Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 09.10.1938, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 J FRÁ STAPA. slciftast vegir vestur og norður yfir Fróðárheiði til Ólafsvíkur. — Þegar Rannveig hafði fundið fyrir okkur slóðann í hrauninu, árnaði hún olvkur alls góðs og liélt síðan heim á leið. Búðahraun er rómað fyrir fegurð og þá sérstaldega fjöl- skrúðugan jurtagróður, og hefi <eg heyrt, að um 150 mismun- andi jurtategundir hafi fundist 1 lirauninu; þar er þvi sannköll- uð „paradís“ fvrir grasafræðinga og má með sanni segja, að „þar kenni margra grasa“. Hraunið hefir runnið frá Búðaldetti, gig í miðju hrauninu. — Við þrædd- um götuna hægt og rólega; veð- ur var þurt, en ekki verulega bjart til fjalla, og Jölcullinn, livers fegurð er við hrugðið á þessum slóðum, skýldi sér með þokulijúp, en við nutum samt sem áður göngunnar um hið gróðursæla hraun. Hellar eru nokkrir í hrauninu og má helst nefna Búðalielli í norðanverð- um Búðakletti og Þjóðólfshelli nokkru vestar; háða þessa hella skoðuðum við á leið oldvar um hraunið. Þegar kemur vestur fyrir Búðaldett opnast útsýn yf- ir Breiðuvikina. Fyrir vikinni er Hraunlandarif, en inni fyrir þvi heith’ Miðhúsavatn og ósinn Grafarós. í vesturjaðri hrauns- ins eru hæirnir Miðhús og Húsa- nes. í Breiðuvik þótti okkur fall- egt. Við komum að hænum Hamraendum, sem eflaust er hest hýsti bærinn í sveitinni, og sést langt að. Var þar tekið vel á móti okkur og við lirestar á heitu kaí'fi, sem kom sér vel, sérstaklega með tilliti tik þess, að seiinii hluta dagsins liafði rignt nokkuð og við þvi liálf kaldar og blautar. Eftir að við liöfðum hlustað á veðurfregn- irnar, sem ekki voru sem glæsi- legastar, (spáðu nefnilega suð- austanátt með „skúrahugleið- ingum“, eins og konan sagði), kvöddum við og héldum sem leið liggm- að Stapa. Á kafla liggur vegurinn utan í þver- hnýptum sjávarhömrum; þar lieitir Sölvaliamar. |Úti fyrir hamaðist brimið á ljósgulu rif- inu, en þar sem sjórinn gekk upp að berginu hrotnuðu öld- urnar hvítfyssandi á kolsvört- um hraunhömrunum. Á leiðinni eru nokkrar ár, t. d. Sleggju- beina, og eru gangbrýr yfir flestar þehra. Lítum um öxl. Við auganu blasir þá Breiðavíkursveitin iðjagræn og liggja að henni skjóhík fjöll, með fögrum og mildum litum, en í fjarska Stað- arsveitarfjöllin fagurblá. — Framundan er nú Stapi og Stapafell, sem er eins og pýra- mídi i laginu, en nær ýmsir hraunstraumar frá Jöklinum. Að Stapa komum við um kl. 9 um kvöldið og fengum fyrir- taks móttökur hjá frú Rristinu i Eiríksbúð. Seinna um kvöldið sýndu tveir drengh af heimilinu okkur það markverðasta í ná- grenninu, en það efu svokallað- ar Stapagjár og eru þær ein- hverjar hinar einlvennilegustu bergmyndanir, sem eg hingað til hefi séð. Alt er þar úr sorfnu og slípuðu stuðlabergi, og myndar það ótal gjár og ganga, sem sjór gengur inn í. Ótal kyn- legir ldettar eru útifyrir og má af þeim nefna hinn þekta Gat- klett, ennfremur Arnarklett (eða Stapa), Lendingarldett og Skemmuklett. — Á Arnarstapa var fæddur og upp alinn Stein- grímur Thorsteinsson skáld. -— Morguninn eftir, (6. júlí) var veður milt, en þoka yfir öllum fjöllum. Okkur langaði til að skoða Sönghelli, sem er skamt norðan við Stapafell. Ekkert varð þó úr þeirri ferð, vegna veðurútlitsins. — Um kl. 10 lögðum við af stað frá Stapa, heldur óupplagðar; eg hafði sem sagt stokkbólgnað á fótun- um, sennilega af kulda og vætu og var nú sárfætt að ganga í urð og hrauni; Anna hafði dott- ið af lijólinu tveim dögum áð- ur og meitt sig og Gunna var þvi sú einasta, sem eitthvert líf var í og reyndi hún óspart að koma oklcur til. Við gengum nú sem leið ligg- ur uni Hellna, sem er sjávar- pláss skamt frá Stapa. Utan við Ifellnaplássið tekur við liraun- laust