Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 „Tindoppa á bandi og ekkert gatið Frú Ásthildur Thorsteinson. Ástliildi fagna Iðunn, Saga, Baldur austan við sól og fyrir vestan mána. Fram á leið, þar sem fjarskans áttir blána, sál liennar fvlgja svanur, lóa, tjaldur. Attræða lietjan aldrei skipli litum, andviðri þó að blésu móti lienni. Bros lék um varir, birtu lagði af enni; brjóstgæði mikil átti í sínum vitum. Æ skyldi göfgi úrvals kvenna dáð, orðskrauti sæmd og vera á höndum borin — æ meðan röðull eldi fer um hlíð. Ilmjurtafræi óðsnild getur sáð. Ásthildar minnist sunnanblær á vorin. Valkvendis orðstír vernda rúm og tíð. G. F. Sturla er maður nefndur. Hann var vinnumaður i Víði- dalstungu um eða laust fyrir 1700. Hann var glaður maður og grobbinn, löngum óðamála og þóttist fær í allan sjó. Skáld hugði liann sig og vera eigi all- lítið, bullaði margt og fátt af viti. Viljað gat þó til, að upp úr honum hrvkki sæmilegar stök- ur, en kom sjaldan fyrir. Hann þóttist vera ákvæðaskáld og geta kveðið menn dauða, ef honum byði svo við að horfa. Það var einhverju sinni um jólatíma, að Sturla þessi var sendur frá Víðidalstungu „þar fram i dalinn að Hrafnsstöðum eftir brennivíni“. Leggur Iiann nú af stað, en lireppir fjúk og villist. Kemst þó loks að Hrafnsstöðum, lirak- inn og slæptur. Hafði týnt öðr- um vetling sinum og spurði einhver, hversu því viki við. En og draga þær að sér fjölda forn- fræðinga. Þar sjást hjólför frá fornöld eydd í klettana, frá 6 —18 þumlungar á dýpt. Undir Valetta eru gríðarstórar neðan- jarðarhvelfingar, sem riddar- arnir grófu og notuðu sem forðabúr, og eru þær notaðar til þess enn þann dag í dag. Ekkert vatn er á eyjiunum nema rigningarvatn. Loftslagið er afar heilnæmt og þægilegt og sjaldan mildir liitar eða kuldar. * * * Eyjaskeggjum er viðbrugðið fyrir hollustu sína til Bretlands og framúi’skarandi löghýðni og stillingu. Þeir eru gamaldags og halda fast í fornar venjur, en heiðarlegir og atorkusamir. — Auk heimilisverka lijálpa kon- urnar oft mönnum sínum við utanhúss- og landbúnaðarstörf. Himilisiðnaður er afarmildll og kniplingar frá Malta heimsfræg- ir. Höfuðbúnaður kvenna er kallaður „Faldetta“. Er það hetta, sem nær langt niður á bak og minnir á norrænan höf- uðbúnað. Það er ódýrt að lifa á Malta, því skattar og álögur eru litlar. Einu beinir skattar, sem þar eru, eru á fasteignum, erfðafé og skemtunum. En nú hefir stjórnin ýmsar framkvæmdir á prjónunum til viðreisnar land- búnaðinum og mannúðarstarfa, og er álitið að það muni leiða af sér auknar álögur. Sturlá kvað engu gegna og lék á als-oddi, er hann var sloppinn úr liríð og háska. Sagði þó sið- ar, að hitt liefði liann fjandann sjáKan og orðið að „offra hend- inni hægri“ til hjálpar sér úr myrkri og villu. — Hann lét þess gelið um leið — og ekki alveg án yfirlælis —- að naum- ast mundi það á allra færi, að leika svo á myrkra-höfðingjann sjálfan, sem hann liefði gert að þessu sinni. — „Óvinur“ mann- kynsins væri ekkert lamb við- l'angs, og grípa hefði hann orð- ið til slægðarinnar i viðskiftum sínum við þrjótinn. Hefði liann látið vetlinginn standa nokkuð frátti af hendinni, „svo þegar andskotinn ætlaði að taka i höndina, kipti liann vetlingnum burt“. Sturla komst heim með brennivínið lieilu og höldnu, en sagði sínar farir ekki sléttar. Meðal annars er þetta eftir lion- um haft að því sinni: „Ekki hefi eg signt mig i sjö ár og ekki lesið „Faðir vor“ i fjögur ár, en nú gekk svo að mér, að mér lá við að biðja guð að hjálpa mér