Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ MALTA LÍTDR TIL L0FT8 BRESK HERSKIP VIÐ MALTA. Malta er mest flotastöð Rreta á MiSjarðarhafi. Mynd þessi er af breskum herskipum við a'fingar í nánd við eyna. Efst t. v. tundurspillar, t. h. enska lierskipið Royal Oak og þar fyrir neðan bresku hérskipin Revenge, Ramillies og Repulse. í miðju Miðjarðarhafinu, liggja Malta-eyjarnar, fræg- ar sem mikilvæg hresk flota- stöð og þýðingarmikill hlekkur í „lífæð“ Bretaveldis (Gibraltar —- Malta — Cyprus — Suez — Aden), Ijómandi vetrarskemti- staður og gnægtabrunnur sagn- fræðilegra og fornfræðilegra rannsókna. Setuliðið á Malta er nú sem stendur þrjú herfylki (Ijaltali- ons) af fótgönguliði, ein her- sveit af iimlendu landvarnar- liði, tvær deildir af stórskotaliði og ein af nýtísku loftvarnar- hyssum, afar sterkt fluglið með einni stöð fyrir sjóflugvélar og tveimur flugvöllum full- gerðum og þeim þriðja í smið- um. Það hefir hvað eftir annað sýnt sig, hve mikla þýðingu Malta hefir sem útvörður Breta- veldis. En hin geysimikla hern- aðarlega þýðing hennar kom fyrst í ljós í heimsstyrjöldinni, en þá var hún ein af aðalflota- stöðvum Bandamanna. Þá unnu 15000 manns, dag og nótt, á liafnarsvæðinu og 400.000 her- menn komu þangað til hjúkr- unar og livíldar. Það var hættulegt og í- skyggilegt tímabil fyrir Malta, meðan refsiákvæðin gegn ítalíu voru í gildi. En þótt Sikiley væri aðeins 60 milur í burtu, eða 20 mínútna flug fyrir ítalskar flug- vélar, var ró og stilling ibú- anna aðdáunarverð. Frá Eng- landi voru sendar gasgrímur íyrir alla íbúana og munnleg og skrifleg kensla í meðferð þeirra fór fram bæði á ensku og maltislcu. Gömul járnbraut- argöng og neðanjarðarhvelfing- ar, sem mikið er af á eyjunni, voru útbúin sem skýli fyrir loft- árásum. Frá sólarlagi til sólar- uppkomu var girt á milli brim- brjótanna utan við höfnina og engin umferð leyfð nema með samþykki yfirvaldanna. * * Malta-eyjarnar eru 5 og þrjár af þeim bygðar. Malta er þeirra stærst, 17,5 milur á lengd, rúm- ar 8 mílur á breidd og 86 mílur að ummáli. Ibúatala eyjanna er um 250 þúsund. Frá nóvember 1921 til nóvember 1933 höfðu eyjarnar sjálfsstjórn. En þá var hún afnumin og í stað hennar Icom 10 manna framkvæmdar- nefnd undir forustu landsstjóra. I framkvæmdarnefndinni eru 6 menn skipaðir af bresku ný- lendustjórninni og 4 skipaðir af landstjóra úr hópi ibúanna. Tungumáladeilan, sem var aðal þræluefnið meðan eyjarn- ar höfðu lieimastjórn, er nú út- kljáð að fullu. ítalskan hefir orðið að víkja fyrir maltiskunni og er hún hið löglega mál stjórnar og dómstóla. Enska er því aðcins notuð, að enskir borgarar eigi í hlut. Eyjarnar verða að flytja inn mest af nauðsynjavörum sín- um. Nautgripir eru fluttir inn frá ýmsum löndum og mikið af ávöxtum og fiski kemur frá 'Sikiley. Iðnaður er svo að segja cnginn á eyjunum og landbún- aður af mjög skornum skamti. Aðal atvinnuveitandi eyjanna er flotastöðin, sem hefir fleiri þúsundir í þjónustu sinni. Land- lier og flugher veitir einnig mikla atvinnu. Eitt af erfiðustu vandamálum eyjanna er liin öra fjölgun íbúanna. Malta er nú þéltbýlasta land í Evi-ópu og útflutningur sára litill. * * Af steinrunnum leifum af út- dauðum fílum og nasliyrning- um hafa náttúrufræðingar dreg- ið þá ályktun, að endur fyrir löngu liafi Malta verið hluti af tanga, sem tengdi Sildley við meginland Afríku og skifti Miðjarðarhafinu i tvent. Það er álitið, að Fönikíumenn hafi fyrstir stígið fæti á þessar eyjar um 1300 fyrir Krist. Á cftir þeim komu svo Ivarþagó- menn, Rómverjar, Arabar, Norðmenn o. fl., þangað lil 1530 að Karl 5. gaf Jóhannesarridd- urunum eyjuna og voru þeir eftir það kallaðir Malta-riddar- ar. Þann 9. júní 1798 tók Napoleon eyjuna eftir litið við- nám og var það mest að kenna aumingjaslcap og klaufaskap þáverandi stón’iddara Ferdin- and de Hompesch. En eyja- skeggjar undu illa frönskum yf- irráðum og hófu uppreisn. Eftir tveggja ára ófrið varð franska setuliðið að liröklast burt af eyjunni, þann ö.september 1800, og var það mest að þakka lijálp Nelsons lávarðar, sem eyja- skeggjar skoruðu á til liðveislu. Vi<5.friðarsamninga í Paris 1814 komust eyjarnar undir bresk yfirráð og hafa verið það síðan. * * Það, sem vekur mesta eftir- tekt hjá þeim, sem heimsækja Malta, eru hinar rammlegu og víðátíumiklu víggirðingar, sem riddarareglan bygði þar. Höfnin á Malla er i rauninni dálítill fjörður, sem skerst inn í eyj- una. Öðrum megin stendur höf- oðborgin Valetta, enhinummeg- in þrír minni hæir. Allir þessir bæir eru rammlega víggirtir og voru álitnir óvinnandi á sinum tíma. Höfuðborgin Valetta, sem dregur nafn sitt af stórriddara þeim, sem byrjaði að byggja hana árið 1566, stendur á háum lclettarana og eru flestar göt- urnar með þrepum. Mai-gar fagrar og reisulegar liallir setja svip á bæinn og hafa þær að geyma fjölda dýrmætra forn- gripa. Háskóli er þar, stofnaður 1577, og eru þar merkileg bólca- söfn. Sjö mílur frá Valetta er hin forna höfuðborg Natabila. Stendur hún einnig á liæð og er rammlega viggirt. Götur eru þar afar þröngar og umferð lít- il. Þar er dómkirkja, sem var bygð á fyrstu öld kristninnar og síðar endurreist tvisvar. Hef- ir hún að geyma ótal dýrgripi úr gulli og silfri og önnur sögu- leg og trúarleg verðmæti. Árið 58 eftir Krist var Páll postuli á leið frá Ilalíu til Cesareu og beið skipbrot á Malta. Dvaldi bann þar lengi og lcristnaðieyja- skeggja. Á eyjunum er fult af rústum og menjum frá ýmsum tímum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.