, og þar sem við fór- um framhjá tjörnum, vörpuðu fjöllin mynd sinni á skygnda fletina. Nú, skamt fyrir vestan Hitará ■ei- farið framhjá hænum Brúar- hrauni, siðan um Barnaborgar- hraun, sem runnið liefir úr gígnum Barnaborg, og er það vaxið kjarri. Þá taka við sléttir melar, Kaldárbalckamelar; er þá Eldborgarhraun á vinstri liönd; gígurinn Eldborg er í miðju hrauninu og er alveg ein- staklega fallegur. Þegar Kaldár- bakkamelum sleppir, tekur við grösugt landflæmi; þar eru margir bæir. Litlu vestar er bærinn Skjálg i jaðri Rauð- hálsahrauns. Þá er farið yfir Haffjarðará; tekur nú við Eyja- lireppur og nær hann vestur að Hafursfelh. Af bæjum i Eyja- hreppi má nefna Rauðamel, Gerðuberg, Hrossholt o. fl. — Vestan Haffjarðarár tekur við graslendi mikið og nær það næstum óslitið alla leið vestur í Búðir. Þegar komið er vestur fyrir Hafursfell tekur við Miklholts- hi-eppur og opnast þá sldnandi fagurt útsýni vestur eftir öllu (Snæfellsnesi, yfir grösugar og búsældarlegar sveitir, milli út- liafsins á aðra hönd og háfjalla á hina. Við norður blasa Ljósu- fjöll, með snævi þakta tinda og þótt ótrúlegt megi virðast var nú nýfallinn snjór á hæstu tind- unum. Þar sem vegir til Stykkis- hólms og Ólafsvíkur skiftast, stendur nýbýlið Vegamót og komum við þangað kl. rúml. 11 um kvöldið. Þar var bilferðin á enda í það skiftið og að lokum bauðst Magnús bílstjóri til að taka hjólin af okkur frá Búð- um (eða Barðastöðum) til Stykkishólms, í vikunni á eftir, og kom það sér vel fyrir okk- ur. Sögðum við síðan skilið við þennan heiðursmann og hjóluð- um af stað til Hofsstaða, en þangað er um 3 km. leið frá Vegamótum. TilHofsstaða kom- VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ um við um 12 leytið og fengum þar gistingu. Á Ilofsstöðum er viðkunnan- legt og útsýnið vítt og fagurt. Jörðin er mjög vel hýst, nýtt steinsteypt ibúðarhús og flest útihús var verið að byggja upp. Jarðabætur miklar hafa og ver- ið gerðar þar á siðustu árum; er þvi vel farið, þvi að þangað var Eggert Ólafsson að flytja þegar liann fórst á Breiðafirði árið 1768, og var liann þá þegar búinn að gera ráð fyrir allmikl- um jarðabótum, sem þó eldd úrðu framkvæmdar fyr en nú- verandi bóndi tók við jörðinni. — Snæfellsjökull blasir fallega við frá Hofsstöðum og þar sem glugginn á herberginu okkar sneri i vestur, mátti eg til með að fara ofan einhverntima um miðja nóttina til að forvitnast um, hvort liann hefði ekki létt af sér þokuslæðunni, sem liann hafði skýlt sér með um kvöldið, og varð nú ekki fyrir vonbrigð- um. iCti við sjóndeildarhringinn gnæfði Jökullinn skínandi bjart- ur, þessi sviphreini og íturvaxni útvörður Snæfellsnessfjall- garðsins. Mikið lét liann yfir sér í næturhúminu; öll önnur fjöll voru svo einkennilega hjákát- leg i lögun, öll i tindum og topp- um, sem ekkert samræmi var í, samanborið við lireinar og skýr- ar línur Jökulsins,þar sem mýlct og harka sameinast á svo ,und- ursamlegan hátt. Morguninn eftir um*10 leytið lögðum við af stað frá Ilofsstöð- um, hjólandi; liafði þá þyknað í lofli og veðurútlilið ekki sem best. —- Við veginn nokkru vest- an við Hofsstaði er tjörn nokk- ur, sem Leirskál nefnist; vest- an liennar tekur við Staðarsveit- in, sem er grasi vafin milli fjalls og fjöru og búsældarleg mjög, enda mynda fjöllin, sem að lienni liggja, skjólgóðan varn- argarð fyrir norðannæðingnum. Eftir Staðarsveitinni (og reynd- ar nokkrum hluta Miklholts- hreppsins líka) liggur melhrygg- ur, svonefndur Ölduln-yggur, sem talið er að sé gamall sjáv- arkampur, og