Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 6
6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Jóhannes Jörgensen :
De Profundis
In memoriam Paul Verlaine f Q.jan. 18QÓ.
Franska skáldið Paul Verlaine
var flæmskur að ætt, f. i Metz
30. mars 1844, d. i París 8. jan.
1896.. Verlaine var ljóðskáld og
hallaðist í fyrstu að hinum svo-
nefndu Parnassusskáldum, sem
undir forustu Leconte de Lisle
orktu eftir meginreglunni „listin
fyrir listina“ og hófu raunsæis-
stefnuna í ljóðagerð. Á árunum
1872—1873 ferðaðist hann um
England og Belgíu með skáldinu
Rimbaud, og skaut þá á hann 2
skotum og hlaut tveggja ára
fangelsi fyrir. Snerist honum þá
hugur, þvi hann hafði fram að
þessu verið trúlaus, en gerðist nú
heittrúaður á kaþólska vísu og
var það, það sem eftir var æf-
innar. Verlaine var drabbari alla
æfi, og tókst ekld að breyta lífs-
háttum sínum um leið og honum hverfðist hugur, og varð hon-
um það um siðir að fjörlesti. Hann hvarf nú frá raunsæi Par-
nassusskáldanna og gerðist að mestu trúarskáld á táknræna vísu,
enda hafði hann mikil áhrif á þann franska skáldahóp, er kendi
sig við táknrænistefnuna. Verlaine var skáld frá hendi náttúr-
unnar, og hann var margsinnis stórskáld. Hann var i aðra rönd-
ina barnslegur og i hina margflókinn, og hann stórvitur og geysi-
fljótfær í senn. Með alvöruþrunginni og þjálfaðri list hefur hann
lýst baráttu andans og holdsins, og hinum sáru þrengingum and-
ans, þegar hann ])ráir guð sinn, og hinum æðisgengnu nautnum
líkamans, þegar hann veltir sér í sþillingunni. Verlaine er eitt
af höfuðskáldum kaþólskra manna á öldinni sem leið.
Johannes Jörgensen, höfundur kvæðisins, sem fæddur er 1866,
er enn á lífi. Hann er danskur og var um skeið eitt af bestu lýr-
isku skáldum Dana. Hann tók kaþólska trú skömmu fyrir alda-
mót, og var eftir það mest trúarrithöfundur á kaþólska vísu, og
er nú einn helsti kaþólskur rithöfundur i óbundnu máli í Ev-
rópu. Upp úr aldamótunum hvarf hann frá Danmörku og býr
nú í Assisi á ítaliu, skammt frá klaustri hins heilaga Francisc-
usar.
Paul Verlaine.
I.
iVetrarrökkur, kólgukvöld.
Klukku liringt,með beyg í rómi!
Og úr þoku ýring köld
yfir garð í þöjgn og tómi.
Þokudropa jiungleg föll,
þétt á stígum bleikra garða,
Og úr þoku ýring köld
Einlivern verið núna að jarða. -
Draumaskáld við skál og dufl,
skuggahrafn og vísdómsugla:
Húmið var jiinn huliðskufl,
lilíf gegn státi dagsins fugla.
Nóttin var þitt virki og hús,
verja jiin í nauðum kröppum:
Eftir dagsins dreggjakrús
dreymdi jiig á kirkjutröppum...
Myrkrið jiokast liögul fet,
þyrpist fast um stofna svarta.
Gegnum fjarlægt greinanet
grilhr eina rúðu bjarta.
Kveður við í kvöld jiilt mál,
klukkumálmsins skelfda rómi.
Biður friðar fáráð sál,
fangin enn í kvíða og tómi?
Liðinn dagur. Ljósin byrgð.
Lífið húmsins ógnir kringja.
Aðeins bjarmi í órafirð,
aðeins dauðans klukkur hringja.
II.
Mun það þú, sem menn i kvöld
moldarskaflinn láta kafa,
þarna í myrkum garði grafa,
bak við þessi jwikutjöld?
Varðar liann þín hinstu spor
hljómur sá, úr jioku og rökkri?
Flytur hann oss Faðirvor
förumanns, af iðran klökkri?
Kveinar liann jiitt kveðjumál,
kall úr húmsins djúpumrunnið:
„Biðjið, þér, sem biðja kunnið,
biðjið fyrir lireldri sál!“
III.
Hann gekk aleinn, útskúfaður,
—- öllum fremur! — vegu langa.
dæmdur til að ganga og ganga,
grýttra stræta farandmaður.