svæði, sem nær út að Dag- verðará. Þegar þangað var komið fór heldur að létta til iog sáum við nú, gegnum þok- una, móta fyrir lieljarmiklum og ferlegum bergrisum niður við ströndina; það voru Lón- drangar. Skömmu siðar sáum við glitta i fannh i hliðum til hægri handar við okkur. Jökull- inn? Já, vissulega var það Jök- ullinþ. Hægt og rólega lyrfti liann af sér þokuhjúpnum og um það leyti, sem við komum að Dagverðará, var hann alheið- ur. — Bærinn að Dagverðará stendur við á samnefnda og er liún ein af þeim fáu ám, sem |frá Jöklinum falla. Við geng- um í bæinn, sem er reisulegt hvitmálað steinsteypuhús og hittum þar gamla konu, sem bar okkur mjólk að drekka og sagði okkur til vegar. I fljótu bragði má það aimars þykja merkilegt, að engin stór vötn skuli falla frá svo miklum jökli sem Snæfellsjökli. En í stuttu máli sagt eru það hin óliemju mildu hraun, sem gleypa svo að segja hvern vatns- dropa, sem frá honum keinur. Gufuskálamóða, sem rennur norðan úr jöklinum, er einna stærst og er með örlitlum jök- ullit. Athygli vegfarandans heinist nú mest að Jöklinum og ósjálf- rátt nýtur hann nálægðar sinn- ar við hann, þótt Jökullinn héð- an séð sé ekki eins fagur og viða annarsstaðar af nesinu. — Undirlendið, livers örlögum Jökullinn liefir ráðið, er ömur- lega lirjóstrugt og frá Dagverð- ará nær liraunbreiðan svo að segja óslitin alt norður á Hellis- sand. Strjálbýli mikið er undir Jökli, enda kostalitlar jarðir, sem aðstöðu sinnar vegna eru yfireitt illa hýstar. Um vegi er ekki að ræða, heldur æfagamla troðninga, sem minna á skreið- arlestir fortíðarinnar, en ekki menningu nútimans. Vatns" skortur er tilfinnanlegur og erf- itl með eldivið vegna móleysis. — Fyrr á timum var geisimikið útræði undan Jökli og af mestu þáverandi verstöðvum mætti nefna Dritvik sunnan og Gufu- skála norðan Jökuls, en fátt er það á þessum stöðum, sem ber vott um hið mikla athafnalíf þar á fyrri tímum. Okkur ber nú óðfluga að hin- um griðarmiklu risum á ströndinni; drangai'nir, sem tal- ið er að séu leifar af gömlum eldgíg, eru tveir. Sá stærri (75 m.) er úr móbergi og er ldeif- ur; hinn minni (61 m.) er úr blágrýti og ókleifur. Munnmæl- in segja þó, að maður nokkur, sem fallinn var í ónáð, hafi klif- ið hann til að forða lífi sínu, og hafi hann hlaðið vörðubrot þar uppi. Þrátt fyrir strangt eftirlit tókst honum að komast niður aftur og náðist ekki. Spurðist ekkert til hans i mörg ár. En þá bar það við að frönsk fiski- dugga kom að Stapa til að sækja vatn, og spurðist þá að íslenskur maður væri á skipinu. Eklcert vildi sá góði maður minnast á liagi sína, eða hvaðan liann væri, þegar hann var spurður að því, en fór með visu þessa: i Enginn fer nú upp á drang, enginn lileður vörðubing. Gæfan mun þeim ganga i fang, sem glingrar við þá spásséring. i Og þóttust menn þá fullvissir um að þar hefði verið maður * sá, sem kliiið hafði drajigann endur fyrir löngu. — Heýrt hefi eg að stærri drangurinn væri vígður og þvi kallaður „Kristni- drangur“, en hinn „Heiðni- drangur“. Talsvert varp er í dröngunum. — Okkur dvaldist lengi niður við flæðarmáhð hjá þessum stórskornu kunningj- um oldcar og nutum í návist þeirra veðurblíðunnar og hrika- leik náttúrunnar. Skamt utan Lóndranga er bærinn Malarrif og liggur syðst af bæjum á nesinu. Mættum við þar mikilli gestrisni og alúð heimilisfólksins. Næsti áfangastaður var nú Einarslón og komum við þang- að um 5 leytið. Böm af bænum fóru með okkur um nágrennið til að sýna okkur það mark- verðasta. Hér eru, eins og viða annarsstaðar á þessum slóðum, mörg örnefni, sem koma heim við Bárðar sögu Snæfellsáss. Börnin kunnu skil á öllum ör- nefnum og vorum við margs fróðari eftir frásagnir þeirra. Framh.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.