liggur vegurinn eftir honum. Skömmu eftir að við lögðum af stað, hyrjaði svo að rigna, og stytti ekki upp allan daginn, og vorum við ekki sérlega lirifnar af. Það helsta, sem skeði, var þetta: Við urðum slrax gegn- drepa af regninu og óðum þar að auki i Staðará, sem var dýpri en við ætluðum; borðuð- um miðdegisverð á Staðarstað (Stað á Ölduhrjrgg), sem er prestssetur oghöfuðbólið á þess- um slóðum; þar sáum við enga aðra veru en ráðsmanninn, sem gekk um beina og gegndi innan- hússstörfum, að þvi er okkur virtist. Um eftirmiðdaginn hitt- um við pilt, sem karlkendi okk- ur, sennilega vegna þess, að við vorum i pokabuxum og þar að auki i olíukápum og með sjó- hatta. — Vegurinn var afleitur að lijóla og við vorum si og æ að detta af baki. Kl. 4 komum við að Barða- stöðum og var þar tekið prýðis- vel á móti okkur og við hresst- ar á nýmjólk og kaffi. Þar skild- um við eflir hjólin og hófst þar með gangan. Frá Barðastöðum til Búða er ca. klst. gangur, og var það fyrsti áfanginn. Yfir Búðaós vorum við ferjaðar á pramma fráTjaldhúðum, sem er austan óssins. „Prammastjór- inn“ sagði okkur hvar lielst væri að fá gistingu, árnaði okk- ur góðrar ferðár að skilnaði og hélt síðan jd'ir ósinn aftur. Þeðar til bæjar kom, var kl. um 7, vorum við illa til reika, rennvotar og óhreinar upp yfir höfuð og var enginn öfunds- verður af að fá okkur þannig FRÁ BÚÐUM. inn í þolckaleg húsakvnni. Okk- ur var samt sem áður tekið mjög vel og þegar boðið til stofu og voruin við lieldur fegnar, þegar við gátum komist í þur föt. Að kvöldverði loknum hlustuðum við á útvarpið; Jón Eyþórsson lofaði uppstjdtu og norðanátt, en Bjarni Björnsson söng smellnar gamanvisur um nýafstaðnar alþingiskosningar, sem mönnum enn var tiðrætt um. Á Búðum býr nú Jónas Gísla- son, bróðir Þorsteins Gislason- ar fyrv. ritstjóra. Ráðskonan á staðnum, Rannveig að nafni, sýndi okkur móðurlega uin- hyggju og var brátt farin að búa um olckur í „gler- sal liússins“, en svo köll- uðunx við herbergið, sem við sváfum í; það var frelcar litið, en með þrem þrisettum glugg- um og á fjórðu hliðinni, þ. e. sem að stofunni vissi, voru rúð- ur beggja megin hurðarinnar, sem einnig var með rúðum. Ráðskonunni hefir sennilega ekki verið alveg grunlaust um komu okkar, þvi ráðsmaðurinn á Staðarstað liafði liringt til hennar, til að spyrjast fyrir um livað ferðum okkar liði, svo við vorum eiginlega orðnar þektar í plássinu, áður en við lcomum þangað. Á meðan Rannveig ráðskona bjó um okkur, sagði hún oklcur ýmislegt um staðinn, en skömmu síðar var okkur farið að dreyma um norðanátt- ina og uppstyttuna lians Jóns Eyþórssonar. Búðir standa í austurjaðri hins kunna Búðahrauns, og þykja með allra fegurstu stöð- um á Snæfellsnesi. Búðir hétu Hraunhöfn áður fyr og var þar lcauptún alt fram á siðustu öld. Við sváfum langt fram á morgun (5. júlí) og vöknuðum þá við að regnið lamdi á rúðun- um. Um hádegisbilið stytti þó heldur upp og bjuggumst við þá til ferðar í skyndi; fylgdi Rannveig okkur af stað, og sýndi okkur kirkjuna og fleira markvert i nágrenninu. Frá Búðum völdum við oklc- ur leiðina um hraunið, eftir svo- nefndri Klettsgötu. Bílvegur er nú alla leið að Hamraendum í Breiðuvík og liggur hann norð- an við liraunið, undir Axlar- hyrnu og síðan vestur Breiðu- vikursveitina. Undir Axlarhj'rnu súnnanverðri er bærinn Öxl; þar bjó Axlar-Bjöm, en hann var, sem kunnugt er, eitthvert hið mesta illmenni og mann- drápari, sem uppi hefir verið hér á landi. Austan Axlarhyrnu

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.