Aldrei sveitin, aldrei hafið
aðeins langar húsaraðir,
bryggjur, garðar, torg og traðir,
láaþysinn, vagnakafið.
Þar sem glampa gluggar ríkir,
gullna sah fyllir jiröngin,
búlivarða glæsigöngin
gekk hann, skáld — og aura-
sníkir ...
. .. Hungrið skapar skritna
óra ...
sko, hann starir,hrífst úr dái...
finst sem ótal franka liann sjái,
flunkunýja, blennnistóra.
Þar sem glitra glöð í röðum
götuljósin rafmagnshvitu ...
fálmar til — og fótum hröðum
flýr hann sýnina einskisnýtu.
Veiðimanni líkt, er leitar
lífsins jiurfta í skógi brendum,
eins og skepna á eyðilendum,
eitursöltum, leiti beitar,
eigrar hann um auðnir nætur,
undirheima rúms og tíma,
og hann kyssir og hann grætur,
uns af morgni fer að skíma.
IV.
Þvi er lokið, loks i kvöld.
Lokið stefi á skáldsins vör.
Lifsins bók með lokuð spjöld.
Lokið hinstu næturför.
Ekkert kvöld mun oftar sjá
eril þessa göngumanns,
ekki á borði í absintkrá
oftar liggja syrpa hans.
Gakk úr húmi og hel, Verlaine,
heill í frið þíns Drottins inn!
Við jiitt lík ég legst á knén,
lítill, nafnlaus, bróðir þinn:
Nautna og ógna eyktamál,
eins og jioka og klukkutónn,
dvína, er stendur Drottins
þjónn,
Dauðinn, gagnvart naktri sál.
Þá er eftir Jietta eitt,
—þagnardjúpsins andvarp heitt:
„Veit jiú, Iferra, vesling, sem
volkið mæddi, stormahlé!
Pie Jesu, Domine,
dona ei reqiem!“
Magnús Ásgeirsson
jiýddi.
Lýsing á Haga í
Hfinavatnsþíngi.
Páll lögmaður Vidalín mun
hafa verið óvenju snemmjiroska
að vitsmunum, en hkaminn
heldur veigalitill lengi fram
leftir og raunar alla tið. Og vist
er um það, að Þorbjörgu konu
lians jiótti hann grannur og
rindilslegur og vildi láta hann
safna istru. — Páll liefir fundið
til jiess sjálfur, hversu sein-
jiroska liann væri líkamlega,
sbr. stöku lians: „Átján er eg
vetra — ýtist vöxtur lítið .... “
o. s. frv., enda hafa strákar
löngum viljað vera stórir og
sterkir. í lok vísunnar liuggar
hann sig jió við jiað, að vitið sé
Jió ekki siður mikilsvert, en
vöxturinn og kraftarnir, og að
Jiar búist hann við að vera hlut-
gengur.
Ifann var snemma skjótorður
og liagmæltur og gerðist eitt
hið besta skáld hér á landi,
sinnar samtíðar. Iiann hóf
snemma að setja saman vísur
og svo er talið, að hann hafi
kveðið full-jiokkalegar stökur,
er hann var fimm vetra. —
Það bar við einhverju sinni,
er hann var unglingur, að
hann fékk að fara i Ilöfðakaup-
stað með föður sinum, Jóni
bónda í Víðidalstungu, og fleiri
mmiu jieir hafa verið saman.
Námu ferðamennirnir staðar
nálægt bænum Haga og fengu
sér í staupinu. Varð liinum
unga sveini þá visa á munni,
er liann litaðist um og virti fyr-
ir sér bæjarhúsin, túnið og engj-
arnar. Fór hann með erindið
þá jiegar. Segir sagan, að föður
lians hafi jiótt nóg um, ávítað
drenginn og beðið guð að fyrir-
gefa honum. Stakan er á Jiessa
ileið:
Horfið á, höldar djarfir,
hér er ei gott að vera:
Vott engi, völlr ósléttur,
vatnið má drepa skatna;
liúsið er hvert að vísu
sem liaugur gamalla drauga.
Betra er að búa í Viti
og bagaminna en i Haga.
Ef hægí væri að stækka eitt
„mólekul“ af vatni, svo að þa'ð
næði sömu stærð og matarbaun,
jiá myndi tennisknöttur, er
stækkaður yrði í sömu hlutföll-
um, verða stærri en jörðin.