og varð þó ekki af“. Svo segir i Sturlu-rímu: I „Þá lá næst hann þenkti á Krist — en það varð ekki að ráði“. Þegar hríðinni létti var harð- spori Sturlu rakinn fram á Bakkadal, alt að Bergárfossi, og fanst þar vetlingur hans. Ilafði liann farið þar að baki, því að honum sýndist það bær, sem voru hamrar einir. — Sturlu þótti vænt um rímu þá, sem um hann var kveðin, lærði hana að mildu leyti, kvað við raust „og spann þar út af fleira, lagði og til sjálfur vísur þær, sem honum eru eignaðar“. „Kvað af galskap allra handa bullandi fíflsku“. Það bar til einhverju sinni, er Sturla var úti á Skaga, að honum var kent barn, og var lialdið, að hann hefði „gengist undir það fyrir húsbónda sinn af viljasemi“. Sturla þessi þóttist göldrótt- ur og því var það, að hann sagði stundum: „í alt kvöld hefi eg verið úti að særa og rista“. Ærið óprúttinn hefir hann verið og einu sinni lá við sjálft að liann kæmist undir manna- hendur, sakir þess, að hann „galt tinplötur fvrir ket, sem liann með öðrum tveimur keypti einu sinni i verferðalagi vestur undir Jökul, en lofaði borguninni i heimferðinni. Ilylti til um kveld eður nætur- tíma að finna þeirra kaupu- naut; sagði lionum þeir aðrir sínir samferðamenn biði sín og yrði hann þvi að flýta sér, rétti að honum plöturnar inn um glugga, en manninum þótti vel launað og meinti það væri 10 álna dalir; sá að eitthvað letur var á, en var ólæs. Hugði svo eigi þar að meir, þar til nokkru síðar liann sýndi þá öðrum mönnum, hvort gildir væri; þá voru það tinkringlur og þetta skrifað á: „Tindoppa á bandi og ekkert gatið á“. — Hvort þcir léku þetta bragð einum eða fleirum ber ei sagnamönnum saman. Hinir tveir voru sel- skapsbræður í þessu verki, sem útvöldu hann til að afgreiða fyrir sig, svo sem þeirra ldólc- astan, flúðu af landinu, þá þetta rykti komst upp. En þá var ekki til Sturlu lagt“. Þess er áður getið, að hann liafi talið sig allgott skáld. Hann þóttist og frábær lcvæðamaður. Flvað stundum lieilum kvöld- vökum saman, er „vel lá á hon- um, sem altið var að segjast mátti; aldrei stóð bann þá við eður hægði á sér og stóð á með- an við sloð eða nokkuð annað, ■eður þó þar væri ekkert við liendina, þá stóð hann þó samt, því hann sagði sér rynni þá bet- ur upp. Þó vildi það svo stund- um til, að mitt í þessari bull- andi mælgi skaust fram úr hon- um, þó óviljandi, einhver staka, sem lieil brú var í, svo sem þessi“, um miðin á Skaga: „Eiríks sonur er sá Jón, ýtum vil eg það greina; „Brúnina,, fann það biksvart flón og bar í flyðru eina“. Sturla „fór til sjóar á Al- menning á Valnsncsi eitt haust sem oftar, frá Viðidalstungu, en hafði næturnæði á Ivárastöðum. Hann fór að kveða eitt kvöld upp við bita með sinni vanalegu óðamælgi; lést ætla að kveða þar einn manninn niður. Mað- urinn þekti eigi grant til Sturlu og' fyrlist. Þá sneri Sturla upp á sig og sagði við liverja visu, að enn mætti liann herða sig betur, ekki gæti hann enn sokk- ið“. Sturla þessi andaðist vestur í Dölum. Var þar í kaupavinnu og féklc snögglega óþolandi kvalir í annað lærið. — „Lá eigi lengur en þrjár nætur; var haldið eigi sjálfrátt. Meintu menn orsakast hefði af hans ó- svífni í kátínu mælgi og brúlc- aralátum við einhvern, þvi hann lét drjúgt yfir, að hann væri ekki ófróður í galdri“. HITT OG ÞETTA. Kyrrahaf smynni Panama- skurðsins er 27 mílum austar cn Atlantshafsmynni lians. Meira en ein miljón nýrra bíla var tekin i notkun i Bandaríkj- unum fyrstu sex mánuði þessa árs.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.